Morgunblaðið - 10.04.2019, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 2019SJÓNARHÓLL
Krókháls 1 • 110 Reykjavík • S. 567 8888 • www.pmt.is
Allt til merkinga & pökkunar
LÍMMIÐAR
• ÁPRENTAÐIR LÍMMIÐAR • VOGAMIÐAR • PRENTARAMIÐAR
• VERÐMERKIMIÐAR • STAÐLAÐIR LAGERMIÐAR • HILLUMIÐAR
Fáðu tilboð í límmiða
eða umbúðir ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
g
FORRITIÐ
Við lifum á tímum ergelsis og
ósamlyndis. Deilur og skítkast ein-
kenna samfélagsmiðla og at-
hugasemdakerfi, og alls kyns ógeð-
felldar skoðanir
hafa náð að teygja
sig upp úr botnleðj-
unni og mynda
slikju á samfélags-
umræðunni. Ekki er
ljóst hvað má til
bragðs taka: sumir
vilja ritskoða um-
ræðuna og biðla
bæði til stjórnvalda
og samfélagsmiðla að grisja burtu
þá sem viðra rangar skoðanir. Aðr-
ir telja að slíkar aðgerðir virki eins
og olía á eld og að heimska og hat-
ur séu eins og mygla, sem drepst
um leið og dagsljósinu er leyft að
skína á hana: að ritskoðun vel
meinandi fólks geti snúist upp í
andhverfu sína og staðið í vegi fyrir
upplýstri umræðu og framþróun
hugmynda.
Samfélagsvefurinn Gab var stofn-
aður af fólki sem tilheyrir síðar-
nefndu fylkingunni og langaði að
bjóða upp á stað á netinu þar sem
tjáningarfrelsið væri algjört. Má
deila um hversu vel verkefnið
heppnaðist, og þykir mörgum að
Gab hafi orðið athvarf sumra mestu
skítseiða sem finna má á netinu.
Engu að síður er vert að vekja
athygli lesenda á að stofnendur
Gab sendu nýlega frá sér áhuga-
verða vafraviðbót til að reyna að
auka tjáningarfrelsið á netinu enn
frekar. Dissenter er forrit sem býr
einfaldlega til sjálfstætt athuga-
semdakerfi „ofan á“ hvaða vefsíðu
sem er og skapar þannig mögu-
leikann á umræðu sem er alveg
laus við hvers kyns ritskoðun.
Verður forvitnilegt að sjá hvernig
þetta málfrelsisverkefni þróast.
ai@mbl.is
Athugasemdakerfi
fyrir allan vefinn
Líklega er auðveldara að finna einstaklinga semnotast við takkasíma heldur en þá sem voruekki dálítið fegnir þegar SA og stærstu stéttar-
félög landsins lönduðu kjarasamningum í síðustu viku.
Sitt sýnist hverjum um innihald samninganna og þær
aðgerðir stjórnvalda sem hafa verið boðaðar, en eftir
hörð átök og mikla óvissu um nokkurt skeið er loks
búið að leggja línurnar fyrir komandi misseri. Aflétt-
ing óvissunnar ein og sér er jákvæð fyrir fólk og fyrir-
tæki enda eykur óvissan möguleika á slæmum ákvörð-
unum, ef ákvarðanir eru teknar yfir höfuð. Fram
undan eru svo miklu stærri áskoranir sem munu hafa
mun meiri áhrif en kjarasamningar til nokkurra ára
og verður nú hægt að beina sjón-
um að í meira mæli. Hröð öldrun
þjóðarinnar, loftslagsbreytingar,
tæknibreytingar og nauðsyn þess
að auka útflutning þjóðarinnar
eru dæmi um slíkar áskoranir.
