Morgunblaðið - 16.04.2019, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019
Varahlutir í allar
Cummins vélar
Fljót og áreiðanleg þjónusta
Frá 1940
www.velasalan.is
Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
E
ftir langa leit varð ljóst að í
íslensku lögsögunni var
ekki næga loðnu að finna
til að hægt væri að gefa út
kvóta. Um þungan skell er
að ræða fyrir sjávarútveginn og
áætlar Friðrik Mar Guðmundsson
að greinin fari á mis við mikil verð-
mæti. Segir hann að undanfarin ár
hafi loðnuvertíðin gefið um 20 millj-
arða króna á hverju ári í útflutn-
ingsverðmæti.
Friðrik er framkvæmdastjóri
Loðnuvinnslunar Fáskrúðsfirði og
myndaði loðnan um það bil fjórð-
ung af tekjum félagsins á síðasta
ári. „Við tókum á móti um 30.000
tonnum í fyrra og bjuggum til
vörur fyrir 2,7 milljarða króna.
Bæði er loðnubresturinn áfall fyrir
reksturinn, en honum fylgir líka
tjón fyrir hafnarsjóð og íbúana á
svæðinu enda veruleg uppgrip sem
fylgja loðnuvinnslunni.“
Vitum ekki mikið um loðnuna
Erfitt er að segja til um með vissu
hvað það er sem veldur hvarfi loðn-
unnar. Friðrik segir þetta ekki í
fyrsta skiptið sem loðnan færir sig
um set. „Vísindamennirnir leggja sig
alla fram en eftir sem áður vitum við
ekki mikið um þessa tegund, enda
heldur hún sig á stóru hafsvæði og
ekki auðvelt að rannsaka hana. Þá er
lífshlaup loðnunnar skammt, aðeins
þrjú til fjögur ár.“
Ein sennilegasta skýringin á fjar-
veru loðnunnar er að breytingar á
hitastigi eða hitaskilum í sjó valdi því
að stofninn hafi fært sig um set. „Við
höfum ástæðu til að telja að loðnu-
stofninn snúi aftur og sjáum það t.d. á
línuveiðum að loðna er farin að koma
inn á línuveiðisvæði, því þegar loðna
er á svæðinu hættir fiskurinn að taka
línuna. Virðist hrygningin núna hafa
verið ágæt og ættum við að geta notið
góðs af á þarnæstu vertíð.“
Ekki verður hægt að brúa bilið
með veiðum á alþjóðlegum haf-
svæðum, s.s. í Barentshafi. „Á síðasta
ári keyptum við svolítið af loðnu það-
an í hrognatöku en núna er líka búið
að leggja á bann við loðnuveiðum
þar,“ útskýrir Friðrik.
70 tonn á klukkustund
Loðnuvinnslan leggur áherslu á að
framleiða hágæðaafurð úr þeirri
loðnu sem berst til vinnslunnar. Er
loðnan ýmist fryst heil með hrognum,
og seld þannig til kaupenda í Japan,
eða hrognin tekin úr fiskinum eftir
kúnstarinnar reglum og afgangurinn
af fiskinum látinn í bræðslu. Afköstin
eru mikil og þegar mest lætur renna
70 tonn af loðnu í gegnum skurðvélar
Loðnuvinnslunnar á hverri klukku-
stund.
Þó loðnubresturinn setji strik í
reikninginn hjá Loðnuvinnslunni þá
segir Friðrik hægt að halda sjó með
öðrum tegundum. Þannig hafi komið
sér vel að kolmunnatímabilið byrjaði
snemma og bolfiskveiðar hafi gengið
vel. Breytingar á gengi krónunnar
hafa líka verið hagfelldar útflutnings-
greinum. „Við þurfum ekki að grípa
til neinna róttækra aðgerða en fyrir-
tæki sem eiga meira undir loðnunni
eru misvel undir það búin að mæta
því mikla áfalli sem loðnubresturinn
er,“ segir hann.
Möguleg áhrif hvalsins
Friðrik bendir á að uppgangur hvala-
stofna kunni líka að hafa áhrif á
loðnustofninn. „Hvalastofnar hafa
stækkað mjög mikið og áætla sumir
vísindamenn að hvaltegundir eins og
hnúfubakur éti í kringum tonn af
loðnu á dag. Á síðasta ári voru leyfðar
veiðar á 285.000 tonnum af loðnu, en á
sama tíma má áætla að hvalurinn éti
milljónir tonna,“ segir Friðrik og
kveðst ekki óttast að ef settur verði
aukinn kraftur í hvalveiðar geti það
t.d. skaðað viðskiptahagsmuni bol-
fiskútgerða. „Það gengur ekki að
hvalurinn éti okkur út á gaddinn.“
Loðnan ætti vonandi að koma aftur í lögsöguna fljótlega. Hoffell leggst að bryggju eftir síðasta túrinn í hrognatöku í mars í fyrra.
Geta vænst þess að loðnan snúi aftur
Þó loðnubrestur hafi orðið í ár má ætla að loðnan
birtist fljótlega á ný, líkt og hún hefur áður gert.
Vísbendingar eru um að loðnustofninn verði sterk-
ari eftir tvö ár en þangað til gæti verið mikið álag á
rekstri útgerða sem reiða sig á loðnuna
Mynd úr safni sýnir nýjan
þurrkara sem settur var
upp í Loðnuvinnslunni fyrir
fjórum árum.
Fulltrúi kaupanda heimsótti Loðnuvinnsluna en fékk enga loðnu þetta árið. Í staðinn fékk hann að gjöf fallega
norðurljósamynd. Friðrik ásamt Mikio Fusada frá Japan og Magnúsi Þorra Magnússyni framleiðslustjóra.