Morgunblaðið - 27.03.2019, Page 8
Kröfuhafar stíga inn í WOW
Þegar ljóst varð á mánudag að WOW air gæti
ekki staðið í skilum með 150 milljóna króna
vaxtagreiðslu af 50 milljóna evra skuldabréfaút-
gáfu sem félagið réðst í á haustdögum í fyrra,
ákváðu eigendur skuldabréfanna að grípa til að-
gerða og taka félagið yfir. Fyrir þeirri ákvörðun
fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu milli þeirra
og lá niðurstaða atkvæðagreiðslunnar fyrir í
gærdag. Ákvörðunin byggist á ákvæðum sem
sett voru í skuldabréfaútboðinu sem fela í sér að
eigendur bréfanna geti tekið félagið yfir, við brot
á skilmálunum.
Með þessari ákvörðun hafa því orðið tímamót í
rekstri flugfélagsins WOW. Allt frá stofnun fé-
lagsins á haustdögum 2011 hefur það verið í
hreinni eign Skúla Mogensen, í gegnum félagið
Títan Fjárfestingarfélag. Eftir eignarhalds-
breytinguna, sem ganga mun að fullu í gegn á
næstu dögum, er Skúli eftir sem áður hluthafi í
félaginu. Það helgast af þeirri ástæðu að hann
keypti sjálfur skuldabréf fyrir andvirði 5,5 millj-
óna evra, en það jafngildir 11% af heildarfjárhæð
útboðsins.
Vilja fá fleiri til að fella niður
Líkt og fram hefur komið í Morgunblaðinu
hafa nýir eigendur félagsins í hyggju að fá fleiri
kröfuhafa félagsins til þess að umbreyta skuld-
um félagsins í hlutafé. Í þeim hópi eru flugvéla-
leigufyrirtæki sem mörg hver eiga millj-
arðakröfur á hendur félaginu. Nokkur þeirra
komu reyndar að útboðinu fyrrnefnda þegar þau
skuldbreyttu gjaldföllnum skammtímakröfum,
einkum ógreiddum leigugreiðslum, í skuldabréf.
Þar var stórtækast ALC sem í dag á sjö af þeim
9 flugvélum sem WOW air hefur enn í sínum fór-
um. Samkvæmt upplýsingum úr hópi hinna nýju
eigenda félagsins er stefnt að því að safna að
auki um fimm milljörðum króna í nýtt hlutafé frá
núverandi kröfuhöfum og öðrum fjárfestum til
þess að leggja inn í reksturinn. Hið nýja hlutafé
muni mynda 51% eign í félaginu á móti 49% hlut
sem byggjast mun á því að skuldum verði breytt
í hlutafé. Heimildir Morgunblaðsins herma að
enn sé allt á huldu um hver eignaskipting núver-
andi kröfuhafa verður innbyrðis og hversu mikil
hlutdeild skuldabréfaeigendanna verður í fyrr-
nefndum 49%.
Rangar upplýsingar flæða um markaðinn
Fram eftir degi í gær flutu rangar upplýsingar
um fjölmiðla landsins. Þannig hélt Sigþór Krist-
inn Skúlason, forstjóri Airport Associates á
Keflavíkurflugvelli, því fram í hádegisfréttum
RÚV í gær að köfuhafar hefðu umbreytt „rúm-
lega 15 milljörðum í hlutafé“ og þannig umbreytt
þeim í 49% hlut í félaginu.“ Airport Associates er
stærsti þjónustuaðili WOW á Keflavíkurflugvelli
og móðurfélag þess umbreytti skuldum WOW
við fyrirtækið að fjárhæð 1 milljón evra, í skulda-
bréfaeign í september síðastliðnum.
Rangar upplýsingar af því tagi sem bornar
voru á borð í hádeginu í gær og á vefmiðlum í
kjölfarið ollu miklum sviptingum í Kauphöll Ís-
lands og lækkuðu bréf Icelandair Group t.d. um
tæplega 10% meðan öll önnur félög á aðallista
annað hvort stóðu í stað frá fyrri viðskiptadegi
eða hækkuðu. Enginn reki virtist gerður að því
að leiðrétta þessar fréttir og voru þær end-
urteknar í kvöldfréttatímum sjónvarpsstöðv-
anna.
Beggja vegna borðsins
Staðan sem nú er komin upp er að mörgu leyti
flókin. Þannig eru nokkrir skuldabréfaeigend-
anna, sem nú hafa leyst félagið til sín, einnig eig-
endur að öðrum skuldum félagsins. Þar má helst
nefna fyrrnefnda flugvélaleigusala. Heimildir
ViðskiptaMoggans herma að þar fari fremst
ALC og Avalon. Þá er Skúli Mogensen, sem nú
fer með lítinn hlut í félaginu, einnig eigandi að
kröfu í gegnum félagið Títan Fjárfestingarfélag
og nemur sú krafa í bókum félagsins ríflega 6,3
milljónum dollara. Sömu heimildir herma að afar
erfitt verði að fá flugvélaleigufyrirtækin til þess
að auka við hlut sinn í félaginu á kostnað krafna
sem þau nú þegar halda á gagnvart WOW air. Þá
er talið útilokað að Isavia ohf. sem WOW skuldar
verulegar fjárhæðir muni taka það í mál að um-
breyta 1,8 milljarða langtímaskuld í hlutafé.
Meiri óvissa ríkir um Arion banka. Bankinn situr
beggja vegna borðsins og er um leið, ásamt Arc-
tica Finance, í þeim hópi sem nú reynir að afla
nýrra hluthafa að félaginu. Bankinn hefur enda
mikla hagsmuni af því að WOW air haldi velli.
Langtímaskuldir flugfélagsins hjá bankanum
nema 1,6 milljörðum króna.
Fara víða í leit að fjármagni
Fulltrúar WOW air leita nú til innlendra og
erlendra fjárfesta í von um að fá aukið fé inn í
rekstur félagsins. Á sama tíma og forstjóri fé-
lagsins og aðrir hagsmunaaðilar benda á að tíð-
indin af inngripi skuldabréfaeigendanna létti
róður félagsins er það samdóma álit allra þeirra
sérfræðinga sem ViðskiptaMogginn hefur rætt
við að staðan sé þröng og að í raun þurfi allt að
ganga upp til þess að halda félaginu á floti á
komandi vikum.
Meðal þess sem nefnt hefur verið er að leitað
verði til lífeyrissjóða um mögulega aðkomu
þeirra að breyttum eigendahópi félagsins. Sér-
fræðingar innan lífeyrissjóðanna telja litlar líkur
á að það verði að veruleika. Þar ráði ýmsar
ástæður en fyrst og fremst sú áhætta sem fylgja
myndi slíkri fjárfestingu. Auk þess gildi sú
vinnuregla innan flestra sjóðanna að óskráð
hlutabréf séu ekki keypt öðruvísi en að það fari
einu sinni eða tvisvar fyrir stjórnir sjóðanna að
undangenginni ítarlegri kynningu. Það taki alla
jafna langan tíma.Þá munu aðrir fjárfestar sem
fulltrúar Pareto Securities, Arctica Finance og
Arion banka nálguðust í tengslum við
skuldabréfaútboðið í september taka því nokkuð
fálega, nú þegar tilraun er gerð til að nálgast þá
með nýjar hugmyndir um aðkomu þeirra að fé-
laginu. Viðmælendur ViðskiptaMoggans í þeim
hópi segja að þar ráði mestu sú staðreynd að
þær tölur og áætlanir sem lagðar voru fyrir fjár-
festa í tengslum við útboðið hafi í engu tilliti
staðist. Viðurkenna þeir reyndar í samtölum við
blaðamenn að margt hafi sigið á ógæfuhliðina
fyrir félagið frá því að kynningunni var dreift en
að þó sé himinn og haf milli þess sem þar var
kynnt og raun varð á þegar árið síðasta var gert
upp.
Mun meira tap en áætlað var
Líkt og rakið er á forsíðu ViðskiptaMoggans í
dag reyndust tekjur félagsins á síðari árshelm-
ingi ársins 2018 4,4 milljörðum lægri en lagt var
upp með. Rekstrargjöldin urðu hins vegar 5,7
milljörðum hærri. Olli það því að tap félagsins
varð 22 milljarðar króna. Viðmælendur Við-
skiptaMoggans segja að þeir fimm milljarðar
sem nú sé stefnt að því að safna í formi nýs hluta-
fjár dugi auk þess skammt þegar rauntölur sýni
að félagið tapi um milljarði króna á mánuði
hverjum.
Stefán E. Stefánsson
Þóroddur Bjarnason
Pétur Hreinsson
Skuldabréfaeigendur í WOW air
gripu í taumana í gærdag og hafa
leyst félagið til sín. Þeir reyna nú til
þrautar að bjarga félaginu frá gjald-
þroti en þeir verða að hafa hraðar
hendur, eigi ætlunarverkið að tak-
ast.
Morgunblaðið/Kristinn
Skúli Mogensen hefur á síðustu mánuðum unnið sleitulaust að því að tryggja viðgang WOW air. Í gær leystu skuldabréfaeigendur félagið til sín.
2011 2012 2012013 201620152014
Nóvember
Skúli Mogensen stofnar
WOW air með fjármagni
frá félagi sínu Títan ehf.
1. janúar
Félagið tapaði
2,3
milljónum á
árinu 2011 en
þá var það ekki
komið í eigin-
legan rekstur
23. október
WOW air
tekur yfi r
fl ugrekstur
og áætlunar-
fl ug Iceland
Express
1. janúar
WOW air tapar
794 milljón-um 2012
29. október
Flugrekstrar-
leyfi veitt
9. júlí
WOW
býður
fl ug til
London
aðra
leiðina á
5.990 kr.
1. janúar
Tap varð af
rekstrinum
sem nam
332
milljónum á
árinu 2013
1. janúar
Tap félagsins
nam
560
milljónum
króna 2014
27. mars
Tekur við tveimur nýjum
Airbus 321-vélum
8. ágúst
Flytur fl eiri farþega
í júlí en allt árið
2012
1. janúar
Félagið
hagnast um
1,5
milljarða
króna 2015
Mars
WOW air lýsir yfi r vilja til að reisa
nýjar höfuðstöðvar og hótel á
Kársnesi í Kópavogi
23. nóvember
Opnað fyrir bókanir
hjá félaginu í fyrsta
sinn
31. maí
Jómfrúarfl ug
WOW air til
Parísar
WOW hefur
þrjár vélar í
rekstri og 165
starfsmenn í
lok árs 2013
30.
janúar
Ameríku-
fl ug í
uppnámi
vegna
úthlutun-
ar brott-
farartíma
13. febrúar
Festir kaup á
tveimur vélum
sem áttu að
fara til Rúss-
lands
WOW hefur sex vélar
í rekstri og 290 starfs-
menn í lok árs 2015
1. október
Hefur fl ug til
tveggja borga í
Kanada og tvær
vélar bætast í
fl otann
WOW hefur 12
vélar í rekstri og
700 starfsmenn í
lok árs
1. jan
Félag
hagna
4,
milljar
2016
1
R
G
fy
fo
Ic
ir
a
fo
W
WOW notast
við tvær vélar
WOW
hefur
fjórar vélar
í rekstri
og 195
starfsmenn
í lok árs
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019FRÉTTASKÝRING