Morgunblaðið - 22.03.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.03.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Oft er lög-reglan ekkiöfundsverð af starfi sínu. Hún getur þurft að sker- ast í leik við háska- legar aðstæður og eiga við fólk ótt af vímu eða bræði. Þegar þannig stendur á getur þurft að beita hörku. Lög- reglan á Íslandi er hins vegar ekki þekkt fyrir að fara offari í þeim efnum. Væri nær að segja að hún sé seinþreytt til leiðinda og láti ýmislegt yfir sig ganga áður en hún bregst við af hörku. Minnisstætt er þegar birtist í sjónvarpi fyrir tíu árum upp- taka þar sem mótmælandi lamdi með barefli taktfast í hjálm lög- reglumanns, sem einfaldlega gekk áfram eins og hann vissi ekki af höggunum og lét þau ekki á sig fá. Aðgerðir lögreglu gegn mót- mælendum á Austurvelli 11. mars voru ræddar á fundi alls- herjar- og menntamálanefndar Alþingis í gærmorgun að beiðni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Lögregla beitti piparúða gegn mótmæl- endum. Til svara voru Sigríður Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var í fyrsta sinn sem piparúða var beitt gegn mót- mælendum hér á landi síðan 2009 og sagði Sigríður að síðan hefði lögregla fylgst með 130 mótmælum hér á landi. Ásgeir Þór lýsti því að á Austurvelli hefði einn mótmæl- andi ítrekað spark- að í lögregluþjón. Hann hefði því verið handtek- inn og það hefði hrundið af stað atburðarás þar sem reynt var að koma í veg fyrir handtökuna og piparúða var beitt. Síðan hefði strax verið hringt á sjúkrabíl til að hlúa að þeim, sem urðu fyrir úðanum. Tók hann fram að við slíkar að- stæður mætti beita kylfum, en notkun piparúða væri skil- greind sem vægara valdbeit- ingarúrræði. Hann teldi því að lögregla hefði beitt meðalhófi í aðgerðum sínum. Við eigum því ekki að venjast að lögregla þurfi að beita valdi á götum úti og það er auðvelt að láta sér bregða þegar það ger- ist. „Valdbeiting verður aldrei falleg,“ eins og Ásgeir Þór orð- aði það. Stundum þarf að grípa til valds, en nákvæmlega ekkert bendir til þess að lögregla hafi gengið lengra en eðlilegt er á Austurvelli umræddan dag, þótt það sama verði ekki sagt um alla, sem þar voru. Það er hins vegar full ástæða til að spyrja hvort Píratinn hafi ekki farið fram úr sér og gengið lengra en góðu meðalhófi gegn- ir með því að krefjast umræð- unnar á nefndarfundinum í gær. Er meðalhóf lög- reglu ekki óhófleg ástæða til yfir- heyrslu á Alþingi?} Störf lögreglu Það var önugtfyrir höfuð-borgina þegar óábyrgur flokkur þar ákvað að virða ekki í raun dóm kjósenda og setja fimmaura- brandara í borgar- stjórastólinn og deila og drottna í nafni hans. Gnarr var besti borgarstjórinn, sagði Dagur B. Eggertsson án þess að sýna merki þess að skammast sín fyrir þess háttar trakteringar til borgarbúa eða kunna það. Hverjum gat dottið í hug að borgarbúar sætu áfram uppi með Dag eftir að hafa út- hýst honum í kosningunum og enn eftir að þeir felldu yfir hon- um þyngri dóm? Borgar- stjórnarmeirhlutinn gæfu- snauði hefur gert því sem kjörnum fulltrúum er trúað fyr- ir mikinn skaða. Hiti á fundi Miðbæjarfélagsins er aðeins eitt dæmi um það. Borgaryfir- völd leyna því ekki einu sinni að þeim er illa við rekstraraðila í miðborginni. Virðast telja að þeir spilli fyrir gangandi túr- istum. En fyrir þá síðarnefndu er sífellt minna að sjá þar og spyrst auðvitað út. Borgaryfir- völd leyna því ekki heldur að þeim er beinlínis illa við þá sem nota venjulega bifreið sem sam- göngutæki. Þó kýs allur þorri borgar- búa að gera það. Borgaryfirvöld ganga út frá því að takist þeim að gera borgarbúum illfært um borgina og tryggja jafnframt að þeir sem þrjóskast við fái helst hvergi stæði þá muni þeir að lokum gefast upp. Miðborgin, kvosin er smám saman að gefa eftir og breytast í fyrirbæri