Morgunblaðið - 23.03.2019, Side 43
á Tjörn alls níu konur sem dvöldu
mislengi. Þessum konum sinnti Vig-
dís samhliða búverkum allt til ársins
1987 þegar þau hjónin fluttu suður.
Þau keyptu hús á Borgarholtsbraut
44 og fengu leyfi hjá Kópavogsbæ til
að starfrækja þar sambýli og bjó all-
nokkur fjöldi kvenna hjá þeim um
árabil. Nokkrar þeirra fluttu síðan
með henni í Gullsmára þegar hún
keypti þar íbúð árið 1995, en byggt
var sambýli í sömu blokk. Þá var Vig-
dís 66 ára og í fyrsta skipti á ævinni
gat hún einbeitt sér eingöngu að
sjálfri sér og áhugamálum sínum en
Róbert lést árið 1990.
Vigdís gekk í Félag eldri borgara,
var þar í ferðanefnd og var farar-
stjóri í mörgum ferðum á þess
vegum. Hún var einnig í ferðanefnd
húsmæðraorlofsins og fór í margar
ferðir með þeim. Hún hefur farið í
ótal ferðir með Ferðaþjónustu
bænda og heimsreisu með Ingólfi
Guðbrandssyni ásamt fjölda ferða á
eigin vegum bæði innanlands og
utan. Hún gekk í leikfélagið Nafn-
lausi leikhópurinn og var einn af
stofnendum íþróttafélagsins Glóðar.
Auk þess stóð hún ásamt þremur vin-
konum fyrir Skvettuböllum sem vin-
sæl voru meðal eldri borgara. Hún er
einnig í kvenfélaginu Freyjunni í
Kópavogi.
Í dag tekur Vigdís virkan þátt í
starfi eldri borgara í Digraneskirkju
og er í sjálfboðavinnu hjá Mæðra-
styrksnefnd Kópavogs. Hún nýtur
þess að lesa bækur og fá fólkið sitt til
sín en barnabörnin og barnabarna-
börnin eru orðin 67 talsins.
Vigdís heldur upp á afmælið í saln-
um Gullhömrum í Grafarholti, kl. 14-
18 í dag og vonast hún til að sjá sem
flesta af ættingjum, vinum og sam-
ferðafólki. Hún vill engar gjafir, en á
staðnum verður samskotabaukur og
mun allt sem í hann kemur renna
óskipt til Alþjóðlegu barnahjálpar-
innar.
Fjölskylda
Eiginmaður Vigdísar var séra
Róbert John Jack, f. 5.8. 1913, d.
11.2. 1990, prestur og prófastur á
Tjörn á Vatnsnesi. Foreldrar
Róberts voru Robert Jack, f. 17.2.
1886, d. 17.9. 1957, járnsmiður í Glas-
gow og Mary Louisa Vennard, f. 2.7.
1883, d. 7.4. 1974, húsfreyja á sama
stað. Fyrri maki sr. Róberts var
Sigurlína Guðjónsdóttir, f. 15.2. 1908,
d. 2.3. 1952, húsfreyja.
Stjúpbörn Vigdísar: 1) Davíð
Wallace, f. 25.6. 1945, d. 30.6. 2017,
flugvirki í Garðabæ, maki: Bergdís
Ósk Sigmarsdóttir skrifstofumaður.
Þau eiga tvo syni og sex barnabörn;
2) María Lovísa, f. 28.8. 1946, hús-
móðir í Svíþjóð. Hún á þrjú börn og
sjö barnabörn; 3) Róbert Jón, f. 15.9.
1948, rafvirkjameistari og bygginga-
vertaki í Reykjavík, maki: Sigrún
Jóna Baldursdóttir, fótaaðgerða-
fræðingur og sjúkraliði. Þau eiga
þrjú börn og sex barnabörn; 4) Pétur
William, f. 21.12. 1950, d. 31.10. 1983,
bifvélavirki í Stykkishólmi, maki:
Elín Guðmundsdóttir húsmóðir. Þau
eiga þrjár dætur og tíu barnabörn.
