Morgunblaðið - 01.03.2019, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019
B
jarni Benediktsson, eigandi Víkurvagna, er manna
fróðastur um allt sem við kemur kerrum, dráttar-
beislum og vinnulyftum. Um árabil hefur fyrirtæki
hans flutt inn kerrur frá breska framleiðandanum
Ifor Williams, vinnulyftur frá sænska fyrirtækinu
Zepro og dráttarbeisli frá bæði Westfalia og Steinhof, auk þess
að smíða eigin dráttarkróka.
Aðspurður hverju þarf að gæta sérstaklega að við kerru-
kaupin segir Bjarni að tryggja verði að kerran sé nægilega
sterkbyggð, og má þá oft fylgja þeirri þumalputtareglu að kerr-
an sé því sterkari sem hún er þyngri. „Það má reyna að finna
það á kerrunum, með því að þreifa á þeim, hvað þær ráða við, en
svo má líka athuga eigin þyngd þeirra til að fá hugmynd um
hversu mikið af stáli var notað í framleiðsluna.“
Bjarni segir kerrur ýmist þurfa að vera úr galvaníseruðu
stáli eða áli, en álið sé dýrara og stálið verður því yfirleitt ofan á.
Álkerra er léttari, sem hjálpar til að draga úr eldsneytisnotkun,
en fyrir flesta kaupendur er eldsneytissparnaðurinn ekki svo
mikill að stálkerran sé ekki hagkvæmari kosturinn bæði til
skemmri og lengri tíma litið. „Það mæðir mikið á kerrum og
ætti því líka að ganga úr skugga um að auðvelt sé að nálgast
varahluti og viðgerðarþjónustu, líkt og á við um Víkurvagna
sem raunar þjónustar kerrur frá öllum framleiðendum.“
Einfaldleikinn dregur úr
hættunni á skemmdum
Góð kerra þarf að vera sterkbyggð, hafa nægilega burðargetu, rétta fjöðrun, og ekki vera of flókin.
Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Huga þarf að fullkomnum rafbúnaði bílsins við uppsetningu dráttarbeisla.
Við val á kerru ætti að athuga burðargetuna
og fjöðrunina. Blaðfjöðrun hefur ýmsa kosti,
að sögn Bjarna hjá Víkurvögnum.