Morgunblaðið - 27.03.2019, Qupperneq 4
Á SKRIFBORÐIÐ
Ekki þarf að kynna breska ryksugu-
framleiðandann Dyson fyrir les-
endum. Uppfinningamaðurinn
James Dyson byggði fyrirtækið upp
í kringum hugvitsamlega hannaða
ryksugu, og í framhaldinu hafa litið
dagsins ljós alls kyns framúrskar-
andi raftæki fyrir heimilið, s.s. há-
tæknihárblásari og spaðalaus vifta.
Stendur meira að segja til að fram-
leiða Dyson-rafmagnsbíl.
En nýjasta viðbótin við Dyson-
vörulínuna er fyrir skrif- og nátt-
borðið. Dyson-lampinn er sannkall-
aður snjalllampi sem lagar ljós-
styrkinn að birtuskilyrðum hverju
sinni, og breytir birtunni t.d. eftir
því hvað notandinn er gamall eða
hvað hann er að fást við.
Verkfræðingar Dyson huguðu
sérstaklega að láta loft leika um
lampann eftir innbyggðum leiðslum
sem bera burtu hita frá díóðuper-
unum svo þær endast lengur og við-
halda bæði réttum lit og styrk. Segir
Dyson að fyrir vikið geti peran dug-
að í allt að 60 ár.
Vestanhafs kostar lampinn frá 600
til 900 dali og fæst bæði í borðlampa-
og gólflampaútfærslu. ai@mbl.is
Stílhreinn er hann og
búið að hugsa fyrir
hverju smáatriði.
Dyson fer alla leið
í lampahönnuninni
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019FRÉTTIR
Umsvif Heimavalla hafa aukist
hratt og á skömmum tíma fór fé-
lagið frá því að reka um 200 leigu-
íbúðir upp í 1.800. Í byrjun næsta
mánaðar sest Arnar Gauti Reyn-
isson í framkvæmdastjórastólinn
og tekur við keflinu af Guðbrandi
Sigurðssyni. Framundan er að af-
skrá félagið úr Kauphöll, að ósk
hluthafa, samhliða því að halda
áfram að efla starfsemina.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Stærsta áskorunin er að tryggja
að reksturinn sé og verði arðbær
þrátt fyrir miklar hækkanir á fast-
eignagjöldum, sem eru einn
stærsti einstaki gjaldaliður félags-
ins.
Hver var síðasta ráðstefnan
sem þú sóttir?
Haustráðstefna Advania á síð-
asta ári. Erindi Guðbjargar Heiðu
Guðmundsdóttur í Marel um
stjórnun var sérlega áhugavert.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á hvernig þú starfar?
Bókin Veröld sem var eftir Stef-
an Zweig var áhrifarík. Þá sér í
lagi til að minna mann á það að allt
í heiminum er breytingum háð,
eins og Zweig segir frá á ein-
staklega áhugaverðan hátt þegar
hann fer í gegnum lífshlaup sitt.
Hver myndi leika þig í
kvikmynd um líf þitt og afrek?
Kevin Bacon á yngri árum tæki
þetta hlutverk að sér enda þykir
ýmsum sterkur svipur með okkur,
nema kannski þegar kemur að
danshæfileikum.
Hvernig heldurðu
þekkingu þinni við?
Ég les bækur, tímarit og fylgist
með þjóðfélagsumræðunni á Ís-
landi og í okkar helstu nágranna-
löndum.
Hugsarðu vel um líkamann?
Já, ég geri það, hreyfi mig a.m.k.
þrisvar í viku og hugsa um mat-
aræðið. Hreyfingin er mér lífs-
nauðsynleg bæði andlega og lík-
amlega.
Hvert væri draumastarfið ef þú
þyrftir að finna þér nýjan starfa?
Draumastarfið væri tengt
áhugamálunum á sviði íþrótta og
útivistar. Það væri ekki slæmt að
vera leiðsögumaður á fjallaskíðum
á veturna og fjallahjólum á sumrin.
Hvað myndirðu læra ef þú fengir
að bæta við þig nýrri gráðu?
Ég væri mikið til í að bæta við
mig frekari tungumálaþekkingu.
