Morgunblaðið - 23.03.2019, Side 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019
GRANDAVEGUR 42
Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is
Sundlaug
4 mín.
11 mín.
Matvöruverslun
2 mín.
11 mín.
Háskóli
4 mín.
15 mín.
Grunnskóli
2 mín.
4 mín.
Leikskóli
1 mín.
5 mín.
Líkamsrækt
3 mín.
20 mín.
Bakarí
1 mín.
3 mín.
ÖRFÁAR
ÍBÚÐIR
EFTIR
Áður fyrr ortu menn ljóð um náttúruna. Tilfinningarík ljóð sem lýstuupplifun manns í náttúrunni. Sumarnótt eftir Steingrím Thorsteins-son er gott dæmi um slíka náttúruupplifun, hér er fyrra erindið aftveimur:
Sólu særinn skýlir
síðust rönd er byrgð
hýrt á öllu hvílir
heiðrík aftankyrrð.
Ský með skrúða ljósum
skreyta vesturátt
glitra gulli og rósum
glampar hafið blátt.
Teiknuð er upp mynd af sólarlagi við sjóinn. Tilfinningin fyrir stillunni sem
fylgir miðnættinu og litagleðin þegar sólin hverfur í hafið er áþreifanleg í ljóð-
inu.
Það hefur minna farið fyrir náttúruljóðum undanfarna áratugi og sumir hafa
gert grín að rómantíkinni. Það lifir enginn á fegurðinni segja þeir sem allt vilja
reikna í peningum. En fegurðin leitar að formi og ljósmyndin hefur tekið við.
Tæknin gerir okkur kleift að festa augnablik úti í náttúrunni á „filmu“. Myndir
af jöklum, íshellum, mosa, hrauni, blómum, birtu, fossum og fjöllum flæða um
netið. Þegar ferðamenn koma út úr rútu taka allir upp myndavélina. Það er
spaugilegt að fylgjast með fólki skoða náttúruna, allir með síma eða myndavél
fyrir andlitinu. Mjög skiljanlegt en ég velti fyrir mér hvort upplifunin sé önnur
þegar allt snýst um að ná bestu myndinni. Margir birta myndirnar, með eða án
texta. Markmiðið er að deila tilfinningunni sem fegurð náttúrunnar vekur í
brjósti manns, yrkja um þau augnablik og fegurð sem fannst þann daginn.
Þannig er ljósmyndin að taka við af náttúruljóðunum.
Vinkona mín spurði á facebook um daginn hvað væri best við að búa á Ís-
landi. Það kom mér á óvart að í landi þar sem er myrkur hálft árið skrifuðu
flestir birtan. Og birtan er hrífandi þessa dagana og kannski göngum við Ís-
lendingar fyrir sólarorku. Lifnum við þegar vorar og leggjumst í híði þegar
haustar. Birtunni er lýst í mörgum ljóðum og hún er það sem ljósmyndarar elt-
ast við.
Vissulega getur verið að erfitt líf hafi yfirskyggt áhrif náttúrunnar en mér
finnst það ekki trúlegt. Ég held að enginn hafi verið svo aumur eða fátækur að
hann hafi ekki glaðst yfir fyrstu geislum sólarinnar eftir dimman vetur, sólsetri
að loknum löngum vinnudegi, sóley í túnfætinum eða komu farfuglanna á vorin.
Ég held jafnvel að fólk hafi lifað af vegna náttúrufegurðarinnar. Þjóðin mátti
þola hungur, kulda, pestir, valdníðslu, barnadauða og slysfarir en hún gat þó
alltaf treyst því að eftir storm kæmi stilla, eftir harðan vetur kæmi vor og að
undur náttúrunnar héldu áfram að vera til. Stjörnubjartur himinn, norðurljós
og sólardagur að sumri hafa glatt fólk um allar aldir ekki síður en fjallagarpa
og ferðamenn í dag.
Náttúrufegurðin er það sem dregur ferðamenn til Íslands og þeir syngja
náttúrunni ljóð í ljósmyndum sem þeir dreifa um allan heim og heilla aðra
ferðamenn til landsins. Við seljum norðurljósin. Við lifum á náttúrufegurðinni.
Náttúruljóð
og ljósmyndir
Tungutak
Lilja Magnúsdóttir
liljam@simnet.is
Náttúruupplifun „Ferðamenn syngja náttúrunni ljóð í ljósmyndum sínum.“
Fyrir viku var fjallað hér á þessum vettvangium vandamál sem tengjast því að opinberastjórnkerfið hafi farið úr böndum, missttengslin við umhverfi sitt og farið að lifa fyrir
sjálft sig og eigin hagsmuni.
