Morgunblaðið - 05.04.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 05.04.2019, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kjarasamn-ingar tæp-lega 30 stéttarfélaga við Samtök atvinnu- lífsins með að- komu ríkis- stjórnarinnar eru fagnaðarefni. Þeir hafa hlotið heitið lífskjarasamningar og eru tilraun til að fara nýjar leiðir í kjaramálum. Ein nýj- ungin er að tengja launa- hækkanir við hagvöxt þannig að til verði svokallaður hag- vaxtarauki. Með þeim hætti fái launþegar hlutdeild í auk- inni verðmætasköpun allt eft- ir því hversu mikil hún er. Þá á einnig með aðkomu ríkis- stjórnarinnar að leysa úr að- kallandi húsnæðisvanda og auðvelda kaup á húsnæði. Einnig er brugðist við þrá- látri gagnrýni á verðtrygg- inguna. Eftir áramót munu verðtryggð lán til 40 ára ekki lengur standa til boða og verður hámarkið 25 ár. Þá verður að lágmarki hægt að veita verðtryggð lán til tíu ára. Með því ættu verðtryggð lán til skamms tíma, til dæmis til bílakaupa, að vera úr sög- unni. Samningana undirrituðu Efling, Verkalýðsfélag Akra- ness, Verkalýðsfélag Grinda- víkur, Framsýn, VR, Lands- samband íslenskra verzlunarmanna og Starfs- greinasambandið, sem kom að borðinu á lokametrunum. Á ýmsu hefur gengið í samningaviðræðunum og kröfugerðarboginn var hátt spenntur. Þó var augljóst að efnahagsástandið væri þann- ig að það stæði ekki undir þeim kröfum, sem gerðar voru. Æskilegt hefði verið að samið hefði verið mun fyrr til að eyða þeirri óvissu, sem kjaradeila veldur óhjákvæmi- lega þegar verkföll vofa yfir. Það er vissulega gott að ekki skyldi koma til víðtækra verkfallsaðgerða, sem hefðu getað valdið miklum skaða í atvinnulífinu. En hótunin um verkföll hefur líka kælandi áhrif á atvinnulífið. Fyrirtæki fara að með gát, ráðast síður í framkvæmdir, ráða ekki nýtt starfsfólk og tapa jafnvel við- skiptum eins og fram kemur í viðtali við Ingibjörgu Ólafs- dóttur, hótelstjóra á Hótel Sögu, í blaðinu í dag. Almenn- ingur heldur einnig að sér höndum og umsvif minnka í samfélaginu. Kólnunin hefur áhrif á rekstur og alls ekki gefið að hægt sé að vinna þau upp með auknum umsvifum þegar samningar hafa tekist. Þetta andrúms- loft hefði mátt skila sér með sterkari hætti inn á samningaborðið og vekja til vit- undar um að það lægi á að semja. Sambærilega staða var fyrir þremur árum og í raun gengur ekki að ávallt þurfi að fara fram á ystu nöf þegar samið er um kaup og kjör. Það hlýtur að vera hægt að fara eftir öðru handriti. Í viðtali, sem birtist á mbl.is í gær, segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissátta- semjari að ljóst sé að fall Wow air hafi haft mjög mikil áhrif á samningsstöðu beggja aðila. Þá orðaði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verka- lýðsfélag Akraness, það svo að gjaldþrot Wow hefði verið vendipunktur. Það var því miður löngu ljóst í hvað stefndi á þeim bæ og raun slá- andi að gjaldþrot flugfélags- ins hafi þurft til að verkalýðs- hreyfingin áttaði sig á ástandinu í hagkerfinu og samningar tækjust. Nú er hins vegar rétt að horfa fram á veginn. Óvíða er jöfnuður í lífskjörum jafn mikill og á Íslandi. Þessa stöðu má ekki síst þakka góð- æri undanfarinna ára. Það gerði að verkum að efnahags- lífið gat staðið undir óvenju- miklum launahækkunum án þess að það leiddi til þenslu og verðbólgu. Fyrir vikið skil- uðu hækkanirnar sér ekki að- eins í fleiri krónum í budduna, heldur einnig auknum kaup- mætti. Þótt þessir samningar séu í höfn og nái til yfir 100 þúsund launþega er mikið eftir. Í gær settust iðnaðarmenn og Sam- tök atvinnulífsins á rökstóla og ósamið er við stóra hópa. Í samningunum er leitast við að hækka sérstaklega þá, sem lægst hafa launin, aðrir geti beðið, samið er um tilteknar upphæðir, ekki hlutfall af launum. Spurningin er hvort sá ásetningur haldi að semja um krónutölur, en ekki pró- sentur þegar á hólminn er komið. Nú er þess freistað að tengja launaþróun hagvexti. Ef vel tekst til gæti það orðið leið til að setja kjaramál í greiðari farveg, en verið hef- ur, og auðvelda samninga í framtíðinni. En mikilvægast er að þessir samningar eru í höfn og verði þeir samþykktir má vona að rofi til í efnahags- lífinu. Undirritun kjarasamninga verður vonandi til að reka doðann úr efnahagslífinu} Óvissu aflétt N ýr lífskjarasamningur 2019-2022, sem aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um og stjórn- völd styðja við, byggir undir áframhaldandi lífskjarasókn á Íslandi. Samningurinn er í senn framsýnn og ánægjuleg afurð þrotlausrar vinnu aðila vinnu- markaðarins í samvinnu við stjórnvöld undan- farna mánuði. Aðgerðirnar eru viðamiklar og snerta margar hliðar þjóðlífsins sem miða allar að því sama; að auka lífskjör og lífsgæði á Ís- landi. Þær leggjast ofan á þá kraftmiklu inn- viðafjárfestingu sem hefur átt sér stað í tíð þessarar ríkisstjórnar í mennta- og menningar- málum, félags- og heilbrigðismálum, sam- göngu- og umhverfismálum og nýsköpunar- og vísindamálum. Áhersla á ungt fólk og börn Með aðgerðunum mun staða ungs fólks styrkjast. Á gildistíma samningsins verða barnabætur hækkaðar og fæðingarorlof lengt úr níu mánuðum í tólf. Ungu fólki verður auðveldað að fjárfesta í fyrstu fasteign með því að heimila notkun á hluta skyldulífeyrissparnaðar til slíkra kaupa. Það kemur til viðbótar séreignasparnaðarleiðinni Fyrsta íbúð sem heimilar fólki að nýta viðbótarsparnað sinn í allt að 10 ár til kaupa og afborgana. Ég vil einnig geta þess að vinna við heildarendurskoðun á Lánasjóði ís- lenskra námsmanna gengur mjög vel en í nýju náms- styrkja- og lánakerfi munum við fella niður 30% af höfuð- stóli námsmanna að ákveðnum skilyrðum fullnægðum auk þess að framfærsla barna verður í formi styrkja í stað lána eins og er í dag. Að auki höf- um við hækkað frítekjumark námsmanna um 43%. Hærri laun og lægri skattar Til viðbótar við þær launahækkanir sem hafa verið kynntar í lífskjarasamningnum mun ríkið lækka skatta um 20 milljarða og gefa þannig eftir um 10% af tekjuskatti ein- staklinga. Tekjuskattur alls launafólks mun lækka en sérstök áhersla er lögð á tekjulága hópa með nýju lágtekjuskattsþrepi. Sú aðgerð mun auka ráðstöfunartekjur lágtekjuhópa og auka jöfnuð. Þá munu gjaldskrár ríkisins ekki hækka á árinu 2019 umfram það sem þegar er komið til framkvæmda og á árinu 2020 verður 2,5% hámark sett á gjaldskrárhækkanir. Betri lífskjör á Íslandi Það er ljóst að lífskjarasamningurinn og aðgerðir tengdar honum munu skila okkur auknum lífsgæðum. Markviss skref til afnáms verðtryggingar verða tekin, sveigjanleiki aukinn á vinnustöðum, íbúðakaup gerð auð- veldari, tekjuskattur lækkaður, laun hækkuð, barnabætur auknar og fæðingarorlof lengt. Árangur sem þessi er ekki sjálfgefinn. Hann er afrakstur samvinnu fjölda aðila sem allir hafa sama markmið að leiðarljósi, að gera gott land enn betra. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Áframhaldandi lífskjarasókn Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar hef- ur farið fram á það við Vegagerðina að hún taki föstum tökum á árang- ursleysi við dýpkun Landeyjahafn- ar. Vill bæjarráðið að Vegagerðin leggi fram raunhæfa áætlun um hversu fljótt er hægt að opna höfn- ina. „Þolinmæðin er þrotin,“ segir í fundargerð bæjarráðs. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Eyjum, óskaði nýlega eftir áætlun um það hvernig og hvenær Vega- gerðin ætlar sér að ljúka dýpkun og opna höfnina. Þau svör fengust frá Vegagerðinni að til stæði að halda áfram eins og verið hefur. „Það er einhuga afstaða bæjar- ráðs að ekki sé hægt að búa við þá stöðu sem uppi er vegna ástandsins í Landeyjahöfn. Heilt samfélag líður fyrir það hvernig ákvörðunum við dýpkun Landeyjahafnar hefur verið háttað. Ljóst er að bæta þarf við þann tækjakost sem sinnt hefur dýpkun í mars til þess að efla af- kastagetuna. Aðeins eitt dýpkunar- skip hefur verið við vinnu að undan- förnu,“ segir í fundargerð bæjarráðs. Ráða ekki við verkefnið Viðhaldsdýpkanir fyrir Land- eyjahöfn 2019–2021 voru boðnar út í haust og gengið var til samninga við Björgun ehf. Njáll Ragnarsson, for- maður bæjarráðs, segir fyrirtækið ekki hafa tækin í verkefnið. „Björgun hefur ekki þann tækjakost sem þarf til að klára þetta verkefni þannig að sómi sé að. Við erum náttúrulega að fara fram á það við Vegagerðina að þeir leggi bara fram hvernig þeir ætla sér að opna Landeyjahöfn og með hvaða hætti það verður gert,“ segir Njáll en bæj- arfulltrúar í Vestmannaeyjum funda með Bergþóru Þorkelsdóttur vega- málastjóra í dag. Njáll telur óhætt að segja að lokun Landeyjahafnar hafi mikil áhrif á bæinn. „Ferðaþjónustan finnur til dæmis mjög mikið fyrir því þegar þessi höfn er lokuð svona langt fram á vorin. Það er mikið um afbókanir á hótelum, kynnisferðum, útsýnisferðum og öðru. Þannig að ferðaþjónustan verður mjög vör við það þegar ekki er búið að opna og líður fyrir það. Bæjarbragurinn er allt annar en hann væri ella. Við þurfum að opna höfnina til að taka á móti þeim gestum sem við viljum taka á móti,“ segir Njáll. Tugmilljóna tap í afbókunum Magnús Bragason, hótelstjóri á Hótel Vestmannaeyjum, segir mjög mikið um afbókanir á hótelinu. Ferðamannastraumurinn til Eyja hefst um mánaðamótin mars og apríl. „Þegar ekki er siglt í Landeyja- höfn þá afbóka þeir gestir sem eiga bókaða gistingu hjá okkur. Árið 2015 afbókaði ég gistingu fyrir hátt í 20 milljónir. Það lagaðist og hefur verið með skárra móti en nú er maður að upplifa þetta aftur,“ segir Magnús. Hann segir að fyrirtæki frá Reykja- vík sem hafa komið í helgarferðir hafi verið að bjarga hótelinu síðustu helgar. Á hann von á slíkri hópferð um helgina. „Þau ætla að láta sig hafa það að fara úr Þorlákshöfn þar sem veðrið er svo gott.“ Magnús gagnrýnir einnig Björgun og segir tækin þeirra ekki nógu afkastamikil. „Okkur brá rosalega þegar Vega- gerðin samdi við Björgun. Því reynslan sýndi okkur að þeir ráða ekki við verkið og það hefur ekkert breyst í þeim forsendum. Maður vonar að þetta sé að fara í lag, og þetta er allt að koma, en við erum komin fram yfir marklínuna,“ segir Magnús og bætir við að þolinmæðin sé á þrotum. Allir af vilja gerðir Lárus Dagur Pálsson, fram- kvæmdastjóri Björgunar, segir fyrirtækið vera með tæki og flota sem geti við góðar aðstæður afkast- að meiru en aðrir. „Við höfum dæmi í gegnum tíð- ina sem geta sýnt fram á það. Við er- um náttúrulega bara með tæki sem stóðust útboðskröfur Vegagerðar- innar og afköst í takt við það. Það hafa engir aðrir jafn mikla reynslu af þessum dýpkunum og okkar áhafnir,“ segir Lárus. Spurður hvort það sé þá veðrið sem tefji fram- kvæmdirnar segir hann veðurað- stæður hafa verið erfiðar og bendir á mikla ölduhæð í marsmánuði. Hann segir einnig að það sé ekki hægt að bera saman á milli ára hvenær höfnin opnar. „Maður þarf að horfa í aðstæðurnar, hverjar voru þær? Hversu mikið af sandi sem átti að dýpka? Og hversu mikið þurfti að dýpka?“ Lárus segir alla af vilja gerða til að opna höfnina. Hann seg- ir fyrirtækið vera ábyrgt og með áratugareynslu í dýpkunum um land allt. „Það er lítið umburðarlyndi í samskiptum í kringum þetta verk- efni sem heitir Landeyjahöfn. Ég skil Eyjamenn mjög vel. Auðvitað voru væntingarnar í upphafi alltaf þær að höfnin væri heilsárshöfn. Menn hafa bara ekki ráðið við þess- ar aðstæður og höfnin er alltaf að fyllast af sandi,“ segir Lárus. Vilja raunhæfa áætlun um Landeyjahöfn Morgunblaðið/Árni Sæberg Landeyjahöfn Treglega hefur gengið að opna Landeyjahöfn að nýju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.