Þá yrði sennilega spænska fyrir
valinu. Best væri ef námið væri
stundað á sólríkum stað.
Hvaða kosti og galla sérðu
við rekstrarumhverfið?
Kostirnir við núverandi rekstr-
arumhverfi fyrir íbúðaleigufélög
eru þeir að sífellt stærri hluti fólks
á íbúðamarkaði kýs að búa í leigu-
húsnæði og nýta sér þá kosti sem í
því felast frekar en að festa sig nið-
ur í eigin fasteign. Helsti gallinn er
sá að rekstrarsaga íbúðaleigu-
félaga á Íslandi er mjög stutt, ólíkt
því sem er í nágrannalöndum okk-
ar, og ber umræðan og sú gagnrýni
sem þessi félög fá, þess oft merki.
Hvað gerirðu til að fá orku
og innblástur í starfi?
Ég tek mér frí. Hvort sem það
er með konunni minni, fjölskyldu
eða vinum þá bregst það ekki að
maður kemur tvíefldur til starfa
eftir gott og skemmtilegt frí. Yf-
irleitt fæ ég bestu hugmyndirnar
og innblástur í starfið á slíkum
stundum.
Hvaða lögum myndirðu breyta
ef þú værir einráður í einn dag?
Fyrstu lögin sem ég myndi
breyta væru lögin um stimpilgjöld.
Þau myndi ég fella úr gildi enda
eru þau ekkert annað en ósann-
gjörn skammtheimta.
SVIPMYND Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimavalla
Hækkun fasteignagjalda íþyngjandi
Morgunblaðið/Eggert
Gauti segir umræðuna bera þess merki hve stutt rekstrarsaga íbúða-
leigufélaga er hér á landi. Æ stærri hópur kýs að búa í leiguhúsnæði.
NÁM: Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 2001; B.S. í vélaverk-
fræði Háskóli Íslands 2005; M.S. í iðnaðarverkfræði University of
Minnesota 2008.
STÖRF: Ýmis störf í markaðsviðskiptum Íslandsbanka 2008 til
2015, m.a. við gjaldeyrisstýringu, gjaldeyrismiðlun, verð-
bréfamiðlun og eigin viðskipti. Fjármálastjóri Heimavalla 2015 til
2019. Framkvæmdastjóri frá apríl 2019.
ÁHUGAMÁL: Áhugamál tengjast íþróttum og útivist. Hjólreiðar á
sumrin og skíði á veturna. Þykir fátt skemmtilegra en að vera á
fjallaskíðum á veturna eða fjallahjólinu á sumrin í góðum hóp
vina.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Sigríði Völu Halldórsdóttur verk-
fræðingi og saman eigum við tvö börn, stelpu sem er 6 ára og
strák sem er 4 ára.
HIN HLIÐIN
STÖÐUTÁKNIÐ
Úranördar urðu ekki fyrir von-
brigðum með Rolex á árlegri kaup-
stefnu úrsmiða í Basel. Af mörgum
eigulegum úrum
stóð upp úr nýtt
„Leopard“-úr,
byggt á Cos-
mograph Day-
tona. Er úrið
hlaðið demönt-
um sem mynda
svart og gyllt
hlébarða-
mynstur, umvaf-
ið geislabaug
sem gerður er
úr 36 steinum.
Íburðurinn kall-
ast skemmtilega
á við lágstemmda ólina úr biksvörtu
Oysterflex-efni.
Hlébarðaúrið verður aðeins fáan-
legt hjá allra stærstu seljendum Ro-
lex-úra. Verðið liggur ekki fyrir en
ætti að hlaupa á mörgum tugum
milljóna króna. ai@mbl.is
Hlébarða-úrið
læðist ekki með
veggjum.
Hnallþóra
frá Rolex
©Rolex/Alain Costa
Þarftu skjóta afgreiðslu á ein-
blöðungum, bæklingum, vegg-
spjöldum, skýrslum, eða nafn-
spjöldum? Þá gæti stafræna
leiðin hentað þér. Sendu okkur
línu og fáðu verðtilboð.
STAFRÆNT
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í