Morgunblaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MARS 2019 SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt geta séð út Láttu sólina ekki trufla þig Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Það er meira en að segja þaðað ætla að henda reiður áöllu því sem út kemur á sviði tónlistar hérlendis. Útgáfa hér er, nú sem ætíð, með mesta móti, og er það fagnaðarefni. Samt hugsar maður alltaf, „rækallinn!“, þegar gripir sleppa óséðir frá manni. Enclose, plata Sunnu Friðjóns, kom út í janúar á síðasta ári, en þá hafnaði hún að minnsta kosti á Bandcamp-setri hennar (einnig má nálgast verkið á Youtube og Spot- ify). Það var ekki fyrr en ég settist við dómnefndarstörf fyrir Íslensku tónlistarverðlaunin nú í ár að ég kynntist plötunni og rak mig óðar í rogastans. Hér var komin næm og natin nútímatónlist, dansandi á mörkum kammerlistar og dægur- tónlistar. Meistari Julia Holter kom t.a.m. upp í hugann, sem hefur hvað lengst náð í samslætti til- raunakenndrar nútímatónlistar og því sem kalla mætti neðanjarðar- rokk eða -popp (og Sunna er og að spila inn í heim Ólafs Arnalds, Jóhanns Jóhannssonar og Max Richter, hinnar svokölluðu síð- klassíkur (post-classical)). Það er ákveðið andrúm á En- close sem grípur mann. Fyrsta lag- Milli svefns og vöku Ljósmynd/Berglind Lilja Þórarinsdóttir ið, „Intro / Night Time / Curiosity“ er borið uppi af píanóslögum, strengjum, blásturshljóðfærum og viðkvæmnislegri en um leið áhrifa- ríkri röddu Sunnu. Lagið fær að anda, það er mikilúðleg þögn á milli nótna, og í því er knýjandi melankólía sem snertir mann. Ástríða. Og platan er rétt að byrja! Það er rafmagn hérna. Stilla, en samt ekki. Lögin leita á þig, það er ómöguleg að hafa þetta í bak- grunni (og erfitt að skrifa þennan pistil, af því að ég er alltaf að stoppa og hlusta). Annað er eftir þessu, og klárt að hér er mikið efni á ferðinni. Ég meina, lesið það sem ég var að skrifa og hlustið svo! Fleiri voru á sama máli í dóm- nefndinni minni og ég fór svo að platan var tilnefnd til verðlauna sem besta platan í Opnum flokki. En hver er Sunna? Eiginlegt æviágrip er stuttaralegt, ég komst að því að heimahagarnir eru Akur- eyri og Hafnarfjörður og hún lærði m.a. við Tónlistarskólann á Akur- eyri. Í dag starfar hún við tónlist- arkennslu í Vogaskóla. En sumsé, eftir klassískt tónlistaruppeldi og nám í þverflautuleik beindi Sunna nýlega fókusnum að lagasmíðum og tónsmíðum og því að stíga fram sem söngkona eigin hljómsveitar. Pistilritari ákvað að fara á stúfana, hafði samband við tónlistarkonuna og lagði fyrir hana nokkrar spurn- ingar. Hún sagði mér m.a. að það hefði alltaf verið í DNA-inu hennar að koma fram, og gerast sólólista- maður. „Þegar ég steig þessi skref og lagði flautuna aðeins til hliðar þá var það bara rétt, ég gat loksins ,,slakað á og slakað inn í þá breyt- ingu,“ segir hún og lýsir ferlinu sem snúnu, eðlilega. „Já, sú breyt- ing og ákvörðun var að sjálfsögðu erfið. Að byrja að elta draum sem maður hefur alltaf verið hræddur við – semsagt hræddur við að mis- takast eða vera ekki nóg – var mjög ógnvekjandi en svo spennandi á sama tíma. Allar dómhörkuradd- irnar tóku að blómstra í fyrstu, sem er mjög eðlilegt við þær að- stæður, en í dag tek ég mun sjaldn- ar mark á þeim þegar þær láta í sér heyra.