Morgunblaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 3. M A R S 2 0 1 9 Stofnað 1913  70. tölublað  107. árgangur  MIKILÚÐLEG ÞÖGN MILLI NÓTNA ÞAÐ HELSTA Í SAMTÍMA- HÖNNUN NÚNA NORRÆNT 46SUNNA 49 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Um 2.300 manns tóku þátt í sólar- hringsverkfalli Eflingar og VR sem lauk eina mínútu í miðnætti í gær- kvöldi. Verkfallið beindist að hótel- um og rútubílstjórum og tóku verka- lýðsfélögin sér kröfustöður meðal annars fyrir utan Hús atvinnulífsins og ýmis hótel á höfuðborgarsvæðinu. Sögðu forkólfar verkalýðsfélaganna að grunur léki á að verkfallsbrot hefðu verið víðs vegar í gangi. Á heimasíðu Eflingar kom fram að greiðslur úr verkfallssjóði félagsins væru háðar „hógværri kröfu“ um þátttöku í verkfallinu. Ríkissáttasemjari boðaði í gær til fundar á mánudaginn í kjaradeilu Eflingar, VR, VLFA, LÍV, Fram- sýnar og VLFG við Samtök atvinnu- lífsins eftir að sáttafundur á fimmtu- daginn stóð fram á kvöld. Tugmilljónatjón fyrir hótelin Bjarnheiður Hallsdóttir, for- maður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það hafi að mestu leyti geng- ið vel að halda starfseminni gang- andi hjá þeim fyrirtækjum sem urðu fyrir barðinu á verkföllunum „Það var þegar orðið töluvert tjón af þessu því að hótelin þurftu að loka fyrir bókanir þegar ljóst var í hvað stefndi,“ segir Bjarnheiður og bætir við að það hafi orðið tugmilljónatjón af verkfallinu fyrir hótelin. „Þá þurftu rútufyrirtækin að aflýsa dagsferðum og annað, þannig að tekjutap varð af því.“ Hún bætir við að samskipti við verkfallsverði hafi að mestu gengið ágætlega, þrátt fyrir að ágreiningur framhaldið. „Þó að það hafi gengið vel að halda starfseminni gangandi í einn sólarhring, þá verður það erf- iðara í næstu viku,“ segir Bjarnheið- ur, en VR og Efling hafa boðað til tveggja daga verkfalls á fimmtudag og föstudag í næstu viku. Bjarnheiður segir að róðurinn þyngist bara vegna verkfallanna og því voni allir að samningar náist fyrir þann tíma. Hún segir að því lengur sem deilurnar dragist á langinn, þeim mun meiri hætta verði á lang- varandi skaða á orðspori Íslands sem ferðamannastaðar. „Þetta kem- ur óorði á áfangastaðinn og við höf- um áhyggjur af því inn í framtíðina,“ segir Bjarnheiður.  Um 2.300 manns tóku þátt í sólarhringsverkfalli Eflingar og VR  Sáttasemjari boðar til fundar á mánudaginn  Ásakanir um að verkfallsbrot hafi verið víða MGrunur um verkfallsbrot víða »6 hafi verið milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna um það hverjir mættu vinna. „Ég held að það hafi ekki farið í nein leiðindi neins staðar,“ segir Bjarnheiður og bætir við að ágreiningurinn verði að fara í réttan farveg, það sé félagsdómur sem skeri úr um það. Bjarnheiður segir miklar áhyggj- ur innan ferðaþjónustunnar um Tjónið þegar töluvert Morgunblaðið/Eggert Verkfall Þátttakendur í verkfallinu tóku sér kröfustöðu meðal annars fyrir utan Hús atvinnulífsins. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Viðræður um mögulega aðkomu Icelandair að rekstri WOW hófust formlega í gær. Félögin hafa gefið sér fram yfir helgina til að ljúka viðræðunum, en á mánudaginn þarf WOW air að standa skil á 150 milljóna króna vaxtagreiðslu vegna skulda- bréfa sem félagið gaf út í september síðastliðnum. Gengi Icelandair hækkaði um 5,8% í kauphöllinni í gær, en tilkynningin um viðræður félaganna barst í fyrrakvöld eftir að markaðir höfðu lokað. Ekki hefur verið rætt við ríkið um aðkomu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við mbl.is í gær að stjórnvöld væru upplýst um viðræðurnar. „Það er eðlilegt, því að ef þær ganga eftir þá mun koma til aðkomu stofnana stjórnvalda, svo sem Samkeppniseftirlitsins og Samgöngustofu sem veitir flugrekstrarleyfi,“ sagði Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra, tók í sama streng í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum fylgst mjög grannt með þessu máli og séð þessi óveðursský hrannast upp í fluginu,“ segir Sigurður. „Núna er þetta í höndum þessara tveggja markaðsfyrirtækja og ríkisvaldið hefur einfaldlega sagt að þetta sé með vitund okkar og við munum auðvitað hjálpa til ef hægt er, en það hefur ekki verið rætt við okkur um neina sérstaka aðkomu,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir að það hafi aldrei komið til tals að ríkisvaldið myndi setja fé inn í rekstur flugfélag- anna. „Og satt best að segja þegar við vorum að meta kerfislega mikilvæg fyrirtæki, þá eru flug- félögin og í þessu tilviki WOW air auðvitað mikil- væg, ekki síst fyrir efnahagslífið og ferðaþjón- ustuna, en ekki með þeim hætti eins og menn töluðu um bankana hér áður fyrr.“ Sigurður bætir við að Ísland sé ekki eina landið í heiminum þar sem flugfélög hafi lent í erfiðleikum. „Þetta er grimmur samkeppnisheimur og það hafa mörg flugfélög í öðrum löndum lent í vandræðum, sum hver hafa orðið gjaldþrota og sum hver hafa lifað með einhverri aðkomu ríkisvaldsins, og við höfum verið að læra af því að það hefur tekist mis- vel og reynum að falla ekki í sömu gryfju.“ »22 Flugfélögin ræðast við um helgina  Gengi hlutabréfa í Icelandair hækkaði um 5,8% í gær  Ríkisvaldið hefur fylgst mjög náið með stöðunni og er reiðubúið að liðka fyrir ef hægt er Morgunblaðið/Eggert Flugfélög Icelandair og WOW air hafa gefið sér fram yfir helgi til að ljúka viðræðum sínum.  Útlendinga- stofnun hefur rit- að sveitar- félögum víða um land bréf til að kanna áhuga þeirra á að gera þjónustusamning við stofnunina um húsaskjól og félagslega þjón- ustu við umsækj- endur um alþjóðlega vernd. Hælis- leitendum hér á landi hefur fjölgað ört að undanförnu og þarf þess vegna að útvega fleiri búsetuúr- ræði fyrir þá. Fyrstu þrjá mánuði síðasta árs voru hælisleitendur 138, en nú eru þeir þegar orðnir 203. Fram kom á Alþingi að kostnaður við mála- flokkinn gæti aukist um 2 milljarða á þessu ári. »10 Hælisleitendum fjölgar verulega Hæli Leitað úrræða fyrir hælisleitendur. A ct av is 91 10 13 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is  „Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrar- braut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eld- varnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orð- inn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins (SHS). Rætt er við Jón Viðar og Bjarna Kjartansson, sviðsstjóra hjá SHS, um aukna áherslu á að reglum um eld- og brunavarnir sé fylgt. »14 Aukin áhersla lögð á eldvarnir hjá SHS Eldur Tveir stórbrunar urðu í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.