Morgunblaðið - 23.03.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.03.2019, Qupperneq 32
SÉRBLAÐ Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun, hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu. Brúðkaups blað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 5. apríl PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir föstudaginn 29.mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is 32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK Í síðustu grein minni um málefni aldraðra í Morgunblaðinu fjallaði ég um þá eldri borgara, sem hafa verst kjör, hafa lífeyri frá al- mannatryggingum („strípaðan“ lífeyri) og ekki aðrar tekjur. Ég tel brýnast að bæta kjör þessa hóps; hann hefur ekki nóg fyrir framfærslukostnaði. Ég leiddi rök að því, að það væri til- tölulega ódýrt að leysa vanda þessa hóps og það ætti að gera það strax. Í þessari grein tek ég aðallega til með- ferðar þá eldri borgara, sem hafa líf- eyrissjóð og ef til vill einhverjar aðr- ar tekjur einnig. Flestir halda, að þeir sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, eigi áhyggjulaust ævi- kvöld. Svo einfalt er það ekki. Þeir þurfa margir að hafa áhyggjur af fjármálum sínum þrátt fyrir greiðslur í lífeyrissjóði alla sína starfsævi! Sumir lífeyrissjóðir eru mjög veikir Í fyrsta lagi er það svo, að lífeyris- sjóðirnir eru mjög missterkir. Ófag- lærðir verkamenn fá mjög lítinn líf- eyri úr lífeyrissjóði og það sama á raunar einnig við um marga faglærða starfsmenn, t.d. suma iðnaðarmenn. Margir fyrrnefndra lífeyrissjóða greiða ekki nema 50-100 þúsund kr. á mánuði til umræddra launþega. Það er lítið eftir starfsævina. Þeir, sem fá ekki meira úr lífeyrissjóði, eru lítið betur settir en þeir sem aldrei hafa greitt í lífeyrissjóð. Ástæðan þess er sú, að ríkið skerðir lífeyri þessara eldri borgara hjá almannatrygg- ingum vegna þess að þeir fá lífeyri úr lífeyrissjóði. Einnig er þessi lífeyrir skattlagður. Þetta er ígildi eignaupp- töku. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofn- aðir var launþegum sagt að lífeyris- sjóðirnir yrðu hrein viðbót við al- mannatryggingar. Alþýðusamband Íslands gaf yfirlýsingu 1969 þar sem hið sama var fullyrt. Í trausti þessa fóru launamenn að greiða í lífeyrissjóðina og töldu að þeir myndu njóta alls síns lífeyris þegar þeir kæmust á eftirlaun. En það var nú öðru nær. Eldri borg- arar, sjóðfélagar, hafa verið sviknir. Þeir fá ekki að njóta lífeyris síns að fullu. Lífeyrissjóðir opin- berra starfsmanna eru með ríkisstryggingu. Þeir eru yfirleitt sterk- ari en sjóðirnir á al- mennum markaði. Í bankahruninu urðu margir lífeyrissjóðir á frjálsum markaði fyrir áföllum (töpum). Þessu var velt yfir á sjóðfélaga. Slíkum áföllum sem lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna urðu fyrir, var hins veg- ar ekki velt yfir á sjóðfélaga. Auk þess hefur að sjálfsögu verið greitt misjafnlega mikið í lífeyrissjóðina eftir því hvað sjóðfélagar hafa haft mikið í laun. Óánægja sjóðfélaga magnast Óánægja sjóðfélaga í lífeyris- sjóðum vegna skerðinganna sem þeir sæta hefur verið að magnast und- anfarin ár. Nú er svo komið að alvar- leg hætta er