Morgunblaðið - 05.04.2019, Side 27
Kennaraháskólann í Kaupmanna-
höfn.
Birgir hóf tónlistarnám sitt og
trompetleik á Norðfirði hjá Haraldi
Guðmundssyni, og síðan í Vest-
mannaeyjum hjá Oddgeiri Krist-
jánssyni og í Reykjavík hjá þeim
Jóni Sigurðssyni og Birni Guðjóns-
syni, en þeir voru á þessum árum
trompetleikarar Sinfóníunnar. Í
Reykjavík sótti hann einnig nám-
skeið fyrir stjórnendur lúðrasveita.
Birgir lék um árabil með Lúðra-
sveit Neskaupstaðar, Lúðrasveit
Vestmannaeyja, Lúðrasveit Verka-
lýðsins og Lúðrasveit Keflavíkur.
Starfsferillinn sem kennari hófst í
Brúarlandsskóla í Mosfellssveit árið
1960, en hann fékkst við kennslu og
skólastjórn í grunnskólanum þar til
ársins 2000.
Birgir hóf kennslu á blásturs-
hljóðfæri 1963 sem leiddi m.a. til
þess að stofnaður var tónlistarskóli í
Mosfellssveit. Hann stýrði og stjórn-
aði Skólahljómsveit Mosfellsbæjar í
40 ár.
„Á sumrin var ég um árabil verk-
stjóri í unglingavinnu bæði hjá Mos-
fellshreppi og í Reykjalundi. Í 10
sumur starfaði ég sem fararstjóri
hjá Ferðaskrifstofunni Útsýn á
Lignano á Ítalíu.“
Birgir hefur setið í ýmsum nefnd-
um fyrir Mosfellshrepp og síðar
Mosfellsbæ, einkum tengdum menn-
ingarmálum. Um 20 ára skeið var
hann formaður SÍSL sem eru sam-
tök skólalúðrasveita á Íslandi.
Á nýársdag 2005 var Birgir
sæmdur riddarakrossi hinnar ís-
lensku fálkaorðu fyrir störf í þágu
tónlistar. Árið 2008 fékk hann Melv-
in Jones-viðurkenningu frá Lions-
klúbbi Mosfellsbæjar fyrir störf í
þágu barna og unglinga í sveitar-
félaginu. „Þá á ég skemmtilegt við-
urkenningarskjal frá Ítalíuferðum
skólahljómsveitarinnar til Lignano í
Friulihéraðinu þar sem ferðamála-
yfirvöld þakka alls sex heimsóknir
og fjölda tónleika á svæðinu.“
Ferðalög bæði utanlands og innan
skipa stóran sess hjá Birgi og Jór-
unni, eiginkonu hans. „Síðustu árin
höfum við heillast af því að ferðast á
Íslandi með hjólhýsið aftan í bílnum
um landið þvert og endilangt. Frá
æskuárum hafa íþróttir skipað stór-
an sess og enn stunda ég blakíþrótt-
ina með frábærum félögum auk leik-
fimitíma í Reykjalundi.“
Fjölskylda
Eiginkona Birgis er Jórunn Helga
Árnadóttir, f. 31.3. 1941, hár-
greiðsludama og vann einnig við að-
stoð við sjúkraþjálfun: Foreldrar
hennar voru hjónin Magdalena
Ólafsdóttir, f. 9.5. 1914, d. 3.3. 1999,
húsmóðir og Árni Hinrik Jónsson, f.
19.11. 1909, d. 22.10. 2005, af-
greiðslumaður í Keflavík.
Börn Birgis og Jórunnar eru: 1)
Sveinn Þórður, f. 17.6. 1959, tónlist-
armaður og kennari, bús. í Mos-
fellsbæ. Maki: Svanhildur Einars-
dóttir, f. 6.6. 1962, starfsmaður á
Hagstofu Íslands. Börn: Birgir Dag-
bjartur, f. 14.3. 1978, hans börn eru
Sunneva Björk og Kolbrún Helga;
Lárus, f. 12.3. 1985, hans börn eru
Lilja Dís og Anna María; Íris Þöll, f.
28.12. 1982, börn hennar eru Helena
og Nóa Filippa; Agla Ösp, f. 19.1.
1990, dóttir hennar er Dagbjört
Rún; Einar Sveinn, f. 5.8. 1999; 2)
Arna Björk, f. 22.6. 1961, d. 12.3.
1964; 3) Arna Björk, f. 20.2. 1965,
myndlistarkona og kennari, bús. í
Mosfellsbæ. Maki: Þórður Ólason, f.
19.1. 1965. Börn: Andri Freyr, f.
13.5. 1989, Óli Hörður, f. 27.4. 1992,
Hildur Ýr, f. 23.7. 1996; 4) Harpa, f.
18.11. 1969, námsráðgjafi í Hróars-
keldu. Maki: Eiríkur G. Eyvindsson,
f. 31.10. 1961. Börn: Sóley Freyja, f.
16.6. 1994, Steinar Freyr, f. 27.7.
1999.
Systkini Birgis: Lárus Sveinsson,
f. 7.2. 1941, d. 18.1. 2000, trompet-
leikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands;
Leó Sigurjón Sveinsson, f. 22.8.
1942, vélstjóri, bús. á Stokkseyri;
Elsa Helga Sveinsdóttir, f. 1.8. 1948,
bankastarfsmaður, bús. í Mosfells-
bæ.
Foreldrar Birgis voru hjónin
Sveinn Sigurjónsson, f. 30.4. 1911, d.
28.7. 1949, vélstjóri í Neskaupstað,
og Þórunn Lárusdóttir, f. 6.9. 1914,
27.5. 2002, húsmóðir í Neskaupstað.
Birgir Dagbjartur
Sveinsson
Sólveig Gísladottir
húsfreyja á Krossi og í Neskaupstað
Sigurður Þorsteinsson
bóndi á Krossi í Mjóafirði,
síðan í Neskaupstað
Dagbjört Sigurðardóttir
húsfreyja í Neskaupstað
Þórunn Lárusdóttir
húsfreyja í Neskaupstað
Lárus Ásmundsson
útvegsbóndi í
Neskaupstað
Þórunn Halldórsdóttir
húsfreyja á Karlsstöðum
og Vindheimum
Ásmundur Jónsson
útvegsbóndi á Karlsstöðum
í Vöðlavík og síðast á
Vindheimum í Norðfirði
Lárus
Sveinsson
trompet-
leikar í
Sinfóníu-
hljómsveit
Ísl.
Ingibjörg Lárusdóttir
lögfr. hjá Landspítalanum
Þórunn Lárusdóttir
leikkona og leikstjóri
Dísella Lárusdóttir
söngkona við
Metropolitan óperuna
Svavar Lárusson tónlistarmaður og kennari
Sigurður
Lárusson
útgerðarmaður
á Höfn í
Hornafirði
Hilmar
Sigurðsson
viðskiptafr. og
endurskoðandi
Stefán
Hilmarsson
söngvari
Anna Guðnadóttir
húsfreyja í Krossavík
Sveinn Valdimarsson
bóndi í Krossavík í
Vopnafirði
Birgitta Ólöf Sveinsdóttir
húsfreyja á Skálum
Sigurjón Gunnlaugsson
bóndi á Skálum í Vopnafirði
Guðrún Sigurðardóttir
húsfreyja á Efri-Bláfeldi
Gunnlaugur Þorkelsson
bóndi á Efri-Bláfeldi í Staðarsveit, Snæf.
Úr frændgarði Birgis D. Sveinssonar
Sveinn Sigurjónsson
vélstjóri í Neskaupstað
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
ELECTROLUX
ÞVOTTADAGAR
Frá18. mars - 18. apríl verður
25% afsláttur af öllum Electrolux
iðnaðarþvottavélum, þurrkurum
og strauvélum
Ryksuga fylgir með öllum
pöntunum sem gerðar eru
á iðnaðarþvottavélum,
þurrkurum og strauvélum frá
18. mars til 18. apríl.
Ryksugan er „tvær í einni“
frá Electrolux
KAUP-
AUKI!
Hákon Ólafur Franz Loftssonfæddist í Reykjavík 5. apríl1919. Foreldrar hans voru
Loftur Guðmundsson, f. 1892, d.
1952, ljósmyndari og fyrri kona
hans, Stefanía Grímsdóttir, f. 1898,
d. 1940, húsfreyja.
Hákon stundaði nám í Skotlandi
1935-36 og komst þar í kynni við
kaþólskt fólk. Leiddi það til, ásamt
öðru, að hann tók kaþólska trú 1937.
Hákon varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1940 og nam
norrænu við Háskóla Íslands 1940-
41 en ákvað þá að gerast kaþólskur
prestur á Íslandi og fór þess vegna
út í nám í prestaskóla í Bandaríkj-
unum. Hann stundaði nám í guð-
fræði, heimspeki og sálarfræði við
St. Mary’s Seminary and University
í Baltimore og lauk þaðan BA-prófi
1943 í kirkjusögu Íslands 1000-1500.
Hann tók djáknavígslu þar 1946 og
var brautskráður til prestvígslu
1947. Séra Hákon vígðist til prests í
Kristskirkju, Landakoti árið 1947 og
var það fyrsta kaþólska prestvígslan
sem fór fram hér á landi eftir siða-
skiptin.
Í Landakoti starfaði Hákon sem
prestur til ársins 1952 þegar hann
fluttist til Akureyrar og gerðist
prestur kaþólskra manna á Norður-
landi. Hann var enn fremur stunda-
kennari við Menntaskólann á Akur-
eyri. Hann fluttist síðan til Reykja-
víkur og var einkaritari biskups
kaþólsku kirkjunnar í Landakoti um
skeið. Hann var síðan prestur í
Stykkishólmi frá 1972 til æviloka.
