Morgunblaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019 ✝ Sæunn Guð-mundsdóttir fæddist á Þverá í Ólafsfirði 1. nóvember 1937. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Eyri á Ísafirði 9. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Guðmund- ur Aðalsteinn Sig- urðsson bóndi í Ólafsfirði, f. 21.8 1889, d. 28.6. 1963, og Kristín Jónsdóttir hús- freyja í Ólafsfirði, f. 21.10. 1892, d. 18.2. 1971. Systkini Sæunnar: Sigmar Magnús, f. 10.8. 1911, d. 29.6. 1917, Hólm- fríður Steinunn, f. 25.7. 1913, d. 7.1. 1944, Þorsteinn Gísli, f. 23.5. 1915, d. 25.11. 1920, Guð- mundur Kristinn, f. 23.7. 1916, d. 27.7. 1916, Baldvina, f. 13.11. 1917, d. 5.3. 1918, Baldvina f. 16.3. 1919, d. 14.2. 1995, Jón Þorsteinn, f. 27.2. 1921, d. 20.4. 2009, Sigríður Bjarnveig, f. 6.1. 1923, d. 30.6. 1999, Emil Guð- mundur, f. 6.12. 1925, d. 22.7. 2015, Ragnar Ólafur, f. 17.9. 1927, d. 29.9. 1999, Margrét, f. 25.7. 1929, d. 9.2. 2011, Stef- anía Guðný, f. 25.9. 1931, d. 28.3. 1962, og Sigurður Krist- 1999. d) Helena Rós, f. 2004. 4) Magnús, f. 1965, maki Hrefna Ragnheiður, f. 1967. Börn þeirra: a) Margrét Heiða, f. 1990, maki Kristinn, f. 1982 og börn; Elísabet Lára og Ragnheiður Sunna. b) Bjarni Maron, f. 1995, maki Jóhanna Ósk, f. 2000. 5) Oddur, f. 1967, maki Rúna, f. 1974. Þau skildu. Börn þeirra: Gunnar Bjarni, f. 1996, maki Sesselja, f. 1998, Patrekur Magni, f. 1999, og Ívar Breki, f. 2008. Sæunn ólst upp á Reykjum í Ólafsfirði og síðar á Sauðanesi í Eyjafirði. Hún fór ung að heiman, var í vist hjá systrum sínum, síðar kaupakona og fluttist síðan til Reykjavíkur. 1976 flyst hún ásamt Bjarna manni sínum til Ísafjarðar og bjó þar alla tíð. Sæunn vann lengst af í Íshúsfélagi Ísfirð- inga, síðar fór hún út í rekstur á litlu bakaríi og seldi m.a. kleinur og flatkökur. Sæunn hafði mikinn áhuga á veiði og veiddi m.a. í ám, vötnum og á sjóstöng. Hannyrðir áttu hug hennar allan og var hún af- kastamikil á því sviði. Hún hafði gaman af því að skera út í tré og síðast en ekki síst var hún mikil prjónakona og prjón- aði ótal lopapeysur, sjöl, sokka og vettlinga sem margir hafa notið góðs af. Jarðarför Sæunnar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 23. mars 2019, klukkan 14. inn, f. 23.2. 1935. Sæunn giftist Vigni Jónssyni f. 29.7. 1936. Þau skildu. Dætur þeirra eru: 1) Kristín H., f. 1956, maki Þorkell, f. 1953. Börn þeirra: a) Ester, f. 1975, maki Sigurður Anton, f. 1978, og börn; Valdimar, Bjarki, Ólafur, Benedikt. b) Sæ- unn, f. 1983, maki Atli, f. 1979 og barn; Kristrún Linda. c) Sig- urlaugur, f. 1989, maki Jódís, f. 1991. 2) Aðalheiður Björk, f. 1958, maki Gunnar, f. 1951. Börn þeirra: a) Brynjar Björn, f. 1975 og börn; Kamilla Brá, Rakel Lóa og Rebekka Sif. b) Elmar, f. 1988, og c) Helga, f. 1992, maki Steinar, f. 1990. Sæunn giftist síðar Bjarna Magnússyni, f. 11.5. 1936, d. 27.12. 