Morgunblaðið - 01.03.2019, Page 11

Morgunblaðið - 01.03.2019, Page 11
FÖSTUDAGUR 1. MARS 2019 MORGUNBLAÐIÐ 11 Það mæðir mikið á kerrum og þess vegna skiptir miklu að hafa gott aðgengi að viðhaldsþjónustu og varahlutum. Blaðfjöðrun hefur vinninginn Annað sem Bjarni mælir með er að velja kerru með fjöðrun við hæfi. „Blaðfjöðrunin hentar yfirleitt best því hún er mýkri ef ekið er um með kerruna tóma, svo hún hoppar ekki og skoppar. Hinn valkosturinn er flexitor-fjöðrun en hún er stífari og byrjar ekki að virka sem skyldi fyrr en komið er hlass í kerruna.“ Oft eru margir um hverja kerru og segir Bjarni að til að minnka líkurnar á skemmdum sé ágætt að allur kerrubúnaður- inn sé sem einfaldastur. „Má orða það þannig að ef kerran er til- tölulega einföld, þá er minna sem hægt er að eyðileggja. Hjá Ifor Williams vita menn þetta, eru íhaldssamir í vöruþróun sinni og eru ekki að breyta því sem virkar bara til þess að breyta því.“ Lögum samkvæmt má hámarks dráttarþyngd ekki vera yfir 3.500 kílóum og er þyngd kerrunnar þá talin með. Segir Bjarni að verði að hafa þetta í huga við val á kerru, t.d. þegar ætlunin er að flytja vinnuvélar og ökutæki á milli staða. Spurður hvað það er sem helst á til að gefa sig nefnir Bjarni ljósin og bremsu- búnaðinn. „Bæði vill það henda að ekki er farið nógu varlega svo að kerran rekst utan í eitthvað og ljós brotnar, eða að gleymist að taka handbremsuna á kerrunni af áður en haldið er af stað.“ Engin kúla á rafmagnsbíla Við val á dráttarbeisli segir Bjarni að á fólksbíl eða jeppling sé alla jafna sett hefðbundið beisli og er þá kúlan í staðlaðri hæð. „Öðru máli gegnir um sendiferðabíla, og ráðleggjum við þá að taka s.k. prófílbeisli sem leyfir að stjórna hæð kúlunnar svo hún geti passað við misháar kerrur.“ Festa má dráttarbeisli á hér um bil allar gerðir bifreiða en þó ekki þær sem ganga fyrir rafmagni eingöngu. Gilda þar reglur framleiðandans en Bjarni bætir því við að þess sé eflaust skammt að bíða að á markaðinn komi rafmagnsbílar sem leyfi dráttarkúlu. Segir hann vissara að láta fagmann um að koma dráttarbeisl- inu fyrir enda þarf ekki aðeins að festa búnaðinn tryggilega við burðarvirki bílsins heldur líka tengja rafmagnssnúrur rétt. „Rafmagnsbúnaður bíla verður æ flóknari og viðkvæmari og þarf t.d. stundum að taka tillit til þess ef fjarlægðarskynjarar eru aftan á ökutækinu,“ útskýrir Bjarni og minnir á að kúlan megi ekki ná lengra en 10 cm frá stuðara nema eigandi öku- tækisins vilji bjóða heim hættunni á að vera krafinn bóta fyrir skemmdir ef einhver skyldi rekast utan í. Mega ekki bíða lengi eftir varahlutum Vörulyftur hafa aldrei verið fullkomnari og notendavænni og eru Zepro-lyfturnar hjá Víkurvögnum þannig úr garði gerðar að sjálfur lyftuflöturinn er tvískiptur og hægt að brjóta saman. Þegar lyftan er í réttstöðu aftan á vörubíl hylur hún því aðeins aðra hurðina og hamlar ekki aðgengi. „Með vörulyftur eins og annan búnað fyrir bílinn ættu kaup- endur að hafa hugfast að versla við fyrirtæki sem geta tryggt gott framboð af varahlutum svo að bilanir valdi sem minnstri röskun á rekstri ökutækisins.“ Á nær öllum sendiferðabílum er gert ráð fyrir vörulyftufest- ingum í burðarvirki bílsins en engu að síður er töluvert meiri framkvæmd að koma lyftunni fyrir en t.d. að festa dráttarbeisli. Segir Bjarni að vörulyftur hafi aldrei verið eins notendavænar og þær eru í dag. Þeim er stýrt með n.k. sjónvarpsfjarstýringu, og öll umgengni mjög auðveld. „Verður samt að muna að nota vörulyftuna varlega, og t.d. sýna aðgát þar sem bílar eru á ferð- inni ef ske kynni að þeir sjái ekki ef lyftan er niðri fyrr en það er orðið of seint.“ PON Pétur O. Nikulásson ehf. | Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu • Hnappur sem losar glussaþrýsting á tengjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.