Morgunblaðið - 22.03.2019, Page 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019
AF LJÓSMYNDUN
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Margar mikilvægar og merkar upp-
finningar sem kynntar voru til sög-
unnar á 19. öld áttu eftir að hafa af-
gerandi áhrif á líf fólks upp frá því
og heiminn eins og við þekkjum
hann í dag. Ein sú allra merkasta
var kynnt á frægum sameiginlegum
fundi Frönsku vísindaakademíunn-
ar og Akademíu fagurra lista í París
19. ágúst árið 1839 en það var ljós-
myndatæknin. Þar sýndi og kynnti
uppfinningamaðurinn Louis-
Jacques-Mandé Daguerre (1787-
1851) tækni sem hann hafði unnið
að því að fullkomna í nokkur ár, það
hvernig mætti frysta veruleikann og
þar með ásýnd manna varanlega í
tvívíðri mynd. Þessa undursamlegu
tækni byggði Daguerre á uppfinn-
ingum alkemistans Nicéphore
Niépce (1765-1833) sem þeir höfðu
farið í samstarf um en Niépce hafði
tekist nokkrum árum áður, þegar
árið 1826 eða 27, að festa myndir á
málplötur með tækni sem hann kall-
aði heliography. Og þar með skapað
fyrstu þekktu ljósmyndirnar. En
Niépce lést sex árum áður en ljós-
myndatæknin var formlega kynnt af
hinum séða Daguerre, sem hafði þá
tryggt sér einkaleyfi á aðferðinni og
gefið hana franska ríkinu, gegn
rausnarlegum eftirlaunum til
dauðadags.
Reyndar var breskur hefðar-
maður, William Henry Fox Talbot
(1800-1877) að nafni, þá þegar búinn
að ná að frysta ljósmynd með ann-
ars konar tækni, sem byggðist á
negatífri pappírsfilmu – en hann
hafði ekki kynnt tæknina formlega
og varð því annar í kapphlaupinu, ef
svo má segja. Þessi saga fæðingar
ljósmyndunarinnar er í raun æsi-
spennandi og engin leið að rekja
hana hér. En eftir nokkur ár tók
hugmynd Fox Talbot þó ljósmynda-
gerð alveg yfir, því miklum mun
skynsamlegra var að nota filmur við
að mynda – glerplötur tóku fljótlega
við af pappírsnegatífum – því þá
mátti fjöldaframleiða myndir.
Tæknin sem kennd var við Dagu-
erre – fyrsta ljósmyndatæknin
nefnist nefnilega daguerreo-týpa
Gersemar með aðferð Daguerre
Ljósmyndasafn Íslands/Þjóðminjasafn
Söguleg Sveinbjörn Egilsson rektor í daguerreo-týpu sem tekin var af honum af óþekktum ljósmyndara í Kaup-
mannahöfn árið 1850, í ferð hans til borgarinnar í kjölfar Pereatsins svokallaða í Lærða skólanum. Eins og þorri
daguerreo-mynda er þessi lítil, aðeins 8x6,1 cm, en gengið frá henni í glæsilegum ramma.
(og hefur verið nefnd sólmynd á ís-
lensku) – gat bara af sér eina staka
mynd sem ekki var unnt að fjölfalda
nema með eftirtöku. Og hún var
dýr, enda myndin gerð á fægða
silfurplötu sem ljósnæm himna var
borin á. En daguerreo-týpur eru
einhver fallegasta ljósmyndatækni
sögunnar; myndirnar eru einstak-
lega skarpar og upplifunin við að
horfa á og skoða vel með farnar
myndir frá fyrstu árum miðilsins er
heillandi. Myndirnar eru litlar, yfir-
leitt bara nokkrir sentímetrar á
kant, og fægður bakgrunnurinn er
eins og spegill; áhorfandinn skoðar
fyrirmyndina og horfist í augu við
sjálfan sig um leið.
Fyrstu ljósmyndir sem teknar
voru á Íslandi eru tvær daguerreo-
týpur sem franski vísindamaðurinn
Alfred Legrand Cloizeaux (1817-
1897) tók sumarið 1845 í Reykjavík,
yfir Grjótaþorp og upp í Þingholt.
