Morgunblaðið - 23.03.2019, Side 6
Magnús Heimir Jónasson
Arnar Þór Ingólfsson
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður
Eflingar, segir að grunur sé um ýmis
verkfallsbrot eftir sólarhringsverk-
föll VR og Eflingar í gær.
„Ég held því miður að það séu ým-
is verkfallsbrot í gangi víðs vegar.
Það sem við gerum er að skrá allt
niður og förum svo yfir málin með
okkar fólki,“ sagði Sólveig. Hún var
ásamt öðrum félagsmönnum Efling-
ar í verkfallsvörslu þegar blaðamað-
ur náði af henni tali. Gengu verkfalls-
verðir um alla króka og kima á
hótelum til að athuga hvort allt væri
með felldu. Starfsfólk á 40 hótelum
lagði niður störf á miðnætti á
fimmtudag og lauk verkfallinu á mið-
nætti í gær. Að öðru leyti sagði Sól-
veig verkfallið hafa gengið vel. „Við
fórum í kröfugöngu og vorum með
kröfustöðu fyrir utan hótel og end-
uðum svo fyrir utan Hús atvinnulífs-
ins. Það gekk allt mjög vel og mikill
hugur í fólki. Svo erum við með verk-
fallsvörslu um allt.“ Spurð um hvern-
ig hafi gengið að manna verkfalls-
vörsluna segir Sólveig það hafa
gengið vel. „En þetta er svo víðfeðmt
þannig við skulum sjá hvernig geng-
ur.“ Salvör Lilja Brandsdóttir, hót-
elstjóri á Grand hóteli, fylgdi verk-
fallsvörðum Eflingar um hótelið.
Hún sagði að allt hefði gengið vel í
gær.
Ferðamenn kvörtuðu lítið
Ferðamenn í anddyri Grand hótels
virtust ekki kippa sér mikið upp við
verkfall hótelstarfsfólks sem hófst á
miðnætti. Allt virtist með kyrrum
kjörum á meðan verkfallsverðir Efl-
ingar gengu um svæðið. Þeir ferða-
menn sem Morgunblaðið ræddi við
sögðust allir hafa fengið morgunmat
í morgun. Einn hópur frá Singapúr
sagðist hafa fengið skilaboð um að
rútuferð þeirra hefði verið frestað
en það hefði verið vegna veðurs en
ekki verkfalls.
Engar ferðir á flugvöllinn
Guðjón Ármann Guðjónsson, for-
stjóri Hópbíla, segir í samtali við
Morgunblaðið að allt hafi gengið
nokkuð vel í gær. „Það voru engin
meiri háttar áföll,“ segir Guðjón.
Stór hluti bílstjóra hjá Hópbílum er í
verkfalli en þó ekki allir.
„Við fórum ekkert út á flugvöllinn
í dag [í gær] og náðum við nánast
ekkert að sækja fólk og koma því á
milli staða.“ Hann segir að ferða-
menn hafi almennt verið mjög já-
kvæðir gagnvart þessu og sýnt stöð-
unni skilning.
Sundurliðun ekki birt
Guðjón segist vita til þess að fjöldi
félagsmanna í VR, sem vinna sem
hópferðabílstjórar, hafi óskað eftir
því að fá sundurliðun á verkfalls-
kosningu VR án árangurs. Er þar
verið að óska eftir sundurliðun á
kosningu hótelstarfsfólks og hóp-
ferðabílstjóra. Af þeim sem kusu í
verkfallskosningu VR kusu einungis
52% þeirra að fara í verkfall en 45%
kusu gegn verkfalli. „Mönnum
fannst þetta það tæpt og það lægi
ljóst fyrir að öðru hvoru megin hefði
verið kosið á móti verkfalli. VR hefur
ekki viljað birta þessi gögn eða nið-
urstöðurnar. Það er mjög sérstakt ef
meirihluti starfsmanna VR hjá rútu-
fyrirtækjum hefur sagt nei við verk-
falli að fólk sé þvingað í verkfall af
VR,“ segir Guðjón.
Morgunblaðið hafði samband við
Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR,
og óskaði eftir sundurliðun meðal
hótelstarfsfólks og hópferðabíl-
stjóra. Ragnar sagði að kjörstjórn
væri með þær upplýsingar og að VR
hefði birt allar þær upplýsingar sem
félagið hygðist birta. Spurður hvort
annar hópurinn hefði mögulega kosið
gegn verkfalli sagði Ragnar að hann
hefði séð sundurliðun á kosningunni.
Öll atkvæði voru sett í sama hatt.
VR og fleiri verkalýðsfélög fund-
uðu stíft með Samtökum atvinnulífs-
ins í fyrradag um mögulega lausn á
kjaradeilunni. Spurður gat Ragnar
ekki svarað því hvaða tilboð væri á
borðinu en ríkissáttasemjari hefur
lagt fjölmiðlabann á deiluaðila.
Einhverjar ábendingar höfðu bor-
ist um hugsanleg verkfallsbrot í gær
að sögn Ragnars, en VR var með
bæði starfsmenn og sjálfboðaliða
sem fóru á milli þeirra fyrirtækja og
hótela sem verkföllin tóku til.
„VR hefur ekki farið í verkföll í 31
ár þannig að við erum svona aðeins
að dusta rykið af því, en þetta gengur
bara vel. Það hefur ekkert komið upp
á – og þá er ég að tala um eitthvað
sem gæti flokkast undir átök, sem við
viljum að sjálfsögðu forðast,“ sagði
Ragnar í samtali við mbl.is í gær.
Grunur um verkfallsbrot víða
Hópferðabílstjórar og hótelstarfsfólk Eflingar og VR í sólarhringsverkfalli í gær Kröfustöður fyrir
utan hótel og Hús atvinnulífsins Grunur um verkfallsbrot Verkfallsverðir fylgdust grannt með
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í þvottaherberginu Sólveig Anna var meðal verkfallsvarða. Hún fór um
þvottaherbergið á Grand hóteli til að athuga hvort einhver væri að störfum.
6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019
Kjaradeilur
„Við erum bara nýkomnar. Við
komum hingað í gær,“ sögðu Hue
og Belle, hótelgestir á Grand hótel
Reykjavík. Spurðar hvort verk-
fallið hefði haft einhver áhrif á
þær sögðu þær svo ekki vera. Þær
fengu morgunmat á hótelinu í gær
og höfðu ekki orðið varar við
verkföllin. Þær voru ekki með
neinar skipulagðar hópferðir á
þessum fyrsta degi og ætluðu að
nýta daginn til að rölta um
miðbæinn.
Urðu ekki varar
Ferðamennirnir Hue og Belle á Grand hóteli.
Chong og Jocelyn frá Singapúr
sögðu að verkfallið hefði ekki haft
áhrif á dvöl þeirra enn sem komið
væri. Þau gæddu sér á kaffi og kök-
um í anddyri Grand hótels þegar
blaðamaður náði af þeim tali.
Ferðalangarnir höfðu fengið morg-
unmat um morguninn á hótelinu og
ekki tekið eftir neinu. Þau áttu
skipulagða hópferð með rútu í gær
en henni var frestað vegna veðurs
en ekki verkfalls.
Engin áhrif enn
Róleg Chong (t.v) og Jocelyn (t.h) nutu
sín yfir kaffibolla í í anddyri Grand hótels.
Á heimasíðu Eflingar kemur meðal
annars fram að greiðsla úr verk-
fallssjóði sé háð „hógværri kröfu“
um þátttöku viðkomandi í verk-
fallsvakt eða skyldum viðburðum.
Morgunblaðið setti sig í samband
við skrifstofu Eflingar vegna þessa
og bar þetta undir einn af þjónustu-
fulltrúum félagsins. Sá kannaðist
ekki við þessa kröfu og vísaði þess í
stað á Viðar Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóra Eflingar. Sagði hann
félagsmenn eiga að kannast við
kröfu um hógværa þátttöku.
„Þessu hefur verið miðlað, meðal
annars beint til félagsmanna í
gegnum trúnaðarmenn. Ég hef
ekki orðið var við annað en að fólk
sé almennt upplýst um þetta,“ segir
hann.
Spurður af hverju verið er að
setja þessa kröfu svarar hann: „Efl-
ing hefur ekki farið í verkfall ára-
tugum saman og þetta er bara
ákvörðun sem var tekin í stjórn
vinnudeilusjóðs að eðlilegt sé að út-
hlutunin sé með hógværri kröfu um
þátttöku í einhvers konar aðgerð.“
Í tilfelli bílstjóra voru þeir beðnir
um að mæta á fund í Vinabæ og
kvitta fyrir nærveru. Hótelstarfs-
menn voru beðnir um að taka þátt í
kröfustöðu við hótelin.
„Meginreglan þegar kemur að
aðild að verkalýðsfélögum er að
jafnræðis sé gætt í hvívetna en
þetta er eitthvað sem er algjörlega
á vettvangi hvers stéttarfélags
fyrir sig,“ segir Lára V. Júl-
íusdóttir, lögmaður og sérfræð-
ingur í vinnumarkaðsrétti. Lára
vitnar í aðra grein laga um stéttar-
félög og vinnudeilur þar sem fram
kemur að félögin hafi forræði á sín-
um málum. „Það er ekki hægt að
vísa til þess að þetta sé brot á ein-
hverjum landslögum eða slíku. Það
eru engin lög sem ná yfir þetta, “
segir hún. khj@mbl.is, freyr@mbl.is
Greiðsla úr sjóði er
háð þátttöku fólks
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verkfall Greiðsla úr verkfallssjóði er háð kröfu um þátttöku fólks.
Bryndís Hlöð-
versdóttir ríkis-
sáttasemjari hef-
ur boðað til
næsta fundar í
kjaradeilu Efl-
ingar, VR,
VLFA, LÍV,
Framsýnar og
VLFG við Sam-
tök atvinnulífsins
á mánudaginn
klukkan 10.
„Það var niðurstaða mín eftir
samtal við aðila að við myndum
hittast á formlegum fundi á mánu-
daginn kl. 10, en að helgin verði
nýtt hjá samningsaðilunum hverj-
um heima hjá sér í frekari undir-
búning fyrir þann fund,“ segir
Bryndís. Hún kveðst vera ánægð
með sáttafundinn á fimmtudag,
sem stóð fram á kvöld. „Að því leyt-
inu til var þetta góður fundur, án
þess að við séum þó komin á leiðar-
enda. Við erum ekki komin
þangað,“ segir ríkissáttasemjari.
Bryndís
Hlöðversdóttir
Fundað á mánudagNjóttu þess að hlakka til
Afbragðs þjónusta
og frábær verð
Lúxuslíf með VITA
5 stjörnu hótel á Bodrum
2. júní, 8 nætur – hálft fæði
frá169.900 kr.
á mann miðað við tvo í tvíbýli
Salmakis Resort Prótínríkt og gott
venær sem er!