Morgunblaðið - 23.03.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 23.03.2019, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þegar ég flutti hingað heim áHvammstanga árið 2014fékk ég þá hugmynd aðsetja upp söngleikinn Jes- us Christ Superstar. Ég vissi reynd- ar ekkert út í hvað ég væri að fara, en ég vissi að hér byggi fullt af fólk sem hefði hæfileika í þetta. Það var þó nokkuð átak að fá fólk til að vera með, auk þess sem maður heyrði um einhverja svartsýni utan frá. En þetta tókst rosalega vel og við feng- um 900 manns hingað á sýninguna, sem eru nánast allir íbúar Húna- þings vestra. Þetta var gríðarlega mikil vinna svo ég óð ekki strax út í aðra uppsetningu, en nú eru allir aft- ur tilbúnir í slaginn og allt komið á fullt við að setja upp söngleikinn Hárið sem við frumsýnum í apríl,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir sem held- ur utan um framkvæmd verkefnisins hjá Leikflokki Húnaþings vestra. „Þetta er að stórum hluta sama fólkið og var með okkur í Superstar, en þó hafa einhverjir flutt í burtu og aðrir nýir komið í staðinn. Þetta er fólk á öllum aldri, sá yngsti í hópnum er 15 ára og sá elsti 67 ára. Par frá Brasilíu, Luis og Jessica, er meðal leikenda en þau hafa búið á Hvammstanga í þrjú ár. Luis leikur Hud í Hárinu, en leikstjórinn lagaði hlutverkið hans að þeirri staðreynd að hann talar ekki enn mikla ís- lensku. Hann tekur lagið og er búinn að æfa íslenska söngtexta vel.“ Ingibjörg segir gaman að halda utan um uppsetninguna og þegar eru komnar margar pantanir á sýning- una, líka frá fólki utan sveitar, m.a. í Reykjavík og Vestmannaeyjum. „Okkur finnst frábært að fólk sé tilbúið til að leggja á sig langt ferða- lag til að sjá áhugamannasýningu hér á Hvammstanga, enda spurðist Superstar-sýningin okkar vel út, þjóðleikhússtjóri sagði hana hafa verið mjög flotta sýningu. Að heyra það frá honum efldi drifkraftinn.“ Ég er gömul sál Ingibjörg segir hinn góða gang í leiklistarlífinu ekki síst vera því að þakka að heimamaðurinn Sigurður Líndal Þórisson flutti nýlega aftur í héraðið. „Hann er fæddur og uppal- inn hér í Víðidal en fór tvítugur til London að læra leiklist og leikstjórn. Hann bjó þar í tuttugu ár og kynnt- ist þar konu sinni Grétu, en svo fluttu þau hjón aftur til Íslands og Sigurður starfar nú sem fram- kvæmdastjóri Selasetursins, en leik- stýrir meðfram því. Hann leikstýrði Súperstar fyrir þremur árum og var þá að leikstýra söngleik í fyrsta sinn, svo hann er kominn með reynslu nú þegar hann leikstýrir Hárinu.“ Gréta rekur Handbendi brúðuleik- hús en hún leikstýrði barnasýning- unni Snædrottningin sem leikfélagið setti upp sl. jól. Ingibjörg segir að leiklistarlífið í sveitinni hafi líka eflst heilmikið við það að leikdeild Ungmennafélagsins Grettis á Laugarbakka og Leik- flokkurinn á Hvammstanga samein- uðust í eitt stórt leikfélag. „Það er gaman að hugsa til þess hversu miklu er hægt að breyta, því þegar ég endurvakti leikfélagið Gretti á Laugabakka árið 2004 og við settum upp farsa á tveggja ára fresti með örfáum leikurum, þá var alltaf ströggl að finna einhverja í hlutverkin. Ég þurfti að hringja í þá stráka og stelpur sem ég þekkti og vissi að væru alveg til, en þurfti að hvetja duglega. Núna erum við búin að fylla auðveldlega upp í 39 manna leikarahóp í Hárinu. Það er af sem áður var, sem betur fer.“ Ingibjörg segir ekki hafa verið erfitt að finna tónlistarfólk í sveit- inni til að sinna söng og hljóðfæra- leik í söngleiknum. „Hér býr ótrú- lega margt hæfileikaríkt tónlistar- fólk. Mér finnst áríðandi að fá alla tiltæka til liðs við okkur, ekki láta einhverja fáa sjá um allt, heldur reyna að leyfa öllum sem geta og hafa áhuga á að vera með og koma fram. Kórinn tekur líka að sér mikla vinnu, en bæði í þessu verkefni og Súperstar þarf kórinn að læra lag- línur, texta og dansspor,“ segir Ingi- björg og bætir við að mæðgurnar Kristín Guðmundsdóttir og Sunneva Þorvaldsdóttir taki þátt í sýning- unni, en þær eru báðar í kór og danshóp. Ingibjörg segir að leiklistar- áhugi hennar gangi fyrst og fremst út á ástríðuna fyrir því að halda uppi menningarstarfi innansveitar. „Ég er gömul sál, og þegar ég var að skoða gamlar myndir frá leikritum ungmennafélagsins þá kveikti það í mér að drífa eitthvert leikrit af stað. Fyrst þetta var hægt hér áður fyrr, þá hlýtur það að vera hægt núna.