Morgunblaðið - 22.03.2019, Side 26

Morgunblaðið - 22.03.2019, Side 26
G eir Rögnvaldsson fædd- ist 22. mars 1949 í Reykjavík. „Ég ólst upp í Hlíðarhverfinu og lék því með knattspyrnu- félaginu Val.“ Hann var í sveit í Lundi í Þverárhlíð í Borgarfirði í sjö sumur. Geir tók stúdentspróf frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1970 en stundaði nám með hléum í Vínarborg á árunum 1970-72 og seinna við Há- skólann í Lundi í Svíþjóð 1976-79 og lauk fil. kand. prófi í leiklistar- fræðum. Hann lauk námi til kennslu- réttinda árið 2002 og MA-prófi í menntunarfræðum árið 2012. „Ég hef starfað sem kennari, sjó- maður, leikstjóri, fiskútflytjandi, áfengisráðgjafi bæði í Krýsuvík og á geðdeild Landspítalans. Þá hef ég verið leiðsögumaður á hverju sumri frá 1991. Lengstan hluta starfsævi minnar hef ég verið framhaldsskóla- kennari og þá lengist Borgarholts- skóla.“ Geir fór á eftirlaun um ára- mótin 2017/2018 en er í leiðsögn af og til. „Ef það er eitthvert starf sem hef- ur breytt viðhorfum mínum til lífsins þá er það áfengisráðgjöfin. Maður sér réttlætið alveg í nýju ljósi. Refs- ingin verður á köflum svo afkáraleg útlegging á réttlætinu. Er til dæmis endilega rétt að stinga útigangsmann í fangelsi þegar aðrar leiðir gætu reynst betur? Hann hættir ekkert að brjóta af sér við það. Réttlætið er Geir Rögnvaldsson framhaldsskólakennari – 70 ára Árið er 1991 Geir ásamt börnum sínum sem eru frá vinstri: Rögnvaldur, Klara, Helga, Ragnheiður og Sigríður. Áfengisráðgjöfin breytti sýninni á lífið 25 árum seinna Börnin ásamt Geir heima í Fossvogsdalnum í Kópavogi. 26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019 DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík • 3 svefnherbergi – 2 baðherbergi • Fataherbergi – Tæki í eldhúsi fylg ja • Sérgarður með einkasundlaug • Sameiginlegur sundlaugargarður • Fallegt útsýni • Flott hönnun – vandaður frágangur • Golf, verslanir, veitingastaðir í göngufæri HÚSGÖGN AÐ EIGIN VALI FYRIR Ikr. 500.000,- fylg ja með í kaupunum Alg jör GOLF paradís Verð frá 45.000.000 Ikr. (339.000 evrur, gengi 1evra/133Ikr.) Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001 GLÆSILEGAR GOLFVILLUR LA FINCA golfvöllurinn Fallegt umhverfi – stutt frá flugvelli Lis Ruth Klörudóttir, verkefnastjóri í Laugalækjarskóla ogdönskukennari þar, á 40 ára afmæli í dag. Hún er búin aðvinna í skólanum í þrettán ár og sem verkefnastjóri í þrjú ár. „Ég er verkefnastjóri yfir upplýsingaverinu og sé því um alls kon- ar tölvumál og samþættingu verkefna. Þetta er hjarta skólans.“ Ruth situr í stjórn Félags dönskukennara og er að sigla í fjórða árið sitt þar. „Það eru bæði framhaldsskólakennarar og grunnskóla- kennarar í félaginu og við reynum að gera dönskukennslu hátt und- ir höfði. Danskan á rosa sterkar rætur í mér og mér þykir afskap- lega vænt um hana. Ég bjó í Danmörku í tvö ár sem krakki og amma mín er dönsk, er að hálfu leyti frá Vestur-Indíum og hálfu leyti frá Danmörku.“ Áhugamál Ruthar eru hreyfing, útivera og samvera með fjölskyld- unni. Þegar blaðamaður talaði við hana var hún að undirbúa risa- stóra veislu fyrir fjölskyldu og vini sem verður haldin í kvöld. Það verða þó engin ferðalög í tilefni af þessum tímamótum. „Við fjöl- skyldan erum búin að ferðast svo mikið undanfarið að við ætlum eyða sumrinu hérna heima og vera mikið á Akureyri þar sem mamma mín og stjúpi búa.“ Sambýlismaður Ruthar er Lúðvík Aron Kristjánsson, sölumaður hjá Járni og gleri, en hann verður líka fertugur á árinu. Börn þeirra eru Karen Lind sem verður 12 ára í næsta mánuði og Aron Logi sem verður níu ára í maí. Brosmild Ruth ásamt börnunum sínum, Aroni Loga og Karen Lind. Þykir afskaplega vænt um dönskuna Ruth Klörudóttir er fertug í dag Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.