Morgunblaðið - 16.04.2019, Side 26

Morgunblaðið - 16.04.2019, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 2019 Skúli Halldórsson sh@mbl.is Þ að gengur ekki að stofnun sé með umsókn til með- ferðar í einhver tvö ár, sem síðan kannski endar með jákvæðu svari, en þá gerist ekkert fyrir utan það að næsta stofnun fær málið til skoð- unar,“ segir Gunnar í samtali við 200 mílur. „Ég held að mikilvægt sé að hafa þetta í huga þegar stjórnsýslukerfið utan um fiskeldið er byggt upp. Þetta er þegar frá náttúrunnar hendi atvinnustarfsemi sem tekur langan tíma að ýta úr vör,“ segir hann. „Frá því þú kaupir fyrstu laxa- hrognin og þar til örla fer á fyrstu mögulegu tekjunum líða að minnsta kosti þrjú ár, og gjarnan fleiri. Þeir sem vilja hefja rekstur í þessum geira þurfa því að geta vitað að hverju þeir ganga áður en hafist er handa. Atvinnugrein þar sem ekki er hægt að ganga að neinu vísu mun eðli máls samkvæmt eiga mjög erf- itt uppdráttar,“ bætir hann við og bendir á að löngu ferli fylgi einnig mikill kostnaður, bæði fyrir fyrir- tækin en einnig fyrir stjórnsýsluna. Til samanburðar taki ferli við af- greiðslu eldisleyfa í Noregi lögum samkvæmt aðeins um 22-24 vikur frá því umsókn er skilað inn og þar til hún er afgreidd með leyfi eða synjun. Pollasull nokkurra einstaklinga Gunnar hélt erindi á Strandbún- aðarráðstefnunni sem haldin var á Grand hóteli í marsmánuði. Fór hann þar yfir hvernig fiskeldi í Nor- egi hefði þróast, „úr pollasulli nokk- urra þrjóskra einstaklinga“ í mikinn iðnað á örfáum áratugum. Ársfram- leiðslan sé nú orðin 1,3 milljónir tonna og eldisfiskur orðinn ein stærsta útflutningsvara Norð- manna. Framleiðslugreinin sé þá sú arðbærasta í landinu. Fór hann yfir hvernig þetta hefði gerst og hvaða áhrif þessi þróun hefði haft á sjáv- arbyggðir landsins, hvað varðar uppbyggingu atvinnu og hagvöxt. Troms-fylki þekur um 25 þús- und ferkílómetra, samanborið við rúmlega 100 þús- und ferkílómetra Íslands. Strand- lengjan nemur hins vegar 7.200 kílómetrum í fylkinu, en á Ís- landi er hún 6.000 kílómetra löng. Íbúafjöldinn er um helmingur af fjölda íbúa Íslands, en íbúafjöldi á strandsvæðum og utan þéttbýlis er hins vegar svipaður. Framleidd voru í fylkinu yfir 190 þúsund tonn af laxi í fyrra, sem um- reiknast geta yfir í um milljarð mál- tíða að sögn Gunnars. Skömmu fyrir aldamót var í Troms-fylki álíka mik- il eldisframleiðsla og er hér á landi nú, eða sem nemur tæplega tuttugu þúsund tonnum á ársgrundvelli. Allt gerist mun hraðar á Íslandi Gunnar segir að ekki eigi þó að þurfa tuttugu ár til að ná sömu aukningu á Íslandi. „Allt gerist miklu hraðar á Ís- landi. Það vita allir Íslendingar. Ég geri þess vegna fastlega ráð fyrir því að það taki um fimm til tíu, tólf ár að gera það sama á Íslandi,“ seg- ir Gunnar og bætir við að það sé ekki síst sökum þess að Íslendingar geti horft til reynslu Norðmanna af uppbyggingu eldis og dregið af henni lærdóm. „Að nokkrum árum liðnum gætum við verið að horfa á um hundrað þúsund tonna eldi á Ís- landi. Í kringum það eldi gætu ef til vill verið starfrækt um fimm til sjö sláturhús, með allt að 600 til 800 störf, og blómlegur iðnaður þjón- ustu- og hátæknifyrirtækja,“ segir hann. „Starfa- og verðmætasköpunin mun væntanlega aukast líka með aukinni vinnslu afurða, svipað og hefur gerst í hefðbundinni fisk- vinnslu.“ Fyrir aldamótin var til umræðu í Norður-Noregi hvort nokkurt vit væri í laxeldi svo norðarlega, en á sama tíma voru áhyggjur af því að allur ágóði og störf myndu skapast fyrir sunnan. „„Hvað berum við úr býtum?