Morgunblaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019
✝ Frímann Þor-steinsson fædd-
ist 17. október 1933
á Akureyri. Hann
lést á hjúkrunar-
deild Heilbrigðis-
stofnunar Norður-
lands á Sauðár-
króki 14. mars
2019.
Foreldrar Frí-
manns voru Þor-
steinn Jónsson,
verkamaður á Akureyri, f. 24.
des. 1881 í Hrafnstaðakoti,
Svarfaðardal, d. 25. apríl 1966,
sumardvalar að Syðri-Brekkum í
Akrahreppi til frændfólks síns,
systkinanna Sigríðar Jónasdóttur
og Björns Jónassonar og ílengd-
ist þar. Hann var tvo vetur í
Bændaskólanum að Hólum og
lauk burtfararprófi þaðan árið
1955. Árið 1959 tók hann við búi
á Syðri- Brekkum og sinnti jafn-
framt ýmsum félagsmálum fyrir
sveit sína. Hann sat í hrepps-
nefnd og var formaður skóla-
nefndar. Frímann var góður
skákmaður og áhugamaður um
íþróttir. Frímann fluttist á Sauð-
árkrók eftir að hann hætti bú-
skap og síðustu misserin dvaldi
hann á Dvalarheimilinu þar í bæ.
Frímann var ókvæntur og
barnlaus.
Útför hans fer fram frá Flugu-
mýrarkirkju í dag, 23. mars 2019,
klukkan 14.
og k. h. Guðrún
Guðmundsdóttir, f.
17. júlí 1894 í Bol-
ungarvík, d. 2. maí
1977.
Systkini Frí-
manns eru Guð-
mundur, 1921-2012,
Jón, 1924-1994, Al-
bert, 1926-1926,
Kristján, 1929-
1949, Anna Guðleif,
1931, Guðrún Mar-
grét, 1935-1987.
Frímann ólst upp á Akureyri
til sex ára aldurs en fór þá til
Frímann föðurbróðir minn,
sem nú er kvaddur, var fæddur á
Akureyri á kreppuárunum inn í
fátæka verkamannafjölskyldu.
Fjórði áratugurinn reyndist
mörgu fólki á Akureyri þungur í
skauti með atvinnuleysi, fátækt
og bjargarskorti. Afi minn og
amma, Þorsteinn Jónsson og Guð-
rún Guðmundsdóttir bjuggu með
börnum sínum í lítilli leiguíbúð
undir súð á efstu hæð í Hafnar-
stræti 88, húsi sem jafnan var
kallað gamli bankinn. Hagur
þeirra og margra annarra fjöl-
skyldna í bænum fór ekki að
vænkast fyrr en breska hernáms-
liðið kom árið 1940, en því fylgdi
atvinna. Þau eignuðust alls sjö
börn, eitt barnanna lést á fyrsta
ári og tvö börn létu þau frá sér í
fóstur til nákominna ættingja. Ár-
ið 1949 misstu þau Kristján son
sinn úr berklum, tvítugan að aldri.
Frímann var sex ára þegar
hann var sendur að sumarlagi í
sveit til frændfólks síns að Syðri-
Brekkum í Blönduhlíð. Á bænum
bjuggu fjögur systkini, þar af
þrjú ógift. Ein þeirra var Sigríður
sem varð fósturmóðir hans. Um
haustið þegar Frímann átti að
snúa heim úr sveitinni barst bréf
fá afa þar sem hann bað frænd-
fólkið um að Frímann fengi að
vera áfram hjá þeim í sveitinni.
Erindinu var vel tekið og Frí-
mann ólst eftir það upp á Syðri-
Brekkum.
Frímann bar frændfólkinu á
Syðri-Brekkum ávallt vel söguna
og á milli hans og þeirra tókst
mjög gott og náið samband. Þegar
hann var kominn á unglingsaldur
hafði hagur foreldra hans á Akur-
eyri batnað. Elstu synirnir, Guð-
mundur og Jón, voru farnir að
heiman og Anna systir hans var
hjá fósturforeldrum sínum í
Reykjavík. Einungis Guðrún
Margrét, yngri systir hans, var
eftir heima. Afi og amma höfðu
fengið úthlutað verkamannabú-
stað í nýju rúmgóðu parhúsi að
Sólvöllum 13. Þau buðu Frímanni
að koma aftur heim og hefja nám
við MA, en hann ákvað að vera
áfram í sveitinni. Um tvítugt fór
Frímann svo í Hólaskóla og út-
skrifaðist þaðan sem búfræðing-
ur.
Frímann tók smám saman við
búinu á Syðri-Brekkum, bjó í
mörg ár með Sigríði fósturmóður
sinni og svo lengi einn þar til hann
seldi jörðina og flutti til Sauðár-
króks á efri árum. Frímann átti
auðvelt með samskipti við fólk,
jafnt nágranna sína sem aðra.
