Fréttablaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.05.2019, Blaðsíða 2
Ég hlakka til að snúa aftur til Íslands að námi loknu og hjálpa íslenska mennta­ kerfinu að verða það fremsta í heiminum. Ingvi Hrannar Ómarsson, grunn- skólakennari á Sauðárkróki Veður Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og skýjað með köflum, en sums- staðar súld á austanverðu landinu og stöku skúrir á Suðurlandi. Þurrt og bjart norðan til, en skúrir syðra og lítilsháttar væta austanlands. SJÁ SÍÐU 18 Fleiri þristar MENNTAMÁL Ingvi Hrannar Ómars- son, grunnskólakennari á Sauðár- króki, hefur fengið inngöngu í Stan- ford-háskólann í Bandaríkjunum næsta skólaár. Aðeins sautján aðrir nemendur hefja nám með honum. Ingvi Hrannar var valinn einn af hundrað áhrifamestu kennarum í heiminum af samtökunum Hundr- ED og fékk æðstu viðurkenningu Google og Apple til kennara vegna notkunar tækni í kennslu barna. „Í haust mun ég hefja framhalds- nám við Stanford Graduate School of Education, að læra Learning, Design & Technology,“ segir Ingvi Hrannar og bendir á að fáir ef nokkrir grunnskólakennarar á Íslandi hafi fengið inn í svo virtan skóla á sviði menntunar. „Síðastliðin níu ár, að undan- skildu skólaárinu 2013-2014 þar sem ég var í meistaranámi í frum- kvöðlafræði og nýsköpun við Háskólann í Lundi, hef ég starfað við grunnskólana þrjá í Skagafirði. Fyrst sem umsjónarkennari 1. til 3. bekkjar í Árskóla og síðustu fimm ár sem kennsluráðgjafi í upplýs- ingatækni, skólaþróun og nýsköp- un á fræðslusviði sveitarfélagsins Skagafjarðar.“ Þar sem Ingvi Hrannar hefur aðeins unnið í níu ár sem kennari getur hann ekki óskað eftir að fá launað námsleyfi frá Kennarasam- bandi Íslands þar sem viðmiðið er að kennari þarf að hafa unnið í að minnsta kosti tíu ár til að fá launað námsleyfi. Einnig hafnaði sveitar- félagið honum um launað leyfi á dögunum. Stanford er einn virtasti háskóli heims og því afar mikið afrek fyrir ungan grunnskólakennara að hafa fengið inngöngu í skólann. „Þessi skóli er af mörgum talinn sá fremsti í heiminum og verð ég einn átján nemenda sem hefja nám við deildina í haust,“ segir Ingvi Hrannar. Að sögn Ingva Hrannars er mikil- vægt fyrir hann að koma heim að námi loknu og nýta þekkinguna til að ef la menntun íslenskra skóla- barna. „Ég hlakka til að snúa aftur til Íslands að námi loknu og hjálpa íslenska menntakerfinu að verða það fremsta í heiminum, þann- ig að öll börn, óháð búsetu, kyni, uppruna eða fjárhag geti átt bjarta framtíð,“ segir Ing vi Hrannar Ómars son. sveinn@frettabladid.is Úr kennslu í Skagafirði á skólabekk í Stanford Ungur kennari á Sauðárkróki hefur vakið athygli fyrir nýtingu tækninýjunga í kennslu. Hefur fengið inngöngu í hinn virta Stanford-háskóla. Hann segir mikilvægt að öll börn óháð bakgrunni geti fengið bestu mögulegu menntun. Sauðárkrókur þar sem Ingvi Hrannar Ómarsson kennir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOL TA Hefur þú prófað Holta drumsticks? PERSÓNUVERND „Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg nið- urstaða í málið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um niðurstöðu Per- sónuverndar í svokölluðu Klaust- ursmáli. Persónuvernd úrskurðaði í gær um að upptaka Báru Halldórs- dóttur á samtali Miðflokksmanna á Klaustri bar í nóvember hefði farið í bága við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Báru er gert að eyða upptökunni og senda Persónuvernd staðfestingu á því. Báru er hins vegar ekki gert að greiða sekt. Að öðru leyti segist Sigmundur ekki hafa náð að spá mikið í málið vegna umræðunnar í þinginu sem nú fer fram vegna innleiðingar EES- tilskipunar um hinn svokallaða þriðja orkupakka. Þar hafa Mið- flokksmenn farið mikinn og ekkert lát virðist á, en umræða um málið stóð enn yfir á aukaþingfundi þegar Fréttablaðið fór í prentun seint í gærkvöldi. – ósk Segist ánægður með úrskurðinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR K JARAMÁL Félagsmenn Ef lingar sem lent hafa í því að laun hafa verið lækkuð eða bónusar teknir af þeim í kjölfar undirritunar nýrra kjara- samninga eru hvattir til að láta félagið vita af slíku. „Við höfum fengið ábendingar sem tengjast allnokkrum mis- munandi vinnuveitendum. Þarna er talsverður fjöldi starfsmanna undir,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Fulltrúar Ef lingar funda um málið með Samtökum atvinnulífs- ins í næstu viku. Það verður ekki gert á vettvangi ríkissáttasemjara eins og Efling vildi upphaflega. Í byrjun vikunnar sendi Ef ling erindi til Samtaka atvinnulífsins vegna atvika sem félagið telur van- efndir á kjarasamningum. Var þar meðal annars vísað til aðgerða Árna Vals Sólonssonar, eiganda Capital Hotels ehf. og Hótelkeðjunnar ehf. – sar Efling fær fleiri ábendingar Ég er ánægður með að það hafi komið eðlileg niðurstaða í málið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins Flugvélar af gerðinni DC-3, svokallaðir þristar, hafa verið á Reykjavíkurf lugvelli að undanförnu og komu f leiri til landsins í gær. Leiðangurinn er farinn í tilefni þess að 75 ár eru frá innrás Bandamanna í Normandi. DC-3 vélar f luttu fallhlífahermenn frá Bretlandi yfir Ermarsund sem stukku út yfir Normandi. Áhöfn Virginia Ann, þeir Jeffrey Bentley, Timothy Manco og Taylor Delay, stillti sér upp fyrir ljósmyndara. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 2 4 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 1 2 -6 A 2 4 2 3 1 2 -6 8 E 8 2 3 1 2 -6 7 A C 2 3 1 2 -6 6 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.