Morgunblaðið - 22.03.2019, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019
✝ Guðríður Snjó-laug Stefáns-
dóttir fæddist á
Norður-Reykjum í
Hálsasveit í
Borgarfirði 8.
desember 1930.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Vesturlands á
Akranesi 9. mars
2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Stefán Þorvalds-
son, bóndi á Norður-Reykjum, f.
í Hægindi í Reykholtsdal 24. júní
1892, d. 28.október 1971, og
Sigurborg Guðmundsdóttir, f. í
Dyngju á Hellissandi 24.
september 1899, d. 5. ágúst
1978.
Guðríður var næstelst sex
1939, búsettur á Arnheiðar-
stöðum sem er nýbýli út frá
Norður-Reykjum. Kona hans er
Þórunn Reykdal og eiga þau tvo
syni. Þórður á fyrir dóttur og
kjördóttur frá fyrra hjónabandi.
Guðríður ólst upp og starfaði
á búi foreldra sinna fram á þrí-
tugsaldur. 1955 gerðist hún
heimilishjálp hjá Guðmundi Ein-
arssyni verkfræðingi og konu
hans Unni Andreu Jónsdóttur
og var hjá þeim á veturna fram
til 1962, en fór heim í Borgar-
fjörð og sinnti búskap á Norður-
Reykjum á sumrin. Frá 1962-
1967 vann hún að bústörfum
með foreldrum sínum, ásamt því
að m.a. að selja vegavinnumönn-
um fæði. Í 30 ár eða frá 1967-
1997 vann hún sem starfsstúlka
í mötuneyti Héraðsskólans í
Reykholti á veturna og lengst af
einnig í gróðurhúsum á sumrin,
fyrst á Sturlureykjum og síðar í
Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum.
Útförin fer fram frá Reyk-
holtskirkju í dag, 22. mars 2019,
klukkan 15.
systkina. Systkini
hennar eru: Jódís,
f. 31. október 1927,
d. 27. september
2009, maki hennar
var Hálfdán Daði
Ólafsson og áttu
þau saman sex
börn. Þorvaldur, f.
15. júlí 1932, bú-
settur í Reykjavík.
Kona hans var
Sveinbjörg Jóns-
dóttir, þau eignuðust fimm
börn. Guðrún Sigríður, f. 30.
mars 1935, búsett í Reykjavík,
maki hennar var Óskar Ósvalds-
son. Snæbjörn, f. 14. ágúst 1936,
d. 5. janúar 2006. Snæbjörn átti
fjögur börn með fyrrverandi
konu sinni Helgu Benedikts-
dóttur. Þórður, f. 15. október
Til Guggu.
Árið er 1986. Við erum stödd
inni í stofu heima á Arnheiðarstöð-
um og ég er miðpunktur athygl-
innar á haustlituðum degi. Ætt-
ingjar og nákomnir fylgjast með
séra Geir Waage halda hendinni
yfir enninu á mér á meðan þú
heldur á mér tryggum höndum og
horfir á mig, litla nýja bróðurson
þinn. Þessi ljósmynd festir í tíma
þá stund sem mun einkenna sam-
band okkar þegar ég svo vex úr
grasi: traust, kærleika og um-
hyggjusemi.
Ófáum stundunum varði ég
sem gutti ásamt æskuvinum
heima hjá þér í íbúð þinni í Reyk-
holtsskóla þegar mamma var að
kenna, og þá aðallega að borða
pönnukökur þínar á minn sér-
kennilega hátt sem þú hafðir svo
gaman að (sem ég og enn geri!)
eða að sprikla inni í íþróttasal
skólans sem lá út frá forstofunni.
Svo í hvert skipti sem mamma og
pabbi voru í þann mund að keyra
heim með mig í aftursætinu, þá
kvöddumst við með okkar sér-
staka hljóðlausa ópi ásamt tilheyr-
andi handarvinki (ímyndið ykkur
Ópið eftir Edvard Munch, nema
bara mun friðsælla). Tilurð þess-
arar kveðju var hins vegar okkur
báðum hulin ráðgáta.
Ekki minnkaði umhyggjan
þegar unglingsárin tóku við.