Þær myndir eru varðveittar í safni í
París. Og fáar daguerreo-týpur hafa
varðveist hér á landi. Í Sarpi, hinu
sístækkandi menningarlega gagna-
safni safna á netinu, hefur verið sett
upp afar athyglisverð vefsýning
með daguerreo-týpum á Íslandi og
er nú í fyrsta skipti hægt að skoða
þær á einum stað. Inga Lára Bald-
vinsdóttir, sem stýrir Ljósmynda-
safni Íslands innan Þjóðminjasafns,
og er fremsti sérfræðingur þjóðar-
innar í ljósmyndun fyrri tíma hér á
landi, fylgir sýningunni úr hlaði með
texta um myndirnar. Það kemur
fram að tilefni sýningarinnar er að
nú eru 180 ár síðan ljósmyndatækn-
in var kynnt til sögunnar, með þess-
ari aðferð Daguerre. Vitað sé um
innan við 30 ljósmyndir hér á landi
sem teknar voru með þeim hætti; 21
slík mynd er varðveitt í Ljósmynda-
safni Íslands, tvær á Landsbóka-
safni – Háskólabókasafni, tvær á
Ljósmyndasafni Reykjavíkur og þá
er vitað um fáeinar í einkaeigu. Í til-
efni af afmælinu hefur verið unnið
að frekari skráningu á þessum
myndum og jafnframt skráðar eftir-
tökur þriggja daguerreo-týpa í
frönskum söfnum og fimm papp-
írsmyndir sem gerðar voru eftir
daguerreo-týpum sem ekki hafa
varðveist.
Tveir Íslendingar lærðu
Inga Lára segir Íslendinga
fyrst hafa kynnst aðferð Daguerre
við myndatökur hjá erlendum
mönnum í Danmörku, „þar sem þeir
voru við nám eða sinntu erindum í
starfi eða einkalífi, og á Íslandi,
þangað sem ferðamenn komu með
ljósmyndavélar með sér. Daguer-
reo-týpur voru teknar um allan
heim og flestar þeirra voru af fólki.
Samhliða stækkandi borgarastétt í
Evrópu óx markaður fyrir manna-
myndir og þó að daguerreo-týpur
væru framan af dýrar voru þær
ódýrari heldur en málaðar smá-
myndir sem áður höfðu verið eftir-
sóknarverðar sem stöðutákn og
minjagripir.
Þegar frá leið lærðu tveir ís-
lenskir ljósmyndarar að taka ljós-
myndir með þessari aðferð, þeir
Helgi Sigurðsson og Siggeir Páls-
son, sem báðir áttu eftir að verða
prestar. Engar frummyndir eftir þá
hafa varðveist,“ skrifar Inga Lára.
Heillandi myndir og fallegar
Óhætt er að hvetja fólk til að
skoða sýninguna á íslensku dagu-
erreo-týpunum í Sarpi en ljósmynd-
unum fylgja góðar upplýsingar um
fólkið á myndunum, ef það er þekkt,
um tökustaði og annað. Sumar
myndanna eru illa farnar en ef
silfurplöturnar hafa ekki verið í
þéttum hylkjum hefur fallið á þær
og þær rispast en afar fagurlega var
venjulega búið um myndir af þessu
tagi, í flauelsklæddum öskjum og
undir gleri. Nokkrar hér eru líka
frábærlega fallegar, til að mynda sú
þekkta mynd af Sveinbirni Egils-
syni, rektor og þýðanda, sem hér
má sjá og hefur verið felld í afar
skrautlegan gylltan ramma. Myndin
af Benedikt Gröndal skáldi, syni
hans, er ekki síður merkileg eða
myndin af hinum kempulega Bjarna
Jónssyni rektor sem var tekin árið
1845. Ekki er síður heillandi mynd-
in af Þóru Melsteð frá 1846.
Þessar viðkvæmu daguerreo-
týpur eru meðal helstu myndrænna
gersema þjóðarinnar og vert er að
þakka fyrir að geta notið þeirra nú
á þessari forvitnilegu vefsýningu.
» Þessar viðkvæmudaguerreo-týpur
eru meðal helstu
myndrænna gersema
þjóðarinnar …
Sólmynd Óþekkt kona í mynd
eftir Christian Ludvig Qvist, ljós-
myndara í Álaborg, tekin um 1850.
Bræður Páll Melsteð sagnfræð-
ingur og Halldór, cand.phil. og amt-
skrifari, myndaðir í Kaupmanna-
höfn af óþekktum manni 1855-1857.
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
GLÁMUR
Dvergarnir R
Dvergurinn Glámur
er 35 cm á hæð,
vegur 65 kg og er með
innsteypta festingu fyrir 2“ rör
Öflugur skiltasteinn
fyrir umferðarskilti