Morgunblaðið - 27.03.2019, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019FRÉTTIR
Ekki mátti betur sjá en að lítið tár birtist á hvarmi Tim Cook í lok risa-
viðburðar Apple í Hollywood þar sem fyrirtækið kynnti nýja sjónvarps-
streymisþjónustu sína. Var hann svona feginn að áætlanir fyrirtækisins um
að stækka vöruframboð sitt væru loksins orðnar að veruleika? Eða var
þetta eitthvað sem gerist einfaldlega eftir að fólk hefur fengið faðmlag frá
Opruh? Ekkert lát virðist ætla að verða á áhuga Kísildals á áskriftar-
tekjumódelum. Er þá hugmyndin sú að búa til pakka á mjög hagstæðu
verði, og síðan ná í eins marga áskrifendur og hægt er í þeirri von að arð-
semin komi með meiri umsvifum. MoviePass, sem virðist ekki eiga langt
eftir ólifað fjármagnaði þetta módel með peningum hluthafa. Netflix heldur
sér gangandi á lánsfé. Apple hefur efni á að láta reyna á svona rekstur þökk
sé frjálsu fjárstreymi að upphæð 64 milljarðar dala.
Í áraraðir hefur Apple verið að skoða möguleikann á að opna sína eigin
sjónvarps- og kvikmyndaveitu. Á árum áður hefði þetta verið aukaverkefni
hjá félaginu, en í dag liggur á að Apple –sem metið er á 886 milljarða dala –
finni nýjar leiðir til að fá inn meiri tekjur á sama tíma og hægt hefur á sölu
raftækjanna sem fyrirtækið framleiðir. En samanlagðir stórstjörnukraftar
Opruh, Stevens Spielbergs og Big Bird reyndust ekkert í líkingu við það
þegar Apple kynnti ný raftæki á mesta blómaskeiði fyrirtækisins – og það
þó svo að vandlega skipulögð uppákoman hefði gert ráð fyrir fjöldamörgum
hléum til að leyfa fagnaðarlátum áhorfenda að heyrast. Hlutabréfaverð
Apple bifaðist varla. Ástæðan gæti verið að lítið var gefið upp um smáat-
riðin. Áhorfendur fengu að vita að áskrift að stafrænni fréttagátt Apple
mun kosta 9,99 dali á mánuði. En ekkert var sagt um hvað nýja greiðslu-
kortið sem Apple og Goldman Sachs gefa út í sameiningu, og smíða úr tít-
an-málmi, á eftir að kosta eða hver mánaðaráskriftin verður fyrir leikja-
þjónustuna Apple Arcade og Netflix eftirhermuna Apple TV+.
Venjuleg áskrift hjá Netflix kostar 12,99 dali á mánuði. Áskriftarpakkar
HBO kosta 14,99 dali. Apple gæti snúið á samkeppnina með því að selja
sjónvarpsstreymisþjónustuna á 9,99 dali.
En þá myndi þurfa að laða að margar milljónir notenda. Ef tækist að fá
56 milljón áskrifendur – sem eru jafnmargir og nota Apple Music í dag,
myndi það bæta 7 milljörðum dollara á ári við reksturinn, sem er lægri upp-
hæð en tapaðist á síðasta ársfjórðungi vegna minnkandi tekna af sölu i-
Phone snjallsímanns. Ef áskrifendurnir væru 150 milljón talsins, líkt og hjá
Netflix, myndi það þýða 18 milljarða dala í tekjur, sem jafngildir 7% af
heildartekjum síðasta árs. Allt veltur á því hvaða sjónvarpsefni mun standa
viðskiptavinum til boða. Að gera samstarfssamning við fólk eins og Opruh
verður ekki ódýrt. En ef Apple vill endilega færa sig úr smíði raftækja yfir í
sölu rafrænnar þjónustu þá eru ekki aðrir kostir í stöðunni en að
halda áfram að eyða.
LEX
Apple TV: ekki fagna
alveg strax
Forstjóri Volvo Cars varar við því
að ef farið verður of geyst í að setja
sjálfakandi bíla á markað gæti það í
reynd haft þau áhrif að hamla þró-
un þessarar tækni sem ætti að
verða „mesta framfaraskref sög-
unnar í öryggismálum bifreiða.“
Hakan Samuelsson segir að það
væri „óábyrgt“ að taka sjálfstýrða
bíla í almenna notkun áður en þeir
væru orðnir nægilega öruggir, því
ef slysin hendir á það eftir draga úr
tiltrú almennings og auka á tor-
tryggni stjórnvalda.
Vilja ryðja brautina á ný
„Þessi ábyrgð hvílir á okkur og
öllum hinum sem eru að þróa sjálf-
akandi bíla. Annars er hættan sú að
við gerum út af við þessa tækni sem
gæti vel reynst verða besta
öryggistækið sem þróað hefur ver-
ið fyrir einkabílinn,“ segir hann.