Hvort sem það var við vinnu í
Reykholti eða við nám í Reykja-
vík, þá sást þú til þess að ég væri
vel fóðraður með þínum einstaka
bakstri. Ávallt beið mín skammtur
af skinkuhornum, flatkökum og
pörtum sem björguðu mér oftar
en ég man eftir á erfiðum dögum í
Reykjavík. Ekki nóg með það
heldur treystir þú mér svo fyrir
bláu Toyotunni þinni þegar þú
ákvaðst að endurnýja fararskjót-
ann, sem um leið varð minn fyrsti
bíll og það vel fyrir bílprófsaldur.
Sú gjöf er mér afar dýrmæt og er
það sár eftirsjá að hafa aldrei náð
að fara með þig á rúntinn á honum
uppgerðum.
Árin líða og ég átta mig á því
hversu lík við erum í háttum og
skapgerð. Bæði erum við róleg og
yfirveguð, og ég leyfi mér að segja
að jafnaðargeð okkar beri hvað
hæst, því ekki man ég eftir að hafa
séð þig skipta skapi að óþörfu.
Skyldurækni þína við að þjónusta
og aðstoða náungann finn ég einn-
ig bærast innra með mér.
Þegar endalok þín lágu fyrir
vakti ég yfir þér fyrstu nóttina. Á
þeirri stundu leit ég til baka yfir
farinn veg og sú tilfinning sem
bærðist mér hvað helst í brjósti
var þakklæti. Ég vona svo innilega
að þú hafir heyrt allt sem ég sagði
og þakkaði þér fyrir. Öllum þeim
góðverkum og nærgætni, sem þú
sýndir mér, mun ég sjálfur reyna
að miðla um ókomna tíð. Þið Sigga
systir þín hafið sinnt ykkar hlut-
verki sómasamlega sem sú amma
sem ég aldrei átti.
Að lokum vil ég minnast allra
þeirra sem sáu um þig á seinni ár-
um: Ættingjar, vinafólk og starfs-
fólk við hjúkrunar- og dvalarheim-
ilið Brákarhlíð í Borgarnesi, og
HSV á Akranesi og í Stykkis-
hólmi. Öll eigið þið mínar helstu
þakkir.
Elsku Gugga mín, þá er komið
að því. Þeirri kveðjustund sem
okkur hrýs öllum hugur við en
kemur að endingu. Ég kveð þig
því með einu loka hljóðlausu ópi
og tilheyrandi handarvinki.
Hvíldu þig núna og sofðu rótt. Þú
átt það svo sannarlega skilið.
Þinn bróðursonur,
Ásgeir.
Þegar ég var lítil að alast upp í
Reykholti var ég ótrúlega feimin
og samþykkti ekki hvern sem var
og átti það til að skríða undir borð
eða fela mig þegar það komu gest-
ir í heimsókn og það var ekki auð-
velt fyrir mömmu og pabba að fá
einhvern til að passa mig, í raun
mátti það enginn, en Gugga mátti
alltaf passa mig. Ég á svo margar
góðar minningar frá því að hafa
verið í heimsókn hjá henni og
fengið að velja mér dót úr kass-
anum, sitja á stofugólfinu í róleg-
heitum og fá svo klatta eða nýbak-
aðar flatkökur og mjólk.
Gugga gerði bestu flatkökur í
heimi og hún gerði sér oft sérferð
til okkar niður á Kvist til að gefa
mér þær nýbakaðar og mamma
þurfti að skammta mér þær svo ég
myndi ekki borða yfir mig.
Samveran heima í Reykholti og
á Kvisti hvort sem það var á tíma-
mótum, vinna í gróðurhúsunum
eða bara í hversdagsleikanum,
ferðalögin okkar saman þar sem
við sátum tvær afturí og hún
hlustaði þolinmóð á mig tala um
allt og ekkert og jafnvel syngja
hástöfum með ferðadiskóið í eyr-
unum.
Mamma, Imba, Gugga og ég,
það var ekki óalgengt að ég fengi
að fara með vinkonunum í Borgar-
nesferð eða til Reykjavíkur.
Eftir að mamma dó og ég flutti
úr sveitinni minnkuðu samskiptin
mikið og ferðirnar hafa verið mjög
fáar í gegnum árin.
Elsku Gugga, takk fyrir alla
hlýjuna og góðu minningarnar.
