Morgunblaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 26
SVIÐSLJÓS
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Þjónustukönnun Maskínusem gerð var á vegumReykjavíkurborgar varkynnt í borgarráði í fyrra-
dag. Var könnunin unnin dagana
22. nóvember 2018 til 28. janúar
2019 og náði til 2.400 svarenda úr
öllum hverfum Reykjavíkur.
Samkvæmt könnuninni voru
6,3% þátttakenda mjög ánægð með
þjónustu borgarinnar og 36,1%
frekar ánægð. 42,4% svarenda voru
því ánægð með þjónustuna.
7,9% þátttakenda sögðust hins
vegar vera mjög óánægð með þjón-
ustuna og 17,7% frekar óánægð.
31,9% voru síðan hvorki ánægð né
óánægð með þjónustu borgarinnar.
Ekki er mikill munur eftir
hverfum á svörum, en þó má greina
meiri ánægju meðal íbúa í Hlíðum,
Miðborg og Vesturbæ með þjón-
ustu borgarinnar en hjá íbúum í
Breiðholti og Grafarvogi. Íbúar í
Grafarvogi eru með þeim óánægð-
ari í Reykjavík en 31,6% svarenda
þar sögðust mjög eða frekar
óánægð með þjónustu Reykjavíkur.
Íbúar á Kjalarnesi skera sig
hins vegar úr í könnuninni, en
61,5% þeirra sem tóku þátt eru
mjög eða frekar óánægð með þjón-
ustu Reykjavíkurborgar.
Þegar kemur að snjómokstri í
Reykjavík sögðust 44,7% þátttak-
enda vera mjög eða frekar ánægð
með þjónustuna. 25% voru hvorki
ánægð né óánægð, en 30,3% voru
frekar og mjög óánægð með snjó-
mokstur í borginni. Íbúar í Grafar-
vogi og Breiðholti eru óánægðastir
með snjómokstur en íbúar á Kjalar-
nesi eru ánægðastir allra.
Þegar kemur að hreinsun á
lausu rusli í hverfum Reykjavíkur
má sjá að einungis 24,5% eru mjög
eða frekar ánægð. Alls 51,8% eru
hins vegar mjög eða frekar óánægð
með hreinsun á rusli.
Þeir íbúar sem ánægðastir eru
með hreinsun á lausu rusli eru
Kjalnesingar, eða alls 45,5%.
Óánægðastir eru íbúar í Breiðholti,
Árbæ, Grafarvogi og Vesturbæ.
Gagnrýnir val á spurningum
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti
Sjálfstæðisflokksins, segir könnun
Maskínu ekki spyrja borgarbúa út í
ýmsa mikilvæga þjónustuþætti á
borð við grunn- og leikskóla, gatna-
þrif og sorphirðu við heimili. Þá sé
heldur ekki spurt út í afstöðu borg-
arbúa til svifryks í Reykjavík,
hversu lengi þeir séu að ferðast á
milli staða eða húsnæðiskostnað. Að
hans mati er þetta gagnrýnivert.
„Hún spyr hins vegar um þætti
á borð við Twitter og Facebook-
síðu borgarinnar. En á sama tíma
vantar stærstu þjónustuþætti
borgarinnar inn í könnunina. Það
þykir mér afar undarlegt,“ segir
hann og heldur áfram: „Þó að þetta
séu afar takmarkaðir hlutir sem eru
skoðaðir þá er ljóst að borgin er að
skora mjög lágt. Ánægja íbúa hefur
minnkað að undanförnu en lægstu
gildi frá upphafi eru núna og í
fyrra.“
Líf Magneudóttir, borgarfull-
trúi Vinstri grænna, segir borgina
eiga að skora hærra þegar kemur
að heildaránægju með þjónustu.