1994. Synir þeirra eru: 3) Ragnar, f. 1961, maki Gyða, f. 1963. Börn þeirra: a) Hermann Bjarni, f. 1991, maki Sigrún, f. 1989 og barn; Natalí Rós. b) Kristófer, f. 1993, maki, Sandra, f. 1987. c) Andri Steinn, f. 1999, maki Helga, f. Til mömmu Þú ert gull og gersemi góða besta mamma mín. Dyggðir þínar dásami eilíflega dóttir þín. Vandvirkni og vinnusemi væntumþykja úr augum skín Hugrekki og hugulsemi og huggun þegar hún er brýn. Þrautseigja og þolinmæði – kostir sem að prýða þig. Bjölluhlátur, birtuljómi, barlóm, lætur eiga sig. Trygglynd, trú, já algjört æði. Takk fyrir að eiga mig. (Anna Þóra) Þín Kristín. Elskulegri tengdamóður minni kynntist ég fyrst þegar ég heimsótti þau Sæunni og Bjarna Magnússon, tengdaforeldra mína, árið 1982. Þau bjuggu þá í Hnífsdal, húsi sem þau höfðu ný- lega byggt við Smárateig. Skömmu síðar þurftu þau að flytja sig hinum megin í dalinn þar sem húsin við Smárateig reyndust vera á snjóflóðahættu- svæði. Ég fann strax fyrir þessari miklu hlýju frá þeim báðum, en tengdapabbi féll frá langt fyrir aldur fram árið 1994 aðeins 58 ára að aldri. Sæunn stóð ein eftir og börnin flutt að heiman. Fjögur þeirra búa á höfuðborgarsvæð- inu, en Magnús býr enn í Hnífs- dal ásamt fjölskyldu sinni. Þau hafa veitt Sæunni mikinn stuðn- ing í gegnum árin. Sæunn var dugnaðarforkur til vinnu; – vann í mörg ár hjá Íshús- félaginu, en síðan byggði hún að- stöðu við húsnæði sitt í Hnífsdal til að stunda bakstur margskonar góðgætis sem hún seldi í versl- anir á svæðinu. Þegar á leið fór hún að kenna sér ýmissa veikinda og við 67 ára aldur flutti hún inn á dvalarheimilið Hlíf og var þar í mörg ár. Aldrei hvarf samt lífs- gleðin, væntumþykjan og dugn- aðurinn. Þar var líka oft góð James Bond-vídeóspóla í gangi enda var hún mikill aðdáandi 007. Alltaf voru prjónarnir við hönd- ina enda á öll stórfjölskyldan lopapeysur eftir hana. Það rifjast upp margar góðar minningar af nánu sambandi okkar Kristínar og tengda- mömmu, og ófáar voru heimsókn- irnar vestur, enda þurfti ég oft að fara á Ísafjörð vegna starfa minna. Þá var alltaf tekið vel á móti manni og veitingar góðar í mat og drykk. Sama gildir um börnin okkar Kristínar. Þau gistu oft fyrir vestan og fóru jafnvel vestur í vinnu á sumrin í ein- hverju frystihúsinu. Þegar hún kom suður gisti hún iðulega hjá okkur. Á hugann leitar fjöldi skemmtilegra minninga eins og þegar við fórum saman í utan- landsferðir og margar sumarbú- staðaferðir. Sæunn hafði hér áð- ur fyrr gaman af stangaveiði, bæði silungsveiði og sjóstanga- veiði. Þær mæðgur áttu þar sam- eiginlegt áhugamál. Síðustu árin var heilsan farin að gefa sig að mörgu leyti og Sæ- unn lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði þann 9. mars sl. Hún var mjög ánægð á Eyri og rétt að minnst hér á þá frábæru umönnun sem Sæunn fékk með- an hún dvaldi þar. Tengdamóður minnar mun ég minnast með hlýju og þakklæti og hvíl þú í friði við hlið tengda- pabba í kirkjugarðinum í Hnífs- dal. Þorkell Sigurlaugsson. Það er skrýtin tilfinning og kannski svolítið óraunveruleg þegar ég hugsa til þess að eiga ekki eftir að heimsækja