Morgunblaðið - 10.04.2019, Side 9
Nú erum við Sigurður komnir inn á jarð-
sprengjusvæði. Umræður um arðgreiðslur í
samfélaginu hafa oft verið heitar. „Mér finnst
oft gleymast að fólk vill ekki leggja peninga inn
á bankabók og fá enga vexti. Þegar menn eru að
leggja fé í áhætturekstur eins og í trygginga-
félag, þá vilja menn einhverja vexti á sitt fé. Það
er ekkert ósanngjörn krafa.“
Í fyrrnefndu viðtali við Snorra Jakobsson hjá
Capacent var komið inn á verð hlutabréfa trygg-
ingafélaganna og þau sögð vanmetin. „Já ég er
sammála því. Við höfum verið að skila frábærri
arðsemi, sem mér finnst ekki endurspeglast í
hlutabréfaverðinu. Reyndar höfum við og hin
tryggingafélögin verið að hækka um 20-30% það
sem af er ári í kauphöllinni, sem sýnir þetta að-
eins, en síðasta ár var auðvitað þungt á mark-
aðnum, og rekstrarárið erfitt fyrir flest félögin.
Þá verða menn kannski neikvæðir, en sjá nú
tækifæri. Ég segir nú bara fyrir mitt leyti, að ég
á hlutabréf í TM og ætla mér að halda þeim.“
Sú starfsemi tryggingafélaga að vera með í
bland tryggingastarfsemi og fjárfestingar, er al-
þjóðlegt og margreynt módel sem er notað hjá
öllum tryggingafélögum að sögn Sigurðar.
Þannig næst jafnvægi í reksturinn, og annað
vegur hitt upp, eftir árferði.
Vildu færa út kvíarnar með Lykli
TM reyndi þó í fyrra að taka stærra skref en
vanalega, og færa út kvíarnar, þegar félagið
hugðist kaupa fjármögnunarfyrirtækið Lykil á
rúma 10 milljarða króna. „Þar vorum við að
fylgja ákveðinni stefnu. Við höfum verið að
horfa til þess að breikka vöruframboðið. Til
dæmis með því að selja söfnunarlíftryggingar.
Við erum nú þegar í gamaldags bílalána-
starfsemi, þó hún sé ekki mikil að vöxtum. En
þarna vildum við útvíkka starfsemina og kaupa
félag á afslætti og fara þá á fullt í þessi viðskipti,
og setja þar með aðra stoð undir hjá okkur. Svo
gengu þær samningaviðræður ekki upp. Við
vorum búin að undirbúa okkur vel og vissum
hvað við vildum borga. Þegar ekki sást til lands í
því gengum við frá því borði, og höfðum sem
betur fer kjark til þess, og sjáum ekki eftir því.
Aðstæður síðan þetta gerðist síðasta sumar hafa
verið þrungnar óvissu, bílasala hefur verið nán-
ast engin í marga mánuði, og ég get ekki ímynd-
að mér að vaxtarplön Lykils hafi raungerst. Svo
veit maður ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.
Okkur gæti dottið í hug að fara sjálf í þetta,
sækja um leyfi, kaupa kerfi og setja í gang. Eða
fara út í einhverja aðra fjármálatengda starf-
semi.“
Ég bið Sigurð að útskýra muninn á Lykli og
þeirra starfsemi í dag. „Við höfum leyfi til að
kaupa hlutabréf og skuldabréf og alla fjár-
málagerninga, og getum lánað viðskiptavinum
okkar fyrir tækjum. En við höfum ekki sama
leyfi og Lykill er með sem fjármögnunarfélag.
Þeir geta því verið með þessa bílasamninga, þar
sem þeir eiga bílana, og eru í raun bara að leigja
þá út til sinna viðskiptavina. Það er grundvall-
armunurinn.“
En er flókið að byrja svona starfsemi frá
grunni?
„Það þarf leyfi, lágmarks eigið fé, gott tölvu-
kerfi, og svo þarf að komast í sambönd við bíla-
sala og aðra slíka aðila. Þetta er vinna og auðvit-
að er betra að byrja með ákveðinn hóp
viðskiptavina, eins og fengist ef við hefðum
keypt Lykil. En þó að Lykill sé álíka stórt félag
og við erum miðað við efnahagsreikning og eigið
fé, þá er það samt of lítið til að ná upp viðunandi
arðsemi á þessi lán. Ein ástæðan er að fjár-
mögnun félagsins hefur verið dýr. Þeir hafa
reyndar gefið út skuldabréf, en einnig verið með
fjármögnun hjá banka sem er í samkeppni við
þá í bílasamningunum, sem er alltaf erfið staða
að vera í.“
Sigurður útskýrir að þarna hafi TM séð sam-
legðaráhrif, enda hafi TM aðgang að betri kjör-
um, m.a. vegna þess að félagið er skráð á hluta-
bréfamarkað. „Við töldum okkur geta fengið
félagið á góðum afslætti, þar sem þetta er
þrotabú að selja síðustu eignina sína.“
Afslátturinn sem Sigurður talar um felst í 15
aurum af hverri krónu eiginfjár. „Við buðum 85
aura fyrir hverja krónu eigin fjár, en til sam-
anburðar erum við metnir á 1,7 sinnum eigið fé.
Þegar Lykill skilar ekki meiri arðsemi en raun
ber vitni, er ekki hægt að greiða meira fyrir
það.“
TM hélt innreið sína af fullum þunga inn á
fjártæknimarkaðinn í febrúar síðastliðnum þeg-
ar stafræna sjálfvirknivædda tryggingalausnin
Vádís var kynnt til sögunnar. „Í grunninn þá
vorum við búin að gera þetta mjög lengi. Við
byrjuðum með bílatryggingar á elisabet.is árið
2006, en núna tókum við verkefnið upp á næsta
stig, og bjóðum allar algengustu einstaklings-
tryggingar á netinu og í appi, á skjótan og ein-
faldan hátt. Þá fær fólk afslátt af tryggingum
með því að afgreiða sig sjálft.“
Viðtökur við Vádísi hafa verið fram úr vænt-
ingum. Sigurður segir að helmingur við-
skiptavina sem kaupi tryggingar í gegnum netið
geri það utan skrifstofutíma, og meðalaldur
þeirra sé 46 ár. „Ég hélt að það yrði aðallega
yngra fólkið sem nýtti sér þjónustuna, en þetta
kom skemmtilega á óvart og sýnir berlega hvað
markaðurinn var tilbúinn í þetta.“
Tryggingafélög komin skemmra á veg
Hann segir að tryggingafélögin séu komin
mun skemur á veg í þessum efnum en bankarnir
til dæmis. „Vandinn hefur verið að við höfum
ekki náð nógu miklu magni af tryggingum í
svona stafrænt ferli, auk þess sem verðlagn-
ingin var ekki komin á þann stað að við gætum
boðið öllum upp á að kaupa tryggingar á netinu,
hvort sem var nýjum eða eldri viðskiptavinum
og lofað besta verðinu. En nú er það í höfn. Við
bjóðum þessar hefðbundnu tryggingar eins og
bíla-, heimilis- og brunatryggingar, en ætlum að
bæta við sumarhúsa-, gæludýra- og líf- og sjúk-
dómatryggingum fljótlega.“
Sigurður segir að með appinu sé auðvelt að
tilkynna kaskótjón á innbúi. Enginn starfs-
maður þarf að fara yfir málin, notuð sé gervi-
greind til að taka á móti tilkynningum og ljós-
myndum úr appinu, og peningar lagðir inn hjá
viðskiptavini eftir eina mínútu. „Í dag fer þriðj-
ungur af tilkynningum á innbús-kaskótjónum í
gegnum appið algjörlega sjálfvirkt og gengur
rosalega vel. Þá er hægt að kaskótryggja bílinn
í appinu með því að taka fjórar ljósmyndir af
bílnum og senda inn.“
Appið er unnið í samstarfi við hugbún-
aðarfyrirtækið Kolibri. „Við létum okkar fólk,
sem talar tryggingamál, vinna náið með hönn-
uðum og forriturum Kolibri og útkoman var frá-
bær þjónusta á mannamáli. Þetta reyndist
verða eitt skemmtilegasta verkefnið sem starfs-
fólkið hafði komist í.“
Og árangurinn lætur ekki á sér standa. 10%
af allri nýsölu í febrúar og mars fóru í gegnum
Vádísi, sem er umfram væntingar að sögn Sig-
urðar.
TM hefur einnig tekið í gagnið róbóta, sem
vinna allan sólarhringinn við að taka við til-
kynningum um uppsagnir samninga meðal ann-
ars. „Þetta er hundleiðinleg vinna sem fólk er
ánægt að losna við,“ segir Sigurður að lokum,
og bætir við að þarna sé gott dæmi um það
hvernig störfin þróist í samtímanum og breyt-
ist, og þekking starfsfólksins nýtist til framþró-
unar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
”
Við töldum okkur geta
fengið félagið á góðum
afslætti, þar sem þetta er
þrotabú að selja síðustu
eignina sína
„Ég segir nú bara fyrir mitt
leyti, að ég á hlutabréf í TM
og ætla mér að halda
þeim,“ segir Sigurður Við-
arsson forstjóri TM.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019 9VIÐTAL