Börn Vigdísar: Sonur Vigdísar og
Ólafs Guðmundssonar var Erlingur
Jóhannes, f. 20.4. 1950, d. 12.8. 1967.
Börn Vigdísar og Róberts eru 1) Ella
Kristín, f. 14.6. 1954, hjúkrunarfræð-
ingur í Noregi, maki: Skúli Torfason
tannlæknir. Þau eiga sex börn og
átta barnabörn; 2) Anna Josefine, f.
25.7. 1958, kennari í Reykjavík, maki:
Guðmundur Sigþórsson fram-
kvæmdastjóri. Þau eiga þrjú börn og
sjö barnabörn; 3) Jónína Guðrún, f.
3.3. 1960, rannsóknarlögreglumaður
í Reykjavík. Hún á tvær dætur; 4)
Sigurður Tómas, f. 12.9. 1963, ferða-
málafrömuður í Reykjavík, maki:
Anna Guðrún Gunnarsdóttir hjúkr-
unarfræðingur. Þau eiga þrjá syni; 5)
Sigurlína Berglind, f. 2.2. 1965, kenn-
ari í Reykjavík, maki: Birgir Birgis-
son rafverktaki. Þau eiga fjögur börn
og tvö barnabörn.
Bræður Vigdísar voru Arnfinnur
Ingi, f. 28.9. 1930, d. 8.10. 2011, versl-
unarstjóri í Reykjavík; Kjartan
Trausti, f. 22.9. 1939, d. 12.4. 2015,
fararstjóri, og Jón Erlingur, f. 6.10.
1942, d. 22.6. 1944.
Foreldrar Vigdísar voru Sigurður
Jónsson, f. 11.6. 1903, d. 29.6. 1997,
vegavinnuverkstjóri á Akranesi, og
Kristín Jónsdóttir, f. 27.12. 1900, d.
12.4. 1992, húsfreyja og smábarna-
kennari á Akranesi.
Guðmunda Vigdís
Sigurðardóttir Jack
Guðbjörg Jóhannsdóttir
húsfreyja á Hamri
Guðmundur Jónsson
bóndi á Hamri á Barðaströnd
Elín Guðmundsdóttir
húsfreyja á Eyri
Kristín Guðbjörg Jónsdóttir
húsfreyja og
smábarnakennari á Akranesi
Jón Arnfinnsson
bóndi á Eyri í Kollafirði,
Gufudalssveit
Anna Finnsdóttir
húsfreyja á Eyri
Arnfinnur Björnsson
bóndi og hreppstjóri á Eyri
Jón Finnsson bóndi
og hreppstjóri
á Hjöllum í
Gufudalssveit
Kristján Jónsson
bóndi og
hreppstjóri á
Skerðingsstöðum
í Reykhólasveit
Sigurður
Kristjánsson
prófastur og
kennari á Ísafirði
Agnes M.
Sigurðardóttir
biskup Íslands
Helga Pálsdóttir
húsfreyja á Næfranesi
Bjarni Jónsson
bóndi á Næfranesi í Dýrafirði
Sigurlína Bjarnadóttir
húsfreyja á Skálanesi
Jón Einarsson
bóndi á Skálanesi í
Gufudalssveit, A-Barð.
Ingibjörg Gísladóttir
húsfreyja í Fremri-
Gufudal og á Skálanesi
Einar Sveinsson
bóndi í Fremri-Gufudal og á Skálanesi
Úr frændgarði Vigdísar Jack
Sigurður Jónsson
vegavinnuverkstjóri á Akranesi
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019
TILBOÐSDAGAR
50%
AFSLÁTTU
R
ALLT AÐ
3.356
Áður: kr. 4.795
3.356
Áður: kr. 4.795
1.998
Áður: kr. 3.995
1.498
Áður: kr. 2.995
998
Áður: kr. 1.995
4.196
Áður: kr. 5.995
-30%
-30%
-30% -50%
-50%
-50%
Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888
OPIÐ ALLA DAGA
Mán. til fös. kl. 9–18.