Nátengt þessu er sá vandi sem tengist stjórnmála-
stéttinni sem hefur líka tilhneigingu til þess að missa
jarðsamband og lifa í eigin heimi eða eigin glerhjúp,
eins og tíðkast að kalla þetta fyrirbæri nú til dags.
Þessi vandi er ekki takmarkaður við Ísland. Sama
vandamál leggst nú af miklum þunga á önnur lýðræðis-
leg samfélög á Vesturlöndum.
Nýjasta dæmið um firringu stjórnmálastéttarinnar er
sameiginlegur fundur þingflokka stjórnarflokkanna sem
haldinn var sl. miðvikudag til þess að leggja á ráðin um
það hvernig ætti að leggja fyrir, rökstyðja og afgreiða
með hraði svonefndan orkupakka 3 frá ESB sem getur
haft áhrif sem efnislega jafngilda því að fela
Brussel yfirstjórn fiskimiðanna við landið.
Í ljósi þess að þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins vita mæta vel hvað andstaðan við
orkupakka 3 er mikil meðal almennra
flokksmanna er það áleitin spurning hvers
vegna þeir virðast ekkert ætla að taka tillit
til sterkra tilfinninga þess fólks sem hefur
stutt þá til valda.
Sama fyrirbærið er á ferð í ríkisstjórn og að því er
virðist þessum sömu þingflokkum í tengslum við þá
kjaradeilu sem nú stendur yfir. Enn tala talsmenn rík-
isstjórnarinnar á þann veg að þetta sé deila á milli aðila
vinnumarkaðar, vinnuveitenda og launþega, þegar aug-
ljóst er að kröfugerð verkalýðsfélaganna á rætur í því
að ríkisvaldið tók sér fyrir hendur fyrir rúmum tveimur
árum að gerast leiðandi í launaþróun á Íslandi, sem Óli
Björn Kárason, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, benti
réttilega á hér í blaðinu fyrir skömmu að gæti ekki
gengið upp.
Þessi blinda á veruleikann í kringum okkur er raunar
ekki bundin við stjórnarflokkana eina. Fyrir viku kom
flokksstjórn Samfylkingar saman til fundar. Ein af
þeim tillögum sem lágu fyrir þeim fundi var frá Kjart-
ani Valgarðssyni og var svohljóðandi:
„Flokksstjórn Samfylkingarinnar ályktar að fella beri
úrskurð Kjaradóms frá 29. október 2016 um laun for-
seta Íslands, þingfararkaup alþingismanna og launakjör
ráðherra úr gildi með lagasetningu.“
Hvernig var þessi tillaga afgreidd í flokki sem bygg-
ist á sameiningu Alþýðuflokks og hluta Alþýðubanda-
lags (verkalýðsflokka 20. aldarinnar)? Tillögu Kjartans
var vísað til stjórnar eða málefnanefndar sem þýðir skv.
frétt Morgunblaðsins fyrir nokkrum dögum að hún
kemur til umræðu annaðhvort næsta haust eða á næsta
ári!
Sama sambandsleysi birtist í því að Viðreisn og Sam-
fylking eru samtaka í því að hvetja til þess að Ísland
taki upp evru, á sama tíma og ljóst er að evran er
undirrót stórfellds atvinnuleysis á evrusvæðinu og ekki
sízt í löndunum við Miðjarðarhaf.
Hvað ætli valdi því að þegar fólk sem hefur þurft að
leggja mikla vinnu í að afla sér fylgis samborgara sinna
til þess að ná kjöri til Alþingis og ætti þess vegna að
vera betur að sér en aðrir um hjartslátt þjóðfélagsins
tekur sæti á þingi og í ríkisstjórn virðist tilfinningin
fyrir umhverfinu hverfa á skömmum tíma.
Nú er ljóst að þátttaka í stjórnmálum er ekki tekin út
með sældinni einni, hvorki hér né annars staðar. Álagið
á þá einstaklinga sem starfa á þessum vettvangi er
gífurlegt, bæði í vinnu á öllum tímum sólarhringsins og
ekki síður í því tilfinningalega álagi sem fylgir illvígu
argaþrasi stjórnmálanna.
Fyrir nokkru var greinarhöfundur á fundi
með samstúdentum úr Menntaskólanum í
Reykjavík 1958 að ræða um það stórfellda
barnaverkefni, sem Ásmundur Einar Daðason,
félags- og barnamálaráðherra, ýtti úr vör í
byrjun ráðherraferils síns og eitt og sér rétt-
lætir tilvist þessarar ríkisstjórnar. Þar komu
til umræðu nokkrir hópar barna sem ættu foreldri sem
væru geðsjúk, áfengissjúk, þar sem ofbeldi væri á heim-
ilum, foreldri í fangelsi og fleira af því tagi.
Þá kvað við í salnum:
– „Þú gleymir einum hópi barna.“
– „Hverjum?“
– „Börnum stjórnmálamanna,“ var svarið
Þessi athugasemd Jóns Baldvins Hannibalssonar,
sem sjálfur er sonur eins umdeildasta stjórnmálamanns
20. aldarinnar, Hannibals Valdemarssonar, segir fleira
en mörg orð.
Sálræn áhrif þátttöku fólks í stjórnmálum á börn við-
komandi hafa ekki verið til umræðu en eru umræðu-
verð. Hliðaráhrif slíkrar þátttöku eru fleiri en margan
grunar.
En einmitt þess vegna skyldi maður ætla að þeir hin-
ir sömu væru næmari fyrir umhverfi sínu en viðbrögð
þeirra og verk benda til. Það má skýra tillitsleysi emb-
ættismannakerfisins með því að þeir séu öryggir um
sína vinnu.
Það sama á ekki við um stjórnmálastéttina. Meðlimir
í því launþegafélagi geta átt von á því að vera reknir á
fjögurra ára fresti og jafnvel á skemmri tíma. Og ekki
nóg með það. Það er alkunna að það er erfitt fyrir fyrr-
verandi stjórnmálamenn að fá vinnu. Þeir þykja yfirleitt
ekki eftirsóknarverður starfskraftur. Og þurfa yfirleitt
að leita á náðir félaga sinna sem eftir sitja í þingsölum.
Af öllum þessum ástæðum mætti ætla að stjórnmála-
stéttin teldi það sína hagsmuni að rækta tengslin við
fólkið í landinu. Tíminn líður fljótt. Fjögur ár eru
skammur tími.
Eða er nauðsynlegt að setja ákveðin tímamörk á það
hvað fólk getur setið lengi á Alþingi svo að stjórnmála-
stéttin nái áttum?
Af hverju missir stjórn-
málstéttin jarðsamband?
Þarf að setja
tímamörk á
þingsetu?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Hvar er fátækt fólk best komið?spyr John Rawls. Berum sam-
an Argentínu og Ástralíu, sem ættu
um margt að eiga samleið. Löndin
eru stór, bæði á suðurhveli jarðar,
með svipað loftslag og svipaðar auð-
lindir. Þau eru bæði að langmestu
leyti byggð innflytjendum frá Evr-
ópu. Árið 1900 öðlaðist Ástralía
sjálfstæði innan breska samveld-
isins, en Argentína hafði þá lengi
verið sjálfstætt ríki. Þá voru lífskjör
svipuð í þessum tveimur löndum og
þau þá á meðal ríkustu landa heims.
Menn þurfa ekki að ganga lengi um
götur Góðviðru, Buenos Aires, til að
sjá, hversu auðug Argentína hefur
verið í upphafi tuttugustu aldar.
Á tuttugustu öld hallaði undan
fæti í Argentínu. Það er eina land
heims, sem taldist þróað árið 1900
og þróunarland árið 2000. Árið 1950
voru þjóðartekjur á mann í Argent-
ínu 84% af meðalþjóðartekjum í
löndum Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar, OECD. Árið 1973
var hlutfallið komið niður í 65% og
árið 1987 í 43%. Napur sannleikur
virðist vera í þeirri sögu, að fyrst
hafi Guð skapað Argentínu, en þegar
hann sá, hversu örlátur hann hafði
verið, ákvað hann til mótvægis að
skapa Argentínumenn. Auðvitað
varð landið illa úti í heimskreppunni
á fjórða áratug, en svo var og um
Ástralíu. Árið 2016 voru þjóðar-
tekjur á mann í Ástralíu orðnar
rösklega tvöfalt hærri en í Argent-
ínu.
Hvað olli? Skýringarnar eru ein-
faldar. Órói var löngum í landinu, og
lýðskrumarar og herforingjar skipt-
ust á að stjórna, en velflestir fylgdu
þeir tollverndarstefnu og reyndu
líka að endurdreifa fjármunum.
Hollir vindar frjálsrar samkeppni
fengu ekki að leika um hagkerfið, og
þegar endurdreifing fjármuna varð
ríkissjóði um megn, voru prentaðir
peningar, en það olli verðbólgu og
enn meira ójafnvægi og óróa. Arg-
entína er skólabókardæmi um afleið-
ingarnar af því að eyða orkunni í að
skipta síminnkandi köku í stað þess
að mynda skilyrði fyrir blómlegum
bakaríum.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Ólík örlög
tveggja þjóða