Morgunblaðið - 22.03.2019, Síða 33

Morgunblaðið - 22.03.2019, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2019 Capernaum er þriðja myndlíbanska leikstjóransNadine Labaki. Áður hef-ur hún sent frá sér Cara- mel (2007) og Where do we go now? (2011) sem voru sýndar á kvik- myndahátíðum víða um heim og hlutu prýðilega dóma. Með Caper- naum stígur Labaki hins vegar fram sem fullmótaður listamaður og þykir sanna að hún er einn þeirra leikstjóra í listabíósenunni sem vert er að fylgjast grannt með. Capernaum segir frá hinum 12 ára gamla Zain, (reyndar veit hann ekki hvenær hann á afmæli er 12 er nærri lagi) sem býr í Beirút. Í upp- hafi myndar er hann staddur í rétt- arsal, þar sem hann er að kæra for- eldra sína fyrir að fæða sig inn í þennan grimmúðlega heim. Réttar- höldin ramma inn söguna, sem er sögð gegnum endurlit, þar sem við sjáum aðdraganda þess að Zain ákvað að höfða þetta undarlega mál. Zain býr í ömurlegu húsnæði ásamt foreldrum sínum og fjölda systkina. Hann gengur ekki í skóla og vinnur þess í stað sem sendill í lítilli sjoppu. Eigandi sjoppunnar heitir Assad og hann er líka eigandi íbúðarinnar sem fjölskylda Zains býr í „frítt“, þ.e.a.s. í skiptum fyrir að börnin vinni fyrir hann. Zain er elstur systkinanna og heldur verndarhendi yfir þeim. Hann held- ur mest upp á systur sína Sahar, sem er einu ári yngri og sýnir henni mikla væntumþykju. Þegar Assad, sem er fullorðinn karlmaður, gerir sig líklegan til þess að biðja um hönd hinnar 11 ára Sahar reynir Zain allt sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir hjónabandið. Eftir afar dramatísk fjölskylduátök strýkur Zain að heiman og endar á götunni. Við fylgjumst með honum draga fram lífið við skelfilegar að- stæður. Zain er heillandi persóna. Gagn- rýnandi Variety hitti naglann á höfuðið þegar hann kallaði per- sónuna „smávaxinn James Dean“. Hann er hvatvís, hortugur og kjaft- for með eindæmum en hefur samt gríðarstórt hjarta. Hann má ekkert aumt sjá og þrátt fyrir að vera alls- laus og rauninni í engri stöðu til að bjarga neinum reynir hann hvað hann getur að hjálpa náunganum. Aukapersónurnar eru líka áhuga- verðar, sérstaklega Rahil sem skýt- ur skjólshúsi yfir Zain þegar hann er á götunni. Flestir leikararnir í eru ófaglærðir, sem kemur virkilega vel út og leikstjórinn sýnir að hún getur náð stórfínni frammistöðu út úr leikurum sínum. Merking titilsins er glundroði eða kaos. Það á svo sannarlega við af því það ríkir algjört kaos í heimi myndarinnar, allt er óútreiknanlegt, ef það má reikna með einhverju er það að allt sem mögulega getur far- ið á versta veg, fer á versta veg. Kvikmyndatakan leysist upp í kaos á köflum, sér í lagi á dramatískum og tilfinningaþrungnum augnablik- um. Sviðsmyndin endurspeglar líka þennan glundroða, fátækrahverfi Beirút birtast hér sem hrár og hrottalegur martraðarruslahaugur þar sem endrum og sinnum glittir í þekkt alþjóðleg merki eins og Pepsi Cola, sem keyrir upp ádeiluna. Það þarf vart að taka fram að Caper- naum er ádeilumynd sem beinir ljósi að tvískinnungnum í nútíma- samfélagi og stærsta heimsósóma í veröldinni, vanrækslu og ofbeldi gegn börnum. Þrátt fyrir að það sé mikið myrk- ur í myndinni er hún ekki fullkom- lega niðurdrepandi allan tímann, þarna birtast uppörvandi augnablik þar sem persónurnar sýna hver annarri mikla væntumþykju og stuðning. Fátækt fólk verður víst að vera gott við hvað við annað, fyrst enginn annar er það. En auðvitað er það er ekki nóg. Þetta er svo sannarlega krefjandi áhorf, fólk má búast við því að ganga út með rembihnút í hjartanu og marbletti á réttlætiskenndinni. En eins og allir listunnendur vita er fjör ofmetið, hluti af því sem maður sækist eftir í listaverkum er að vera dembt inn í framandi menningu og að fá að kynnast fólki úr gjörólíkum aðstæðum, sama þótt þær séu skelfilegar. Þótt Capernaum sé þung eins og grjót og að horfa á hana sé eins og að kremjast undir valtara, er það samt sem áður endurnærandi því myndin er gríð- arlega vönduð og hún virkar sem þörf áminning. Með hjartað í hnút Glundroði Merking Capernaum er glundroði, sem á vel við af því það ríkir algjört kaos í heimi myndarinnar, allt er óútreiknanlegt og það sem mögulega getur farið á versta veg mun að öllum líkindum gera það. Bíó Paradís Capernaum bbbbn Leikstjórn: Nadine Labaki. Handrit: Nadine Labaki, Jihad Hojeily, Michelle Keserwany. Kvikmyndataka: Chri- stopher Aoun. Klipping: Konstantin Block, Laure Gardette. Aðalhlutverk: Zain Al Rafeea, Yordanos Shiferaw, Bo- luwatife Treasure Bankole, Hatita Iz- zam. 126 mín. Líbanon, 2018. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Ástríkur og leyndardómur töfradrykkjarins Ný teiknimynd um Ástrík og fé- laga, talsett á íslensku. Eftir að Sjóðríkur seiðkarl telur að tími sé til kominn að treysta varnir þorps- ins og heldur í ferðalag með Ást- ríki og Steinríki til að finna hæfileikaríkan ungan seiðkarl sem hann getur treyst fyrir leyndar- málinu að baki töfradrykknum. Leikstjórar eru Alexandre Astier og Louis Clichy. Enga samantekt á gagnrýni er að finna enn sem kom- ið er. Us Ný kvikmynd eftir leikstjórann Jordan Peel sem sló í gegn með frumraun sinni Get Out fyrir tveim- ur árum. Us er spennuþrungin hrollvekja sem segir af hjónunum Gabe og Adelaide sem eru í fríi og á leið á ströndina með börnum sín- um tveimur, Zoru og Jason. Þar ætla þau að hitta vini sína og njóta lífsins en þegar dularfullir tvífarar þeirra fara að gera þeim lífið leitt breytist sú áætlun heldur betur. Aðalleikarar eru Lupita Nyong’o, Winston Duke og Elisabeth Moss. Metacritic: 80/100 The Music of Silence Saga ítalska söngvarans Andreas Bocelli sem fæddist með augn- sjúkdóm og varð blindur 12 ára að aldri. Bocelli lærði á fjölda hljóð- færa og jókst áhugi hans á söng með ári hverju. 14 ára fór hann með sigur af hólmi í sinni fyrstu söngkeppni og er í dag heims- þekktur söngvari. Leikstjóri er Michael Radford og með aðal- hlutverk fara Antonio Banderas, Jordi Mollà og Toby Sebastian. Metacritic: 25/100 Í Bíó Paradís standa nú yfir taív- anskir kvikmyndadagar og má finna dagskrá þeirra á biopara- dis.is. Bíófrumsýningar Gaulverjar, tví- farar og Bocelli Martröð Úr kvikmyndinni Us sem frumsýnd verður í dag. Þriðja kvikmyndin um ótrúleg ævintýri vinanna Bill og Ted, Bill & Ted 3: Face the Music, verður frum- sýnd á næsta ári en önnur myndin kom út árið 1991, Bill & Ted’s Bogus Journey. Munu leikararnir Keanu Reeves og Alex Winter snúa aftur í hlutverkum félaganna sem slógu í gegn í grínmyndinni Bill & Ted’s Excellent Adventure árið 1989. Handrit þriðju myndarinnar var klárað árið 2011 og hefur því legið lengi ofan í skúffu. Leikar- arnir eru nú báðir komnir vel á sex- tugsaldurinn og Reeves orðinn kvikmyndastjarna en Winter er öllu minna þekktur. Gaurar Alex Winter og Keanu Reeves í hlutverkum Bill og Ted í fyrstu myndinni. Bill og Ted koma saman á ný Bandaríska leik- konan Julianne Moore átti að fara með eitt af aðalhlutverkum kvikmyndarinn- ar Can You Ever Forgive Me? en var sagt upp vegna þess að hún vildi fá að vera í fitubún- ingi, þ.e. búningi sem léti hana líta út fyrir að vera mjög feit. Vefur breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá þessu og hefur eftir enska leik- aranum Richard E. Grant sem fer með eitt af aðalhlutverkum kvik- myndarinnar. Þá vildi Moore líka fá að vera með gervinef og var leikstjóri myndarinar, Nicole Ho- lofcener, alfarið á móti því líkt og fitubúningnum. Við hlutverki Moore tók leikkonan Melissa McCarthy. Rekin út af fitu- búningi og nefi Rekin Julianne Moore. Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.