Morgunblaðið - 22.03.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.03.2019, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019 ✝ María Guð-varðardóttir fæddist 19. desem- ber 1929 á Sauð- árkróki og ólst þar upp og á Skaga. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 11. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Guðvarður Steinsson, bóndi, sjómaður, bílstjóri o.fl., og Bentína Þorkelsdóttir, húsmóðir og hannyrðakona. Þau bjuggu lengst af á Sauðárkróki og á Kleif á Skaga í Skagafirði með viðkomu á Eyrarbakka og í Reykjavík María var sú fimmta í röð 13 systkina og fyrir átti Guðvarður eitt barn. María var í sambúð með Gísla Erlendi Marinóssyni, verka- gréti, Mána, Mími og Móses. Barnabörnin eru 10. Guðfinna, f. 31.1. 1956, gift Roger Whitt- ingham og eiga þau saman tvö börn, Justin Gísla og Sven Lloyd. Börn Rogers eru Tristan og Jo- casta. Barnabörnin eru þrjú. Magnea er gift Agli Heiðari Gíslasyni og eiga þau þrjú börn, Anton, Maríu og Alex. María var í barnaskóla í fjóra vetur en hér var um farskóla að ræða. Hún lærði síðan netagerð á Eyrarbakka og náði sveinsrétt- indum vegna reynslu og þekk- ingar. María vann við netagerð, verslunarstörf, umönnun, fisk- vinnslu og sjómennsku. Árið 1986 hóf hún störf á Alþingi, sá um að koma pósti og öðrum gögnum í réttar hendur og þar lauk hún sínum starfsferli 1994. Eftir það sá hún um barna- pössun. María bjó með fjölskyldu sinni í Reykjavík, lengst af í Ásgarði 57, eða í tæp þrjátíu ár. Útför Maríu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 22. mars 2019, klukkan 13. manni, skrifstofu- manni, sölumanni og síðar framkvæmdastjóra, f. 11.11. 1930, d. 30.7. 1977, og áttu þau saman fjögur börn en fyrir átti María einn son. Þau slitu samvistum. Barn Maríu, Ró- bert Haukur Sigur- jónsson, f. 30.12. 1948, hann er giftur Helgu Jónu Andrésdóttur og eiga þau fimm börn, Andrés, Svönu Rebekku, Maríu Rut, Stefán Hauk og Daní- el. Barnabörn þeirra eru sjö. Börn Maríu og Gísla eru Mar- inó Óskar, f. 27.6. 1952, hann er giftur Agnesi Eiríksdóttur og eiga þau eitt barn, Gísla Erlend. Guðvarður, f. 8.11. 1953, hann á sex börn, Þórhall, Maríu, Mar- Þegar ég man fyrst eftir mömmu var hún Mæja frænka sem saumaði kjólana og prjónaði peysurnar, Mæja systir sem var verkstjórinn í sláturgerðinni, Mæja í Ásgarðinum, Mæja á róló, Mæja sem vann í Ísbirninum, Mæja í mjólkurbúðinni, Mæja sem rak sumarheimili fyrir börn í ÍR skíðaskálanum og Mæja sem var mamma okkar. Seinna meir var alltaf talað um hana sem Mar- íu. Pabbi og mamma hittust á Siglufirði, hann á sjó og hún í síld. Hann töff og hún sæt. Þau fluttu til Reykjavíkur og eignuðust okk- ur systkinin á næstu árum. Bjuggu á Hjallavegi, Árbæjar- bletti, Laugarnes Camp-i og svo í eigin húsnæði í Ásgarði 57 sem er okkar krakkanna aðalæskuheim- ili. Þar átti hún heima fram til árs- ins 1988 er hún flutti í Ljósheima 6. Síðasta heimili hennar, áður en hún fór á hjúkrunarheimilið Sól- tún, var í eigin íbúð í Sóltúni 11. Eftir skilnað þeirra 1961 stóð mamma eftir með fimm börn á öll- um aldri, yngsta tveggja ára, og engar tekjur. Hún fékk vinnu á róló og gat tekið barnið með sér. Við bræður bárum út Morgun- blaðið í ca. tvö ár en gáfumst upp að vetri til, þá tók mamma sig til og gekk í hús með blaðið áður en hún fór til vinnu, það þurfti pening fyrir heimilið. Hún þurfti að berj- ast fyrir því að halda húsinu og sagði það fullum fetum að hún myndi standa sig, sem og hún gerði með einstökum dugnaði og vinnusemi. Við fráfall mömmu koma upp minningar um þegar við bræður, Marinó og ég, fermdumst með eins árs millibili og enginn pen- ingur til. Þá fór mamma í Trygg- ingastofnun á horni Laugavegar og Snorrabrautar og fékk fyrir- framgreitt barnameðlag og mæðralaun. Strangt til tekið er þetta kallað að veðsetja fram- færsluna. Mamma vildi og hafði einstakan vilja til að fermingar- veislur og afmæli okkar væru sem best. Þá voru ekki peningar í fermingargjöf sem hefðu getað gengið upp í veisluna. Þannig tók hún hvert verkefni fyrir, lagði á sig og afgreiddi, ein- stakur eiginleiki. Hún fór alltaf seinust að sofa og vaknaði fyrst, prjónaði og saumaði á okkur öll og marga aðra. Áhugamál mömmu voru söng- ur með kórum, ferðalög innan- lands og erlendis með vinkonum og kvenfélögum. Hún var einn af stofnendum Skagfirsku söng- sveitarinnar og söng með henni í 36 ár. Seinna meir fór hún í Kór eldri borgara, kvennakór Bú- staðasóknar, Dómkórinn og söng- hópinn Glæðurnar með völdu fólki að syngja fyrir vistmenn í Hátúni og á DAS. Ef maður spurði hana hvað hún hefði haft fyrir stafni þann daginn svaraði hún að hún hefði farið og sungið fyrir gamla fólkið og hún var þá 80 ára. Á Sóltúni leið henni ágætlega en heilabilun var farin að segja til sín og jókst á næstu fimm árum eða þar til yfir lauk. Ég vil þakka starfsfólki þar óeigingjarnt starf í því að hlúa að mömmu og öðrum vistmönnum. Að öllum ólöstuðum vil ég þakka Magneu systur minni, manni hennar Agli Heiðari Gíslasyni og börnum þeirra þá umhyggju sem þau sýndu mömmu á liðnum árum. Ég er þakklátur að hafa alist upp og verið samferðamaður mömmu, baráttukonu sem fórnaði sér gjörsamlega við að koma börnum sínum á legg og hafa húsaskjól í eigin húsnæði. Alltaf til í að veita börnum sínum, barna- börnum, systkinum, frænkum og frændum aðstoð ef á þurfti að halda. Ég er þakklátur fyrir að börnin mín nutu samvista við hana á æskuárum sínum. Megi hún hvíla í friði. Guðvarður Gíslason. Það er mér minnisstætt hvað það var gaman að kynnast Maríu og fá hana sem tengdamóður. Hún var einstök og ákveðin, kona sem hafði mikla reynslu og hafði unnið hörðum höndum alla tíð hin ýmsu störf, við netahnýtingar, rekstur sumarbúða fyrir börn, hjá Alþingi, í mjólkurbúð og fleira. Hún var mikil hannyrðakona og prjónaði ótal fallegar flíkur og söng í mörg- um kórum enda söngkona mikil. Hagyrt var hún María og í tæki- færiskortum til okkar fylgdi oft falleg og innilegt ljóð. María var skapgóð að eðlisfari og hláturmild með fallegt bros og með yndi af selskap og söng. Við fjölskyldan fórum saman í margar ferðir bæði innanlands og erlendis og þá var oft mikið hlegið og sagðar sögur. Ég hef alltaf dáðst að dugnaði og eljusemi Maríu, sem var eina fyrir- vinnan með fimm börn sem hún hefur heldur betur komið til manns og konu. Ég er þakklát Maríu fyrir að hafa verið amma sona minna Mána Mímis og Mósesar og langamma Nökkva, þeir báru allir mikinn kærleik til hennar. Ég óska þess að hún sé nú heil og sæl á himnum í faðmi Gísla síns. Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir. Elsku amma, það er svo margt sem kemur upp í huga okkar systra þegar við hugsum um þig. Það var svo gaman að fá að koma til þín í Ásgarðinn. Þú varst iðulega í eldhúsinu að baka einhverjar kræsingar handa okkur. Þú bak- aðir bestu randalínur í heimi og mömmukökurnar eða ömmu- kökurnar eins og þú kallaðir þær – nammm! Þú varst ávallt svo hress og kát og það var alltaf stutt í hláturinn. Þú varst með svo dásamlegan hlátur að það var ekki hægt annað en að hlæja með þér. Við systur erum nokkuð vissar um að við höfum fengið hann frá þér því líkt og hjá þér er stutt í hlátur og gleði. Þú sýndir okkur Reykjavík bæði á fæti og í strætó. Við löbb- uðum hitaveitustokkana endilanga og fórum oft hring í strætó þar sem þú kenndir okkur almenna manna- siði eins og að standa upp fyrir fólki sem þyrfti frekar á sætunum að halda en við, jafnvel þó strætó- inn væri tómur. Einnig kenndirðu okkur að henda ekki rusli á götur bæjarins og stundum tíndum við upp rusl sem aðrir höfðu hent á götuna. Þú kenndir okkur góða siði og rétt gildi í lífinu. Þú varst alltaf prjónandi og saumandi. Við munum svo vel eftir því að saumavélin var staðsett í svefnherberginu þínu og þar þurft- um við að fara varlega til þess að stíga ekki á títuprjóna í gólftepp- inu. Það gerðist þó sem betur fer aldrei. Þú varst alltaf boðin og búin til að sauma eða prjóna á okkur systur og oft leyndust nýjustu trendin í afmælis og jólapökkunum frá þér eins og stretsbuxur, legg- hlífar og jakkar sem hægt var að snúa við. Einnig prjónaðir þú föt á dúkkurnar okkar og saumaðir á okkur öskudagsbúninga. Við rifjuðum það upp þegar við sátum hjá þér á Sóltúni fyrir stuttu, kórferðalagið sem við fór- um með þér í Galtalækjarskóg. Við gleymum þessu aldrei, það var svo ótrúlega gaman. Þú bjóst til dýr- indis nesti handa okkur og svo sváfum við í tjaldi. Þegar við hugsum um þig sjáum við fyrir okkur einstaklega dug- lega konu með risa stórt hjarta. Við sjáum konu sem hugsaði ávallt um hag annarra á undan sínum eigin. Þegar þú vildir gera vel við þig skelltirðu þér í bingó, leystir krossgátur eða lagðir kapal. Það þurfti ekki mikið til að gleðja þig, elsku amma. Það er með miklu þakklæti sem við kveðjum þig í dag, elsku ynd- islega amma. Við munum alltaf sakna þín en sem betur fer eigum við margar góðar minningar til að ylja okkur við. Þínar sonardætur, María og Margrét. Elsku amma mín, María Guð- varðardóttir, hefur nú kvatt þenn- an heim. Orð fá því varla lýst hve mikið mér þykir vænt um hana og hve þakklátur ég er henni fyrir þann mikla kærleik sem hún sýndi mér. Þegar ég var yngri var ég svo lánsamur að fá að eyða mikl- um tíma með ömmu. Hún hafði mikil mótunaráhrif á mig sem ungan dreng og kenndi mér ýmis góð gildi sem ég hef lifað