Morgunblaðið - 22.03.2019, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019
✝ Þórunn Sig-urðardóttir
fæddist í Reykja-
vík 12. maí 1927.
Hún lést á Land-
spítalanum hinn 7.
mars 2019.
Foreldrar Þór-
unnar voru Sig-
urður Þorsteins-
son hafnar-
gjaldkeri, f. 20.
janúar 1895, d. 6.
júlí 1977, og Kristjana Ólafía
Einarsdóttir húsfreyja, f. 12.
mars 1897, d. 4. júní 1954.
Þórunn átti eina alsystur,
Ernu, f. 19. september 1930.
Þórunn átti þrjú hálfsystkini
sammæðra. Þau Jónu Guðrúnu
Gunnarsdóttur, f. 21. desember
1916, d. 7. nóvember 1980. Gunn-
ar Gunnarsson, f. 3. febrúar
1919, d. 16. október 1953. Ernu
Gunnarsdóttur, f. 6. september
1920, d. 4. desember 1928.
f. 18. desember 1953, d. 19.
september 2015. Þau skildu.
Seinni maki Óttar Guðmunds-
son, f. 29. apríl 1948. Þau
skildu. Börn hennar eru Þóra
Jensdóttir og Helga Þórunn
Óttarsdóttir. 3) Þóra, f. 17.
desember 1958, d. 10. janúar
1970. 4) Sigurður, f. 19.
september 1960. Maki Arndís
Björnsdóttir, f. 23. maí 1955.
Börn þeirra eru Þórunn og
Björn.
Þórunn og Einar bjuggu í
Reykjavík að undanskildum
árunum 1979 til 1986 er þau
bjuggu í Kaupmannahöfn.
Þórunn starfaði í Blóðbank-
anum á yngri árum en sinnti
síðan húsmóðurstörfum.
Þórunn var mikill bridge-
spilari og spilaði alla ævi við
æskuvinkonur sínar. Þórunn
var íþróttakona á yngri árum
og spilaði handbolta og stund-
aði skíðamennsku. Þórunn tók
mikinn þátt í erilsömum störf-
um eiginmanns síns alla tíð.
Þórunn starfaði með Kven-
félaginu Hringnum.
Útför Þórunnar fer fram frá
Neskirkju í dag, 22. mars 2019,
klukkan 15.
Þórunn ólst upp
á Bergstaðastræti
77 í Reykjavík.
Hún gekk í Landa-
kotsskóla, Mennta-
skólann í Reykja-
vík og Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur.
Maki 7. október
1948 Einar
Ágústsson, f. í
Hallgeirsey 23.
september 1922, d.
12. apríl 1986, alþingismaður,
ráðherra og sendiherra. Börn
þeirra eru 1) Helga, f. 21. júlí
1949, d. 29. september 1994.
Maki Daníel Sigurðsson, f. 25.
október 1945. Börn þeirra eru:
a) Einar Þór. Börn hans eru
Bjarni Benedikt, Helga Rut og
Tinna Lind. b) Hildigunnur,
maki Árni Garðarsson. Börn
þeirra eru Róbert Andri og
Óðinn Rafn. 2) Kristjana Erna,
fyrri maki Jens R. Ingólfsson,
Elskuleg tengdamóðir mín
hefur fengið hvíldina.
Við hittumst fyrst í Bretlandi,
þar sem við síðar áttum eftir að
eiga margar góðar stundir sam-
an. Ég var þá að hitta kærastann
og mér tilkynnt að Þórunn vildi
hitta þessa stúlku. Ættarhöfð-
inginn hafði sitt fram. Mér var
tekið opnum örmum. Síðan þá
hefur ávallt verið kært á milli
okkar.
Þórunn hafði lifað viðburða-
ríku lífi þegar ég kem í fjölskyld-
una. Hún var Reykjavíkurmær
sem átti ættir sínar að rekja til
Borgarfjarðar. Henni fannst það
fegurst allra sveita. Þórunn
kynnist ung manni sínum, Einari
Ágústssyni, fv. ráðherra.
Þau eignuðust fjögur börn.
Helgu, Ernu, Þóru og Sigurð.
Þórunn helgaði sig heimilinu þar
sem Einar sinnti annasömum
störfum í heimi stjórnmálanna.
Þórunn fór ekki varhluta af
áföllum í lífinu. Einar féll frá
langt um aldur fram. Hann var
henni harmdauði. Þá hefur Þór-
unn kvatt dætur sínar, Þóru að-
eins ellefu ára af slysförum og
Helgu fjörutíu og fimm ára úr
veikindum.
