Morgunblaðið - 05.04.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 05.04.2019, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019 Fermingargjofina .. færðu hjá okkur SE-MJ561BT HEYRNARTÓL BT Á EYRA SILFUR/BRÚN Kr. 11.900,- LEIKJATÖLVA RAUÐ+BLÁ JC Kr. 56.900,- NITS W HW RED BLUE HEYRNARTÓL BT Í EYRA SVÖRT Kr. 8.990,- SE-C7BT-B X-SMCO2D-B/W HLJÓmTæKJASTæÐA 2x10w, VEggHENgJANLEg Kr. 26.900,- Skoðaðu úrvalið okkar á LÁGMÚLA 8 BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Áhættan í fjármálakerfinu er enn innan hóflegra marka. Óvissa um framvinduna hefur hins vegar auk- ist og áhætta hefur að hluta til raungerst en áhrif þessa á fjár- málakerfið eru ekki komin fram enn. Þetta er meðal þess sem fram kemur í riti Seðlabankans Fjár- málastöðugleiki 2019/1 sem kom út í gær. Þar segir einnig að helstu áhættuþættir innanlands séu enn ferðaþjónusta og hátt fasteigna- verð. „Alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hafa versnað, óvissa hefur aukist og óróa gætir á erlendum fjármagns- mörkuðum. Ör vöxtur ferðaþjón- ustu er nú að snúast í samdrátt og áhættan sem byggðist upp með vextinum mun því að einhverju leyti raungerast,“ segir í ritinu. Skuldavöxtur heimila hóflegur Þá segir að mikil óvissa sé um framvindu næstu mánaða varðandi framboð flugsæta til og frá landinu en líklegt sé að gjaldþrot flug- félagsins WOW air muni hafa áhrif á fjölda ferðamanna a.m.k. til skamms tíma litið. „Hægt hefur á verðhækkun íbúðarhúsnæðis síðast- liðið ár en íbúðaverð er enn nokkuð hátt miðað við undirliggjandi þætti.“ Komið er inn á skuldavöxt heim- ilanna í ritinu en hann er sagður ennþá hóflegur en íbúðaskuldir hafi aukist. Þá er bent á að framboð húsnæðis hafi aukist undanfarið og búist sé við áframhaldandi fram- boðsaukningu á næstu árum. Hvað verðhækkun atvinnuhús- næðis varðar segir í ritinu að hún sé enn kröftug og verðið sé orðið hátt á flesta mælikvarða. Að auki hafi skuldavöxtur fyrirtækja verið þróttmikill eins og það er orðað í ritinu en vísbendingar séu um að hægja muni á vextinum. „Talsverð tengsl eru á milli áhættu á fast- eignamarkaði og í ferðaþjónustu og stór hluti útlána bankanna tengist fasteignum og ferðaþjónustu. Hins vegar er núverandi staða heimila og fyrirtækja nokkuð sterk og er við- námsþróttur fjármálafyrirtækjanna góður sem mildar möguleg áhrif og þannig heildarmat á áhættunni.“ Áföll ekki nógu stór Í formála að Fjármálastöðugleika víkur Már Guðmundsson seðla- bankastjóri sérstaklega að áhrifum efnahagslegra áfalla sem dunið hafa yfir þjóðina að undanförnu. Nefnir hann þar loðnubrest og gjaldþrot WOW air og ræðir óvissu sem fyrir hendi er um bein og af- leidd áhrif. Segir hann í formál- anum að við núverandi aðstæður séu litlar líkur á að áföllin muni ógna stöðugleika fjármálakerfisins. Til þess séu þau einfaldlega ekki nógu stór eins og hann orðar það, í ljósi þess mikla viðnámsþróttar sem þjóðarbúið og fjármálakerfið búi nú við. „Þessi viðnámsþróttur birtist í hreinni eignastöðu þjóð- arbúsins gagnvart útlöndum, stórum gjaldeyrisforða, á heildina litið tiltölulega góðri eiginfjárstöðu heimila og fyrirtækja og háum eig- infjárhlutföllum og góðri lausafjár- stöðu bankanna. Þá er svigrúm hagstjórnar til að bregðast við tölu- vert og mun meira en víða um heim.“ Hófleg áhætta í kerfinu Morgunblaðið/Ómar Áhrif Áföllin í efnahagskerfinu eru ekki nógu stór til að ógna stöðugleika.  Helstu áhættuþættir innanlands enn ferðaþjónusta og hátt fasteignaverð Ferðaþjónustan » Í lok desember námu útlán stóru viðskiptabankanna til ferðaþjónustu tæplega 9% af heildarútlánum þeirra til við- skiptavina. » Dregið hefur hratt úr útlán- um til ferðaþjónustu á sl. mán- uðum. sig við Morgunblaðið þegar eftir því var leitað. Í kynningunni kemur fram að félagið hyggist byrja á að því reka fimm Airbus-farþegaþotur sem sinna munu leiguflugi fyrst um sinn. Stefnir hið nýja félag að því að öðlast flugrekstrarleyfi á þeirri for- sendu ásamt því að félaginu takist að kaupa helstu eignir úr búi WOW air, þar á meðal vörumerkið, auk þess sem það nái samkomulagi við leigusala um rekstur fimm flugvéla og að hinu nýja félagi takist að sækja sér nægt fjármagn til þess að hefja starfsemi. Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, hyggst reyna ásamt lykilstarfs- mönnum hins gjaldþrota flugfélags að endurvekja starfsemi þess og leitar hópurinn nú fjármagns upp á 40 milljónir Bandaríkjadala, um 4,8 milljarða króna, til þess að reka hið nýja flugfélag. Mun sú fjármögnun tryggja 49% hlut í félaginu gangi áætlanir hópsins upp en Skúli og fé- lagar stefna að því að eiga 51% hlut. Þetta sýnir fjárfestakynning sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Hvorki Skúli Mogensen né aðrir forsvarsmenn verkefnisins vildu tjá Leitar fjármagns fyrir nýtt félag  Skúli Mogensen vill endurreisa WOW air ásamt lykilstarfsmönnum Morgunblaðið/Hari Flug Aðeins er rúm vika síðan flugfélagið WOW air varð gjaldþrota. 5. apríl 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 118.87 119.43 119.15 Sterlingspund 156.59 157.35 156.97 Kanadadalur 89.32 89.84 89.58 Dönsk króna 17.899 18.003 17.951 Norsk króna 13.887 13.969 13.928 Sænsk króna 12.816 12.892 12.854 Svissn. franki 119.19 119.85 119.52 Japanskt jen 1.0657 1.0719 1.0688 SDR 165.02 166.0 165.51 Evra 133.63 134.37 134.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.6712 Hrávöruverð Gull 1291.85 ($/únsa) Ál 1857.5 ($/tonn) LME Hráolía 69.47 ($/fatið) Brent Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur samþykkt, samkvæmt úr- skurði sem Morgunblaðið hefur undir höndum, að þrotabúinu EK 1923, áður Egg- ert Kristjánsson ehf. heildverzl- un, sem Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður er skipta- stjóri í, sé heimilt að taka eignir Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oftast er kenndur við Subway, og Sjöstjörnunnar, í löggeymslu, en Skúli Gunnar og Sjöstjarnan kröfð- ust þess að löggeymslan yrði felld úr gildi. Traustari en kyrrsetning Eignirnar höfðu áður verið kyrr- settar, en löggeymslan er trygging- argerð sem er traustari en kyrr- setning. Þannig víkur löggeymsla til dæmis ekki fyrir nýju fjárnámi eins og kyrrsetning gerir, að því er upplýsingar Morgunblaðsins herma. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu voru fjórar eignir upphaflega kyrrsettar, Eyrarvegur 2 á Selfossi, Egilsstaðir í Ölfusi, Sel- braut 86 á Seltjarnarnesi og Ós- gerði í Ölfusi. Upplýsingar Morgunblaðsins herma að fari svo að málið verði kært til Landsréttar og niðurstaða verði þar sú sama, verði eignir tryggðar til ráðstöfunar inn í þrotabúið. Skúli Gunnar Sigfússon Löggeymsla á eignum Skúla samþykkt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.