eftir allar götur síðan. Þegar ég lít til baka til barnæskunnar eru mér sérstak- lega minnisstæðar óteljandi strætóferðir með ömmu niður í miðbæ og heimsóknir á þáverandi vinnustað hennar, Alþingi, þar sem hún starfaði um tíma. Sömu- leiðis minnist ég ljúfra stunda í Ljósheimum þar sem hún bjó um skeið en það var algjörlega topp- urinn á tilverunni að fá að gista þar enda var boðið upp á íspinna í hverri heimsókn. Þá áttum við amma það sameiginlegt að hafa bæði mikið dálæti á spilum og eyddum við ótal stundum, langt fram eftir nóttu, í að spila hin ýmsu spil. Já, hún amma var sko frábær félagsskapur. Í seinni tíð þegar amma bjó í Sóltúni leitaði ég mikið þangað, ýmist til að læra eða til þess eins að slaka á og gleyma dagsins amstri. Hjá henni átti ég minn griðastað, stað þar sem var stjan- að við mig eins og prins og ég gat ávallt treyst því að fá upphitaða kjúklingabita, ofnbakaðar fransk- ar og ískalt pepsí. Hvílík drauma- veröld fyrir táningsdrenginn. Svo vel leið mér í þessum vellystingum hjá ömmu að ég íhugaði um tíma að pakka saman föggum mínum og flytja til hennar. Þrátt fyrir að ég hafi aldrei látið verða að því minnist ég þessa tíma með mikilli hlýju enda áttum við saman fjöl- margar gæðastundir. Það var mér og öðrum fjöl- skyldumeðlimum afar þungbært að upplifa það þegar alzheimer- sjúkdómurinn fór að láta á sér kræla hjá ömmu. Að upplifa það að manneskja sem er manni svo náin og kær hverfi hægt og rólega á vald þessa voðalega sjúkdóms. Það var þó alltaf jafn notalegt að heimsækja hana á hjúkrunar- heimilið þar sem hún dvaldi síð- ustu æviárin og ræða við hana um heimsmálin yfir ylvolgum kaffi- bolla, jafnvel þó að hún stæði ekki alltaf klár á því hver maður væri. Þrátt fyrir að amma hafi nú kvatt þetta jarðneska líf og vitjað nýrra ævintýra mun hún ávallt eiga hjá mér hjartastað. Eftir sitja fallegar og góðar minningar um hjartahlýja og kærleiksríka manneskju sem bar ávallt hag minn fyrir brjósti. Minningar sem munu ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Takk fyrir sam- veruna, gleðina og væntumþykj- una. Þitt ömmugull, Anton Egilsson. Það er sárt að sakna. Nú þegar amman okkar eina er fallin frá höfum við ekkert nema góðar minningar að líta aftur til. Við tví- burarnir vorum mikil ömmubörn og þegar hugsað er til baka um all- ar góðu stundirnar er hver ann- arri dýrmætari. Amma hafði mjög sterkan per- sónuleika. Hún var umhyggjusöm og allra helst nægjusöm. Hún gerði allt fyrir þá sem henni þótti vænt um án þess að búast við einu né neinu til baka. Þegar hún elsk- aði þá elskaði hún með hverju ein- asta beini í líkamanum, alveg skil- yrðislaust. Við eyddum mörgum stundum hjá ömmu þegar við vorum krakk- ar og hefðum aldeilis tekið því fagnandi hefðum við fengið að búa hjá henni. Hjá henni máttum við nefnilega gera hvað sem er, snúa öllu á hvolf og byggja okkur tjald úti á miðju stofugólfi. Hún hafði jafn gaman af okkur og við af henni. Við spiluðum mikið við ömmu, þá aðallega ólsen ólsen og veiði- mann, sem við komumst svo að síðar að henni hafi þótt hundleið- inlegt en hún spilaði þó. Síðustu ár ömmu á Sóltúni voru þá ekki síður ánægjuleg. Þau ein- kenndust af mikilli gleði og söng sem henni þótti sko ekki leiðin- legt. Tónlist og þá allra helst söng- urinn var hennar sæluvíma og munum við seint gleyma ljóman- um á andlitinu hennar í hvert skipti sem kveikt var á Liljunni. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk en blettinn sinn prýddi hún vel. (Þorsteinn Gíslason) Við munum með stolti varð- veita minninguna um ömmu Mar- íu, halda áfram að syngja um Lilj- una og leyfa henni að leiða okkur út lífið. Guð geymi þig, amma. Þín, Alex og María. María Guðvarðardóttir ✝ Helgi H. Sig-urðsson fæddist í Reykjavík 5. febr- úar 1934. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 16. mars 2019. Foreldrar Helga voru Sigurður Jón- asson ritsímavarð- stjóri frá Seyðis- firði, f. 24.12. 1901, d. 19.2. 1975, og Júlía Ósk Guðnadóttir hús- móðir, f. 30.7. 1907, d. 3.2. 1996. Helgi ólst upp hjá foreldrum sín- um og tveimur systkinum, lengst af í Mjóuhlíð 4 í Reykja- vík. Bróðir Helga var Sigurður Jónas Sigurðsson, f. 5.3. 1939, d. 7.5. 2017, og systir hans var Jó- hanna Guðný Sigurðardóttir, f. 26.10. 1940, d. 15.12. 2013. Helgi giftist Eddu Sigrúnu Ólafsdóttur héraðsdómslög- manni 25. september 1955, hún Edda Sigrún lést 13. mars 2017. Teklu Ósk með fyrrverandi sambýlismanni Bjarna Jóhanni Árnasyni. 5) Sigrún Gréta Helgadóttir fasteignasali, f. 8. september 1971, og á hún dótturina Eddu Sigrúnu Jóns- dóttur með fyrrverandi sam- býlismanni, Jóni Kristni Garðarssyni. Helgi Sigurðsson starfaði alla tíð sem úrsmiður, lengst af rak hann eigin verslun á Skóla- vörðustíg 3. Hann rak þá versl- un í hálfa öld. Helgi stundaði sund af kappi og æfði með Sund- félaginu Ægi og varð margfald- ur Íslandsmeistari á árunum 1951 til 1959. Hann komst einn- ig á verðlaunapall á Norður- landamóti. Helgi sinnti ýmsum störfum innan sundsambands- ins, hann var einnig virkur í starfi úrsmiðafélagsins og var formaður þess um árabil. Helgi stundaði einnig mikið skíða- mennsku í gegnum árin sem og trillusjómennsku með elsta syni sínum. Útför Helga fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 22. mars 2019, klukkan 13. Helgi og Edda Sig- rún eignuðust fimm börn: 1) Sig- urð Helgason læknir, f. 27. apríl 1955, giftur Rann- veigu Halldórs- dóttur, f. 19. júní 1955, og eiga þau þrjá syni, Halldór Hauk, Helga og Matthías Þór. 2) Grétar Helgason úrsmiður, f. 14.1. 1958, d. 24.12. 2016. Kona hans er Erla Jóns- dóttir, f. 29. apríl 1958, og eiga þau fjögur börn, Lindu Rún, Hildi Eddu, Helgu Láru og Daníel. 3) Helgi Hafsteinn Helgason læknir, f. 10. janúar 1969, kona hans er Fjóla Grét- arsdóttir, f. 19. mars 1968. Börn þeirra eru Ásta Karen, Haukur Steinn og Lilja Dögg. 4) Edda Júlía Helgadóttir kennari, f. 28. janúar 1970, og hún á þrjú börn, Andra Má, Sigþór Árna og Pabbi er farinn á vit nýrra ævintýra, eflaust á fund mömmu og Grétars bróður. Þau taka fagnandi á móti honum með opinn faðminn. Mamma og pabbi áttu fallegt samband og pössuðu vel upp á hvort annað. Hann reyndist stoð hennar og stytta alla tíð. Pabbi var einstaklega ljúfur