Laugard. kl. 10–16.
Sunnud. kl. 12–16
Hjalti Þórarinsson fæddist 23.mars 1920 á Hjaltabakka íTorfalækjarhreppi, A-Hún.
Foreldrar hans voru hjónin Þórarinn
Jónsson, f. 1870, d. 1944, alþingis-
maður, hreppstjóri og bóndi á
Hjaltabakka, og Sigríður Þorvalds-
dóttir, f. 1875, d. 1944, húsfreyja.
Hjalti lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1941.
Hann las læknisfræði við Háskóla Ís-
lands og lauk kandidatsárinu sínu
1950. Almennu læknanámi lauk
Hjalti í Wisconsin í Bandaríkjunum
1952. Hann lauk sérfræðinámi í
brjóstholsskurðlækningum við Uni-
versal Hospital, Madison, Wisconsin
í Bandaríkjunum 1954.
Hjalti sneri heim og varð sérfræð-
ingur og yfirlæknir handlækninga-
deildar Landspítalans. Hann var
frumkvöðull á sviði brjóstholsskurð-
lækninga og einnig varðandi með-
ferð á berklum. Hjalti var bæði
kennari og í skólastjórn Hjúkrunar-
skóla Íslands og var skipaður pró-
fessor við læknadeild Háskóla Ís-
lands árið 1973 og gegndi þeirri
stöðu til 1990.
Hjalti gaf út tvær bækur „Hrað-
skeytlur og fréttaljóð“ (1997) og
„Glefsur – Minningabrot úr ævi og
starfi læknis“ (2006) auk fjölda
fræðigreina.
Hjalti hafði mikinn áhuga á ljóða-
gerð, Íslendingasögum og varðveislu
íslenskrar tungu. Hann var með-
limur í Lionsklúbbnum Ægi og starf-
aði ötullega með honum, og er hann
Melvin Jones ævifélagi. Hjalti hafði
mikinn áhuga á íþróttum og fylgdist
ætíð vel með þeim. Hann stundaði
m.a. golf, bridge og skák. Einnig
stundaði hann mikið laxveiðar ásamt
fjölskyldu og vinum, aðallega í Laxá
á Ásum sem tilheyrir að hluta til
jörðinni þeirra, Hjaltabakka.
Eiginkona Hjalta var Alma Anna
Þórarinsson, (fædd) Thorarensen, f.
12.8. 1922, d. 9.7. 2011, svæfingar-
læknir og yfirlæknir. Börn þeirra
eru Þórarinn, Oddur Carl, Sigríður,
Hrólfur og Gunnlaug.
Hjalti lést 23. apríl 2008.
Merkir Íslendingar
Hjalti
Þórarinsson
Laugardagur
90 ára
Guðrún Björg Björnsdóttir
85 ára
Henry Þór Henrysson
Ingibjörg Þorleifsdóttir
80 ára
Anna Björk Stefánsdóttir
Bylgja Tryggvadóttir
Guðjón Hallur Hallsson
Kristinn Helgason
Oddbjörg Ögmundsdóttir
Pétur Stefánsson
Selma Bjarnadóttir
75 ára
Elmer Hreiðar Elmers
Guðmunda Halldórsdóttir
Rut Rebekka
Sigurjónsdóttir
Sigríður Malmquist
70 ára
Drífa Hraunfjörð Hugadóttir
Einar Þórarinsson
Guðjón Sigurbergsson
Magnús Jóhannesson
Ragnheiður Þórarinsdóttir
Stefania Bednarek
60 ára
Anna Sigríður Markúsdóttir
Auður Guðmundsdóttir
Árni Jakob Stefánsson
Berglind Hanna Ólafsdóttir
Bóas Dagbjartur
Bergsteinsson
Erla Ósk Sigurðardóttir
Færseth
Eyjólfur Valgeir Harðarson
Friðrik Ólafsson