Þórunn var skemmtileg og
hnyttin kona. Hún hafði sterkan
persónuleika og skoðanir á
mönnum og málefnum. Hún lét
það óspart í ljós og ef einkason-
urinn reyndi að þagga niður í
henni var svarið gjarnan „er
ekki málfrelsi hér“. Þórunn var
mikil félagskona. Fannst fátt
skemmtilegra en ef eitthvað
stæði til og var þá hrókur alls
fagnaðar.
Eftir að við Siggi fluttumst til
London var hún tíður gestur á
heimili okkar. Það var dásam-
legt að vera með henni í borg-
inni.
Hún naut þess að kíkja í versl-
anir. Ekki var verra ef eitthvað
fallegt datt í poka. Hún hafði
ánægju af að fara í leikhús, söfn
og prófa veitingastaði. Í einni
ferðinni lenti hún í smáævintýr-
um. Ég var ekki heima og Siggi
þurfti að bregða sér frá í stutta
stund. Þórunn fékk fyrirmæli
um að vera heima.
Þegar Siggi kemur heim þá
situr mín skömmustuleg heima.
Hún hafði ekki staðist mátið
enda sjálfstæð kona og farið í
göngutúr.
Fyrr en varði var hún komin í
mótmælagöngu við pakistanska
sendiráðið. Þar kom að henni
lögregluþjónn og vildi vita hvað
hún væri að gera í göngunni. Í
þetta skiptið fékk hún lögreglu-
fyld heim!
Fyrir mér var hún einstök
amma og fjölskyldukona. Hún
sparaði ekki ráðleggingarnar
um uppeldi og á sinn skemmti-
lega máta lagði hún okkur lífs-
reglurnar. Þegar barnabörnin
voru yngri þá voru heimsóknir á
Þorragötuna tíðar. Þar undu þau
sér vel og ýmislegt brallað. Oftar
en ekki fylgdi svo sundferð.
Það var líka mikil upplifun
fyrir barnabörnin að dvelja með
ömmu í sumarbústað hennar í
Stíflisdal. Þórunn hvatti börnin
óspart til að fá lánaða hesta í út-
reiðartúr. Skauta á vatninu og
baða sig í læknum.
Hin síðari ár eru ógleyman-
legar stundir heima hjá okkur
Sigga á Íslandi. Þá hittumst við
gjarnan fjölskylda mín og Sigga.
Það var kært á milli þessara
tveggja fjölskyldna sem hafa
stutt hvor aðra í gegnum lífsins
ólgusjó.
Síðustu árin dvaldi Þórunn á
Sóltúni. Þar fékk hún góða
umönnun.
Ég vil sérstaklega þakka
Ernu mágkonu minni og dætr-
um hennar Þóru og Helgu Þór-
unni fyrir einstaka umhyggju og
ræktarsemi í hennar garð síðast-
liðin ár.
Þegar vorið nálgast kveð ég
Þórunni með miklum söknuði og
hlýju. Vorið var hennar uppá-
haldstími, sérstaklega þegar
vorboðarnir mættu fyrir utan
gluggann hennar. Nú er hún sjáf
flogin burt til samfundar við
Einar og dæturnar Þóru og
Helgu.
Blessuð sé minning ættar-
höfðingjans.
Þín tengdadóttir,
Arndís.
Í dag kveðjum við ömmu mína
og nöfnu, Þórunni Sigurðar-
dóttur.
Söknuðurinn er mikill en það
er gott að hún hefur hlotið hvíld-
ina. Ég veit hún nýtur sín á nýj-
um stað með þeim ástvinum sem
farnir eru á undan henni.
Ég var svo heppin að fá vera
mikið með ömmu þegar ég var
lítil og hún hafði góðan tíma af-
lögu. Hún sá um mig að miklu
leyti, sótti mig í leikskólann, við
spiluðum, fórum ófáar ferðir í
Húsdýragarðinn og ég gisti hjá
henni. Hún kenndi mér bæði að
synda og stinga mér, sem ég er
þakklát fyrir, þótt það hafi kost-
að ferðir í útiklefann í öllum ís-
lenskum veðrum. Hún var engin
venjuleg amma. Hún hvorki bak-
aði né prjónaði, eins og aðrar
ömmur sem ég heyrði um, held-
ur drakk púrtvín, kenndi okkur
bæði brids og borðsiði með
harðri hendi og lét okkur borða
alvöru íslenskan mat. Amma mín
var ákveðin og föst á skoðunum
sínum og hún hataði alla logn-
mollu.