á að launþegar, sjóð- félagar, neiti að greiða í lífeyrissjóð, ef skerðingum verður ekki hætt. FEB í Reykjavík undirbýr málsókn á hendur ríkinu vegna skerðinganna. Ég er eindregið fylgjandi því að það verði gert. En það þarf að undirbúa mál mjög vel. Ég vann að undirbún- ingi málssóknar þegar ég var for- maður kjaranefndar FEB í Reykja- vík og hafði þá tvo lögfræðinga mér til aðstoðar. Þeir lögðu mikla áherslu á vandaðan undirbúning málsóknar. Meira um skerðingar hjá eldri borgurum En skerðingarnar sem eldri borg- arar sæta hjá almannatryggingum eru fleiri. Eldri borgarar sem eru á vinnumarkaðnum mega ekki hafa nema 100 þúsund krónur í tekjur á mánuði án þess að Tryggingastofnun skerði lífeyri þeirra hjá stofnuninni. Það er undarlegt þar eð það kostar ríkið sáralítið að leyfa eldri borg- urum að vinna; atvinnutekjur þeirra eru að sjálfsögðu skattlagðar og það er mikill fengur að því fyrir þjóð- félagið að njóta starfskrafta eldri borgara; þeir búa yfir mikilli starfs- reynslu og kunnáttu. Ríkið skerðir einnig lífeyri eldri borgara vegna fjármagnstekna. Samt hvetja opin- berir aðilar eldri borgara til þess að minnka við sig húsnæði á efri árum. En þegar eldri borgari ákveður að selja stóra íbúð, eða stórt hús og kaupa minna húsnæði í staðinn, legg- ur hann oft einhverja fjármuni í banka, en þá er ríkiskrumlan strax komin og hrifsar til sín fjármagns- tekjuskatt og skerðir lífeyri almanna- trygginga vegna fjármagnstekna. Þessum reglum þyrfti að breyta. Leyfa ætti eldri borgurum að eiga ríflega upphæð í banka án þess að hún væri skattlögð og án þess að hún ylli skerðingu lífeyris hjá almanna- tryggingum. Frítekjumark vegna fjármagnstekna er einnigt alltof lágt. Það er 25.000 kr. á mánuði og er raunar almennt frítekjumark sem gildir fyrir allar tekjur. Helmingur fjármagnstekna hjóna eða sambúðar- fólks hefur áhrif á útreikning lífeyris hjá hvoru fyrir sig. Hinar miklu tekjutengingar hjá eldri borgurum á Íslandi eiga stóran þátt í því að Tryggingastofnun greið- ir eldri borgurum (og öryrkjum) oft „of mikinn“ lífeyri og síðan sendir hún eldri borgurum og öryrkjum stóra bakreikninga. Það kemur öldr- uðum og öryrkjum mjög illa. Slíkir bakreikningar þekkjast ekki í hinum ríkjum Norðurlandanna þar eð hlið- stæðar tekjutengingar og hér eru þekkjast ekki á hinum Norður- landaríkjunum. Það þarf að afnema allar þessar tekjutengingar. Um leið mundu bakreikningar leggjast af. Það yrði gleðidagur fyrir aldraða og öryrkja. Afnema á skerðingu lífeyris vegna lífeyrissjóða Eftir Björgvin Guðmundsson »Hætta er á að laun- þegar neiti að greiða í lífeyrissjóð vegna skerðinganna. Björgvin Guðmundsson Fyrrv. borgarfulltrúi vennig32@gmail.com Vart verður opnað blað eða glenntur upp skjár án þess að dýrð og dásemd nýs far- símakerfis sé lofuð og prísuð. Engin takmörk virðast gilda um hversu langt tæknidýrkendur teygja sig til að geta spilað tölvuleiki, aðeins hraðar, aðeins víðar, að- eins oftar. Allir ætla að dópa og drekka í sjálfakandi bifreið- um strax í dag. Hlaða niður 9.000 klukkutímum af kvikmyndum á 5 mínútum! Hið nýja kerfi Innleiðing þessa kerfis, 5G, er að hefjast víða. Einnig hér á landi. „Nova