Morgunblaðið - 23.03.2019, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
ÚR BÆJARLÍFINU
Sigmundur Sigurgeirsson
Selfoss
Selfyssingar, og raunar Sunn-
lendingar allir eru orðnir nokkuð
langeygir eftir nýju hjúkrunarheim-
ili sem fyrirhugað er á bökkum
Ölfusár, austan við sjúkrahúsið á
Selfossi. Liðlega tvö og hálft ár eru
liðin frá því skrifað var undir sam-
komulag um byggingu 50 rýma
heimilis og var þá áætlað að starf-
semi hæfist vorið 2019. Síðan þá hef-
ur hönnun verið kláruð að mestu og
tíu rýmum bætt við. Sveitarfélagið
hefur tiltekið um 230 milljónir á
þessu ári til framkvæmdanna, og
134 milljónir á næsta ári, en hlutur
sveitarfélagsins er umsaminn um 16
prósent á móti hlut framkvæmda-
sjóðs aldraðra.
Áfram er miðað við að húsið
verði hringlaga og á tveimur
hæðum. Eftir því sem heimildir inn-
an úr Framkvæmdasýslu ríkisins
segja er málið fremur langt komið,
verið er að rýna gögn og hönnuðir að
leiðrétta teikningar í samstarfi við
framkvæmdasýsluna. Góð von er um
að verkið verði boðið út í opnu útboði
í næsta mánuði.
Nýtt hótel verður opnað þann 1.
júní næstkomandi við Eyraveg á
Selfossi. Að sögn Stefáns Arnar Þór-
issonar hjá Hótel South Coast er
bókunarstaða sumarsins góð, raunar
orðaði hann það þannig að bókanir
streymdu inn. „Þetta gengur mjög
vel, og raunar betur en við þorðum
að vona,“ sagði hann við tíðinda-
mann Morgunblaðsins. Fram-
kvæmdir ganga vel við hótelið sem í
verða alls 72 herbergi á fjórum hæð-
um, þar af sjö af stærri gerðinni. Þar
verður jafnframt vel útbúið spa,
líkamsræktaraðstaða og fundar-
aðstaða. Mikill fjöldi sóttist eftir því
að verða hótelstjóri og segir Stefán
að gengið verði fljótlega frá ráðn-
ingu í stöðuna. Í framhaldinu verði
svo klárað að ganga frá því að
manna í fleiri störf við hótelið.
Deilt er um það í bæjarstjórn
hvernig haga eigi frekari uppbygg-
ingu íþróttamannvirkja á Selfossi,
en meirihluti bæjarstjórnar hefur
ákveðið að ráðast í forhönnun nýs
knattspyrnuhúss auk húss fyrir
handbolta og fimleika á svæði ung-
mennafélagsins við Engjaveg. Fyrir
liggja samningar við Verkís og AL-
ARK arkítekta um forhönnun, sem
byggð er á frumhönnun á þeirra
vegum og kynnt var bæjaryfir-
völdum í upphafi árs. Fram-
kvæmda- og veitunefnd hefur sam-
þykkt samninginn, þó með
mótatkvæðum D-listans, en málið á
eftir að fara fyrir bæjarráð og
bæjarstjórn.
Verði hugmyndin að veruleika
má búast við því að framkvæmdir
standi yfir á næstu tíu til fimmtán
árum, og veita þurfi um 300 millj-
ónum króna árlega til þess, að því er
Tómas Ellert Tómasson, bæjar-
fulltrúi og formaður framkvæmda-
og veitunefndar segir.
Og meira af framkvæmdum
sveitarfélagsins, því fljótlega hefst
bygging nýs leikskóla í Löndunum
svokölluðu, hverfi sem er suð-aust-
asti hluti Selfoss. Þar hefur upp-
bygging verið mikil á fáeinum árum.
Þangað hefur flykkst ungt fólk í leit
að ódýrari íbúðarkosti og byggðin
samanstendur að mestu af lág-
stemmdum par- og raðhúsum.
Sveitarfélagið fékk gefins landskika
þar undir leikskóla þar sem verða
sex deildir auk ungbarnadeildar.
Ætlað er að byggingu leikskólans
ljúki á næsta ári, en stuðst verður að
mestu við eldri hönnun á húsnæði
sem hýsir leikskólann Hulduheima,
þar sem þykir vel hafa til tekist með
hönnun fyrir bæði börn og starfs-
fólk.
Öflugt barna- og unglingastarf
hefur verið í Golfklúbbi Selfoss um
árabil, og síðustu ár hefur fjöldi
ungra iðkenda aukist jafnt og þétt.
Það má ekki síst rekja til þess að
iðkendur hafa getað æft í inniað-
stöðu klúbbsins yfir vetrartímann.
Þar æfa 46 börn og ungmenni að
jafnaði í viku hverri og annað eins af
fullorðnum klúbbmeðlimum. Því til
viðbótar koma fjölmargir og nýta
golfhermi sem þar er, en alls er að-
staðan um 200 fermetrar að stærð.
Félagsmenn í Golfklúbbi Selfoss eru
um 500 talsins.
Stjórn klúbbsins hefur ákveðið
að ráðast í byggingu nýs húss sem
hýsa mun æfingaaðstöðu og geymslu
fyrir tæki og tól, og aðstöðu fyrir
starfsfólk klúbbsins sem fjölgar
mjög yfir sumartímann. Ætlað er að
nýja húsið verði um 420 fermetrar
og við golfvöllinn við Svarfhól.
Allmiklar breytingar eru fram-
undan á golfvellinum og búið að
hanna og teikna upp stækkun upp í
18 holu völl. Völlurinn verður
óbreyttur að mestu til ársins 2021 en
þá bætast við þrjár nýjar brautir í
stað þeirra sem fara undir nýtt
brúarstæði Ölfusárbrúar. Vinna við
gerð þeirra hola er nú þegar hafin en
klúbburinn þarf að afhenda vega-
gerðinni landsvæðið árið 2022.
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Nýtt hótel Framkvæmdir ganga
vel við Hótel South Coast sem í verða
alls 72 herbergi á fjórum hæðum.
Styttist í útboð byggingar
hjúkrunarheimilis
Toyota umboðið hér á landi frum-
sýnir í dag nýja kynslóð af Corolla-
bílum, þá tólftu í röðinni. Sýningar
verða í dag frá kl. 12-16 í Toyota í
Kauptúni í Garðabæ, Reykjanesbæ,
á Selfossi og á Akureyri.
„Það telst alltaf til tíðinda þegar
ný kynslóð af Corollu er kynnt enda
er þetta vinsælasti bíll í heimi. Engin
einstök bílgerð hefur selst meira en
Corolla en alls hafa meira en 46
milljón eintök selst frá því þessi vin-
sæli bíll koma fyrst fram á sjón-
arsviðið árið 1966,“ segir í frétta-
tilkynningu frá Toyota á Íslandi.
Þrjár mismunandi gerðir koma á
markað samtímis, eða Sedan, Hatch-
back og Touring Sports.
Frumsýna
nýjan Cor-
olla í dag
Bílar Ein tegundin af Toyota sem
frumsýna á víða um land í dag.
Sýningin „Myndir ársins“, sem
Blaðaljósmyndarafélag Íslands
stendur að árlega, verður opnuð
kl. 15 í dag, laugardag, á neðri
hæð Smáralindar. Sýningin stend-
ur til 4. apríl næstkomandi.
Sýndar eru 106 myndir frá liðnu
ári sem valdar voru af óháðri
dómnefnd úr 840 innsendum
myndum íslenskra blaðaljósmynd-
ara.
Myndunum er skipt í sjö flokka
sem eru fréttamyndir, myndir úr
daglegu lífi, íþróttamyndir, port-
rettmyndir, umhverfismyndir,
tímaritamyndir og myndaraðir. Í
hverjum flokki valdi dómnefndin
bestu myndina / bestu myndröðina
og ein mynd úr fyrrnefndum
flokkum var svo valin sem mynd
ársins.
Dómnefndarstörf fóru fram 8. –
9. febrúar síðastliðinn en í ár
skipuðu dómnefndina þau Bára
Kristinsdóttir, Brynjar Gauti
Sveinsson, Jóhanna Guðrún Árna-
dóttir, Jón Guðmundsson, Pétur
Thomsen, Þorkell Þorkelsson og
Mads Greve, kennari við Dmjx,
sem jafnframt var formaður dóm-
nefndar. Ljósmyndavörur sáu um
prentun á öllum myndum.
Blaðaljósmyndarafélag Íslands
var stofnað árið 1976 og starfar
innan Blaðamannafélags Íslands.
Sýningin „Myndir ársins“ hefur
verið haldin árlega síðan 1995 og
er ein fjölsóttasta ljósmyndasýn-
ingin landsins ár hvert.
Stjórn Blaðaljósmyndarafélags
Íslands í ár skipa Kristinn
Magnússon, sem er formaður, Ey-
þór Árnason, Hákon Davíð Björns-
son, Heiða Helgadóttir, Heiðdís
Guðbjörg Gunnarsdóttir og Styrm-
ir Kári Erwinsson.
Blaðaljósmyndir
ársins sýndar
í Smáralind
Sýningin „Myndir ársins“ verður
opnuð í dag og stendur uppi til 4. apríl
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Myndir ársins Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir og Eyþór Árnason unnu í
gærkvöldi að uppsetningu sýningarinnar sem verður opnuð í dag.