Morgunblaðið - 22.03.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 22.03.2019, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019 • Gamli lykillinn virkar áfram • Vatns- og vindvarinn Verð: 39.990 kr. LYKILLINN ER Í SÍMANUM Lockitron Bolt gerir snjallsímann þinn að öruggum lykli til að opna fyrir fjölskyldu, vinum eða öðrum gestum þegar þér hentar og hvaðan sem er. Þægilegt og öruggt. Þú stjórnar lásnum og fylgist með umgengni í símanum. Hægt er til dæmis að opna fyrir börnunum eða iðnaðarmönnum tímabundið án þess að fara heim eða lána lykil. Lockitron Bolt snjalllásinn fæst í Vélum og verkfærum. Sölumenn okkar taka vel á móti þér. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er alveg hægt að rökræða við fólk án þess að allt fari í hund og kött. Láttu það eftir þér að njóta en vertu samt á varð- bergi gegn því að detta í leti. 20. apríl - 20. maí  Naut Þetta er ekki verri dagur en hver ann- ar til að reyna eitthvað nýtt í eldhúsinu. Ekki láta ginnast þó að tilboðin streymi inn um lúguna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur oft óskað þess að þú værir skipulagðari. Líttu á björtu hliðarnar og þá sérðu að margt er í góðu lagi. Þú kynnist manneskju sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf þitt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú átt á hættu að verða fyrir barðinu á manneskju sem á mjög erfitt um þessar mundir. Byggðu samband þitt ekki á sandi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Í dag er gott að ræða við vini. Hikaðu ekki við að falast eftir aðstoð, ef þú kemst ekki yfir allt saman ein/n með góðu móti. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú skalt alls ekki liggja á skoðunum þínum ef eftir þeim er leitað. Sýndu lipurð og léttleika þegar þú víkur þér undan verk- efnum sem þú ert beðin/n um að taka að þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur sterka löngum til listsköpunar. Fjárhagsleg tækifæri birtast en þú ferð þér að engu óðslega. Gleðin tekur völd í þínu lífi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það kann að vera að fjármálin séu þér þyngri í skauti en þú vilt vera láta. Oft er gott að ylja sér við blik minninganna. Misstu samt ekki sjónar á framtíðinni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hlutirnir rúlla fínt núna og því er rétti tíminn til að leggja til hliðar: peninga í banka, mat í búrið. Aðrir ættu að fylgja þínu fordæmi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það getur hindrað mann að halda of fast í hlutina. Láttu ekki góðvildina hlaupa með þig í gönur. Heppnin eltir þig á röndum þessa dagana. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það gefur lífinu lit að upplifa eitt- hvað nýtt og spennandi. Farðu varlega og það mun skila þér meiru þegar til lengri tíma er litið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gerðu þitt til þess að gömul vina- bönd trosni ekki. Hvíldu þig aðeins á hinum stranga dómara sem er innra með þér. Allir hlutir kosta sitt en það er forgangsröðin sem skiptir máli. Ég mætti karlinum á Lauga-veginum á horni Skólavörðu- stígs og Laugavegar og heyrði að hann var að tauta „myglusveppur“ hratt og með áherslu á fyrsta at- kvæðinu. Það skýrðist brátt hvers vegna eftir að við höfðum heilsast og ég spurt tíðinda. Þá hnykkti hann höfðinu skáhalt aftur á bak til vinstri og sagði: „Hvort sé ræktunarmaður í Ráðhúsinu?