Hákon Birgisson
Helgi Baldvinsson
Ingigerður Hjaltadóttir
Jóna Sigurlín Harðardóttir
Jón Magnússon
Kolbrún Baldursdóttir
Kristján Einarsson
Ólafur Harðarson
Ólöf Kristín Guðnadóttir
Pétur Gunnarsson
Steinunn Guðrún
Jónsdóttir
Sveinn Árnason
Tadeusz Dariusz Kopka
Örn Sævar Júlíusson
50 ára
Ester Sigfúsdóttir
Guðni Hörðdal Jónasson
Heimir Erlingsson
Janusz Bartnicki
Linda Björk Hávarðardóttir
Lovísa Sigurðardóttir
Peter E. J. De Lepeleer
Renáta Pétursson
Róbert Jóhann Haraldsson
Sigrún Þórisdóttir
Sigurður Guðmundsson
Sigurður Styff
Skúli Sigurðsson
Teitur Atlason
Tómas Einarsson
Yngvi Rafn Gunnarsson
40 ára
Agnar Tómas Möller
Alma Rut Kristjánsdóttir
Ásgerður Arna Sófusdóttir
Bára Kolbrún Gylfadóttir
Berglind Kvaran
Ævarsdóttir
Birna Ólafsdóttir
Birna Ósk Ingadóttir
Dominik Wozniak
Gregor Vajdic
Guðni Guillermo Gorozpe
Halldóra G. Steindórsdóttir
Hákon Zimsen
Hrannar Örn
Sigursteinsson
Ingibjörg Gunnarsdóttir
Ingibjörg María K. Gorozpe
Maren Davíðsdóttir
Maria Fineza M. António
Skarphéðinn Sæþórsson
Svava Huld Erlingsdóttir
Tamara Melanie Kocan
Unnur Helga Jónsdóttir
Vladimir Samardzija
Örn Ingi Björgvinsson
Sunnudagur
90 ára
Vigdís Jack
85 ára
Ágúst Valfells
80 ára
Ingibjörg Jónína
Björnsdóttir
Skúli Svavarsson
75 ára
Gunnþóra Sigfúsdóttir
Jósef Leósson
Ólafur Jóhann Hauksson
Þorbjörg Júlíusdóttir
70 ára
Elínbjörg Bára
Magnúsdóttir
Elísabet Guðmunda Kabel
Guðmundur Elíasson
Guðný Svavarsdóttir
Hafliði Aðalsteinsson
Helga Margrét
Reinhardsdóttir
Matthías Garðarsson
Sigtryggur Jónsson
60 ára
Albert Einarsson
Arna Hulda Jensdóttir
Björg Elsa Sigfúsdóttir
Björn Þ. Kristjánsson
Davíð Björnsson
Guðrún Richardsdóttir
Hrafn Stefánsson
Kristín Jóna Þórarinsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Ólína Margrét Ásgeirsdóttir
Páll Halldór Sigvaldason
Ragna Margrét
Bergþórsdóttir
Örn Stefánsson
50 ára
Aliosha Romero
Anna Benidiktsdóttir
Daði Hreinsson
Giedra Meskauskiené
Guðmundur Þór Pétursson
Gunnar Thomas Guðnason
Gunnar Viðar Gunnarsson
Haraldur Eyjar Grétarsson
Helgi Samúel Guðnason
Ingibjörg Pálsdóttir
Jóhann Kristján Birgisson
Jóhann Rúnar
Guðmundsson
Marilou Pialan Villacorta
María Bjarney Leifsdóttir
Marlon Espana Valendez
Sigurður Ingi Hermannsson
Sjöfn Bragadóttir
Slobodan Kovacevic
Stefán Þór Stefánsson
Yean Fee Quay
40 ára
Atli Már Erlingsson
Ásthildur Valtýsdóttir
Eyrún Sigurðardóttir
Halla Hafbergsdóttir
Homero Manzi Gutierrez
Laufey Sveinsdóttir
Sigurður Þór Haraldsson
Tomasz Tomalak
Til hamingju með daginn
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón