Morgunblaðið - 23.03.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019
18.–22. APRÍL
SPÁNN
VÍNFERÐ TIL BASKALANDS
VERÐ FRÁ 199.900 KR.
NÁNAR Á UU.IS
ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGI | 585 4000 | UU.IS
Veður víða um heim 22.3., kl. 18.00
Reykjavík -1 snjókoma
Hólar í Dýrafirði 0 hagl
Akureyri -2 snjókoma
Egilsstaðir 0 skýjað
Vatnsskarðshólar 2 alskýjað
Nuuk -11 léttskýjað
Þórshöfn 5 rigning
Ósló 4 skýjað
Kaupmannahöfn 7 þoka
Stokkhólmur 6 heiðskírt
Helsinki 4 heiðskírt
Lúxemborg 16 heiðskírt
Brussel 18 þoka
Dublin 9 skýjað
Glasgow 9 léttskýjað
London 10 alskýjað
París 17 heiðskírt
Amsterdam 15 heiðskírt
Hamborg 15 heiðskírt
Berlín 13 léttskýjað
Vín 16 léttskýjað
Moskva 1 snjóél
Algarve 19 heiðskírt
Madríd 17 heiðskírt
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 19 heiðskírt
Aþena 13 léttskýjað
Winnipeg 1 heiðskírt
Montreal 1 rigning
New York 6 rigning
Chicago 6 skýjað
Orlando 20 heiðskírt
23. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:18 19:51
ÍSAFJÖRÐUR 7:22 19:58
SIGLUFJÖRÐUR 7:05 19:41
DJÚPIVOGUR 6:48 19:21
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á sunnudag NV 8-13 m/s, hvassara SA-lands. Él N-
lands en birtir upp S-til. Hiti um frostmark.
Á mánudag S 13-18 m/s með rigningu, en þurrt NA-
til á landinu. Hiti 3 til 8 stig síðdegis.
Lægir um morgun. Sunnan 5-13 og slydda eða snjókoma með köflum, en bjartviðri um landið
norðaustanvert. Hlýnar lítillega í veðri.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Nokkuð bar á því að björgunarsveit-
ir væru kallaðar út vegna óveðurs-
ins sem geisaði víða um landið í gær,
einkum á Norður- og Austurlandi.
Þá skall snarpur bylur á höfuðborg-
arsvæðinu um eftirmiðdaginn, en
minna varð úr en spáð hafði verið.
Samkvæmt upplýsingum frá
Slysavarnafélaginu Landsbjörg
voru á milli 70 til 80 björgunar-
sveitarmenn að störfum í gær, og
voru tilfellin talin í tugum. Gengu
verkefnin hins flest frekar greiðlega
miðað við veðrið.
Nokkuð var um að bílar væru
fastir á vegum landsins og fóru
björgunarsveitir á Norðurlandi til
aðstoðar bílstjórum í Ljósavatns-
skarði og við Húsavík, auk þess sem
tveir bílar lentu í árekstri við Héð-
insfjarðagöng. Þá var nokkuð um
fasta bíla á Þórshöfn og Dalvík.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Akureyri var töluverður
erill vegna veðursins, og skyggni
slæmt.
Loka þurfti vegum á Norðaust-
urlandi og Austfjörðum vegna
veðursins og voru vegirnir um
Fagradal og Fjarðarheiði báðir lok-
aðir til morguns. Voru björgunar-
sveitir við störf fram á kvöld til að
sinna lokununum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landsbjörg bar nokkuð á því að
þakplötur losnuðu á Austfjörðum og
voru björgunarsveitir einnig kallað-
ar út vegna þess að rúður höfðu
brotnað í gróðurhúsum. Þá var einn-
ig ófærð á Suðurlandi, þó að veðrið
væri þar mildara en á Norður- og
Austurlandi og voru björgunarsveit-
ir kallaðar til vegna bíla sem fastir
voru í ófærð á Hellisheiði og í
Þrengslunum. Fyrir voru hópar
björgunarsveita mættir til að manna
lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og
Lyngdalsheiði.
Tugir útkalla vegna veðursins
Mikið um að bílar væru fastir Vegum lokað fyrir austan Snarpur bylur á höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Óveður Nokkuð var um óhöpp í umferðinni vegna óveðursins í gær. Þessir tveir bílar rákust saman á Akureyri. Ekki urðu alvarleg slys á fólki.
Blaðamannaverðlaun ársins 2018 voru afhent við hátíð-
lega athöfn í Pressuklúbbnum í gær. Þórður Snær
Júlíusson hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir bókina
Kaupthinking.
Aðalheiður Ámundadóttur hjá Fréttablaðinu var
verðlaunuð fyrir bestu umfjöllun ársins, Freyr Rögn-
valdsson og Steindór Grétar Jónsson, blaðamenn á
Stundinni, hlutu verðlaun fyrir rannsóknarblaða-
mennsku og Ragnheiður Linnet, Mannlífi, var verð-
launuð fyrir viðtal ársins.
Morgunblaðið/Hari
Blaðamannaverðlaun ársins afhent
Verðlaunaafhending í Pressuklúbbnum
Landsréttur hefur snúið við dómi
Héraðsdóms Reykjaness og dæmt
blaðamanninn Atla Má Gylfason
fyrir meiðyrði í garð Guðmundar
Spartakusar Ómarssonar og til að
greiða honum 1,2 milljónir króna í
miskabætur.
Málið snýst um umfjöllun Atla
Más um Friðrik Kristjánsson sem
hvarf sporlaust í Suður-Ameríku
árið 2013. Guðmundur höfðaði mál
gegn Atla Má, sem er fyrrverandi
blaðamaður Stundarinnar, vegna 30
ummæla sem birt voru í Stundinni
og á vefmiðli blaðsins.
Guðmundur krafðist þess að um-
mælin yrðu dæmd ómerk og að
honum yrðu dæmdar miskabætur.
Í dómi Landsréttar kemur fram
að með hluta umfjöllunar sinnar
hefði Atli Már borið Guðmund sök-
um um alvarlegan og svívirðilegan
glæp sem varði að lögum ævilöngu
fangelsi. Lægi ekkert fyrir um að
Guðmundur hefði verið kærður fyr-
ir hið ætlaða brot, hvað þá að
ákæra hefði verið gefin út og dóm-
ur fallið.
Engin gögn eða upplýsingar í
málinu styddu fullyrðingar Atla
Más, heldur væri þar eingöngu vís-
að til nafnlauss heimildarmanns.
Atli Már dæmdur
fyrir meiðyrði
Greiði 1,2 milljónir í miskabætur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í Landsrétti Atli Már, t.v., með
Gunnari I. Jóhannssyni lögmanni.