Amma var fyndin með beittan
húmor og tók öllu gríni vel. Hún
var aldrei viðkvæm og hélt
áfram með grínið af bestu list.
Við gátum talað um hvað sem er
og hún hafði skoðun á öllu. Það
var þægilegt að tala við hana og
hún var frábær hlustandi. Við
höfðum báðar áhuga á skíðum og
ræddum það mikið. Henni þótti
reyndar ekki nógu fínt að barna-
barnið hennar væri líka á snjó-
bretti en hún sætti sig þó við
það.
Amma var minn helsti stuðn-
ingsmaður í öllu sem ég tók mér
fyrir hendur. Hún hafði alltaf trú
á því að ég gæti gert allt sem ég
vildi og hún hvatti mig áfram. Ef
aðrir í fjölskyldunni reyndu að
grínast á minn kostnað kom hún
mér strax til varnar. Hún vildi
allt fyrir mig gera og engu skipti
hversu ómögulegt verkefnið var
og langt utan hennar áhrifa-
svæðis. Henni fannst við vera
jafn gamlar og bauð mér alltaf
að líta í fataskápinn sinn hvert
svo sem tilefnið var.
Sumarið verður viðburðaríkt.
Sjötta langömmubarnið hennar,
nýjasti prins fjölskyldunnar,
fæðist og ég útskrifast úr lækn-
isfræði sem hún hafði lengi beðið
spennt eftir. Það verður erfitt að
hafa ekki ömmu sína hjá sér á
þessum stundum en ég veit að
hún fylgist með úr fjarlægð og
verður með okkur í anda.
Ég er þakklát fyrir allar
stundirnar okkar saman og að
hafa fengið að eiga ömmu Þór-
unni.
Helga Þórunn Óttarsdóttir.
Elsku amma okkar var alveg
einstök kona.
Þegar við vorum lítil, þá stakk
pabbi oft upp á því að búa til lista
eða jafnvel skjal með sögum af
ömmu, því þær voru margar og
ótrúlegar. Svo fyndin var amma,
skemmtileg, stjórnsöm og sér-
vitur. Við tókum okkur aldrei til,
en allar þær minningar sem við
hefðum sett á listann rifjast upp
fyrir manni nú þegar elsku
amma er búin að loka augunum.
Amma hlýtur að hafa gefið
barnabörnunum svona tólf ein-
tök af Njálssögu yfir árin. Henni
fannst mjög mikilvægt að við
vissum allt um sögu okkar. Hún
hafði líka sérstakar áhyggjur að
þessi barnabörn sem áttu heima
í útlöndum myndu ekki vita sögu
sína, en það var óboðlegt. Á leið-
inni upp í sumarbústað með
ömmu var alltaf skyndipróf – ef
meðlimir bílsins gátu ekki nefnt
fjöllin á leiðinni þá var mikið
fussað og sveiað yfir því. Þegar
við keyrum þessa fallegu leið í
dag þá minnist við alltaf ömmu
þegar við nefnum fjöllin. Fáir
sem við þekkjum kunna að meta
landið eins og amma. Hún var
mikil útivistarkona og hvatti
okkur alltaf í fjallgöngur, á skíði
og að ónáða bóndann á næsta bæ
og biðja hann um að fá lánaða
hesta í reiðtúr. Amma var líka
mikil sundkona og mætti í laug-
ina á nánast hverjum einasta
morgni. Að sjálfsögðu fórum við
með henni um helgar. Sama
hvernig veðrið var, þá kom ekki
til greina að nota inniklefann.
Amma vildi allt fyrir mann
gera, þó á sinn eigin hátt. Þegar
við gistum hjá henni þá var
manni þjónað eins og konungs-
fólki. Hún eldaði oft grjónagraut
með slátri og blóðmör eða fræga
laxinn hennar sem hún teiknaði
á með tómatsósu fyrir yngstu
barnabörnin. Fyrir háttinn
splæsti hún oft tásunuddi en það
var hörð regla að maður mátti
ekki stíga fæti út úr rúminu eftir
nuddið því að þá festist fitugt
krem í parketinu. Í hverri ein-
ustu heimsókn þá datt henni allt-
af í hug að lána manni eitthvað
sem henni fannst okkur endilega
vanta. Oft var það eldgamla hjól-
ið hennar eða regnkápa. Hún
reyndi oft að troða Bjössa í
gönguskóna sína. Þegar hann
var kominn í stærð 45 þá loksins
áttaði hún sig á því að hennar
skór, sem voru nr. 36, myndu
ekki gera mikið fyrir hann. Við
gerðum oft grín að henni fyrir
svona lagað en hún tók bara þátt
í því. Enda átti ættarhöfðinginn
alltaf seinasta orðið.
Það mikilvægasta sem amma
átti var fjölskyldan hennar. Fjöl-
skylduboðin voru mörg og það er
döpur tilhugsun að hún verði
ekki lengur við enda borðsins að
predika visku sína eða tilkynna
sínar skoðanir. Við söknum
hennar mikið og erum þakklát
fyrir allt sem hún gerði fyrir
okkur og kenndi okkur. Við er-
um heppin að amma okkar hafi
verið svona sterk og einstök
fyrirmynd.
Þórunn Sigurðardóttir og
Björn Sigurðsson.
Kynni okkar Þórunnar hófust
þegar við vorum í sama bekk í
Landakotsskóla, þá um 10 ára
gamlar. Vinátta okkar hefur því
staðið í yfir 80 ár. Meðan eig-
inmenn okkar voru á lífi var
samgangur okkar hjónanna mik-
ill bæði hér heima og einnig er
þau bjuggu erlendis. Þau voru
gestrisin heim að sækja. Þórunn
var mikil húsmóðir og kom fram
með glæsibrag við hlið Einars í
hans opinbera starfi bæði hér
heima og erlendis. Þórunn var
með sterkustu konum sem ég
hef kynnst. Áföllin í lífi hennar
voru mörg og alvarleg og marg-
ur hefði brotnað, en hún stóð
uppi sterk eins og klettur.
Eftir að við urðum ekkjur
ferðuðumst við hér heima og til
útlanda, tvær saman eða í hópi. Í
um 60 ár spiluðum við saman í
bridgeklúbbi. Við bjuggum í
sama eldriborgarahúsi í mörg ár
svo við vorum í miklu sambandi
alla tíð. Ég mun sárt sakna vin-
konu minnar. Vertu kært kvödd.
Elín Guðmannsdóttir.
Stundum hef ég staðið mig að
því að vita ekki hvað mömmur
vinkvenna minna heita því þær
eru alltaf kallaðar mamma. En
ég veit að sú mamma sem við
kveðjum í dag hét Þórunn Sig-
urðardóttir. Afkomendur henn-
ar nefndu hana gjarnan fullu
nafni. Þetta myndi Þórunni Sig-
urðardóttur ekki líka, sagði ein-
hver, þetta er nú eitthvað fyrir
Þórunni Sigurðardóttur, sagði
annar. Þórunn var skemmtileg
kona sem vildi vera meðal fólks,
sýndi áhuga, talaði um hvað sem
var við hvern sem var og lét við-
mælendum sinum finnast þeir
gáfaðir og skemmtilegir.
Eins og flestir sem ná háum
aldri upplifði Þórunn ýmiss kon-
ar andstreymi. Sagt er að ekki
séu lagðar meiri byrðar á fólk en
það þolir. En hvernig er það
mælt? Og hver leggur þessar
byrðar á fólk? Þórunn missti
móður sína ung, dóttur á tólfta
ári í slysi, manninn sinn um ald-
ur fram, aðra dóttur úr krabba-
meini og son vinahjóna sem hún
var að passa. Er þetta eitthvað
sem einhver þolir? Samt var hún
ekki bitur, örlaði ekki á sjálfs-
vorkunn. En hún var ósátt við
guð.
Henni fannst hann hafa svikið
sig. Það er líka allt í lagi að vera
ósáttur við guð. Ef hann er sá
sem sagt er að hann sé, þá þolir
hann það.
Þórunn glímdi við heilsubrest
síðastliðin ár. Lengst af bjó hún
á sínu fallega heimili á Þorragöt-
unni og var hrókur alls fagnaðar
bæði þar í húsinu og í fjölskyld-
unni. Þegar halla tók verulega
undan fæti flutti hún á hjúkr-
unarheimilið Sóltún. Allan þenn-
an tíma hefur Erna vinkona mín
verið hennar stoð og stytta, gert
henni kleift að vera sjálfstæð
eins lengi og mögulegt var,
hjálpað henni og sinnt fallega og
vel.