„Auðvitað viljum við skora
hærra,“ segir hún og heldur áfram:
„Þegar mál sem þessi eru til um-
ræðu er mjög mikilvægt að vera
ósérhlífin. Það má halda því á lofti
sem vel er gert, en svona könnun er
hvatning fyrir okkur að gera betur
við borgarana.“
Aðspurð segir hún þörf á að
rýna sérstaklega í stöðu Kjalarness.
„Þegar þeir urðu hluti af Reykjavík
virðast hlutir ekki hafa gengið eftir
sem skyldi og það þarf að rýna sér-
staklega í það.“
42,4% íbúa ánægð
með veitta þjónustu
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Erfiðisverk Það getur tekið á að koma þungum ruslatunnum frá húsum
fólks og að bílnum, en ekki var spurt út í þessa þjónustu borgarinnar.
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Hefði ein-hver spurtá níunda
áratug liðinnar
aldar hvaða land
austan járntjalds
yrði fljótast að ná
sér á strik ef kalda
stríðinu lyki og
það hryndi hefði legið beinast
við að svara Júgóslavía. Það
fór á annan veg. Landið leyst-
ist upp með blóðsúthellingum
og borgarastyrjöld og sárin
eru langt frá því gróin.
Radovan Karadzic átti stór-
an þátt í að kynda undir upp-
lausn landsins. Í vikunni stað-
festi stríðsglæpadómstóll
Sameinuðu þjóðanna í Haag
dóm yfir honum frá 2016 og
þyngdi refsinguna. Karadzic
var á sínum tíma dæmdur í 40
ára fangelsi og kaus að áfrýja
þeim dómi. Dómararnir, sem
kváðu upp dóminn í vikunni,
töldu að sá dómur hefði verið
of vægur og dæmdu hann til
lífstíðarfangelsis. Sagði að hið
„gríðarlega umfang og kerfis-
bundin grimmd“ glæpa hans í
styrjöldinni væri slík að hann
ætti að sitja í fangelsi til ævi-
loka.
Karadzic var dæmdur fyrir
þjóðarmorð í bænum Srebre-
nica og stríðsglæpi í átök-
unum, sem stóðu í þrjú ár.
Hundrað þúsund manns létu
lífið í átökunum og 2,2 millj-
ónir misstu heimili sín og voru
á vergangi. Karadzic var gefið
að sök að hafa ætlað að „fjar-
lægja múslima og Króata fyrir
fullt og allt“ af þeim land-
svæðum, sem Serbar vildu
leggja undir sig.
Serbneskir hermenn myrtu
rúmlega átta þúsund mús-
limska karlmenn og drengi í
Srebrenica í júlí 1995. Bærinn
átti að heita undir vernd Sam-
einuðu þjóðanna þegar fjölda-
morðið átti sér stað.
Karadzic var einnig fundinn
sekur um að skipuleggja um-
sátur hers Bosníuserba um
Sarajevo, höfuðborg Bosníu,
frá 1992 til 1996. 10 þúsund
manns féllu í umsátrinu.
Karadzic er 73 ára gamall.
Sagt er að hann hafi sýnt lítil
merki þjóðernishyggju fyrr en
1990 þegar stjórn kommúnista
hrundi og hann stofnaði
stjórnmálahreyfinguna Lýð-
ræðisflokk Serba. Þegar
Bosnía fékk sjálfstæði frá
Júgóslavíu árið 1992 í þjóðar-
atkvæði, sem Serbar hunsuðu,
lýsti Karadzic yfir sjálfstæði
serbneska hlutans og gerðist
sjálfskipaður leiðtogi hans
með fulltingi stjórnvalda í Bel-
grad í Serbíu.
Þegar stríðinu lauk fór hann
í felur. Þegar hann var hand-
tekinn í strætisvagni í Belgrad
árið 2008 hafði hann farið
huldu höfði í 13 ár þótt fimm
milljónir dollara
hefðu verið settar
til höfuðs honum.
Handtökunni
var mótmælt á
götum úti í Bel-
grad, en fagnað í
Sarajevo.
Karadzic er sak-
aður um að hafa fyrirskipað
þjóðernishreinsanir þar sem
milljón manns, sem ekki voru
Serbar, voru hraktir frá heim-
ilum sínum. Ofsóknirnar voru
grimmilegar og fólust í skipu-
lögðum morðum og nauðg-
unum í því skyni að skapa ógn
og skelfingu. Í serbneska
hluta Bosníu eru Króatar og
múslimar nú horfnir úr röðum
íbúa í bæjum og borgum þar
sem þeir voru áður fjölmennir.
Orsakir upplausnar Júgó-
slavíu eru margar og ef til vill
var óhjákvæmilegt að landið
liðaðist í sundur. Það er hins
vegar alveg ljóst að Karadzic
átti stóran þátt í að kynda
undir því að svo fór sem fór
með því að nýta sér ólgu
sundurlyndis, magna hana og
beina í farveg haturs og of-
beldis.
Saksóknarinn í málinu,
Serge Brammetz, sagði að
dómurinn ætti að sýna jafnvel
þeim, sem stutt hefðu Karad-
zic, að hann væri ekki hetja.
„Réttarhöldin hafa sannað hið
gagnstæða,“ sagði hann.
Það gæti reynst bjartsýni.
Karadzic nýtur stuðnings og
hylli meðal margra Serba.
Í háskólanum í Pale, sem er
skammt frá Sarajevo og til-
heyrir serbneska hluta Bosn-
íu, hefur álma stúdentagarðs-
ins verið kennd við Karadzic.
Það var gert með athöfn
skömmu áður en dómurinn var
felldur yfir honum 2016. Þar
afhjúpaði Milorad Dodic, sem
þá var leiðtogi serbneska hlut-
ans, skjöld með nafni Karadzic
að viðstöddum nokkur hundr-
uð manns.
Dodic er nú einn þriggja
forseta Bosníu-Hersegóvínu.
Þeir koma hver úr sínum
ranni, einn fyrir Serba, einn
fyrir Króata og einn fyrir
bosníaka eða múslima. Þeir
skiptast á að vera í forsæti og
er Dodic það þessa dagana.
Nokkrum dögum áður en
dómurinn féll í vikunni kvaðst
hann sannfærður um að Kar-
adzic hefði aldrei ákveðið að
ráðast á óbreytta borgara,
hann treysti ekki lögmæti
dómsins.
Radovan Karadzic hefur
hlotið makleg málagjöld, en
sárin sem hann og aðrir þeir
sem kyntu undir ófriðinum í
Bosníu eru enn opin og bilið á
milli íbúa landsins heldur
áfram að breikka og erfitt að
sjá hvernig takast á að skapa
sátt í þessu sundraða landi.
Radovan Karadzic
var dæmdur í
lífstíðarfangelsi en
í Bosníu vex sundr-
ung og sátt verður
fjarlægari}
Makleg málagjöld
F
alsfréttir taka á sig ýmsar myndir
og eiga það til að dreifast hratt.
Það reynist svo jafnan erfitt að
leiðrétta rangfærslurnar þegar
þær eru komnar í loftið.
Falsfréttir sem byggjast á falsvísindum eru
sérstakt áhyggjuefni. Breski rithöfundurinn
og fræðimaðurinn Matt Ridley skrifaði nýver-
ið grein í tímaritið The Spectator þar sem
hann rakti nokkur dæmi um „stórfréttir“ sem
reyndust svo byggðar á falsvísindum. Því var
t.d. slegið upp í fjölmiðlum að rannsóknir
sýndu að skordýr gætu dáið út á næstu 100 ár-
um og að af því myndi vitanlega leiða heims-
endir.
