Morgunblaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019
Loksins fáanlegir
aftur á Íslandi
www.velaborg.is | Járnhálsi 2-4 | 110 Reykjavík | Sími 414-8600
LYFTARARNIR
Til á
lager
Að eiga þess kost að vinna í þágu fjöldans á vettvangi borgar-stjórnar finnst mér frábært tækifæri. Í raun er þetta beintframhald af fyrri störfum mínum sem sálfræðingur þar sem ég
vann mikið með til dæmis börnum, þolendum eineltis og hælisleit-
endum. Ég brenn fyrir að geta bætt samfélagið,“ segir Kolbrún
Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sem er sextug í dag. Af
því tilefni ætlar hún að bjóða fjölskyldu, ættingjum og fólkinu sem
næst henni stendur í afmælisboð og ætlar að verja fyrri hluta dags í
undirbúning þess.
Kolbrún, sem á fjögur alsystkini og tvö hálfsystkini föðurmegin, er
úr Vesturbænum í Reykjavík og eftir stúdentspróf frá Verzló var hún í
þrjá vetur kennari austur á Stokkseyri. „Þar fékk ég næði til að hugsa
og hugleiða hvað ég vildi. Niðurstaðan varð sálfræðinám hér heima og
eftir það fór ég til Bandaríkjanna og tók þar tvær meistaragráður,“
segir Kolbrún sem að námi loknu hóf sálfræðistörf hér heima. Hefur
unnið m.a. við skóla, heilsugæslu og verið með eigin stofu í 30 ár.
„Ég tel mig hafa átt farsælan feril og vonandi getað hjálpað mörg-
um. Þá er til nokkurs unnið. Í verunni er ég pólitísk og vil hafa áhrif á
umhverfi mitt. Ég er baráttukona, er þrautseig í því sem ég ætla mér.
Hef sterka réttlætiskennd og stend með sjálfri mér,“ segir Kolbrún
sem á tvær uppkomnar dætur; Karen Áslaugu hagfræðing sem er
fædd 1980 og Hörpu Rún lögfræðing sem er þrítug. Eiginmaður Kol-
brúnar er Jón Guðmundsson plöntulífeðlisfræðingur.
„Við erum með stórt land austur á Rangárvöllum, erum þar með
sumarhús og gestahús og hefur Jón ræktað þar tugi þúsunda plantna
af mörgum tegundum. Okkur finnst hvergi betra að vera en eystra,
sérstaklega á sumrin með allri fjölskyldunni,“ segir Kolbrún.
Morgunblaðið/Þórður
Borgarfulltrúi Vil hafa áhrif á umhverfi mitt, segir Kolbrún.
Vil bæta samfélagið
Kolbrún Baldursdóttir er sextug í dag
G
uðmunda Vigdís Sigurð-
ardóttir Jack fæddist
24. mars 1929 á Skála-
nesi í Gufudalssveit við
Breiðafjörð en flutti 9
ára ásamt foreldrum sínum og
bræðrum til Akraness. Hún gekk í
Barna- og Gagnfræðaskóla Akra-
ness.
Vigdís sinnti ýmsum sumar-
störfum frá 11 ára aldri, vann m.a.
sem barnapía hjá Ingu móðursystur
sinni, var sendill á símstöðinni á
Akranesi og vinnukona í Reykjavík
hjá Önnu Þorkelsdóttur og Teiti
Þórðarsyni. Hún var ráðskona fyrir
vegavinnuflokk föður síns, var
kaupakona á Syðri-Grund undir
Eyjafjöllum og í Arnarbæli í Gríms-
nesi. Einnig vann hún ýmis ráðs-
konustörf bæði í Reykjavík, Kópa-
vogi og á Akranesi, auk þess sem hún
vann á saumastofu Begga fína í
Tjarnargötu. Vorið 1949 gerðist Vig-
dís vinnukona í Hvalstöðinni í Hval-
firði og vann hún þar í tvö sumur.
Þegar Vigdís var 23 ára gerðist hún
ráðskona hjá séra Róbert Jack í
Grímsey, en hann var þá nýorðinn
ekkjumaður með fjögur börn. Vigdís
og Róbert giftu sig ári seinna og um
haustið sama ár héldu þau hjónin til
Kanada þar sem Róbert var prestur í
tvö ár. Árið 1956 gerðist séra Róbert
prestur að Tjörn á Vatnsnesi í
Vestur-Húnavatnssýslu og bjuggu
þau þar í yfir 30 ár.
Árið 1972 var biðlað til presta
landsins að hýsa fólk sem var að bíða
eftir að komast inn á stofnun. Komu
Vigdís Jack, húsmóðir og bóndi – 90 ára
Myndarhópur Vigdís ásamt hluta af barnabörnunum, en barnabörnin og barnabarnabörnin eru orðin 67 talsins.
Tekur enn þátt í
sjálfboðaliðastörfum
Ferðalag Ferðanefnd eldri borgara í Kópavogi, Vigdís ásamt Boga og Ástu.
Borgarnes Krist-
ín Lind Estrajher
fæddist 4. júní.
2018 á Akranesi.
Hún vó 4.064 g og
var 51 cm að
lengd. Foreldrar
hennar eru Sonja
Lind Estrajher
Eyglóardóttir og
Pavel Estrajher.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is