“ spurðu menn, og voru efins um að sveitarfélögin og íbúar þeirra myndu hafa eitthvað upp úr krafs- inu,“ segir Gunnar. „En það hefur sýnt sig í okkar rannsóknum að eldisfyrirtækin hér í Troms-fylki kaupa um áttatíu pró- sent af sínum vörum, svo sem fóður, þjónustu og flutninga, í heima- byggð. Þessi fyrirtæki eru því fyrst og fremst að skapa störf í eigin sveitarfélögum eða þeim sem liggja nærri.“ Afgerandi fyrir sveitarfélögin Gerð var könnun á atvinnu- uppbyggingu í kringum laxeldi í þeim 24 sveitarfélögum sem til- heyra Troms-fylki. Í ljós kom að í nær helmingi þeirra voru á milli tíu og tuttugu prósent af störfum í einkageiranum ýmist bein störf við eldi eða afleidd störf í þjónustu við eldi. „Í þessum sveitarfélögum er eldið því í raun afgerandi fyrir starfsum- hverfi og afkomu sveitarfélagsins. Þetta kom okkur örlítið á óvart, en mest áhrif hefur eldið í fámennustu sveitarfélögunum. Enda hefur verið sagt að eldið sé eina fram- leiðslugreinin þar sem ekki sé hægt að koma störfunum fyrir annars staðar. Í raun eru það aðeins sölu- störfin sem geta átt sér stað fjarri eldinu. Störfin hverfa því ekkert til Reykjavíkur, sama hvað gengur á.“ Hann segir niðurstöður þessarar könnunar hafa falið í sér vakningu fyrir suma þá sveitarstjórnarmenn sem í fylkinu starfa. „Menn höfðu ef til vill áður verið að telja hversu margir væru á kvíakantinum, en gáfu lítið fyrir afleiddu störfin.“ Engin ógn í slátrunarskipum Í Noregi var nýlega kynnt til sög- unnar nokkurs konar slátrunarskip, sem farið getur á milli kvía, tekið upp fisk og hýst slátrun um borð, áður en hann er fluttur í land fjarri kvíunum. Gunnar segir að lítil hætta sé á að raunin verði sú í Norður-Noregi, og hið sama gildi um Ísland. „Þetta borgar sig væntanlega á Suðvesturströnd Noregs, þar sem hægt er að flytja fiskinn á stuttum tíma til Danmerkur með þessu móti. En hér norður í Troms-fylki, og ef- laust á Íslandi líka, þá er eldið alltof langt frá markaðinum. Það er ekki hagfræðilegur eða siðferðilegur grundvöllur fyrir því að flytja „slát- urhúsið“ fram og til baka milli eld- issvæða og markaðarins. Ég held því að þessi þróun feli ekki í sér neina ógn við þau staðbundnu störf sem eldið hefur hingað til skapað.“ Gunnar segir það ljóst að ef lax- eldið hefði ekki komið til, þá væru þau sveitarfélög sem áður voru nefnd að tæmast af fólki. „Ef þú ert ekki með störf í einkageiranum, þá ertu ekki með fólk. Og þar sem er ekki fólk, þar ertu ekki með sjúkra- hús og þar ertu heldur ekki með skóla eða aðra opinbera starfsemi. Málið er svo sáraeinfalt.“ Stjórnsýslan þurfi að vera fljótari Skilvirkara ferli þarf fyrir leyfisveitingar til fiskeldis á Íslandi. Þetta segir Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri atvinnuþróunardeildar Troms-fylkis í Noregi. Löngu ferli fylgi mikill kostnaður, fyrir fyrirtæki en einnig fyrir stjórnsýsluna. Eldisfyrirtæki í Troms-fylki kaupa um 80% af sínum vörum í heimabyggð. Ferli við afgreiðslu eldisleyfa í Noregi tekur lögum samkvæmt aðeins um 22-24 vikur frá því umsókn er skilað inn og þar til hún er afgreidd með leyfi eða synjun, segir Gunnar Davíðsson. Vinnur að stefnumót- un fylkisins Gunnar ólst upp við vinnu í fiski og við fiskveiðar á Vestfjörðum og lauk svo námi sem sjáv- arútvegsfræðingur í Tromsö árið 1989. Hefur hann búið í Noregi í nær fjóra áratugi, er kvæntur norskri konu og eiga þau tvö börn. Sem deildarstjóri at- vinnuþróunardeildar Troms-fylkis vinnur Gunnar við stefnumótun fylkisins hvað varðar sjávarútveg, landbúnað, jarðefnavinnslu og al- menna atvinnu- og iðnaðarþróun, auk afgreiðslu eldisleyfa. Þá fer hann fyrir samstarfi við sveit- arfélög fylkisins, 24 að tölu, um atvinnuþróunarmál. Gunnar Davíðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.