Morgunblaðið - 10.04.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019FÓLK
V E R K F RÆÐ I S T O F A
Ert þú að spila
í myrkri?
Af síðum
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
anna, að ákvarða hana,“ bætti hann
við.
ESB og Kína efndu til sameigin-
legs leiðtogafundar í Brussel á þriðju-
dag þar sem fyrirhugað var að Li
Keqiang, forsætisráðherra Kína, og
Donald Tusk, formaður leiðtogaráðs
Evrópu, myndu funda ásamt Jean-
Claude Juncker, forseta fram-
kvæmdastjórnar ESB.
Leiðtogafundurinn er sá fyrsti sem
haldinn er með kínverskum ráða-
mönnum síðan Brussel skilgreindi
Kína sem „kerfisbundið samkeppnis-
land“ (e. systemic rival) sem reynir
að hamla evrópskum fyrirtækjum að-
gang að eigin markaði en hvetur sín
eigin fyrirtæki, sem njóta opinberrar
fyrirgreiðslu, til að útvíkka starfsemi
sína á erlendri grundu. ESB hefur
heitið því að koma á meiri „gagn-
Bandarísk stjörnvöld íhuga nú að
leggja tolla á 11 milljarða dala virði af
varningi frá ESB – þar á meðal á
flugvélar og landbúnaðarvörur á borð
við Roquefort-ost og ólífuolíu. Hefur
þetta aukið á þá spennu sem einkennt
hefur viðskiptasamband Evrópu og
Bandaríkjanna að undanförnu.
Ríkisstjórn Donalds Trumps segir
hækkaða tolla þeirra leið til að bregð-
ast við styrkjum ESB til evrópska
flugvélaframleiðandans Airbus en Al-
þjóðaviðskiptastofnunin úrskurðaði á
sínum tíma að styrkirnir hefðu verið
ólöglegir.
„Alþjóðaviðskiptastofnunin hefur
komist að þeirri niðurstöðu að stuðn-
ingur Evrópusambandsins við Airbus
hafi haft neikvæð áhrif á Bandaríkin
sem munu núna leggja tolla á 11
milljarða dala virði af vörum frá
ESB!“ ritaði Trump í tísti sem hann
birti á þriðjudag. „Evrópusambandið
hefur, svo árum skiptir, neytt að-
stöðumunar síns í viðskiptum við
Bandaríkin. Því verður fljótlega
hætt!“
Útspil Bandaríkjastjórnar þykir til
marks um að deilur Washington og
Brussel hafi stigmagnast en greina
hefur mátt vaxandi gremju á milli
embættismanna beggja vegna Atl-
antsála. Nýju tollarnir koma líka á
óheppilegum tíma fyrir ESB enda
fara Evrópuþingskosningar fram í
næsta mánuði og standa aðildarríkin
einnig frammi fyrir mikilli óvissu um
niðurstöðu Brexit-samningaviðræðn-
anna.
Hótanir og spenna
Á þriðjudag sagði fulltrúi Airbus
að fyrirtækið sæi „engar lagalegar
forsendur“ sem réttlættu fyrirhug-
aða tolla Bandaríkjastjórnar. Fyrir-
tækið hefði þegar „gripið til nauðsyn-
legra ráðstafana til að fullnægja þeim
tiltölulega smávægilegu úrlausnar-
málum sem sátu eftir“, í skýrslu Al-
þjóðaviðskiptastofnunarinnar frá því
í maí 2018 um ríkisstyrki til Airbus.
„Upphæðin er úr öllu hófi og er það
hvort eð er Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar, en ekki Bandaríkj-
kvæmni“ í viðskiptum á milli Evrópu
og Kína.
Fyrirhugaðir tollar á vörur frá
ESB myndu bætast ofan á þá tolla
sem nú þegar leggjast á stál- og ál-
vörur sem evrópskir framleiðendur
selja til Bandaríkjanna, og eru á
teikniborðinu á sama tíma og ríkis-
stjórn Trumps hótar að hækka álög-
ur á evrópskar bifreiðar og íhluti í
nafni þjóðaröryggis.
Í heimsókn sinni til Washington í
júlí síðastliðnum náði Juncker sam-
komulagi við Trump um að hefja
samningaviðræður um viðskipti á
milli Evrópu og Bandaríkjanna og að
ekki yrðu settir á nýir tollar á meðan.
En samningaviðræðurnar eru ekki
enn hafnar með formlegum hætti og
hefur miðað lítið áfram á undirbún-
ingsfundum.
Ólöglegir styrkir
Robert Lighthizer, viðskipta-
fulltrúi Bandaríkjastjórnar, ýjaði að
því í tilkynningu sem hann sendi frá
sér fyrir skemmstu að það væri rétt-
lætanlegt að hækka álögur á vörur
frá ESB því ráðamenn í Brussel
hefðu ekki fylgt úrskurði Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar. Airbus hefði
notið góðs af ólöglegum „flugtaks-
styrkjum“ (e. launch aid) sem Boeing
hefði gert athugasemdir við svo árum
skipti.
„Málareksturinn hefur varað í
fjórtán ár og núna er tímabært að
grípa til aðgerða. Ríkisstjórnin er að
búa í haginn fyrir það að geta brugð-
ist við um leið og Alþjóðaviðskipta-
stofnunin hefur metið upphæð þeirra
mótaðgerða sem Bandaríkin geta
gripið til,“ sagði Lighthizer.
„Lokamarkmið okkar er að komast
að samkomulagi við ESB um að
bundinn verði endi á allan ríkis-
stuðning sem stangast á við reglur
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um
framleiðslu flugvéla til farþegaflutn-
inga. Þegar ESB lætur af þessum
skaðlegu ríkisstyrkjum munum við
aflétta þeim tollum sem við þurftum
að grípa til.“
Starfsmaður framkvæmdastjórnar
ESB segir að 11 milljarðar dala séu
upphæð sem „byggist á útreikn-
ingum Bandaríkjanna sjálfra, hafi
ekki verið ákvörðuð af Alþjóða-
viðskiptastofnuninni og sé „mjög úr
hófi“.
„Þær mótvægisaðgerðir sem Al-
þjóðaviðskiptastofnunin mun leyfa
verða aðeins ákvarðaðar af gerðar-
dómsmanni sem stofnunin tilnefnir,“
sagði þessi sami starfsmaður.
Í Brussel er núna unnið að leiðum
til að bregðast við því að bandarísk
stjórnvöld hafa ekki látið af því að
veita Boeing skattaívilnanir, sem
skekkja stöðu Airbus.
„ESB mun biðja gerðardóms-
mann sem Alþjóðaviðskiptstofnunin
tilnefnir að ákvarða hvaða rétt Evr-
ópusambandið hefur til mót-
aðgerða,“ segir starfsmaður fram-
kvæmdastjórnarinnar.
„Framkvæmdastjórnin er að hefja
þann undirbúning sem þarf til að
ESB geti, án tafar, gripið til aðgerða
í samræmi við ákvörðun gerðar-
dómsins.
ESB er samt áfram opið fyrir við-
ræðum við Bandaríkin, að því gefnu
að ekki verði sett nein skilyrði fyrir
viðræðunum og þær hafi það mark-
mið að komast að sanngjarnri nið-
urstöðu,“ sagði hann jafnframt.
Hlutabréfaverð Airbus, sem skráð
er í kauphöllina í París, hafði lækkað
um 2,35 á þriðjudag og stefndi í
mestu dagslækkun félagsins síðan
22. mars síðastliðinn.
Byggja á sömu lagaheimild
Ákvörðun ríkisstjórnar Trumps
fylgir fast á hæla úrskurðar Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar um að
Bandaríkin hafi sjálf stutt fram-
leiðslu Boeing-flugvéla með ólögleg-
um hætti – en sá úrskurður fór mjög
illa í marga bandaríska embættis-
menn.
Lighthizer segir að fyrirhugaðir
tollar á varning frá ESB séu settir á í
samræmi við ákvæði í lögum um al-
þjóðaviðskipti frá 1974 – sem eru
sömu lögin og notuð voru til að rétt-
læta aukna tolla á kínverskar vörur í
fyrra. „Listinn yfir þann varning
sem stendur til að leggja hækkaða
tolla á er gerður til bráðabirgða, en
reiknað með að endanlegur listi liggi
fyrir á komandi mánuðum að loknu
umsagnartímabili og þegar fyrir
liggur mat WTO á hve mikilla gagn-
aðgerða Bandaríkjunum leyfist að
grípa til.“
Bandarikin segja koma til greina
að leggja á tvenns konar tolla til að
bregðast við þeim ríkisstuðningi sem
Airbus hefur notið. Annars vegar
væri um að ræða toll á nýjar þyrlur,
flugvélar og flugvélaíhluti sem koma
frá Frakklandi, Spáni, Þýskalandi og
Bretlandi – þeim fjórum löndum þar
sem Airbus er með starfsemi.
Hins vegar væri lagður tollur á
vörur af ýmsu tagi frá öllum aðildar-
ríkjum ESB, og þá ekki síst á land-
búnaðarvarning. Á bráðabirgðalist-
anum má t.d. finna ostategundir af
ýmsu tagi, frá Roquefort til pecorino,
Gouda og Stilton, auk ýmissa sultu-
tegunda. Einnig eru stjórnvöld með
ávexti eins og appelsínur og sítrónur
í sigtinu, sem og sjávarafurðir á borð
við síld, kolkrabba og skelfisk og
ýmsar víntegundir. Aðrar vörur, s.s.
mótorhjól, borðbúnaður, keramik-
flísar, eldhúsvörur, rúmföt, peysur,
handtöskur og ilmolíur, rötuðu
einnig á listann.
Vilja leggja á tolla vegna Airbus-styrkja
Eftir James Politi í Washington
og Jim Brunsden í Brussel
Aukin spenna er hlaupin í
samskipti ESB og Banda-
ríkjanna vegna deilna um
ríkisstuðning við Boeing
og Airbus.
AFP
Hvorki Bandaríkin né ESB eru saklaus þegar kemur að ríkisstyrkjum við volduga flugvélaframleiðendur.