Hann var vinmargur í Akrahreppi
og víðar um Skagafjörð. Hann
hreifst með í hestamennsku Skag-
firðinga og hafði áhuga á íþróttum
og skák. Frímann var nægjusam-
ur með sitt bú og natinn við að
hirða skepnurnar. Hann var fróð-
leiksfús og velti mikið fyrir sér
þjóðmálum sem og því sem gerð-
ist úti í heimi og samtöl við hann
voru ætíð mjög gefandi.
Frímann hélt góðu sambandi
við systkini sín og þeirra börn sem
og frændfólkið frá Syðri-Bekkum.
Margir heimsóttu hann í sveitina
og hann skrapp stundum til
Reykjavíkur. Systkini Frímanns
eru öll látin nema Anna sem lifir
bróður sinn. Samband minnar
fjölskyldu við hann var alltaf gott
og nánast var það árin sem við
bjuggum á Norðurlandi. Við hjón-
in og dætur okkar minnumst hans
með miklum hlýhug.
Sigfús Jónsson.
„Mjög sáttur við að forsjónin
hafi holað mér hér niður.“ Svo fór-
ust Frímanni orð um tilurð þess
að hann kom í Syðri-Brekkur.
Foreldrar hans bjuggu á Akur-
eyri og hjá þeim ólst hann upp í
hópi sjö systkina til 7 ára aldurs.
Þá fór hann í fóstur til frændfólks
síns á Syðri-Brekkum. Faðir hans
og systkinin þar voru bræðra-
börn.
Fóstri hans og fóstra á Brekk-
um voru systkinin Björn og Sig-
ríður. Þarna leið honum vel. Stein-
grímur Hermannsson, fv.
forsætisráðherra, og Frímann
voru leikfélagar nokkur sumur, en
faðir Steingríms var frá Brekkum.
Frímann minntist fermingar-
dagsins með mikilli ánægju.
Fósrta hans gaf honum þriggja
vetra hryssu og fóstri hans gaf
honum tveggja vetra fola, sem var
hans draumahestur. Heimilisfólk-
ið gaf honum 500 kr. sem nægðu
fyrir hnakk og beisli. Þessi minn-
ing var honum kær.
Átján ára fór hann í Hólaskóla
og var þar í tvo vetur. Hann hafði
meiri áhuga á íþróttum en náminu
þar. Frímann var afar vinsæll og
féll vel inn í sitt samfélag, átti
marga vini og kunningja. Hann
átti líka góða granna og vil ég
nefna systurnar á Dýrfinnustöð-
um og Hjarðarhaga, Sigríði og
Önnu, sem reyndust honum vel.
Frímann átti góða hesta og oft
komu útlendingar að skoða hjá
honum hrossin. Þannig kynntist
hann þremur ungum stúlkum frá
Svíþjóð, Noregi og Austurríki.
Honum fannst merkilegt að stúlk-
ur um og undir tvítugu skyldu
vilja blanda geði við karl eins og
sig, sem gæti verið afi þeirra.
Þetta varð sönn vinátta, þær
héldu sambandi og komu oft í
heimsókn og hann heimsótti þær.
Frímann var vel lesinn og
Lestrarfélagið Draupnir átti sitt
bókasafn á Brekkum og var það í
góðum höndum. Hann var okkar
heimilisvinur. Fylgdist með af
áhuga hvernig gengi í íþróttunum
og fótboltanum hjá strákunum.
Nýtti hvert tækifæri til að spyrja
þá frétta og ræða málin. Hvað
væri framundan hjá Ungmenna-
félaginu Glóðafeyki hverju sinni
og stöðu mála á landsvísu. Hann
var alls staðar heima og talaði
jafnt við alla. Var sannur vinur.
Skákin var einnig hans áhugamál.
Hann stofnaði skákklúbb og
kallaði til stráka til að kenna þeim.
Einnig kenndi hann skák í Akra-
skóla. Þetta var Frímann.
Við kveðjum Frímann með
virðingu og þakklæti fyrir að eiga
vináttu hans. Guðs blessun fylgi
honum.
Helga Bjarnadóttir og fjöl-
skylda frá Frostastöðum.
Frímann
Þorsteinsson
Einn besti vinur minn og
kunningi hefur kvatt þennan
heim eftir erfið veikindi. Vin-
skapur okkar Eiríks og fjöl-
skyldu hófst fyrir tugum ára þeg-
ar ég og fjölskylda mín
eignuðumst jörðina Kollabúðir í
Reykhólahreppi. Eiríkur hafði
falast eftir því að beita nokkrum
kindum á jörðina og var það sjálf-
sagt og auðfengið af minni hálfu.