og hlýr maður, brosmildur og falleg- ur að innan sem utan og það vita þeir sem hann þekktu. Hann var sá maður sem stóð mér næst í líf- inu, alltaf til staðar fyrir mig og mína, ótrúlega traustur og trygg- ur þeim sem honum þótti vænt um. Alla tíð fylgdist hann vel með íþróttaiðkun barnanna minna og gaf þeim tíma og var alltaf til í að passa ef þörf var á. Börnin mín fylgdu afa sínum oft í sund á kvöldin og kenndi hann þeim sundtökin eins og honum einum var lagið. Pabbi var duglegur og ósér- hlífinn, hann var vinmargur og greiðvikinn. Það var ósjaldan sem ég fékk að þvælast með honum sem barn niðri á Skóló. Þar kynntist ég lífinu sem þeir áttu kaupmennirnir í miðbænum, kaffihúsafundir á Prikinu og á Mokka standa upp úr. Á 10 ára afmælisdaginn minn fór ég með honum eins svo oft áður á Prikið og þar sátu þeir karlarnir að ræða heimsmálinn. Stefán frá Möðrudal, Stórval var þeirra á meðal ásamt Katli Larsen. Stef- áni fannst hann þurfa að gefa mér afmælisgjöf á þessum merkilega degi og var hann með nokkur listaverk í fórum sínum og leyfði mér að velja. Ég valdi fallegt mál- verk af hesti sem ég held mikið upp á. Pabbi laðaði til sín margt fólk, enda kom hann vel fram við alla og sinnti vel þeim sem minna máttu sín í lífinu, gaukaði jafnvel að þeim kaffibolla eða aur. Á Skóló var skemmtilegt samfélag fólks úr öllum stéttum og með ólíkan bakgrunn, en alltaf mikil vinátta og má segja að þarna átti pabbi minn sitt annað heimili. Það eru óteljandi sögur sem ég gæti sagt af honum föður mínum, en þær ætla ég að geyma í hjart- anu mínu, en eitt er víst að ég var óendanlega stolt af honum og ég stækkaði um mörg númer þegar fólk hafði orð á því hversu lík ég væri honum. Nú myndast tómarúm í lífinu þegar bæði mamma og pabbi hafa yfirgefið þessa jarðvist með stuttu millibili, en ég sé þau fyrir mér hönd í hönd á góðum stað, helst við sjóinn. Elska þig upp í geim, þín Edda Júlía. Helgi nam úrsmíði hjá Jóhann- esi Norðfjörð. Meistari hans þar var Karl R. Guðmundsson. Helgi vann hjá Jóhannesi í tvö ár, en síðan sjálfstætt, lengst af á Skólavörðustíg 3, líklega minnstu úraverslun og verkstæði lands- ins. Þar tók Helgi brosandi á móti hverjum þeim sem leit inn og leysti hvers manns raun. Fagmaður góður, studdi félag sitt Úrsmiðafélag Íslands með ráðum og dáð, var varaformaður þess árin 1970-1982. Mikill samgangur var milli úr- smiða á árum áður, varahlutir í úr lágu hjá félagsmönnum sem vissu upp á hár hver átti hvað og skap- aðist þannig góður vinskapur milli félaga. Endurmenntunar- ferðir úrsmiða tókust vel, Helgi og Edda voru hrókur alls fagn- aðar, nutu sín vel og settu flottan svip á hópinn. Við félagarnir í ÚÍ kveðjum Helga með þakklæti fyrir hans góðu störf fyrir ÚÍ og hans hlý- lega viðmót. Björn Árni Ágústsson, formaður ÚÍ. Vikan sem afi Dassi kvaddi okkur var erfið. Honum þó fyrir bestu þar sem hann og amma Edda eru sameinuð á ný. Afi var algjör fyrirmynd og kenndi okkur margt í lífinu, sérstaklega þegar kom að sundi. Hann var duglegur að fara með okkur í sund og leið- Helgi H. Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.