aftur tengdamóður mína og lífsföru- naut til 38 ára í notalega herberg- ið hennar á Eyri. Minningin um hana ömmu Sæu, eins og hún var ævinlega kölluð, sitjandi í hæg- indastólnum með enn eina lopa- peysuna á prjónunum, bjóðandi gestum sem sitja í sófanum rauða gulan brjóstsykur, líkjör í staupi, konfekt og kökur. Minningin um hana hlustandi á einhverja eðal- sögu á hljóðbókinni á meðan hún kíkti á prjónauppskriftirnar, leit- aði að réttu gleraugunum, fjar- stýringunni, vatnsglasinu eða einhverju allt öðru. Brosandi að segja frá og rifja upp það sem var skemmtilegt eða sorglegt frá fyrri tíð, skammast yfir pólitík- inni eða dásama það sem vel var gert eins og þá eðalþjónustu sem hún fékk frá starfsfólkinu á Eyri, konan sem stundum var erfið eins og hún orðaði það sjálf. Það er ljúft að hugsa til þess að hún hafi verið á þessum stað síðustu árin og notið þeirra yndisstunda og lífsgæða sem þar voru í boði þrátt fyrir aðstæður hennar og veikindi. Á þessum tímamótum er gott að horfa til baka, minnast allra þeirra gæðastunda sem við átt- um, skemmtilegu uppátækjanna, spjallsins og heimsóknanna, gleði okkar og sorgir. Ég man þann dag er ég hitti hana fyrst, ég barnið á fermingarárinu og hún þessi harðduglega og pínulítið þrjóska sjálfstæða kona með sterkar skoðanir sem notaði óspart orð og setningar sem voru kannski ekki hefðbundnar eða allra. Konan sem lét það alveg í ljós ef henni líkaði ekki hlutirnir, konan sem gat glatt aðra hvort sem það var með húmor, kökum, kleinum eða bara einhverju skemmtilegu hrekkjusvínadóti eins og börnin kölluðu hlutina hennar. Konan sem hafði ekki síður það hlutverk að ala þetta fermingabarn upp og leiðbeina síðan ungmennunum, sem byrj- uðu búskap, giftu sig og eignuð- ust börn, á réttar brautir í lífinu. Það er ómetanlegt að hafa haft aðgang að og fengið aðstoð og ráð foreldra og tengdaforeldra í því hlutverki. Í þessu hlutverki var amma góð, þrátt fyrir örlítið skiptar skoðanir varðandi upp- eldi barna, nammidögum sem oft gátu þýtt stóra poka með miklu magni, hæfilega miklu kæruleysi þegar kom að því að leyfa barna- börnunum að prófa það sem var spennandi og jafnvel stundum ör- lítið hættulegt en samt ótrúlega skemmtilegt eins og börnin sögðu þegar þau komu frá ömmu Sæu. Já, amma Sæa var engri lík og það ættu allar fjölskyldur að eiga eina ömmu Sæu. Það er ómetan- legt að hafa fengið að ganga þennan lífsins veg með þessari ótrúlegu konu því margt hefur hún kennt mér, bæði verklegt og ekki síður það sem skiptir kannski meira máli í lífinu, æðru- leysi, þolinmæði, þrautseigju og lífsvilja en það hafði hún svo sannarlega. Ég mun minnast hennar með hlýju og virðingu og vil að lokum segja; Elsku amma Sæa, takk fyrir okkar dýrmæta tíma saman, aðstoðina, ráðin, spjallið, sögurnar, hláturinn, grínið og fleira. Hvíldu í friði í sumarlandinu þínu eins og þú orðaðir svo vel. Guð geymi þig, ljúfan mín. Þín tengdadóttir Hrefna Ragnheiður. Elsku amma, það er skrítin til- finning að þú sért farin. Þegar