“ Sunna lauk nýlega námi við LHÍ, í skapandi tónlistarmiðlun, og lýsir því sem einkar hagnýtu. „Lagasmíðarnar sem ég lærði fleygðu mér mörg skref áfram þar sem mér mistókst mikið á stuttum tíma! Og í námi þar sem maður neyðist til að vera berskjaldaður lærir maður mest, þó að það sé ekki auðvelt að horfast í augu við allt. Ég hef náttúrlega verið í tónlistarnámi frá því ég var 7 ára, og tónlistin er eins og annað móðurmál hjá mér. Nám í tónlist er algjörlega ómetanlegt en það þýðir ekki að það sé nauðsynlegt til að vera framúrskarandi tónlistar- maður í eigin hljóðheimi.“ Sunna vinnur nú að annarri plötu sinni. » Lagið fær að anda,það er mikilúðleg þögn á milli nótna, og í því er knýjandi melan- kólía sem snertir mann. Plata Sunnu Friðjóns, Enclose, fór meira og minna undir radarinn á síðasta ári. Það er von- andi að sem flestir ljái henni eyru þar sem verkið – sem er frum- burður listamannsins – er ógnarsterkt. Hugrekki Sunna Friðjóns er ný- stigin fram fyrir tónlistarskjöldu. Vetrarsól er yfirskrift tónleika í Seltjarnarneskirkju í dag kl. 16. Þar koma fram Hólmfríður Jóhannesdóttir söngkona, Julian Hewlett píanóleikari og Sveinn Hauksson gítarleikari. Á efnis- skránni eru þekkt íslensk dægurlög um ástina. Vetrarsól í Sel- tjarnarneskirkju Hólmfríður Jóhannesdóttir Aðalfundur Grikklandsvinafélags- ins Hellas verður haldinn í Hann- esarholti, Grundarstíg 10, Reykja- vík, í dag kl. 14. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Að fundi loknum mun fjölmiðla- maðurinn Egill Helgason fjalla „um kynni sín af Grikklandi og grískri menningu, en hann dvelur ásamt fjölskyldu sinni, á hverju sumri á eynni Folegandros. Kári, sonur Egils, leikur af fingrum fram á flygilinn grísk lög,“ segir í tilkynn- ingu frá stjórn félagsins. Fundurinn er öllum opinn. Spuni Kári Egilsson við flygilinn. Fundur, tal og tón- ar hjá Hellas í dag Hátíðartónleikar verða í menningar- húsinu Hofi á Akureyri á sunnudag kl. 16 í tilefni 25 ára afmælis Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands og formlegrar opnunar hins umfangs- mikla kvikmyndatónlistarverkefnis SinfoniaNord. Sérstakur gestur á tónleikunum er Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra. Á tónleikunum verður frumflutt nýtt verk eftir Akureyrartónskáldið Atla Örvarsson. Verkið er sérstak- lega samið vegna þessara tímamóta. Þá verður flutt af stórri hátíðar- hljómsveit SN hið dulúðlega stór- virki Scheherazade eftir Rimsky- Korsakov en í því er vísað til sagn- anna í Þúsund og einni nótt. Loks leikur sellóleikarinn Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir hinn rómaða sellókonsert nr. 2 eftir Dvorák. Faðir Hrafnhildar, Guðmundur Óli Gunnarsson, er stjórnandi á tónleik- unum. Í tilkynningu segir að Guð- mundur Óli hafi unnið mikilvægt starf sem aðalhljómsveitarstjóri SN í ein 23 ár og hafi dóttir hans stigið sín fyrstu skref í Tónlistarskólanum á Akureyri og leikið með SN og föð- ur sínum á fjölmörgum tónleikum. Nú leggi þau „sitt af mörkum til að gera þessa hátíðlegu stund eftir- minnilega í huga áheyrenda.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tónskáldið Atli Örvarsson hefur samið nýtt tónverk er verður frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á hátíðartónleikunum í Hofi á sunnudag. Hátíðartónleikar í Hofi og SinfoniuNord fagnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.