Samuelsson lét þessi ummæli
falla þegar Volvo hratt af stað nýju
umferðaröryggisverkefni sem mið-
ar að því að nota nýjustu tækni til
að binda enda á akstur undir áhrif-
um áfengis, truflun frá snjallsímum
í akstri, og of hraðan akstur. Von-
ast Volvo til að þetta nýja útspil
fyrirtækisins muni smita út frá sér
til annarra bílaframleiðenda, rétt
eins og þriggja punkta bílbeltið
gerði fyrir 60 árum.
Lofa of miklu
Sumir framleiðendur hafa sett á
markað bíla með tækni sem getur
bæði stjórnað stefnu bílsins og hraða
þegar ekið er á hraðbrautum. En
Samuelsson segir að ef framleið-
endur þessara bíla ýkja eiginleika
þeirra þá sé hætt við að ökumenn
reiði sig um of á tæknina og að slys
hljótist af.
„Fara þarf mjög varlega þegar
svona tækni kemur á markað, og tel
ég að sjálfstýringin þurfi að vera enn
öruggari en ökumaðurinn heldur,“
segir hann og bætir við að þegar upp
er staðið hvíli ábyrgðin á þessum
ökutækjum „hjá þeim sem eru að
selja sjálfstýringarbúnaðinn“.
Hann bætir við að: „Það að hefja
sölu á sjálfakandi bílum án þess að
vera þess fullviss að þeir verði ekki
valdir að slysum væri mjög óábyrgt.“
Þó svo að Samuelsson hafi ekki
nefnt neina framleiðendur á nafn má
telja nokkuð víst að hann sé einkum
að vísa til Tesla sem hefur kallað
hraðbrauta-aksturskerfi sitt „sjálf-
stýringu“ og haldið því fram að öku-
tækin sem fyrirtækið framleiðir séu
„með öllu sjálfakandi“.
Nokkur banaslys
Finna má nokkur tilvik þar sem
banaslys hlaust af þegar ökumenn
Tesla-bifreiða slepptu höndum af
stýrinu og hættu að fylgjast með
akstrinum á meðan sjálfvirk stýring
og bremsustjórnun bílanna var í
gangi.
Margir bílaframleiðendur ákváðu
að gera hlé á prófunum sjálfakandi
bíla í kjölfar þess að gangandi veg-
farandi lét lífið eftir að hafa orðið
fyrir sjálfakandi Volvo-bíl í próf-
unum hjá Uber. Við nánari skoðun
kom þó í ljós að skutlfyrirtækið hafði
slökkt á miklu af þeim öryggisbúnaði
sem Volvo hafði komið fyrir í bílnum.
Horfir í augu ökumanns
Bílaframleiðendur og tæknifyr-
irtæki vinna að því að þróa sjálfstýr-
ingarkerfi fyrir bíla svo að umferð-
arslys þar sem banaslys verða geti
heyrt sögunni til en ár hvert lætur
meira en milljón manns lífið í um-
ferðinni.
Í síðustu viku kynnti Volvo til sög-
unnar úrval nýrra tæknilausna sem
fyrirtækið telur að muni geta dregið
enn frekar úr banaslysum í umferð-
inni með því að koma í veg fyrir
hraðakstur, akstur undir áhrifum
áfengis og notkun snjallsíma undir
stýri.
Snemma á næsta áratug verða
nýjar Volvo-bifreiðar búnar mynda-
vél sem vaktar augnhreyfingar öku-
manns og greinir hvenær hann er
með athyglina við eitthvað annað en
veginn.
Einnig stendur til að nota stað-
setningartækni til að kortleggja
svæði þar sem bílar munu sjálfkrafa
hægja ferðina, s.s. í kringum skóla.
Jafnframt mun nýja tæknin frá
Volvo nota staðsetningu bílsins og
upplýsingar um ástand vega til að
takmarka hámarkshraða í hálku og
þoku, sem Samuelsson segir „áhrifa-
ríkari“ leið en að stóla á hraðaskilti.
„Bíllinn mun vita að vegurinn er
átta metra breiður og hlykkjóttur, og
að frost er, myrkur og snjór. Mjög
vönduð algrími munu þá reikna það
út að bíllinn megi ekki fara hraðar en
á 75 km/klst á umræddum veg-
arspotta,“ segir hann.
Vill fara varlega af stað
með sjálfakandi bíla
Eftir Peter Campbell
í Gautaborg
Ef tækni á bak við sjálf-
akandi bíla stendur ekki
undir væntingum gæti það
gert almenning og stjórn-
völd tortryggin.
AFP
Sjálfakandi strætó af gerðinni Volvo sem kynntur var í Singapúr í byrjun
þessa mánaðar en að mati Hakan Samuelsson þarf að fara hægt í sakirnar.
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum