Morgunblaðið - 27.03.2019, Page 16
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
Stefanía Ólafsdóttir er meðstofnandi og
framkvæmdastjóri íslenska
nýsköpunarfyrirtækisins Avo sem fyrst
íslenskra fyrirtækja var tekið inn í við-
skiptahraðalinn Y-combinator, sem er
sá elsti, og jafnan talinn sá öflugasti í
heiminum. Y-combinator lagði félaginu
til 150 þúsund dali í hlutafé en áður
hafði fyrirtækið tryggt sér 1,2 millljónir
dala í fjármögnun frá Brunni og In-
vesta. Hraðallinn hefur þegar ungað út
fyrirtækjum á borð við Airbnb, Drop-
box, Reddit og Twitch TV. Auk þess að
búa yfir miklu tengslaneti færustu sér-
fræðinga heims er Y-combinator sá
fjárfestingasjóður sem er með eitt
hæsta hlutfall einhyrningsfjárfestinga í
heiminum, en þá er um að ræða ný-
sköpunarfyrirtæki sem metin eru á
meira en milljarð Bandaríkjadala.
Avo er notendavænt vefapp fyrir
gagnasérfæðinga, vörustjóra og for-
ritara sem vinnur að því að skilgreina
hvaða gagnaöflun þarf að eiga sér stað
fyrir hverja vöruuppfærslu. Auk þess
er Avo forritaratól sem býr til kóða
sem tryggir að gögnin séu rétt áður en
þau eru send í gagnagrunn. „Avo
verður infrastrúktúrinn sem fyrirtæki
í heiminum reiða sig á til að tryggja
skilvirka og áreiðanlega gagnaöflun,“
segir Stefanía við ViðskiptaMoggann
og bindur vonir við það að fyrirtækið
verði að risafyrirtæki.
„Villur í gögnum eru ólíkar villum í
kóða að því leyti að það er hægt að
laga villur í kóða, en gögn eru var-
anleg. Gagnavillur eru óbætanlegur
skaði, sem hægja gríðarlega á hug-
búnaðarteymum.“ Avo setti vöruna á
markað fyrir mánuði og einblínir á al-
þjóðlegan markað og er nú þegar
komið með viðskiptavini víða um heim.
Meðstofnendur Avo eru þau Árni
Hermann Reynisson og Sölvi Loga-
son, og þá hefur Þóra Guðfinnsdóttir
gengið til liðs við þau en öll eru þau
fyrrverandi starfsmenn QuizUp. Hafa
þau öll verið í San Francisco frá byrj-
un árs.
Avo er fyrsta íslenska fyrirtækið til þess að hljóta inngöngu í Y-Combinator.
Í sama hraðli
og Airbnb
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Stefanía Ólafsdóttir og fé-
lagar í íslenska nýsköp-
unarfyrirtækinu Avo hlutu
inngöngu í öflugasta við-
skiptahraðal heims.
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Það var frekar óskemmtilegt aðlesa ummæli sem höfð voru
eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur,
formanni verkalýðsfélagsins Efl-
ingar, á Mbl.is á mánudagskvöldið
um að verkalýðsbarátta snerist um
að tryggja vinnuaflinu mannsæm-
andi afkomu „sama hvað kapítalísk
fyrirtæki gerðu“, en fréttin var
sögð þegar fundi verkalýðsfélaga
við SA var slitið fyrr en áætlað var
vegna óvissunnar varðandi WOW
air.
Það að einstaklingur sem tengd-ur hefur verið við sósíalisma
þurfi endilega að hnýta orðinu
„kapítalísk“ fyrir framan orðið
„fyrirtæki“, mátti skilja eins og við-
komandi óskaði sér að frekar verið
væri að semja við opinber fyrir-
tæki, ef maður gefur sér að það
séu þá öll hin fyrirtækin í landinu.