Hákon skrifaði margt og þýddi
fyrir kaþólsku kirkjuna. Hann samdi
messutónlist, byggða á gregorískri
og íslenskri tónlistarhefð, og voru
þau lög sungin við hámessur í kap-
ellu systranna í Stykkishólmi. Hann
leitaðist við í störfum sínum að sam-
tvinna kaþólska trú og íslenska
menningararfleifð.
Hákon lést 30. maí 1977 í New
York á leiðinni til Baltimore þar sem
hann ætlaði að heimsækja háskólann
sinn í tilefni af 30 ára afmæli prest-
vígslu sinnar.
Merkir Íslendingar
Hákon
Loftsson
90 ára
Torfi Leósson
85 ára
Auðbjörg Helgadóttir
Björn Gunnarsson
Kristinn Ketilsson
Sigurveig Haraldsdóttir
80 ára
Birgir Dagbjartur Sveinsson
Elísabet Jónsdóttir
Guðmundur Hjálmarsson
Sigríður Sigurðardóttir
Unnur Alexandra Jónsdóttir
75 ára
Árni Njálsson
Emilía Jónsdóttir
Sigurður Thorarensen
Svavar Sölvason
70 ára
Anna Sigríður Indriðadóttir
Felix Eyjólfsson
Hannes Ragnar Óskarsson
Ísleifur Ingimarsson
Ólöf S. Wessman
Pavao Borojevic
Sigurlaug Viborg
Tryggvi Sæberg Einarsson
Unnar Már Magnússon
60 ára
Ásthildur Geirsdóttir
Bryndís Benjamínsdóttir
Francisca da Cruz
Alicedóttir
Guðmundur R. Björgvinss.
Guðmundur R.
Guðmundsson
Hilmar Grétar Bjarnason
Jennifer Eleanor E.
Einarsson
Morten Geir Ottesen
50 ára
Arnheiður Árnadóttir
Edda Linda Gunnlaugsd.
Guðrún Birgitta Jónsdóttir
Hannes G. Hilmarsson
Hilmar Páll Marinósson
Hugrún Sigurðardóttir
Magnea Rán Guðlaugsd.
Marjón Pétur Sigmundsson
Svanur Valgeirsson
Tómas Stanislavsson
40 ára
Anna Irena Jaroc
Dariusz Duda
Erla Sigurrós Helgadóttir
Halldór B. Þorbergsson
Katarzyna Jasinska
Ólafur Eiríksson
Óli Jón Kristinsson
Pálmi Jónsson
Przemyslaw Pietrzyk
Ragnhildur Bergþórsdóttir
Rut Þórarinsdóttir
Sandra Ósk Sigurðardóttir
Shernu Amadou Daillo
Silja Edvardsdóttir
Skúli Sigurðsson
Teitur Arason
Tomasz Rafal Zamarek
Vigfús Morthens
Þóra Þorgeirsdóttir
30 ára
Alma Lóa Lúthersdóttir
Anna Karolina Gil
Ágúst Ingi Halldórsson
Ásgerður Sverrisdóttir
Bára Dís Guðjónsdóttir
Einar Smárason
Elvar Örn Rúnarsson
Kristján Gunnar Óskarsson
Leifur Þorbergsson
Maciej Kacper Domanski
Magnús B. Sigurðsson
Salóme Rut Harðardóttir
Vilborg Jóna Gunnarsdóttir
40 ára Sandra er Reyk-
víkingur, viðskiptafræð-
ingur og vefstjóri hjá Wow
air.
Maki: Skafti Rúnar Þor-
steinsson, f. 1980, smiður
hjá Aðalvík.
Börn: Þorsteinn, f. 2007,
Helena Hulda, f. 2008, og
Tindur, f. 2013.
Foreldrar: Sigurður Óm-
ar Sigurðsson, f. 1957,
tölvunarfræðingur, og
Ágústa Hreinsdóttir, f.
1957, hárgreiðslumeistari.
Sandra Ósk
Sigurðardóttir
40 ára Silja er Hornfirð-
ingur en býr í Reykjavík.
Hún er dýralæknir hjá
Dýralæknastofu Reykja-
víkur.
Maki: Benjamin Mokry, f.
1979, framkvæmdastjóri
Klifurhúss Reykjavíkur.
Sonur: Leó, f. 2012.
Foreldrar: Edvard Sig-
urður Ragnarsson, f.
1943, fv. útibússtjóri, og
Helga Jóhanna Magnús-
dóttir, f. 1953, skólastjóri
Lágafellsskóla.
Silja
Edvardsdóttir
30 ára Magnús er Reyk-
víkingur, er meistaranemi
í hagnýtri tölfræði við HÍ.
Maki: Nichole Katrín Fali-
mas, f. 1995, hjúkrunar-
fræðinemi.
Bróðir: Einar Ben, f.
1982.
Foreldrar: Sigurður Ein-
arsson, f. 1957, verkfræð-
ingur, og Valgerður Mar-
grét Magnúsdóttir, f.
1960, hjúkrunarfræð-
ingur. og þerapisti.
Magnús Bene-
dikt Sigurðsson
Til hamingju með daginn