Þegar ég var lítil sagði ég við
mömmu mína að þegar ég yrði
stór og hún yrði lítil þá ætlaði ég
að gera svona og svona. Mest af
því voru hótanir í mótmælaskyni
við uppeldisaðferðir sem hugn-
uðust mér ekki. Ég hótaði því að
þegar hún yrði lítil og ég yrði
stór þá myndi ég alltaf setja
hana snemma í rúmið og hún
fengi ekki að vera eins lengi úti
og hinir krakkarnir og að hún
yrði alltaf að klára matinn sinn.
Svo rann þetta af mér og rifj-
aðist ekki upp fyrr en áratugum
seinna þegar ég var raunveru-
lega orðin stór og hún lítil.
Samband mæðra og dætra er
oft flókið. Dætur reyna að losna
undan stjórnsemi mæðra sinna
og ætla að verða öðruvísi mæð-
ur. Einn daginn segja þær eitt-
hvað og dauðbregður því þær
hljóma eins og mamma. En sú
grundvallarbreyting á valda-
stöðu sem verður þegar móðir
og dóttir skipta um hlutverk get-
ur verið snúin. Það er ekkert
sem býr okkur undir það að
verða eins og mamma mömmu
sinnar. Sem er samt að reyna að
stjórna. En Erna gerði þetta
ákveðið og fallega. Samskipti
þeirra voru hreinskilnisleg,
hvorug velktist í vafa um vilja
hinnar. Málin voru rædd og
leidd til lykta. Fjölskyldan var
þeim báðum allt, þær misstu
mikið en þær áttu líka mikið og
kunnu að meta það.
Erna mín, þú getur staðið
keik á þessum tímamótum og
verið stolt af þeirri elsku sem þú
sýndir mömmu þinni þegar hún
var orðin lítil og þú stór. Ég
votta mína innilegustu samúð og
óska Þórunni góðrar ferðar á
fund fólksins síns.
Hildur Helgadóttir.
Þórunn
Sigurðardóttir
beina okkur þegar við fórum að
taka okkar fyrstu skref í djúpu
lauginni með enga kúta. Eftir að
við systkinin urðum eldri hittum
við afa oft í sundi á kvöldin, en þar
var hann fastagestur alla daga
eftir vinnu. Sundhöllin og úra-
búðin á Skólavörðustíg voru hans
staðir, þar naut hann sín best og
kynntist mörgu góðu fólki.
Þær minningar sem afi skilur
eftir sig handa okkur að geyma
eru ekkert nema góðar og
skemmtilegar. Afi var elsku-
legur, duglegur, hjálpsamur og
munum við hafa það að leiðarljósi
í lífinu. Það var aldrei tími þar
sem afi gat ekki hjálpað til í því
sem við systkinin tókum okkur
fyrir hendur hvort sem um var að
ræða lærdóm í skóla, íþróttir eða
bara góð ráð eða hvatningu til að
takast á við daginn.
Við eyddum miklum tíma með
afa hvort sem það var heima, í
sumarbústaðnum á Stokkseyri
eða í búðinni á Skólavörðustíg.
Við systkinin eigum öll okkar
minningar með honum sem er
dýrmætur fjársjóður og við mun-
um aldrei gleyma.
Elsku afi Dassi, hvíldu í friði.
Andri Már Bjarnason,
Sigþór Árni Bjarnason,
Tekla Ósk Bjarnadóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir amma og langamma,
HALLA RAGNHEIÐUR
GUNNLAUGSDÓTTIR,
Syrðri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn
15. mars. Útför hennar fer fram frá
Grundarkirkju laugardaginn 30. mars klukkan 14.
Gylfi Ketilsson
Helena Björk Magnúsdóttir
Magnús Rúnar Magnússon Hjördís Halldórsdóttir
ömmu og langömmubörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
lést þriðjudaginn 19. mars.
Útför auglýst síðar.
Þorgerður Jónsdóttir Steingrímur Þórðarson
Viðar Hrafn Steingrímsson Lena Karen Sveinsdóttir
Sigrún Steingrímsdóttir Nikulás Árni Sigfússon
og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTJANA SÆUNN ÓLAFSDÓTTIR
Sævargörðum 14, Seltjarnarnesi,
andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans
laugardaginn 16. mars.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn
27. mars klukkan 15.
Kristján Jónsson
Ólafur Jón Kristjánsson Kristín Davíðsdóttir
Hafdís Kristjánsdóttir Jón Jónsson
Guðbjörg Ruth Kristjánsd. Birgir Rafn Ásgeirsson
Kristín Sif Kristjánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn