Morgunblaðið - 10.04.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.04.2019, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. dk iPos snjalltækjalausn fyrir verslun og þjónustu Einfalt, fljótlegt og beintengt dk fjárhagsbókhaldi Smáratorgi 3, 201 Kópavogur • Hafnarstræti 53, 600 Akureyri 510 5800, dk@dk.is, www.dk.is dk iPos er hluti af snjalltækjalínu dk hugbúnaðar. Líttu við og fáðu kynningu á þeim fjölbreyttu lausnum sem dk hugbúnaður hefur fyrir verslun og þjónustu. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Costco efnir til verðstríðs á bjór … Hyggst endurvekja rekstur WOW … Vilja selja og leigja þúsundir sport … Vilja kaupa eignir úr búi WOW Wizz air á hverjum degi til London Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Íslenska fyrirtækið Controlant hóf á síðasta ári þátttöku í góðgerðarverk- efninu Global Good, sem er sam- vinnuverkefni á milli Bills Gates, stofnanda Microsoft, og fyrir- tækisins Intellectual Ventures, þar sem meginverkefnið er að þróa tæki sem viðskiptaheimurinn hefur síður séð tækifæri til þess að ráðast í. Controlant framleiðir hitaskynjara sem senda upplýsingar í rauntíma um staðsetningu og hitastig við- kvæmra vara sem fyrirtækið selur meðal annars til alþjóðlegra lyfjafyr- irtækja. Þátttaka Controlant felst í því að að þróa og reka eftirlitskerfi sem fylgist með hitastigi á bóluefn- um í sérstökum bóluefnaskápum hönnuðum af Global Good. Samtals vaktar Controlant yfir 500 slíka skápa, meðal annars í Kenía og Níg- eríu. „Okkar þátttaka felst í því að fylgjast með hitastigi á bóluefnum á fátækum svæðum í Afríku til þess að tryggja að börn fái bóluefni sem uppfylla kröfur framleiðandans,“ segir Gísli Herjólfsson, fram- kvæmdastjóri Controlant, í samtali við ViðskiptaMoggann. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Gates & Melinda Foundation koma m.a. að því að útvega þessi bóluefni en Gísli segir að allt að helmingur þeirra sem gefin eru til Afríku skemmist vegna geymsluvandamála áður en sjúklingar fá þau. „Eitt af því sem hægt er að gera er að fylgjast með ástandinu á bólu- efnunum í rauntíma svo hægt sé að bregðast við áður en þau skemmast. Þar komum við inn í söguna,“ segir Gísli og heldur áfram. „Þetta fer á heilsugæslur sem eru ekki endilega eins og við þekkjum þær hér á landi. Þetta er kannski lítill kofi þar sem eina raftækið á heilsugæslunni er bóluefnaskápurinn.“ Lausn Controlant er innbyggð inn í bóluefnaskápinn. Gögn um staðsetn- ingu og hitastig berast í rauntíma í tölvuskýið svo hægt sé að fylgjast með. Minnka afföll bóluefna Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Fyrirtækið Controlant smíðar hitaskynjara í bólu- efnaskápa á fátækum svæðum í Afríku til þess að koma í veg fyrir afföll. Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Í hádeginu í dag fer fram áhuga-verður fundur á vegum Félags viðskipta- og hagfræðinga þar sem fjallað verður um hagkerfi undir- heima. Á mælendaskrá eru þeir Guðmundur Ingi Þóroddsson, for- maður Afstöðu, félags fanga á Ís- landi, og Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hagkerfi undirheimanna erokkur flestum dulið en svo virðist sem afkomutölurnar geti verið nokkuð góðar. Bæði til skamms tíma og líklega til lengri tíma í einhverjum tilvikum þar sem um er að ræða skipulagða brotastarfsemi. Tekjurnar eru í of- análag líklegast einnig „skatt- frjálsar“. Hagkerfi undirheimanna hefurverið mér hugleikið síðustu daga í ljósi þess að bílnum mínum var stolið fyrir 10 dögum. Ekki hef ég fengið margar ábendingar um afdrif bílsins, en sögurnar um hugsanleg áform þjófsins eru margar hverjar lygilegar og benda til þess að í hagkerfi undirheim- anna sé hugsanlega að finna óbeisl- aðan frumkvöðlakraft sem hægt væri að nýta á uppbyggilegri hátt. Í lýsingu á viðburðinum segir aðfjallað verði um brotastarfsemi á Íslandi frá hagrænu og efnahags- legu sjónarhorni. Ekki þekki ég hversu umsvifamikill bílþjófnaður er hér á landi en mér segir svo hugur að slík brot geti ekki aflað þjófum mikilla tekna hér á eyjunni. Óbeislaður krafturÓvissa og átök á vinnumarkaðigeta orðið sem helgreipar á annars þróttmiklu hagkerfi. Það hefur sannast síðustu mánuði og yf- irvofandi verkfallsátök hafa kostað þjóðarbúið gífurlegar fjárhæðir. Þegar loksins var slökkt í bálkest- inum sem sífellt hafði verið hlaðið í frá liðnu hausti vörpuðu margir öndinni léttar og markaðurinn lýsti ástandinu vel. Þótt hið hraðfleyga og ört vaxandi WOW air félli með braki og brestum hefur krónan styrkst á síðustu dögum og víst er að margur atvinnurekandinn er ei- lítið upplitsdjarfari en hann hefur leyft sér að vera síðasta misserið eða svo. Og hagkerfið hefur alla burði tilþess að taka við sér að nýju eftir mikinn samdrátt í bílasölu, aukið atvinnuleysi og þann almenna doða sem óhjákvæmilega kemur yf- ir atvinnulífið þegar lamandi óvissa heltekur kerfið í heilu lagi. Lágt skuldahlutfall heimila og ríkissjóðs er teikn um hina sterku stöðu og það eru tiltölulega hóflegar verð- bólgumælingar síðustu mánuði einnig. Tækifærin liggja víða og nú ermikilvægt að atvinnufyrirtækin láti hendur standa fram úr ermum, fjárfesti og byggi upp. Það er grund- völlur þess að einkaneysla haldist kröftug sem aftur er forsenda þess að verslun og þjónusta fái þrifist með góðu móti. Og sé atvinnulífið á tánum og almenningur tilbúinn til að verja sjálfsaflafé sínu til fjárfest- ingar og í neyslu er einnig von til þess að ríkissjóður hafi úr nógu að spila. Án fyrrnefndu þáttanna er sjóðurinn sá nokkuð örugglega í vanda staddur. Það vekur því nokkurn ugg, núþegar stærstu viðsemjendur á almennum vinnumarkaði hafa slíðr- að sverðin, í von um að bjarga megi verðmætum og blása að nýju lífi í ís- lenskt hagkerfi, að forystumenn op- inberra starfsmanna fari mikinn og reisi nú kröfugerðir sem ganga í mörgum tilvikum mun lengra en hin- ir svokölluðu „lífskjarasamningar“ kváðu á um. Þeir hinir sömu mættu minnast þess sem minnst var á hér að ofan. Það verður lítið að sækja til ríkis og sveitarfélaga, nema sáttin á almenna markaðnum haldist. Byggt á traustum grunni Breska vöruhúsið Debenhams hefur ver- ið sett í greiðslu- stöðvun og tekið yfir af kröfuhöfum félagsins. Debenhams í greiðslustöðvun 1 2 3 4 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.