Orðin mátti skilja einnig á þannveg að tillit ætti ekki að taka
til stöðu hinna einkareknu fyr-
irtækja, sem í lok dagsins þurfa að
hafa burði til að borga launin, sem
kröfugerð verkalýðsfélaganna snýst
um. Mætti sem sagt telja að halda
eigi ýtrustu kröfum til streitu, og
það sama þó fyrirtækin megni ekki
að greiða launin sem samið er um.
Almennt þá greiða fyrirtæki laun
eins og þau treysta sér til, og
stofnendur og eigendur þessara
fyrirtækja hafa lagt blóð, svita og
tár í uppbyggingu þeirra, vöxt og
viðhald.
Suma dreymir um að fyrirtæki
séu helst öll opinber, en sú hug-
myndafræði er margreynd, og hef-
ur ítrekað endað með ósköpum.
Kapítalísk
fyrirtæki
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Vél WOW í Montréal tekin af …
WOW air verður endurskipulagt
Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW
WOW færi sömu leið og Air Berlin
WOW nær samkomulagi við …
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Það er ekki tíðindalaust í Svörtu-loftum. Á sama tíma og fráfar-
andi seðlabankastjóri situr yfir
teikningum sem miða að því að koma
skrifstofu eftirmanna hans tveimur
hæðum ofar en nú er mögulegt, vinn-
ur ríkisstjórnin að því að færa Fjár-
málaeftirlitið undir bankann og gera
forkólfa þeirrar stofnunar að vara-
skeifum bankastjórans. Forvitnilegt
verður að sjá hvort þá dugi að hafa
lokið öðru prófi en hagfræði til að
uppfylla hin hátt upp höfnu hæfni-
skilyrði sem allir segjast vita hvað
fela í sér en enginn getur útskýrt.
Og nú bætist ofan á fyrirhugaðarbyggingaframkvæmdir og
breytta stjórnskipan bankans að
velja þarf nýjan skipherra í brúna því
sá sem gegnt hefur embættinu síð-
ustu 10 árin má ekki gera það lengur.
Það vill reyndar svo til að lögin kveða
á um það en að öðrum kosti yrði hann
að hætta vegna þeirra hneykslismála
sem skekið hafa bankann síðustu ár-
in. Hinn afmarkaði skipunartími hef-
ur reynst hið besta björgunarvesti á
síðustu og verstu tímum.
Svo var tilkynnt að 15 hefðu sóttum stöðuna og supu margir sína
daglegu hvelju yfir því að aðeins ein
kona hafi verið í hópnum. Þekktir
álitsgjafar sem gjamma helst um það
sem þeir ekkert vita um, fullyrtu að
ríkisstjórnin hefði brugðist fyrst
engin „hæf“ kona „treysti“ sér til
þess að sækja um! Vandséð er hvern-
ig ríkisstjórnin, jafn öflug og hún nú
er, geti borið ábyrgð á því. Nóg á hún
víst með sjálfa sig. Og svo kom
reyndar fram, svona í framhjáhlaupi,
að konurnar reyndust tvær og um-
sækjendurnir 16.
En hvað sem því líður mun for-sætisráðherrann innan skamms
benda á þann sem að henni þykir
bestur. Og þar þarf ráðherrann að
hafa í huga að sá einstaklingur sem
velst til starfans á að fylgja lögum
um Seðlabankann (og reyndar öðr-
um lögum einnig þótt ekki ætti að
þurfa að taka það fram nema vegna
þess sem gengið hefur á í bankanum
síðustu árin). Í þeim lögum segir að
bankinn hafi það verkefni með hönd-
um að stuðla að stöðugu verðlagi. Í
því felst m.a. að tala ekki niður
gjaldmiðil þjóðarinnar sem reynst
hefur betur á síðustu árum, einkum
við endurreisnarstarfið í kjölfar
bankaáfallsins, en sumir hefðu ósk-
að sér. Þetta þarf ráðherrann að
hafa í huga við mat á því hverjir
koma til greina við val á nýjum
stjóra.
Víst ávallt þeim vana halt
Óheimilt var fyrir
dreifiveitur að setja
raforkukaupendur í
viðskipti við tengd
sölufyrirtæki.
Dreifiveitur
brutu lög
1
2
3
4
5