Mikið sem ég vona að þið
mamma séuð sameinaðar og byrj-
aðar að brasa eitthvað saman aft-
ur.
Elsku Þorvaldur, Sigríður,
Þórður, Tóta og fjölskylda, ég
votta ykkur samúð mína.
Elísabet María Pétursdóttir.
Okkur systkinin langar að
minnast í örfáum orðum Guðríðar
Stefánsdóttur, eða Guggu eins og
við þekktum hana. Gugga kom
fyrst til hjálpar á heimili okkar ár-
ið 1955 en þá var móðir okkar með
fjögur ung börn, nýfædda tvíbura
og það elsta tæplega sex ára.
Fæddist fimmta barnið ári seinna
og var þá enn frekari þörf fyrir að-
stoð. Móðir okkar var af Sturlu-
reykjaætt úr Reykholtsdal og
tengslin í Borgarfjörðinn voru því
sterk, sem hefur líklega auðveldað
valið á Guggu til starfsins. Gugga
var hjá okkur yfir vetrartímann
en fór heim að Norður-Reykjum á
sumrin til að hjálpa til á æsku-
heimili sínu. Hún fylgdi fjölskyld-
unni fyrstu æviár okkar og flutti
með okkur frá Turner í Keflavík
að Álfabrekku við Suðurlands-
braut, og loks að Gimli í Garðabæ
þar sem við bjuggum lengst af.
Gugga og móðir okkar Unnur
Andrea Jónsdóttir urðu mjög góð-
ar vinkonur og varð það Guggu,
eins og öðrum, mikill harmur
þegar móðir okkar lést í febrúar
1962, aðeins 36 ára gömul. Gugga
dvaldi hjá okkur fram á vor það ár,
og flutti hún þá aftur í Borgar-
fjörðinn. Í gegnum uppvöxt okkar
hittum við Guggu allt of sjaldan
um árabil. Við fréttum af henni
starfandi í Reykholti og nú seinni
árin fórum við að líta oftar til
hennar þegar við áttum leið þar
um. Tók hún ávallt mjög vel á móti
okkur og lét okkur finna það hve
glöð hún var að hitta okkur. Þegar
Gugga var hjá okkur var snyrti-
mennskan í hávegum höfð, alltaf
mikil röð og regla á öllum hlutum
á heimilinu og veitti hún okkur
mikið öryggi á þessum erfiðu tím-
um í lífi okkar. Hún var ströng, en
á hlýjan og jákvæðan hátt. Gugga
var mjög orðvör kona, samvisku-
söm, dugleg, ákveðin og ábyggi-
leg. Jafnframt létt í lund og stutt í
brosið. Við nutum þess að hitta
hana síðustu árin og heyra hana
rifja upp minningar um dvölina
hjá okkur. Gjarnan dró hún upp
gamlar myndir til að sýna okkur
og sagði okkur frá minnisstæðum
atvikum. Það gladdi okkur mikið
að sjá að öll þessi ár var hún með
mynd af móður okkar á náttborði
sínu, sem staðfesti fyrir okkur
hversu góðar vinkonur þær voru.
Nú er komið að leiðarlokum og
kveðjum við Guggu með þakklæti
í huga, og eftirsjá yfir að hafa ekki
hitt hana oftar og ræktað vinskap-
inn enn betur. Gugga fylgdist vel
með börnum okkar, þó að hún
hefði aldrei hitt nema örfá þeirra,
hún mundi allt um alla og spurði
um þau öll og maka okkar.
Við erum þakklát fyrir þann
tíma sem við áttum með henni og
alla þá gæsku sem hún sýndi okk-
ur á uppvaxtarárunum og um-
hyggju gagnvart okkur og börn-
um okkar alla tíð síðan.
Blessuð sé minning góðrar
konu og við sendum fjölskyldu
hennar okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Systkinin frá Gimli,
Einar, Guðmundur, Karólína
og Guðlaug Guðmundarbörn.
Í dag kveðjum við Guðríði Stef-
ánsdóttur, Guggu eins og hún var
ævinlega kölluð. Leiðir okkar lágu
fyrst saman þegar við fjölskyldan
fluttum í Reykholt haustið 1980 en
árin þar urðu samtals 12. Það má
segja að Gugga hafi tekið okkur
opnum örmum frá fyrsta degi og
bar aldrei skugga á.
Ef okkur vantaði pössun var
kallað í Guggu. Þá kom hún oft
færandi hendi, hafði þá verið að
steikja parta eða baka flatbrauð
eða baka heimsins bestu brún-
tertu og ef húsfreyjan var ekki bú-
in að pressa buxur húsbóndans þá
tók hún til sinna ráða og pressaði
þær með bros á vör.
Gugga vann í mötuneyti
Héraðsskólans í Reykholti og það
var gaman að fylgjast með henni
við vinnu. Það var enginn svikinn
af störfum hennar, hún var óeigin-
gjörn og samviskusöm í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur. Hún
stjanaði við nemendur og í mötu-
neytinu var hún oftast á harða-
hlaupum og ekki gefin fyrir miklar
setur í vinnutímanum. Þó gaf hún
sér tíma til að ræða við nemendur
og hafði mikinn áhuga að fræðast
um æskustöðvar þeirra og gat
ávallt tengt saman nafn og heima-
haga allra sem í skólanum voru.
Þetta skilaði sér á ferðalögum um
landið sem veittu Guggu mikla
ánægju.
Gugga gat verið föst fyrir og þá
varð henni ekki haggað, gilti það
bæði um menn og málefni en eftir
stendur minning um konu sem víl-
aði ekkert fyrir sér, vildi ekki vera
öðrum byrði, var nægjusöm og
vinur vina sinna.
Nú eru þær góðu konur Lulla,
Dóra og Gugga horfnar á braut,
konur sem settu svip sinn á Reyk-
holtsstað, hver með sínum hætti.
Það var gott að eiga Guggu að.
Ég og fjölskylda mín sendum hlýj-
ar kveðjur til systkina Guggu og
afkomenda þeirra.
Sara E. Svanlaugsdóttir.
Guðríður, eða Gugga eins og
hún að jafnaði var kölluð, kom inn
í líf mitt þegar ég flutti í Borgar-
fjörð haustið 1979 og hóf kennslu
við Héraðsskólann í Reykholti.
Gugga var verðugur fulltrúi sinn-
ar kynslóðar, sem var trú og trygg
uppruna sínum, nægjusöm, vinnu-
söm, heiðarleg og hjálpsöm og tók
mér af sínu einstaka ljúflyndi,
boðin og búin að veita alla þá að-
stoð sem í hennar mætti var.
Segja má að ég hafi fengið Guggu í
arf, því hún dvaldi ávallt á heim-
ilinu um jólin, birtist eftir að skóla-
nemendur voru farnir til síns
heima og dvaldi fram yfir hátíðar.
Fyrstu búskaparárin mín bjó ég
við það, að þegar hún kom voru
allar gardínur dregnar niður,
hreinsað bak við alla miðstöðvar-
ofna og heimilið tekið í gegn hólf í
gólf, við misjafnar undirtektir
mínar, sem vildi frekar nota tím-
ann til dæmis til að sauma jólaföt á
synina. Eftir nokkur ár tókst mér
að sannfæra hana um að réttara
væri að standa í þessum þrifum
með hækkandi sól, enda sót eftir
kyndingu og olíulampa ekki leng-
ur til að dreifa, en rafmagn kom
ekki í Hálsasveit fyrr en 1968 og
fram að þeim tíma hafa aðstæður
ugglaust kallað á ítarleg þrif. Þó
ég skúraði á Þorláksmessu, þá
skyldi eldhúsið skúrað aftur á að-
fangadag og hlógum við að þessu
síðar meir. Þegar synirnir fædd-
ust auðgaðist tilvera okkar
beggja, Gugga varð frænka með
stórum staf, sem drengirnir
hændust að, enda oft laumað góð-
gæti, vettlingum eða sokkum að
þeim stuttu.
Það voru ekki bara synir mínir,
sem hændust að henni og nutu
góðvildar og gestrisni, einnig
starfsmenn og margir nemendur
Reykholtsskóla sem áttu hana að.
Bestu vinir hennar voru nokkrir
starfsmanna og kostgangara skól-
ans og með sumum þeirra fór hún
í eftirminnilegar ferðir, sem hún
minntist oft með hlýju. Margir
iðnaðarmenn, sem sinntu viðhaldi
eða keyptu fæði í skólanum urðu
hennar bestu vinir og lentu í þeim
flokki, sem heimabökuðum flat-
kökum og pörtum var gaukað að á
aðventunni. Flatkökurnar hennar
Guggu voru í sérflokki, þunnar og
bragðgóðar og nú þurfum við sem
eftir erum að reyna að leika þann
bakstur eftir.
Gugga var virkur félagi í Félagi
eldri borgara í Borgarfjarðar-
dölum og átti með þeim góðar
stundir í Brún og ekki síst í ótal
Guðríður
Stefánsdóttir
Hláturinn lengir
lífið segir gamalt
máltæki og finnst mér það hafa átt
sérstaklega vel við hann föður
minn. Hann varð rúmlega 100 ára
og sagði oft, „ég elska lífið og
skemmti mér“. Þegar ég minnist
pabba míns nú koma einmitt upp
margar og skemmtilegar minn-
ingar. Minningar um mann sem
var í senn mjög góður faðir,
skemmtilegur samferðamaður og
maður upplifði sem jafningja.
Pabbi var farsæll sjómaður er
hann var vestur á Ströndum. Bæði
sem fiskimaður og svo var hann
skipstjóri á flóabátnum Hörpu
sem gekk hafna á milli á Strönd-
um og yfir Húnaflóa að Hvamms-
tanga. Pabbi sótti um starf vita-
varðar á Sauðanesvita og fékk
starfið árið 1959. Talið var að
reynsla hans af sjómennsku væri
jákvætt innlegg fyrir starfið.
Fyrstu árin á Sauðanesi var
Trausti Breiðfjörð
Magnússon
✝ Trausti Breið-fjörð Magnús-
son fæddist 13.
ágúst 1918. Hann
lést 7. mars 2019.
Útförin fer fram
frá Árneskirkju í
Árneshreppi í dag,
22. mars 2019,
klukkan 14.
staðurinn ekki í
vegasambandi og
voru einu sam-
gönguleiðirnar,
gönguleið yfir Gjár,
niður í Hvanneyrar-
skál til Siglufjarðar
eða þá sjóleiðin þeg-
ar veður leyfði. Óli
Brandar sýndi
pabba svo fljótlega
leið sem hægt er að
fara utan í Stráka-
fjalli að sumri til og er það mun
fljótlegra en að fara Gjár.
Pabbi var oft til í leiki með okk-
ur krökkunum, ýmist fótbolta,
stökkleiki, feluleiki eða annað
skemmtilegt. Man líka eftir að
þegar kraftadellan var að bera
mig ofurliði ásamt vinum mínum,
náði pabbi að slá okkur algerlega
úf af laginu. Setti hann baggaband
í 50 kg lóð og lyfti því með litla
fingri. Var bandið það mjótt að
sársaukinn bar okkur ofurliði er
við reyndum að lyfta því. En það
gerði gamli hvað eftir annað fyrir
framan okkur og hló. Sagði: „Nú
ég hélt að þið væruð kraftamenn?“
Þarna voru gamalgrónar vinnu-
hendur hans með þykku siggi í
sem gerðu gæfumuninn. Hendur
sem höfðu fengið að vita af því að
draga og dorga fyrir fiski í árarað-
ir auk þess að setja árabáta upp í
fjöru og önnur líkamlega erfið
verk sem unnin voru á þessum
árum.
Pabbi var mjög barngóður og
tók börn á læri sér og kvað og
söng fyrir þau ýmis lög. Börn
hændust yfirleitt fljótt að pabba
og barnabörnin voru líf hans og
yndi. Hann lumaði líka oftar en
ekki á ýmsu „slikkeríi“ sem féll í
góðan jarðveg. Pabbi var ágætur
söngmaður og þegar nágrannar
komu saman á bæjum var yfirleitt
sungið af miklum krafti. Margar
minningar eru af samsöng hans og
vinar hans Péturs á Hraunum við
slík tækifæri. Man líka að þegar
„karlar“ á þessum árum komu
saman við skemmtan var oftar en
ekki stutt í að farið væri í íþróttir
og söng. Man sérstaklega eftir Óla
Brandar, Kela á Kambi, Bjössa
Frímanns og fleiri mjög virkum
við slíkar samkomur. Arfleifð
pabba og minning er sterk hverj-
um sem hann þekktu og voru hon-
um blóðtengdir. Það er með sorg
en jafnframt miklu þakklæti sem
ég minnist pabba og vil þakka
honum fyrir allt og allt.
Jón Trausti Traustason.
Engidalsáin rennur áfram sinn
veg til sjávar rétt vestan við
Sauðanes þennan daginn líkt og
aðra og í Djúpuvík fellur fossinn
Eiðrofi af klettabelti niður.
Samt er tilfinningin að niður ár-
innar og hljómur fossins sé annar í
dag, að landið sjálft drjúpi höfði í
virðingu og gefi sér tíma til að
syrgja. Í dag verður borinn til
grafar náttúrubarnið sem svo
lengi fór um upptök fossins eða
gekk meðfram ánni. Til að leita
uppi jólamatinn, elta kindur eða
finna steina. Þetta var hans svæði
og hjartað sló í takt við hljóð nátt-
úrunnar, mýktin hans spratt af
sólríkum dögum þar sem lífið
brosti og ákveðnin átti rót í þeim
aðstæðum þegar hvessti.
Í dag verður lagður til hinstu
hvílu hann afi minn. Að hans ósk
verður hvílustaður hans uppeldis-
stöðvarnar sjálfar. Síðasta ferðin
verður á Strandirnar hans, í
Árneshreppinn sem hann grét að
þurfa að kveðja og var sá staður
sem kveikti blikið í augunum hans
fallegu sem eru nú hluti minninga
um ástríkan afa.
Afi minn var alla ævi Stranda-
maður og hann kenndi mér að
vera stoltur af því að eiga þar ætt-
artré. Mín kynni af honum hófust
strax eftir fæðingu þegar hin unga
móðir fór með mig heim á Sauða-
nes þar sem afi var vitavörður í
rúm 30 ár. Hann var vitavörður
Íslands, elskaði starfið vitandi um
mikilvægið fyrir þá starfsstétt
sem var hans alla tíð þó að afla-
brestur og lok síldarævintýris á
Ströndum hafi rekið hann í land.
Afinn sem ég upplifði var bónd-
inn sem ræktaði jörðina á Sauða-
nesi og Engidal og bjó fjölskyld-
unni þannig betra líf. Það að hafa á
unga aldri verið treyst fyrir verk-
efnum með dýrin hafa verið góður
grunnur undir það líf sem ég hef
síðan valið mér, í þeim var hann
góður kennari. Hann var kóngur
og amma mín við hlið hans drottn-
ingin. Það var ein mín lífsins gæfa
að fá að alast upp að hluta við ást-
ríki þeirra, fyrstu æviárin og hvert
sumar til 17 ára aldurs dvaldi ég
hjá þeim við störf og leik.
Leiki kunni afi en mest fannst
honum gaman að spila fótbolta.
Allt sem mér hefur tekist tengt
þeirri íþrótt á ég honum að þakka.
Hann fór með mig á fyrstu æf-
inguna, keypti fyrstu markmanns-
hanskana og studdi öll mín verk í
boltanum, hvort sem ég spilaði,
þjálfaði eða dæmdi.
Afi flutti í borgina stuttu á eftir
mér og allt til hinsta dags glödd-
umst við saman þegar við hitt-
umst. Heilsan hans tók dýfur síð-
ustu ár en það var ótrúlega
mikilvægt fyrir hann og okkur að
hann náði 100 ára áfanganum síð-
asta sumar. Að því hafði hann
stefnt og því náði hann, syngjandi
kátur í orðsins fyllstu merkingu í
fallegri veislu.
Svo kvaddi „afi hetja“, eins og
mamma mín kallaði hann, þetta
jarðlíf á friðsælan hátt, saddur líf-
daga. Oft og lengi höfðum við rætt
um það hvað tæki við að þessu lífi
loknu og hann hlakkaði til að kom-
ast að því.
Í dýpstu hjartarótum mínum
vona ég að nú sé hann með
mömmu minni og öðrum hjart-
fólgnum ættingjum okkar á betri
stað og þar sé söngurinn við völd
og minni hann á nið Engidalsár-
innar og hlátur eins og hljómur
Eiðrofans sé alls ráðandi.
Ég elska þig, afi minn – þangað
til við hittumst næst!
Magnús Þór Jónsson.