sem hefur ekki neina sjálfsmynd lengur. Borgar- stjórnin hefur breytt sjálfri sér í kassagerð af ósnotrustu tegund. Ekkert fyrirbæri á Íslandi nýtur jafn lítils trausts og yfir- völd höfuðborgarinnar sam- kvæmt nýlegum mælingum. Dagur hefur enn ekki mátt vera að því að fá vottorð frá undir- sáta sínum um að það sé ekki honum að kenna að þannig sé komið. Það segir allt sem segja þarf að klofningsfyrirbærið Við- reisn hafi kosið sér hlutverk hrörlegrar hækju undir þennan vesaldóm. Niðurlægðir og særðir miðbæjar- menn eru táknmynd um stjórn Samfylkingar á höfuðborginni} Reiðir og örmagna G óð lífskjör almennings snúast ekki bara um laun heldur líka um það öryggi og þjónustu sem fólk býr við. Á þetta hefur ítrekað verið bent af verkalýðshreyfingunni og talsmönnum atvinnulífsins. Kjaraviðræður eru ekki síst erfiðar vegna þess að byrðar á lægstu laun hafa hækkað síðustu ár um leið og þær hafa minnkað á hæstu launin. Þá hefur velferðarkerfið ýmist verið vanrækt eða holað að innan. Ekki hefur verið ráðist í neinar bita- stæðar aðgerðir gegn ójöfnuði, þjónusta hefur jafnvel verið skert eða orðið dýrari. Sveitarfélögin sinna dýrmætri almanna- þjónustu sem ætlað er að bæta öryggi og lífs- kjör fólks. Sífellt fleiri verkefni hafa færst frá ríki til sveitarfélaga, með samningum. Þetta er skynsamlegt enda verður þjónustan iðu- lega betri þegar hún færist nær íbúunum. Sveitarfélög eru oft sveigjanlegri í nærþjónustunni og sneggri að mæta þörfum notenda. Dæmi um verkefni sveitarfélaga eru rekstur öldrunarheimila, leik- og grunnskóla, þjón- usta við fatlaða og félagslegt húsnæði. Þetta eru mörg af kjarnaverkefnum nærsamfélagsins. Hin hliðin á þessum peningi er hins vegar að oft fylgir ekki nægilegt fjármagn með flutningi verkefna. Rekstur sveitarfélaga er í járnum og þau hafa ekki sömu tækifæri til tekjuöflunar og ríkið. Þau eru því oft sett í þá stöðu að skerða jafnvel lögbundna þjónustu. Önnur afleiðing er að sveitarfélög ná ekki að borga starfsfólki sínu sömu laun og ríkið, fyrir sambærileg störf. Það er því fullkomlega eðlilegt að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi mótmælt af hörku, þegar fréttist úr fjármálaráðuneytinu að skerða ætti framlög til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, um þrjá milljarða. Hlutverk jöfnunarsjóðs er að fjármagna hluta af þjónustu við fatlað fólk og nauðsyn- lega þjónustu sveitarfélaga sem búa við veik- an fjárhag. Þarna er vegið að þeim sem síst skyldi í tvöföldum skilningi: Geta sveitar- félaga til eðlilegs rekstrar er skert og ráðist er að kjörum fatlaðra og langveikra, sem eru með viðkvæmustu hópum samfélagsins. Ríkisstjórnin hefur sýnt öryrkjum full- komið skeytingarleysi. Framlög til örorkulíf- eyrisþega voru skert um milljarð milli um- ræðna í fjárlögum. Ekkert bólar á tillögum velferðarráðherra um afnám krónu-á-móti krónu skerðingar. Lögfesting sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks situr föst í nefnd. Öryrkjum er ofboðið og undirbúa málshöfðun gegn ríkinu. Hugmynd ríkis- stjórnarinnar um skerðingu á framlögum til sveitar- félaga er enn ein atlagan. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar birtist á næstu dögum og ljóst að hart verður tekist á um hana á Alþingi. Eitt er víst að engin friður verður um áformaða lækkun til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem mun rýra tækifæri þeirra til að sinna mikilvægri þjónustu við almenning og skerða lífskjör fólks. logie@althingi.is Logi Einarsson Pistill Vegið að þeim sem síst skyldi Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Viðbrögð Jacindu Ardern,forsætisráðherra Nýja-Sjálands, við hryðjuverka-árásinni á tvær moskur í Christchurch síðastliðinn föstudag hafa vakið athygli og aðdáun víða um heim. Skömmu eftir árásina hitti Ardern ættingja fórnarlamba árásarinnar og leiðtoga múslima í borginni til að votta þeim samúð og fullvissa þá um að öll þjóðin syrgði með þeim. „Ég flyt ykkur öllum þann boðskap fyrir hönd Nýsjálendinga,“ sagði hún. Í viðtölum í kjölfarið hét hún því að herða byssulöggjöf landsins, sem hún hefur þegar staðið við, og ráðast að rótum kynþátta- og trúarbragðahat- urs, bæði á Nýja-Sjálandi og um allan heim. „Við getum ekki hugsað um þessi mál með landamærum,“ sagði hún við breska ríkisútvarpið BBC. Dálkahöfundar fjölmiðla hafa borið lof á Ardern. „Andlit Ardern endur- speglar harm og staðfestu þjóðar hennar,“ skrifaði Ishaan Taroor, dálkahöfundur Washington Post. Suzanne Moore skrifaði í Guardian að Martin Luther King hefði sagt að raunverulegir leiðtogar leituðu ekki að málamiðlun heldur mótuðu hana. „Ardern hefur mótað aðra mála- miðlun og sýnt frumkvæði, umhyggju og samhug,“ skrifaði Moore. Á vef BBC er haft eftir Mohamm- ad Faisal, talsmanni utanríkisráðu- neytis Pakistans, að Ardern hafi unn- ið hug og hjörtu Pakistana. Og í umræðum á nýsjálenska þinginu sagði Judith Collins, þingmaður Þjóð- arflokksins, stærsta stjórnarand- stöðuflokksins, að forsætisráð- herrann hefði verið framúrskarandi. Ungur stjórnmálamaður Jacinda Kate Laurell Ardern fæddist árið 1980 í Hamilton en ólst upp í Auckland. Foreldrar hennar eru mormónar en Ardern skráði sig úr kirkjunni árið 2005, aðallega vegna afstöðu kirkjunnar til samkyn- hneigðar. Hún sagði í viðtali árið 2017 að hún fylgdi engum formlegum trú- félögum að málum. Sautján ára gömul gekk Ardern í Verkamannaflokkinn og tók þátt í ungliðastarfi flokksins og alþjóðlegra ungmennasamtaka jafnaðarmanna. Hún starfaði m.a. fyrir Helen Clark, fyrstu konuna sem gegndi forsætis- ráðherraembætti á Nýja-Sjálandi en Ardern segir að Clark sé hennar helsta fyrirmynd. Ardern útskrifaðist úr Waikato- háskóla árið 2001 með BA-gráðu í stjórnmála- og upplýsingafræði. Hún var fyrst kjörin á þing fyrir Verka- mannaflokkinn árið 2008 og í mars árið 2017 varð hún varaformaður flokksins. Hún tók síðan við leiðtoga- embættinu í ágúst sama ár þegar Andrew Little sagði af sér vegna þess að útlit var fyrir að flokkurinn myndi bíða afhroð í þingkosningum í sept- ember. En Ardern tókst að stöðva fylgishrunið og snúa þróuninni við. Hún hreif fólk með sér með bjartsýni og alþýðlegri framkomu, einkum þó ungt fólk og konur. Margir líktu henni við Justin Trudeau, forsætis- ráðherra Kanada, og Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseta. Í kosningunum fékk flokkurinn 37% atkvæða og mánuði síðar mynd- aði Ardern ríkisstjórn með hægri- flokknum NZF. Græningjar veita stjórninni einnig stuðning. Ardern varð forsætisráðherra aðeins 37 ára gömul, yngsti einstaklingurinn, frá árinu 1856, til að gegna embættinu. Í janúar á síðasta ári tilkynnti Ar- dern að hún ætti von á barni með sambýlismanni sínum, sjónvarps- manninum Clarke Gayford. Barnið kom í heiminn í júní og rúmum mán- uði síðar var Ardern mætt til starfa í forsætisráðuneytinu. Endurspeglar harm og staðfestu þjóðar AFP Sorg Jacinda Ardern á fundi með múslimum í Christchurch eftir árásina. Á annan tug þúsunda manna gekk þegjandi gegnum bæinn Dunedin á Nýja-Sjálandi í gær til að votta þeim sem létust í skotárás á tvær moskur í Christchurch virðingu sína. Árásarmaðurinn, 28 ára gam- all Ástrali, bjó í þessum bæ síð- ustu tvö ár. Fólkið safnaðist síðan saman á íþróttaleikvangi þar sem minningarathöfn fór fram. Fjölmenni sótti einnig útfarir margra þeirra sem létust í Christchurch í gær. Jacinda Ar- dern forsætisráðherra sagði í gær að sérstök minningar- athöfn yrði haldin síðar. Fjöldi minnist fórnarlamba NÝJA-SJÁLAND AFP Samúð Blómvendir við Al Noor- moskuna í Christchurch.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.