“ Óttalegur heimalningur Ingibjörg er fædd og uppalin á bænum Syðsta-Ósi í Húnaþingi vestra en hún flutti 16 ára að heiman eins og algengt er með krakka sem þurfa að sækja framhaldsskóla út fyrir heimahagana. „Ég var alltaf með annan fótinn í sveitinni, kom hingað helst um allar helgar og var líka mikið á sumrin. Ég er óttalegur heimalningur,“ segir hún og hlær. Núverandi eiginmaður hennar, Guðjón Loftsson, er einnig úr Húna- þingi og var búsettur þar þegar þau fóru að draga sig saman, svo hún ákvað að flytja aftur í sína heima- sveit. „Ég var svo heppin að það losnaði starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hjá Húnaþingi vestra, sem hentaði minni mentun, en ég er með meistarapróf í reikn- ingsskilum og endurskoðun, svo ég stökk á það,“ segir Ingibjörg og bætir við að eiginmaðurinn sé í einu af aðalhlutverkunum í Hárinu og sjái auk þess um sviðsmyndina. Ingibjörg og Guðjón voru kær- ustupar þegar þau voru 14 ára, og hann var heimagangur á æskuheim- ili hennar, því hann var vinur bróður hennar. „Okkar leiðir skildi í 19 ár en svo náðum við saman aftur og við giftum okkur síðasta sumar.“ Það vantar greinilega ekkert upp á róm- antíkina í sveitinni, sem hljómar ágætlega við lofsönginn til ástar- innar í Hárinu. Malasía Ástin tók sig upp að nýju eftir 19 ár hjá Ingibjörgu og Guðjóni. Ljósmynd/Huld Signý Jóhannesdóttir Vinátta Unga fólkið í söngleiknum er náið og berst saman fyrir bættum heimi á stríðstímum. Fagna lífinu, frelsi og jafnrétti Ástin dró Ingibjörgu Jónsdóttur aftur heim í hérað. Þar heldur hún utan um uppsetningu á verki um ást og frið. Söngleikurinn Hárið fer á svið í apríl. Ljósmynd/Huld Signý Jóhannesdóttir Blómabörn Síðhærðir hippar í Hárinu klæðast útvíðum buxum og stunda frjálsar ástir. Hárið: Árið er 1967 og hipparnir í New York ætla sér að breyta heiminum. Þau eru villt, frjáls og sameinuð í mótmælum og söng, í skugga Víetnamstríðsins. Sýnt í Félagsheimilinu Hvammstanga 17., 18., 19., 20. og 22. apríl, kl. 21. Forsala á www.leikflokkurinn.is og í síma 655-9052 og 771-4955. Minningarsjóður um Jean-Pierre Jacquillat, fyrrum aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, mun á þessu ári veita efnilegum tónlistarmanni styrk til framhaldsnáms erlendis á skólaárinu 2019-2020. Veittur er einn styrkur að upphæð 1.500.000 kr. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 1. maí nk. til formanns sjóðsins: Minningarsjóður um Jean-Pierre Jacquillat Pósthólf 35, 121 Reykjavík Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda. 2017 Sölvi Kolbeinsson -saxófón 2016BaldvinOddson-trompet 2015RannveigMarta Sarc-fiðla 2014Sólveig Thoroddsen-harpa 2013Hulda Jónsdóttir-fiðla 2012BenediktKristjánsson-söngur 2011Matthías I. Sigurðsson-klarinett 2010GunnhildurDaðadóttir-fiðla 2009Helga ÞóraBjörgvinsdóttir-fiðla 2008 JóhannNardeau-trompet 2007MelkorkaÓlafsdóttir-flauta 2006ElfaRúnKristinsdóttir-fiðla 2005ÖgmundurÞór Jóhannesson-gítar 2004VíkingurHeiðarÓlafsson-píanó 2003BirnaHelgadóttir-píanó 2002LáraBryndís Eggertsdóttir-orgel 2001PálínaÁrnadóttir-fiðla 2000HrafnkellOrri Egilsson-selló 1999UnaSveinbjarnardóttir-fiðla 1998ÁrniHeimir Ingólfsson-píanó/tónv. 1997ÞórðurMagnússon-tónsmíðar 1996 IngibjörgGuðjónsdóttir-söngur 1995SigurbjörnBernharðsson-fiðla 1994GuðniA. Emilsson-hljómsveitarstj. 1993TómasTómasson-söngur 1992ÞóraEinarsdóttir-söng Styrkur til tónlistarnáms MINNINGAR SJÓÐUR JPJ Ím y n d u n a ra fl / M -J P J f y r r u m s t y r k þ e g a r Skrifstofan er 10 fm í fallegu rými með sameigin- legri kaffiaðstöðu, ljósritun og fundarherbergi. Mötuneyti á staðnum. Næg bílastæði. Mánaðarleiga 50.000 auk vsk. Upplýsingar: Guðni í síma 414 1200 eða gudni@kontakt.is SKRIFSTOFA TIL LEIGU miðsvæðis í borginni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.