Niðurstaða lífskjarasamning-
anna er ekki bara góð vegna
minni óvissu heldur felast í samn-
ingunum efnisleg atriði sem gefa
von til framtíðar. Þar má nefna
allavega tvennt. Annars vegar
hafa samningsaðilar tekið meira
tillit til stöðunnar í hagkerfinu en
útlit var fyrir um tíma. Það birt-
ist í því að miðgildi heildarlauna mun hækka um innan
við 3% í ár ef lífskjarasamningurinn setur tóninn fyrir
launaþróun í heild sinni, en að hækkanirnar verði svo
meiri þegar frá líður. Í ljósi stöðunnar í ferðaþjónustu
og fleiri atvinnugreinum er einfaldlega minna til skipt-
anna í ár en oft áður. Á hinn bóginn er full ástæða til
þess að horfa bjartsýnum augum á að það ástand sé
tímabundið líkt og lífskjarasamningurinn end-
urspeglar.
Staða efnahagsmála getur og mun vonandi þróast til
enn betri vegar þannig að enn meira verður til skipt-
anna og þá komum við að hinu atriðinu sem er svokall-
aður hagvaxtarauki. Lífskjarasamningurinn tryggir
þannig með beinum hætti að eftir því sem hagvöxtur á
mann verður meiri að þá verði meiri launahækkanir á
næstu árum. Heyrst hafa mótbárur um slíka útfærslu
til dæmis þar sem þjóðhagsreikningar eru gjarnan
endurskoðaðir með mikilli töf. Sumar hugmyndir eru
þó það góðar að þær eru þess virði að ráðast í fram-
kvæmd á þrátt fyrir álitamál um útfærslu. Þegar búið
er að beintengja hagsmuni allra við að verðmætin sem
eru til skiptanna ráði kjarabótum þá er um slíka hug-
mynd að ræða, því þegar upp er staðið mun ekkert
annað ráða kjörum landsmanna.
Þótt gott sé að samningum hafi verið landað og að
mörg jákvæð skref hafi verið stigin væri barnalegt að
halda því fram að hér muni smjör sjálfkrafa drjúpa af
hverju strái og að verðbólgu-
draugurinn og minna þekktur
bróðir hans, atvinnuleysismóri,
hafi verið særðir á brott fyrir
fullt og allt. Sumt er utan
áhrifasviðs okkar flestra en
einn helsti áhættuþátturinn er
það hins vegar ekki: Launa-
skrið.
Lífskjarasamningurinn felur í
sér 5-10% hækkun lægstu launa
á ársgrundvelli miðað við 1%
hagvöxt á mann, sem er í flestu
samhengi mikil hækkun. Aug-
ljóst er að almennt svigrúm er
talsvert minna án þess að verðbólga og atvinnuleysi
láti undan. Því ríður á að aðrar stéttir, atvinnurek-
endur, stjórnvöld og aðrir sem taka ákvarðanir um
kaup og kjör landsmanna, sitji á sér og haldi aftur af
launahækkunum á næstu misserum. Það virðist vera
samfélagsleg sátt um að hækka lægstu laun nú, sem er
skiljanlegt því mikil hækkun húsnæðisverðs hefur
bitnað hvað harðast á þeim lægst launuðu. Sú sátt er
hins vegar hjómið eitt ef bráðlega berast fréttir af
miklum prósentuhækkunum launa hjá öðrum stéttum.
Þrátt fyrir að launaskrið og verðbólga hafi oft leikið
vinnumarkaðinn og hagkerfið grátt er alls ekkert víst
að þetta klikki að þessu sinni. Það er, sem betur fer,
að mestu leyti í okkar höndum.
Ekkert víst að þetta
klikki – án gríns
VINNUMARKAÐUR
Konráð S. Guðjónsson
hagfræðingur Viðskiptaráðs
”
Það virðist vera sam-
félagsleg sátt um að
hækka lægstu laun nú,
sem er skiljanlegt því
mikil hækkun húsnæð-
isverðs hefur bitnað
hvað harðast á þeim
lægst launuðu.
KRISTINN MAGNÚSSON