Morgunblaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 9
W og taka stjórn á vélinni 7 2018 2019 núar ið ast um 3 rða WOW hefur 17 vélar í rekstri og 1.100 starfsmenn í lok árs 15. ágúst Ragnhildur Geirsdóttir, yrrum orstjóri celanda- r, ráðin aðstoðar- orstjóri WOW 2. október Flugfélagið Monarch fer á hausinn og dregur Kortaþjón- ustuna næstum niður með sér. Sú staða dregur mjög úr lausafjárstreymi WOW air 1. janúar Tap félags- ins nemur 2,4 milljörðum króna á árinu 2017 WOW hefur 22 vélar í rekstri og 1.400 starfs- menn fram í desember Mars WOW air fl ytur fl eiri farþega á fyrstu tveimur mánuðum ársins en Icelandair 15. ágúst Upplýst um að félagið hyggist sækja sér 6-12 milljarða króna með skuldabréfaútboði 18. september Félagið lýkur skuldabréfaútboði og safnar 50 milljónum evra, jafnvirði 6,8 milljarða króna. Eigandinn kaupir um 11% af heildarfjár- hæðinni 5. nóvember Tilkynnt að Icelandair hafi keypt með fyrirvara allt hlutafé WOW air á allt að 3,6 milljarða króna 29. nóvember Icelandair fellur frá kaupunum á WOW air. Tilkynnt að Indigo Partners eigi í viðræð- um um aðkomu að félaginu 1. janúar Félagið tapar 22 milljörðum króna árið 2018 4. janúar Ragnhildur Geirsdóttir hættir sem aðstoðar- forstjóri Aðeins 7 vélar WOW air sinna fl ugi fyrir félagið (áætlanir gerðu ráð fyrir 24 vélum) og starfsmenn eru um 1.000 talsins 9. mars Indigo lýsir sig reiðubúið að setja 90 millj- ónir dollara í félagið. Skulda- bréfaeigendur verða að gefa meira eftir 21. mars Indigo slítur viðræðum við WOW air um möguleg kaup í félaginu. Icelandair kemur aftur að borðinu með velvild stjórnvalda 24. mars Icelandair slítur viðræðum við WOW air að nýju 26. mars Skuldabréfaeigendur taka félagið yfi r. Skúli á eftir sem áður 11% í félaginu 13. desember Fækkar í fl ota félagsins sem fer úr 20 vélum í 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 9FRÉTTASKÝRING Líkt og Morgunblaðið hefur greint frá á síð- ustu dögum hefur skráður eigandi tveggja flugvéla WOW air, flugvélaleigufyrirtækið Jin Shan 20 Ireland Company Limited, kyrrsett tvær vélar félagsins en um dótturfélag kín- verska bankans Bank of Communications (BoComm) er að ræða. Vélarnar tvær bera ein- kennisstafina TF-NOW og TF-PRO. Báðar eru þær af gerð Airbus A321-200 og framleiddar árið 2017. TF-NOW var í gærkvöldi stödd í Miami í Bandaríkjunum og TF-PRO er ennþá stödd í Montréal í Kanada en hún átti að taka á loft þaðan þann 24. mars en fór aldrei. Önnur flugvél WOW air, TF-DOG, var send af stað í staðinn og tók á loft þann 25. mars. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, seg- ir í svari til ViðskiptaMoggans að WOW air vinni í nánu samstarfi við leigusalann og að fé- lagið búist við því „að leysa þetta sem fyrst“. Þá geti flugfélagið haldið leiðakerfi sínu gangandi óáreitt þar sem þessar tvær vélar hafa ekki áhrif á núverandi leiðakerfi. Í tilkynningu frá WOW air þann 13. desember síðast- liðinn kom fram að félagið hygðist fækka flugvélum úr 20 í 11. Í loftfaraskrá Samgöngustofu er skráður eigandi sjö flugvéla sem flugfélagið WOW air hefur til umráða félög á vegum bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corpora- tion (ALC). Stofnandi þess og starfandi stjórnarformaður er hinn ungverskættaði Steven Udvar-Házy, 529. ríkasti maður heims að sögn Forbes. Fjögur félag skráðir eigendur Líkt og fram kom í frétt Morgunblaðsins 18. ágúst síðastliðnum voru á þeim tíma átta fé- lög skráð eigendur flugvélanna 20 sem WOW Air hafði til umráða. Í dag eru þau fjögur tals- ins að meðtöldu Jin Shan, en TF-Cat og TF- Dog eru í eigu tveggja fyrirtækja félaga sem bæði eru þó skráð á sama heimilisfangið og því líklega um sama aðila að ræða. Um er að ræða félögin Tungnaa Aviation Leasing Limi- ted og Sog Aviation Leasing Limited. Vélarnar sem fyrirtækið er skráð sem eigandi að í loftfaraskrá voru af gerð Airbus A321-200 og framleiddar árið 2018. ALC er skráður eigandi í loftfaraskrá að sjö þotum, eins og fyrr segir, en það eru flugvél- arnar TF; -NEO, -GMA, -GPA, JOY, -WIN, -SKY, og TF-DTR. Fjórar þeirra eru af gerð Airbus A321-200, tvær þeirra eru af gerð Air- bus A321-200neo og ein af gerð Airbus A320- 200neo. Samkvæmt vefsíðunni Flight- radar24.com hefur TF-GPA verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli, að kröfu Isavia, en vélin er ekki skráð á nein flug. Áður hafði TF-NEO verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli en þessa stundina er hún stödd í Ljubliana í Slóveníu í reglubundnu viðhaldi. Þegar flugvélafloti WOW air var skipaður 20 flugvélum voru eftirfarandi félög einnig skráð eigendur í loftfaraskrá: CIT Aerospace International sem skráð var fyrir tveimur vélum af gerð A330-300 sem framleiddar voru 2015, TF-LUV OG TF-WOW. Jessica Leasing DAC sem skráð var fyrir tveimur vélum af gerðinni A320-200, TF-BRO og TF-SIS. Skyway Bermuda Limited sem skráð var fyrir tveimur vélum af gerðinni A321-200, TF- KID og TF-SON. Rosewind Bermuda Limited sem skráð var fyrir tveimur vélum af gerðinni A321-200, TF- DAD og TF-MOM. Sky High IV Leasing De- signated Activity Company sem skráð var fyrir A330- 300, TF-GAY. Sjö vélar eru til taks í flugvélaflota WOW air TF-SON er ekki lengur í flugvélaflota WOW air Dr. Friðrik Larsen vörumerkjasérfræðingur hjá brandr ehf. og lektor í markaðsfræði við Háskóla Íslands segir, spurður um gildi WOW air vörumerkisins, að stóra málið til framtíðar litið sé vörumerkjavirðið (e. Brand equity) í huga fólks hér og þar um heiminn. „Vöru- merkjavirðið sem býr í huga neytenda er mjög mikils virði. WOW air hefur staðið sig vel í markaðsstarfi í mörg ár á þeim mörk- uðum sem félagið flýgur til,“ segir Friðrik. Hann bendir á að ef einhver ætlaði að koma núna og reisa fyrirtæki á grunni WOW air, ef allt færi á versta veg, þá sé alveg á hreinu að vörumerkið væri afar mikils virði. „Fyrirtækið hefur varið hundruðum eða þús- undum milljóna í að byggja upp vörumerkið og festa það í huga neytenda. Þetta er fjár- festing sem er raunveruleg og er ennþá til.“ Flugrekstur hrávöruviðskipti Spurður um vörumerkjavitund þegar fólk er að leita sér að flugi á leitarvélum, þar sem ótal flugfélög koma til greina, segir Friðrik að flugrekstur sé að vissu leyti hrávöruviðskipti, líkt og fjármál og orka, þar sem eina aðgrein- ingin sé verð. „Það má segja að ef þú færð upp nokkra valmöguleika í leitarvél, og þitt flugfélag er ekki þar á meðal, þá spáir enginn í þig. En ef þú kemur upp sem einn af val- möguleikum innan einhvers ákveðins verð- bils sem þú sem neytandi sættir þig við, þá fer þetta að skipta máli. Eftir því sem vöru- merkið er sterkara, því meira fyrirgefur við- skiptavinurinn hærra verðbilið.“ Friðrik segir að ef valið í flugleitarvél standi um vörumerki sem viðskiptavinur þekki ekki, þá þurfi verðið að vera töluvert lægra en hjá öðrum vörumerkjum, til að viðskiptavinur velji það. „Gott vörumerki má vera dýrara, þar sem því er treyst. Þannig að það felst ákveðin þversögn í því að segja að fólk leiti alltaf eftir lægsta verði, því þetta snýst í raun ekki bara um verð.“ Vörumerkið hefur skaðast En hefur WOW vörumerkið skaðast af um- ræðunni um framtíð félagsins síðustu vikur og mánuði? „Það er klárlega búið að skaðast, og ef vandræðin halda áfram þá gengur hratt á vörumerkjavirðið. En í þessu tilfelli þá hefur frekar fáum flugum verið aflýst í stóra sam- henginu, og ef þeim tekst að halda uppi tíðn- inni, þá hefur félagið unnið ákveðinn varn- arsigur sem mun skipta máli fyrir vörumerkið til framtíðar.“ Friðrik bætir við að stærsti punkturinn sé sá að vörumerkið hafi ákveðið framtíðarvirði, sem hverfi, ef WOW air hverfur af markaði. „Það er búið að leggja mikla fjármuni og ærna fyrirhöfn í að byggja þetta vörumerki upp, og það yrði einfaldlega leiðinlegt fyrir flesta ef félagið myndi hverfa af markaði.“ American Airlines verðmætast í heimi Eins og sést á meðfylgjandi töflu var Am- erican Airlines verðmætasta vörumerki í flugiðnaðinum á síðasta ári, en taflan er unn- in upp úr árlegri skýrslu BrandFinance um 50 verðmætustu vörumerkin í iðnaðinum. Verðmæti American Airlines er þannig jafnvirði tæpra 1.100 milljarða íslenskra króna. Næst verðmætasta vörumerkið er bandaríska félagið Delta, eða rúmlega 1.050 milljarða virði, og þriðja vinsælasta vöru- merkið í alþjóðlegum flugiðnaði er síðan enn eitt bandaríska félagið, United Airlines. Til gamans má geta þess að norska flug- félagið Norwegian er í 31. sæti listans, SAS er í 46. sæti og næst þar á eftir í 47. sætinu er Wizz Air, sem að stórum hluta er í eigu Indigo Partners, sem átti um tíma í viðræðum um kaup á hlut í WOW air. Ekkert íslenskt flug- félag er á listanum. Í fjárfestakynningu sem Pareto Securities vann fyrir skuldabréfaútboð WOW air í lok síðasta sumars er sérstaklega fjallað um það sem skaðað geti vörumerkið. Þar segir að neikvæð umræða eða tilkynningar sem tengjast félaginu gætu, hvort sem sú um- ræða er sanngjörn eður ei, dregið úr virði vörumerkisins og haft neikvæð áhrif á WOW. Vörumerkið WOW air mikils virði til framtíðar Verðmætustu vörumerki fl ugfélaga í heimi 2018 Milljarðar kr. 1 American Airlines 1.103 2 Delta 1.057 3 United Airlines 852 4 Emirates 647 5 Southwest Airlines 643 6 China Southern Airlines 493 7 China Eastern Airlines 462 8 British Airways 423 9 Air China 416 10 Lufthansa 353 Heimild: BrandFinance

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.