“ – Ég rölti oní bæ framhjá náðhúsinu að Tjörninni hvar ég fékk tafarlaust svar: Það er risa-myglusveppur – á Ráðhúsinu! Með tautinu var hann að ná þeirri framsögn sem gæfi limrunni þá hrynjandi að hún hljómi eins og hún sé rétt kveðin því að óneitanlega er orðið „risamyglu- sveppur“ fyrirferðarmikið í svo knöppu ljóðformi sem limran er. Ég reyni að koma til móts við hann með því að síðasta hendingin er í tveim línum! Ólafur Stefánsson sagði mér, að „Veröld fláa sýnir sig“ sé eftir Vil- hjálm Hölter, tómthúsmann í Skuggahverfinu. Þá skrifaði Reyn- ir Pálmason frá Hjálmsstöðum mér og sagði að vísan „Næðir fjúk um beran búk“ væri eftir Pál Guð- mundson á Hjálmsstöðum. Hann saknaði þess að sjá ekki meira eft- ir Pál í vísnaþáttum mínum og lét fylgja eina hestavísu sem sungin er í Hestavísum eftir Jón Leifs: Hálsi lyfti listavel, löppum klippti vanginn, taumum svipti, tuggði mél, tölti og skipti um ganginn. Í æviminningum Páls, „Tak hnakk þinn og hest“ er þessi hringhenda um Hroll: Stekkur Hrollur breiðan bý bara skolli fljótur. Þegar kolli öl er í er hans hollur fótur Sigurlín Hermannsdóttir yrkir á Leir og er góð mannlýsing: Löngum ævi hans var hörð, harla fátt til nytja. Tíndi lífsins lambaspörð lét svo þar við sitja. Ólafur Stefánsson bætti við frá eigin brjósti: Tóbak reykti, reifst við frúna, rétti varla úr bakinu. Kvölds og morgna mjólkaði kúna, mæddur af leku þakinu. Pétri Stefánssyni þótti „leiðinda- veður“ á miðvikudag: Enn er vindur ekki hlýr, ei mun snjóa leysa. Veðrið er í vetrargír, víða stormar geisa. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Myglurisasveppur Í klípu „ÉG ELSKA ÚTSÝNIÐ LÍKA – nema þegar þaÐ stingur í augun.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ ERT MEÐ MJÖG, MJÖG VEIKAN HJARTSLÁTT!” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... heimsókn frá yndislegu barnabörnunum. ÉG HEF EKKI ÁHYGGJUR AF VERALDLEGUM MÁLUM! EÐA HVAÐ … ÉG VAR AÐ HUGSA UM EINHVERJA AÐRA VERÖLD ÞÚ ÆTTIR ÞÁ AÐ FARA ÞANGAÐ ÉG GERI HÉR MEÐ TILKALL TIL ÞESSA LANDS Í NAFNI HRÓLFS HRÆÐILEGA! ÉG GERI HÉR MEÐ TILKALL TIL SKATTFJÁR Í NAFNI KONUNGS ÞESSA LANDS! Það var mikið grín og mikið gamanhjá Víkverja um síðustu helgi. Hann skellti sér ásamt maka og vinnufélögum á árshátíð og skemmti sér vel. x x x Það gefur lífinu alveg einstakan litað klæða sig upp, hitta vinnu- félaga og eftir atvikum maka þeirra í afslöppuðu andrúmslofti til þess eins að hafa það gaman saman. Ekki skemmir nú heldur góða árshátíð að fá bragðgóðan mat borinn fram á fal- legan hátt og njóta hans með skemmtilegum borðfélögum. x x x Maður er manns gaman og þaðsannast oft á árshátíðum sem og annars staðar. Leyndir hæfileikar samstarfsmanna koma í ljós í ræðu- höldum og blaðaútgáfu þar sem góð- látlegt grín sem vonandi engan særir er gert að samstarfsmönnum. Í skemmtiatriðum þar sem metnaður- inn er svo mikill að sýnd eru árs- hátíðarskaup. Ósérhlífnir vinnu- félagar taka að sér að semja, leik- stýra, taka upp og klippa efni auk þess að leika í skaupinu ásamt öðrum samstarfsmönnum. Það er mat Vík- verja, sem telur sig hafa nokkuð gott skynbragð á húmor, að árshátíðar- skaupið hafi kroppað vel í hælana á áramótaskaupi RÚV. x x x Árshátíðarskaupið gengur út á þaðað spegla vinnustaðinn og sam- starfsfélagana á húmorískan hátt með það að markmiði að særa engan. Hvort það takist alltaf er ekki gott að segja. x x x Eins og Víkverja er siður kafarhann ofan í málin þegar hann tel- ur þess þörf. Víkverji veltir því upp hvað sé góður húmor eða húmor yfir- leitt. Hvað sé særandi húmor og af hverju fólk taki húmor misjafnlega. x x x Með MeToo-byltingunni, um-ræðunni um einelti og meiri um- ræðu um tilfinningar hefur vaknað þörf umræða og vangaveltur um hvað megi og hvað ekki og það er Víkverji ánægður með. vikverji@mbl.is Víkverji Og þetta er traustið sem við berum til hans: Ef við biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann okkur. (Fyrsta Jóhannesarbréf 5.14)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.