Efnið glyphosate hefur verið talsvert til
umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Það
er virka efnið í illgresiseyði. Ríkisútvarpið og
the Guardian hafa haft miklar áhyggjur af
glyphosate síðastliðin fimm ár og vísað í rannsókn sem
gaf til kynna að efnið væri hættulegt mönnum. Ridley
bendir á að þar sé um að ræða „rannsókn“ IARC, undir-
stofnunar Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna
sem aðgerðasinnar hafi yfirtekið. Að sögn Ridley hafa
rannsóknir stofnunarinnar á 1.000 efnum og áhættuþátt-
um skilað þeim niðurstöðum að 999 þeirra séu krabba-
meinsvaldandi.
Allar helstu heilbrigðisstofnanir Evrópu og Banda-
ríkjanna hafa rannsakað glyphosate án þess að hafa
fundið skaðsemina sem IARC ályktaði um. Reuters-
fréttaveitan sagði meira að segja frá því að í niðurstöðum
IARC hefði allt sem dró ályktun stofnunarinnar í efa
verið fjarlægt úr niðurstöðunum en engin
svör fengust við því hver hefði fyrirskipað
það. Engu að síður hafa kviðdómar banda-
rískra dómstóla veitt skaðabætur upp á
hundruð milljarða dollara í einstaka málum
vegna meintra áhrifa glyphosate og 9.300 mál
bíða meðferðar. Evrópuþingið vill banna efn-
ið frá og með næsta ári.
Þessi mál og miklu fleiri til eiga það sam-
eiginlegt að vera pólitísk. Vandinn er ekki
síst að of margir stjórnmála-, embættis- og
fjölmiðlamenn eru að leita að réttum vanda-
málum. Vandamálin eru markmið í sjálfu sér.
Afleiðingin er sú að ekki er leitað að lausnum
sem raunverulega virka heldur því að við-
halda og magna umræðuna um vandamálin
og bregðast við þeim á þann hátt sem er best
til þess fallinn að sýna eigin dygðir.
Gögn Sameinuðu þjóðanna sýna að Par-
ísarsamkomulagið um loftslagsmál muni hafa nánast
engin áhrif á þróun loftslagsmála. Á sama tíma hafa
Bandaríkin, sem drógu sig út úr samkomulaginu, minnk-
að losun verulega. Það er fyrst og fremst afleiðing af því
að gasbrennsla hefur verið aukin á kostnað kola-
brennslu. Slíkar lausnir má hins vegar ekki ræða. Gas er
bannorð. Þess í stað er ráðist í sýndaraðgerðir á borð við
vindmyllur (stálið framleitt með gríðarlegum kolabruna í
Kína), bann við plastpokum (skaðlegt fyrir náttúruna) og
það að moka ofan í skurði (efni í aðra grein).
Leitum lausna frekar en að viðhalda vandamálum.
Sigmundur
Davíð Gunn-
laugsson
Pistill
Vandamálabransinn
Höfundur er formaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir ánægjulegt að nið-
urstaða þjónustukönnunar í Reykjavík sé betri í ár en í fyrra. Engu að síð-
ur megi finna tækifæri til að gera betur.
„Eins er ánægjulegt að sjá að þeir sem nota þjónustuna eru ánægðir.
Auðvitað er þarna fullt af áskorunum og tækifærum til að gera betur, en
það er einmitt það sem rekstur gengur út á og nú förum við í að bæta það
sem bæta þarf,“ segir hún.
Um óánægju Kjalnesinga segir Þórdís Lóa mikilvægt að huga að öllum
úthverfum Reykjavíkur. „Við erum nú þegar byrjuð á því hvað Kjalarnes
varðar, en búið er að setja af stað vinnu sem snýr að því að greina og
meta þjónustu á Kjalarnesi - bæði með þeim sem eru að veita þjónustuna
og þeim sem eru að fá þjónustuna. Við viljum að úthverfin njóti sín og
geti lifað sjálfstæðu lífi.“
Úthverfin fái að njóta sín
ODDVITI VIÐREISNAR