Morgunblaðið - 10.04.2019, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019 13SJÓNAHÓLL
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Þurrkgrindur
Innan- og utandyra
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is
60 cm x 3,6 lm, ber 10 kg
Verð kr. 5.740
80 cm x 6,7 lm, ber 20 kg
Verð kr. 9.850
100 cm x 8,5 lm, ber 20 kg
Verð kr. 10.980
3 stærðir
Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár
BÓKIN
Viðskipta- og stjórnunarfræðingar
deila enn um hvað það er sem veldur
því að sum fyrirtæki skara fram úr
en önnur staðna og veslast upp. Safi
Bahcall telur að það sé ekki vinnu-
staðamenningin sem ráði úrslitum,
heldur hvers konar umgjörð (e.
structure) er utan um daglegan
rekstur.
Bahcall, sem hefur látið að sér
kveða í bandaríska líftæknigeir-
anum, er höfundur bókarinnar
Loonshots: How to Nurture the
Crazy Ideas that Win
Wars, Cure Diseases and
Transform Industries.
Eins og titill bók-
arinnar gefur til kynna
beinir Bahcall einkum
sjónum að þeirri gerð
fyrirtækja sem hafa
burði til að breyta heim-
inum: þar sem ein-
staklega frumlegar og
djarfar hugmyndir fá að
verða að veruleika. Gallinn er, að
sögn Bahcalls, að sú umgjörð sem er
á rekstri flestra vinnustaða er allt
annað en til þess fallin að
leyfa þesum undra-
hugmyndum að
blómstra. Skrifræðið og
áhættufælnin tekur yfir,
svo að djörfustu hug-
myndirnar eru kæfðar
smátt og smátt.
Það sem verra er;
fyrirtæki sem virðast
vera á réttri braut geta í
einni svipan breyst í sila-
keppi þar sem áhættusækni og
djörfung verða bannorð og óheft ný-
sköpun koðnar niður. ai@mbl.is
Svo djarfar hugmyndir verði að veruleika
Harpa Andri Guðmundsson hefur verið ráð-
inn tæknistjóri Hörpu tónlistar- og ráðstefnu-
húss. Andri er rafeindavirki með CCNA-
gráðu í netkerfum frá CISCO. Hann hefur
yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á tækni
og framkvæmd viðburða jafnt hér á landi
sem erlendis eftir að hafa verið tæknistjóri í Austurbæjarbíói, tæknimaður
hjá Exton, tæknimaður og verkefnastjóri hjá Peachy Production í Bret-
landi, eigandi Metis Production og verkefnastjóri í Hörpu. Andri kemur til
Hörpu frá Origo þar sem hann starfaði sem netsérfræðingur.
Ragnar Fjalar Sævarsson hefur verið ráðinn nýr markaðs- og sam-
skiptastjóri Hörpu. Ragnar er viðskiptafræðingur frá HÍ. Hann lauk meist-
aranámi í alþjóðamarkaðsfræðum og annarri meistaragráðu í nýsköpun
og frumkvöðlafræðum frá Háskólanum í Lundi þaðan sem hann útskrif-
aðist með hæstu einkunn, samkvæmt fréttatilkynningu frá Hörpu.
Tveir nýir starfsmenn ráðnir til Hörpu
Advania Helgi Svanur Haraldsson hefur verið ráðinn til
Advania til að leiða þjónustu fyrirtækisins á sviði gervi-
greindar.
Í fréttatilkynningu segir að Helgi Svanur búi yfir einstakri
þekkingu á upplýsingatækni sem lítið hafi verið notuð á Ís-
landi. Hann hafi meðal annars unnið með stór gagnasett
og flóknar greiningar á þeim, gervigreind og sjálfvirknivæðingu ferla.
Helgi Svanur fór áður fyrir stafrænni umbreytingu, sjálfvirknivæðingu og
gagnavísindum hjá KPMG á Íslandi. Hann lauk meistaragráðu í stærð-
fræði frá háskólanum í Warwick og hefur meðal annars starfað sem ráð-
gjafi fyrir Deloitte við gagnastjórnun og greiningu gagna. Hann kom einnig
á legg viðburðaappinu Who’s Up sem nýtti gervigreind til að tengja fólk
saman á nýstárlegan hátt út frá tengslaneti og áhugamálum. Samhliða því
starfaði Helgi Svanur sjálfstætt við gagnavísindi og arkitektúr gagnakerfa
í fjármálageira og smásölu í Singapúr, Sjanghai og London.
Gervigreindarsérfræðingur ráðinn til Advania
VISTASKIPTI