Einnig kom fjölskyldan til berja
til okkar á haustin. Einhvern tím-
ann hringdi ég í Eirík og sagði
honum að ég þyrfti á haugsugu
að halda við tækifæri. Ég var
varla búinn að leggja niður sím-
ann þegar kominn var traktor
með haugsugu. Gengið var í
Eiríkur
Snæbjörnsson
✝ Eiríkur Snæ-björnsson
fæddist 21. apríl
1953. Hann lést 9.
mars 2019. Útför
Eiríks var gerð frá
Fossvogskirkju 21.
mars 2019.
Jarðsett er í
Staðarkirkjugarði
á Stað í Reykhóla-
hreppi.
verkið af aðdáanleg-
um dugnaði, krafti
og verklagni, sem
einkenndi alla í
þessari fjölskyldu á
Stað.
Eiríkur var
þekktur fyrir greið-
vikni alla tíð og var
ekki síður veitandi
en þiggjandi í gegn-
um lífið. Hann var
mjög trygglyndur
og heiðarlegur maður sem stóð
við öll sín orð. Einnig var hann
mjög verklaginn og smiður góður
og hafði mjög gott viðskiptavit.
Okkar vinskapur stóð lengi og
aldrei bar þar neinn skugga á.
Alltaf var mjög gott að koma á
Stað og hann og öll hans fjöl-
skylda tók mér ætíð opnum örm-
um og á ég sérlega góðar endur-
minningar frá samverunni við
fólkið á Stað.
Ég tel mig hafa verið mjög
heppinn að kynnast slíkum
manni og hans góðu fjölskyldu.
Þín er sárt saknað, kæri vinur, og
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þinn vinur,
Kristinn Bergsson.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær móðir okkar og amma,
GUÐRÍÐUR JÓHANNA JENSDÓTTIR
handverkskona,
lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund
4. mars.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Natalie Guðríður Gunnarsdóttir
Hera Guðrún Cosmano
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR,
lést fimmtudaginn 14. mars á hjúkrunar-
heimilinu Eir. Útför hennar fer fram frá
Guðríðarkirkju fimmtudaginn 28. mars
klukkan 13.
Sævar Garðarsson Jóna Gísladóttir
Rúnar Garðarsson Þóra Einarsdóttir
Hrefna Garðarsdóttir
Úlfar Garðarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN ÓLAFUR BJARNASON,
fv. skrifstofustjóri,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 1. mars.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 28. mars klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á að leyfa Fríkirkjunni í Hafnarfirði að njóta
þess.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þorgerður María Gísladóttir
Elskulegur eiginmaður minn, bróðir okkar
og frændi,
JÓN AÐALSTEINN GUNNLAUGSSON
bóndi
frá Sunnuhvoli í Bárðardal,
andaðist laugardaginn 2. mars á
Hornbrekku á Ólafsfirði.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. mars
klukkan 13.30.
Sigríður Ólafsdóttir
Sigrún Gunnlaugsdóttir
Herdís Gunnlaugsdóttir
Gunnlaugur Friðrik Friðriksson
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
ELÍN EYGLÓ STEINÞÓRSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans
miðvikudaginn 13. mars. Útförin fer fram frá
Neskirkju föstudaginn 29. mars klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir
en þeim sem vildu minnast hennar er bent á góðgerðarfélög.
Sveinbjörg Steinþórsdóttir
Eiríkur Steinþórsson
Steindór Steinþórsson Anna Marie Georgsdóttir
systkinabörn og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
KAREN JÚLÍA MAGNÚSDÓTTIR,
Didda,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold
þriðjudaginn 19. mars.
Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn
29. mars klukkan 15.
Víðir Finnbogason
Anna Jóna Víðisdóttir
Stella K. Víðisdóttir
Berglind Víðisdóttir Knútur Þórhallsson
Harpa Víðisdóttir Oddur Ingason
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HELGA KRISTINSDÓTTIR,
áður til heimilis í Miðleiti 7,
lést á Droplaugastöðum fimmtudaginn
21. mars. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. mars klukkan 15.
Sigurður Sveinbjörnsson Dagný Jónasdóttir
Árni Sveinbjörnsson Áslaug Sigurðardóttir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson Soffía Theodórsdóttir
Anna María Sveinbjörnsd. Valgerður Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
LÝÐUR ÆGISSON
skipstjóri og tónlistarmaður,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir
miðvikudaginn 20. mars.
Útför hans fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 28. mars
klukkan 13.
Þorsteinn Lýðsson Hrönn Harðardóttir
Selma Hrönn Maríudóttir Smári Valtýr Sæbjörnsson
Finnbogi Lýðsson Lóa Finnboga
Sigurjón Lýðsson Þórey Ágústsdóttir
Ófeigur Lýðsson Kristjana Hlín Valgarðsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn