Morgunblaðið - 23.03.2019, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Sextíu og átta metra hár strompur
gömlu Sementsverksmiðjunnar á
Akranesi var felldur í tveimur
áföngum í gær, efri hlutinn um kl.
14:15 og sá neðri kl. 15. Margir
fylgdust með í beinni útsendingu
vefmiðla. Upphaflega stóð til að
stromphlutarnir yrðu felldir með
fárra sekúnda millibili, en við fyrri
sprenginguna féll hins vegar brak
á vírana sem tengdir voru
sprengihleðslunni við rætur
strompsins og því ekki hægt að
sprengja neðri hlutann strax.
Fyrirtækið Work North annaðist
verkið.
Miklar öryggisráðstafanir
Hús í nágrenninu voru rýmd í
öryggisskyni meðan á fram-
kvæmdinni stóð. Rétt fyrir fell-
ingu voru gefin hljóðmerki í að-
vörunarskyni og síðan aftur þegar
hætta var liðin hjá. Öryggissvæðið
við fellinguna var hringur í 160
metra fjarlægð umhverfis stromp-
inn. Innan þess svæðis mátti eng-
in manneskja vera óvarin.
Næsta verkefni nú eftir niður-
rifið er að koma steypubrotunum í
sandgryfju og hreinsa þau af
steypustyrktarjárni. Verktakinn
hyggst koma brotmálmum í skip í
áföngum og er fyrsta skipið
væntanlegt til landsins fyrri part
ágústmánaðar.
Kostnaður við niðurrif stromps-
ins og undirbúning þess nemur 26
milljónum króna. Verkfræðistofan
Mannvit hafði reiknað út að árleg-
ur kostnaður við öryggisviðhald
strompsins, yrði hann ekki felldur,
næmi um 11 milljónum króna.
Enginn tæknibúnaður eða upp-
hitun voru í mannvirkinu.
Kennileiti bæjarfélagsins
Skiptar skoðanir hafa verið
meðal íbúa á Akranesi um hvort
varðveita beri strompinn sem
sumir segja að hafi verið eitt
helsta kennileiti bæjarfélagsins.
Leitað var álits bæjarbúa í íbúa-
gátt Akraneskaupstaðar í fyrravor
og var niðurstaðan afdráttarlaus.
Tæplega 1100 greiddu atkvæði og
vildu 94,25% (1.032 íbúar) að
strompurinn yrði felldur. Fram-
kvæmdin var hluti af ákvörðun um
niðurrif nær allra mannvirkja
gömlu verksmiðjunnar sem fyrir
löngu hefur lokið hlutverki sínu.
Alls verða rifin 17 mannvirki, yfir
140 þúsund rúmmetrar. Það niður-
rif hófst í desember 2017.
Sementstankarnir á staðnum
verða þó ekki rifnir. Kostnaður við
verkið verður í heild 175 milljónir
króna. Til stendur að reisa 368
íbúðir á reitnum sem er 55 þúsund
fermetrar að stærð. Einnig verða
þar verslanir og ýmis þjónusta.
Áður en uppbyggingin hefst þarf
að efla sjóvarnir og hækka Faxa-
braut sem liggur meðfram reitn-
um við sjóinn.
Starfsemi hætt 2011
Sementsverksmiðjan var reist á
Akranesi á árunum 1956 til 1958.
Hún tók formlega til starfa 14.
júní 1958 en þann dag lagði Ás-
geir Ásgeirsson, þáverandi forseti
Íslands, hornstein verksmiðj-
unnar. Fyrstu sementspokarnir
komu á markað nokkru síðar.
Sementsframleiðslu var hætt 2011
og innflutningur á útlendu sem-
enti hafinn.
Mikið sjónarspil
þegar Sements-
strompurinn féll
Skorsteinn gömlu verksmiðjunnar
var lengi eitt helsta kennileiti Akraness
Morgunblaðið/Eggert
Fallinn Efri hluti skorsteinsins var felldur á þriðja tímanum í gærdag. Neðri hlutinn var sprengdur skömmu síðar.
Morgunblaðið/Eggert
Spennandi Fjölmargir fylgdust með því þegar strompurinn var felldur.
Vantar þig
ráðleggingar
við sölu eignar
þinnar?
s 893 6001
Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is
Guðbergur
Guðbergsson
Löggiltur fasteignasali
og leigumiðlari
Guðrún Hálfdánardóttir
guna@mbl.is
„Ég er Ungverji og ég lifði af helför-
ina.“ Þannig hófst frásögn Andras
Hamori í Iðnó í gær þegar hann
deildi reynslu sinni á fundi á vegum
félags- og barnamálaráðuneytisins
og Transnational Iceland. Líf hans
breyttist til frambúðar vorið 1944
þegar Þjóðverjar réðust inn í Ung-
verjaland. Sænski stjórnarerindrek-
inn Raoul Wallenberg bjargaði lífi
hans með því að afhenda föður hans
sænskt vegabréf en talið er að
Wallenberg hafi bjargað lífi tugþús-
unda gyðinga með þessum hætti.
Að sögn Morten Kjærum, fram-
kvæmdastjóra Wallenberg-
stofnunarinnar, fór Wallenberg jafn-
vel inn í lestarvagnana sem voru að
fara frá Búdapest til Auschwitz og
laumaði sænsku vegabréfi í vasa
fólks. Hikaði síðan ekki við að segja
að viðkomandi væri sænskur og bað
fólk um að kíkja í vasa sinn hvort
það væri ekki örugglega með skil-
ríkin þar.
Móðir Hamori og fleiri ættingjar
létust í útrýmingarbúðum nasista og
systir hans var skotin til bana á
bakka Dónár ásamt 21 gyðinga-
stúlku. Hún var 16 ára gömul.
Kjærum segir mikilvægt að sögur
þeirra sem upplifðu helförina gleym-
ist ekki því sagan megi ekki endur-
taka sig.
Þrotlausri baráttu Wallenbergs
við að bjarga mannslífum lauk með
því að hann var handtekinn af Sovét-
mönnum og væntanlega tekinn af lífi
í Rússlandi árið 1947.
Hamori á enn skjölin frá Raoul
Wallenberg, bréf frá systur hans og
bréf frá vini sem var með móður
hans og ömmu í Auschwitz. Þar lét-
ust þær báðar. Móðir hans var 48
ára gömul.Að sögn Hamori er enn of
sárt fyrir hann að lesa þessi bréf. Því
fékk hann eiginkonu sína til þess að
lesa bréfin fyrir gesti í Iðnó.
Andras Hamori lauk meistara-
námi í rafmagnsverkfræði í Búda-
pest árið 1955 en eftir seinni heims-
styrjöldina var Ungverjaland undir
stjórn Sovétríkjanna og árið 1949
var það gert að kommúnísku ein-
ræðisríki undir stjórn Mátyás Rá-
kosi og Kommúnistaflokks Ung-
verjalands.
Í október 1956 hófust mótmæli
stúdenta í Búdapest og mörkuðu
upphaf ungversku uppreisnarinnar.
Hamori var einn þeirra sem tóku
þátt í mótmælunum þar sem
öryggislögreglan skaut á unga fólk-
ið. Honum tókst að forða sér úr landi
en hann fór fótgangandi yfir landa-
mæri Austurríkis og komst þaðan til
Bandaríkjanna þar sem hann fékk
hæli.
„Ég er Ungverji og ég lifði af helförina“
Andras Hamori deildi erfiðri lífs-
reynslu úr heimsstyrjöldinni síðari
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Andras Hamori Móðir hans og fleiri ættingjar létust í útrýmingarbúðum.