hefur tekið í notkun fyrsta 5G- sendinn á Íslandi og hefur hafið próf- anir á 5G-farsíma- og netþjónustu til viðskiptavina sinna,“ segir í frétt frá fyrirtækinu. Nokkru fyrr hafði þó keppinauturinn Vodafone, tilkynnt að: „Búnaðurinn (forstig 5G) mun virka á stöðum eins og kjöllurum þar sem annað farsímasamband er ekki til staðar, svo og á dreifbýlum svæð- um með sömu vandamál“. Kjöllurum og dreifbýli með kjallaravandamál! Hvílíkur árangur, í kjöllurum og skúmaskotum! Og hamingja okkar mun aukast 65.000 falt samkvæmt innslagi peningafurstanna sem munu græða vel á hinni nýju tækni. Er eitthvað ókeypis í lífinu? Erum við tilbúin fyrir þessa tækni? Nei. Ekki frekar en náttúran, sem, eins og jafnan áður, verður að beygja sig undir vilja gráðugrar mannskepn- unnar. Það er viðurkennt að allt þetta tæknirugl truflar ferðir og rötun farfugla og 5G er þar langáhrifamest. Það sem er enn alvar- legra er að þetta tækni- feilspor truflar líf og af- komu skordýra og þar með rötun býflugna. Engar flugur eða skor- dýr: enginn gróður, engin blómgun, engin dýr, engir ríkir hlut- hafar fjarskiptafyrir- tækja. Bara engir hlut- hafar yfirleitt, hvað þá fjárfestar. Margir hafa bent á þá staðreynd að mannkynið muni lifa í mesta lagi 3-4 ár komi til þess að flug- ur og skordýr hverfi. Og hverjir munu þá nota þetta bullkerfi? Allir munu aftur á móti lifa góðu lífi þó að allir hluthafar og fjárfestar hverfi. Dauði eða dýrð örbylgnanna! Hin beinu áhrif stanslausra raf- bylgjuárása á alla, alls staðar, alltaf (ekki bara á viðskipta„vini“ þessara fyrirtækja) eru lítt rannsökuð, en raunverulegt heilsutjón er sorgleg staðreynd viðkvæmra einstaklinga. Ég kæri mig ekki um 5G eða hvað annað sem kemur í kjölfarið. Nóg er nóg. Hvenær ætlum við að vitkast? Eftir Sigurjón Benediktsson »… mannkynið muni lifa í mesta lagi 3-4 ár komi til þess að flug- ur og skordýr hverfi … en lifa góðu lífi þó að allir hluthafar og fjárfestar hverfi! Sigurjón Benediktsson Höfundur er tannlæknir og íbúi á jörðinni. skefill@gmail.com Flýtileið að fjörtjóni? Nú hefur spurst að það fjúki í íslenskan krakka, sé fundið að málfari hans og það eftir atvikum leiðrétt. Við, sem eldri erum, ættum að vanda mál okkar af fremsta megni. Það læra börn- in, sem fyrir þeim er haft. Og það nema börn sem í bæ er títt. Það er óímunnberanlega klökkt að rekast á texta eins og þennan, hvort heldur er í ræðu eða riti: „Heilt yfir hljóta einstaklingar jú að taka þessa umræðu og hérna horfa til að- komu að því, sem líkt og núna er í pípunum og haddna kemur á þeirra borð, og þeir eru ekki að fatta og er auðvitað alveg galið, sturlað. Basically. Pínu snaut- legt samt fyrir gaurana að þurfa haddna að stíga fram, en það er ekki annað í boði. Ókey? Ekki að ræða það. Það er bara þann- ig, skilurðu. Konur standa frammi fyrir þeirri áskorun að versla sér þungunarrof á vettvangi, þú veist. So be it. Og málið dautt. Þú meinar? En eigið þið góðan dag! Og eigum við ekki að heyra lag?“ Íslenskan núna Eftir Gunnar Björnsson Gunnar Björnsson » „Það læra börnin, sem fyrir þeim er haft.“ Höfundur er pastor emeritus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.