ég rifja upp tímana frá því ég var hjá þér í Dalnum hlýnar mér í hjart- anu. Páskum og sumrum var iðu- lega varið fyrir vestan þar sem einhver óútskýranlegur friður og frelsi einkennir allt. Þú leyfðir mér allt, hjá þér náði maður að grenja út fleiri páskaegg því egg- in sem foreldrar mínir gáfu voru ekki „nægilega stór“. Það var alltaf ís í desert, því þú sagðir að það væri alltaf pláss fyrir ís eftir mat. Svo var það bara spurning um „Guðrúnu eða Jónas“; Guð- rún var jarðaberjaísinn en Jónas súkkulaði. Ég vissi aldrei hvaðan þessi nöfn komu, en eftir sitja ljúfar minningar um ömmuísinn sem enn þann dag í dag er alltaf pláss fyrir eftir mat. Sumrin voru líka ævintýri lík- ust, fyrstu sumarvinnuna fékk ég í fiski og rækju með þér í Hnífs- dal. Það var ómetanlegt að fá að kynnast alvöru vinnu þar sem þú gafst mér engan afslátt af vinnu- brögðum, enda lærði ég alvöru vinnusemi og stundvísi. Síðar opnaðir þú bakaríið þar sem ég hjálpaði til við að steikja kleinur á meðan söngur Villa Vill hljómaði undir. Líklega hef ég þó verið uppteknari við að gæða mér á bakstrinum heldur en að hjálpa til. Það sama gilti um púkana í dalnum sem elskuðu baksturinn og sníktu kleinur í smakk. Þú elskaðir að veiða. Ætli veiðiáhuginn minn komi ekki beint frá þér. Við fórum ófáar veiðiferðirnar í Laugardalsvatn og þess á milli var dorgað niðri á bryggju. Næsta veiðiferð verður tileinkuð þér amma, skálum og segjum skemmtilegar veiðisögur frá því í gamla daga, þú hefðir gaman af því. Þegar ég fullorðnaðist kynnt- ist ég húmornum þínum, sem var kannski ekki alltaf sá saklausasti en þú lumaðir alltaf á góðum brandara. Það var líka alveg sér- staklega skemmtilegt hvað húm- orinn þinn small vel við hans Atla míns, þegar þið komuð saman komust brandararnir alveg á nýtt stig. Það var alltaf mikið hlegið og ég heyri hláturinn ennþá óma í huganum þegar ég hugsa til þín. Fyrir stuttu fann ég gamla rit- gerð sem ég skrifaði um þig í barnaskóla. Þar var einlæg lýs- ing á þér, elsku amma, eða eins og kennarinn skrifaði „skemmti- leg ritgerð um greinilega frá- bæra ömmu“. Ritgerðin endaði á litlu ljóði sem heitir „Ég hlakka til“ og lýsir svo vel tilhlökkun minni að koma til þín á sumrin. Ég hlakka svo til þegar hætt er að snjóa, ég hlakka svo til þegar veturinn dvín, ég hlakka svo til þess að hlusta á hann spóa, ég hlakka svo til þegar vorsólin skín, ég hlakka svo til þegar hér fer að gróa, ég hlakka til að kyssa þig, sóleyjan mín, ég hlakka svo til þess að hleypa honum Glóa, ég hlakka svo til þess að koma til þín. (Páll Ólafsson) Elsku, amma, ég er svo stolt að bera nafnið þitt og þakklát fyrir að hafa komið í heimsókn til þín í febrúar með Kristrúnu Lindu, frumburðinn okkar Atla. Að sjálfsögðu varstu búin að prjóna ungbarnasett á hana sem við bíð- um spennt eftir að hún stækki upp í. Takk fyrir allar góðu stundirnar, minningarnar geymi ég í hjarta mínu. Knúsaðu afa frá mér. Sæunn Björk Þorkelsdóttir. Elsku amma Sæa, nú ert þú komin til afa og hvílið þið saman í Hnífsdal. Mínar fyrstu minningar af þér í Hnífsdal eru alveg yndislegar. Alltaf þegar við keyrðum til þín þá var svo mikill spenningur og ég man alltaf þegar maður keyrði í gegnum litlu göngin rétt áður en komið er inn í Ísafjörð. Aðal- stemningin var að halda niðri í sér andanum þegar við keyrðum í gegn, ég geri það ennþá í dag. Ég man alveg sérstaklega vel eftir húsinu við Garðaveg og bakaríinu í bílskúrnum. Það var svo gaman að hjálpa til við að baka kleinur en samt eiginlega skemmtilegra að borða kleinudeigið, hrátt. Ég man líka svo vel eftir hjartasalt- inu sem þú notaðir við bakstur- inn, þú leyfðir manni að finna lyktina sem sveið alveg niður í tær, þér þótti það rosalega fyndið enda varst þú með húmorinn í lagi! Næsti áfangastaður sem þú fórst á var húsið við Bakkaveg, þar var að sjálfsögðu bakarí líka. Það var alltaf svo mikil ró og kyrrð þegar ég var hjá þér, manni leið alltaf svo vel. Góður sumardagur í Hnífsdal er með því betra sem ég veit um og að labba upp að Hádegissteini var alltaf svo spennandi. Það var líka nóg af rabarbara í garðinum hjá þér, það var líklega í síðasta skiptið sem ég borðaði rabarbara með sykri. Elsku amma okkar, mikið sem maður á eftir að sakna þín. Ég mun alltaf hugsa til þeirra yndis- legu minninga sem ég átti með þér í Hnífsdal og á Ísafirði. Ég mun segja dóttur minni allar þær yndislegu sögur sem ég á til af þér og koma eins oft og við getum í Hnífsdalinn. Svo verð ég að sjálfsögðu að segja henni frá hvernig nafnið „Silli Bakari“ kom til sögunnar. Sigurlaugur Þorkelsson. Elsku amma hefur kvatt okkur og orðin sem koma upp þegar hugurinn leitar til baka eru gleði, hlýja, þrautseigja og vinnusemi. Hún amma kemur af þeirri kyn- slóð sem fékk ekkert upp í hend- urnar en tókst með miklu bar- áttuþreki og botnlausri vinnu að koma upp fjölskyldu og búi. Það er svo ótal margt sem ég hef lært af henni og svo margt sem ég á henni að þakka. Hlýja er fyrsta tilfinningin sem kemur fram þegar ég hugsa um ömmu Sæu. Manni leið ávallt vel í kringum hana og það duldist okkur ekki sem þekktum hana vel að henni þótti vænt um okkur. Það er líklegast ástæðan fyrir því að ég sótti svona í að fara vestur til hennar alla tíð. Vinnusemi og elju fékk ég að kynnast þegar ég tók mín fyrstu skref á vinnumarkaði með ömmu Sæu, þegar ég hóf að vinna í frystihúsinu á Ísafirði, 13 ára gömul. Ég var mætt í hvítu stíg- vélunum og sett við færibandið að verka og maðkahreinsa þorsk allan daginn. Gleymi því ekki þegar amma skellti heilum dalli af þorski á borðið hjá mér og sagði; þó að ég sé amma þín þá færðu engan afslátt hérna vinan, þú mátt hreinsa alla ormana, og hló. Ég hef oft vitnað í þessa reynslu mína í slorinu fyrir vestan því sú lífsreynsla hefur kennt mér margt um vinnusemi og að vinna fyrir laununum sínum þó svo að ég hafi ekki áttað mig á því á þeim tíma. Amma kenndi mér einu sinni ágætislexíu um þrautseigju þegar ég var 16 ára gömul að prjóna mína fyrstu peysu. Þegar peysan var hálfnuð áttaði ég mig á því að það vantaði lykkjur neðst í stroffinu. Ég gafst samstundis upp á peysunni og fer í fússi upp í herbergi að sofa. Þegar ég vakn- aði morguninn eftir var búið að prjóna peysuna upp aftur á sama stað og lagfæra villuna. Amma brosti bara út í annað morguninn eftir og þóttist ekkert vita. Ég tók að sjálfsögðu ofan fyrir henni og skammaðist mín í hljóði fyrir að hafa gefist upp og vorkennt sjálfri mér fyrir þessi litlu mis- tök. Það sem ég þakka ömmu þó allra mest fyrir er að kenna mér hvað glettni og gleði eru mikil- vægt veganesti. Það var mikið hlegið í kringum ömmu, enda var hún gædd mikilli kímnigáfu, blandaðri svörtum húmor. Ég heyri enn hlátrasköllin í henni óma í höfðinu á mér og er ekki frá því að eitthvað af þessu karakter- einkenni hennar hafi smitast yfir til mín. Gleðin var ávallt í háveg- um höfð hjá ömmu og afa í Hnífs- dal og hlýtt er til þess að hugsa að þau séu saman á ný. Elsku amma, eftir að hafa átt þig að alla ævi er svo skrýtið að vera án þín en ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir ömmu og allan þann tíma sem við höfum átt saman. Amma, þú hef- ur alltaf verið, ert og verður ávallt í hjarta mínu. Minningarn- ar sem þú hefur gefið mér verða vel geymdar og verður gott að ylja sér við þær í framtíðinni. Þín verður ávallt sárt saknað. Þín Ester. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. Þetta ljóð kom upp í hugann við fráfall minnar kæru vinkonu, Sæju. Hún var hvíldinni fegin enda búin að vera veik sl. ár. Þegar Bjarni og Sæja fluttu á Ísafjörð á áttunda áratugnum kynntumst við þegar mennirnir okkar unnu saman og hefur aldrei borið skugga á þann vinskap. Það voru nokkur símtölin á milli okkar, bara aðeins að rabba eða biðja um einhvern greiða sem var alveg sjálfsagt. Nú síðast um áramótin hringdi hún og sagði mér að Ólöf ( barnabarn mitt) væri búin að vera svo í huga hennar og að hana vantaði örugg- lega lopapeysu sem reyndist rétt og var hún send strax til Svíþjóð- ar, en Ólöf okkar Sæju var aðeins 11 ára þegar hún vann hjá henni eitt sumar við að snúa kleinur og urðu þær mestu mátar eftir það. Talandi um lopapeysur, þær prjónaði hún margar af ýmsu gerðum og annað prjónles, sjöl o.fl., og meðan heilsan leyfði var hún með okkur í Karitas hand- verksmarkaði og þökkum við henni af alhug samveruna þar. Fjölskyldan var henni allt, fylgdist með hverjum fyrir sig og sagði frá hvað hefði skeð, og nú, sl. vetur á 80 ára afmælisdegin- um, var hún sérstaklega ánægð með hvað margir af hennar nán- ustu gátu fagnað með henni. Ég heimsótti hana á afmælisdegin- um og þótti henni verst að ég gæti ekki verið með henni í veisl- unni helgina á eftir, en brjóstsyk- ur og appelsín dugðu mér. Ég votta börnum, tengdabörn- um, ömmu og langömmugullun- um mínar dýpstu samúð við frá- fall hennar. Elsku vinkona, við Ólöf send- um þér kæra kveðju. Hvíl þú í friði. Kristjana Sigurðardóttir. Sæunn Guðmundsdóttir FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.