Fréttablaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 12
Ísland gerðist aðili að Mann-réttindasáttmála Evrópu (MSE) á árinu 1953. Síðan þá hefur Ísland verið skuld-bundið að þjóðarétti til að fylgja reglum sáttmálans. Í 46. grein hans segir að samningsríki skuldbindi sig til að hlíta endan- legum dómi Mannréttindadóm- stóls Evrópu (MDE). Á árunum upp úr 1990 var mikil umræða um sáttmálann meðal íslenskra lögfræðinga. Sumir, m.a. Ragnar Aðalsteinsson, héldu því fram að sáttmálinn hefði í raun lagagildi hér á landi þar sem íslensk- ir dómstólar ættu ekki annan kost en að fylgja ákvæðum hans. Enginn hélt því fram að ekki þyrfti að hlíta niðurstöðum MDE svo ég muni. Árið 1994 var MSE lögfestur hér á landi, eftir að MDE kvað upp áfellisdóm á hendur íslenska ríkinu í máli Þorgeirs Þorgeirsonar rithöf- undar. Var það að ráði nefndar, sem dómsmálaráðherra hafði skipað til að gera tillögu um viðbrögð við dómnum. Nefndin var vandlega skipuð, þeim Ragnhildi Helga- dóttur, Birni Bjarnasyni, Eiríki Tómassyni, Markúsi Sigurbjörns- syni og Ragnari Aðalsteinssyni. Niðurstaða nefndarinnar var að leggja til að sáttmálinn yrði lög- tekinn hér á landi. Var það einkum stutt þeim rökum að lögfesting sátt- málans yrði til að auka réttaröryggi og tryggja að hann hefði bein áhrif að landsrétti. Ekki er annað að sjá en að Ísland hafi allt frá þessum tíma virt MSE og talið sig bundið af ákvæðum hans, eins og þau hafa verið túlkuð af MDE. Sem dæmi má nefna að í nóvember 2018 stóð Lögmanna- félag Íslands fyrir fundi með yfir- skriftinni „Hlutverk íslenskra dóm- stóla við beitingu MSE – samstarf eða tregða?“. Fyrirlesari var Róbert Spanó, dómari Íslands við MDE. Niðurstaða hans var að svo virtist sem tregða íslenskra dómstóla til þess að fylgja dómum MDE væri á undanhaldi og undanfarinn ára- tug hafi íslenskir dómstólar leitast við að eiga „samstarf“ við Mann- réttindadómstólinn. Hæstiréttur hefur í mörg skipti þurft að taka afstöðu til málatilbúnaðar, þar sem vísað hefur verið til ákvæða sátt- málans. Dæmi þar um er mál nr. 371/2010, ákæruvaldið gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni o.fl. Um var að ræða ákæru vegna meintra skatta- lagabrota. Ákærðu héldu því fram í vörn sinni að þeir hefðu þegar fengið refsingu í formi álags. Það væri brot gegn ákvæði sáttmálans að ákæra/refsa tvisvar vegna sama verknaðarins. Á þessum tíma lágu fyrir fordæmi MDE einmitt um þetta efni, sem ákærðu vísuðu til. Í forsendum Hæstaréttar kom fram að hann liti til dómsúrlausna MDE, en í framhaldi af því var komist að niðurstöðu um að „óvissu gætti“ um skýringu á ákvæði sáttmálans sem til umfjöllunar var. Var kröfu ákærðu um frávísun málsins hafnað af þeirri ástæðu. Í framhaldinu voru þeir sakfelldir og ákveðin refsing. Augljóst er að hafi Hæstiréttur ekki talið sig bundinn af fordæm- um MDE, þá hefði rökstuðningur réttarins verið á annan veg en að framan greinir. Sakfelldu leituðu til MDE vegna þessa, sem kvað upp dóm í maí 2017. Þar var sakfellingardómur Hæsta- réttar talinn brot gegn ákvæði sáttmálans um bann við tvöfaldri refsingu. Umrætt ákvæði sáttmál- ans var þar túlkað á sama veg og Jón Ásgeir og Tryggvi höfðu byggt á, öndvert við niðurstöðu Hæsta- réttar. Í framhaldi af dómi MDE sóttu þeir Jón Ásgeir og Tryggvi um endurupptöku Hæstaréttar á máli þeirra. Dómur í því máli féll hinn 21. maí sl., mál nr. 12/2018. Niðurstaðan var sú að vísa málinu frá réttinum með þeim rökstuðningi að ekki væri að finna heimild í lögum til endur- upptöku máls í kjölfar þess að MDE komist að niðurstöðu um að brotið hafi verið gegn MSE fyrir íslenskum dómtólum, „við þær aðstæður sem uppi eru í máli þessu“! Hæstiréttur hafði áður komist að öndverðri niðurstöðu og leyfði endurupptöku, í máli nr. 512/2012 (kennt við Vegas). Í Vegas-málinu hafði MDE komist að niðurstöðu um brot gegn ákvæði MSE um réttláta málsmeðferð. Hvernig Hæstarétti tókst að gera þann greinarmun á þessum málum að annað skyldi end- urupptekið en hitt ekki er örðugt að skilja. Í báðum tilvikum er um það að ræða að efnisreglur sáttmálans voru brotnar. Endurupptöku Vegas- málsins lauk þannig að ákærði var sýknaður og í framhaldinu gerðar réttarbætur varðandi málsmeð- ferð fyrir dómi. Til viðbótar þessu greiddi íslenska ríkið hinum ákærða skaðabætur vegna tjóns sem hann hafði orðið fyrir vegna rangrar sak- fellingar. Í tilviki Jóns Ásgeirs og Tryggva sitja þeir ennþá uppi með sakfellingardóminn ólögmæta, og íslenska ríkið hefur ekki séð sóma sinn í að endurgreiða þeim sektir sem þeir höfðu greitt. Þessi málalok eru augljóst brot gegn MSE. Þau eru vitandi vits og engar afsakanir til. Einhverjir hafa fundið það út að dómur Hæstaréttar staðfesti full- veldi Íslands. Dómsmálaráðherra, sem sagði af sér fyrir nokkrum mánuðum síðan, skrifaði grein þar sem hún ályktar að dómur MDE í Landsréttarmálinu svokallaða sé „umboðslaust pólitískt at“. Talsmað- ur ákæruvaldsins lýsti því svo að í Strassborg sitji „lögfræðingar með einhverjar hugmyndir“. Allt vekur þetta spurningar um raunverulegt gildi MDE og virðingu Íslands fyrir honum þegar á reynir. Á að skilja nýgenginn dóm Hæstaréttar þannig að hann feli í sér U-beygju í afstöðu dómstólsins til MSE frá því sem rætt var á málþinginu í nóvember í fyrra? Ef um U-beygju er að ræða, á maður þá að leyfa sér, eins og ráðherrann fyrrverandi hefur nú gert, að velta því upp hvort dómurinn byggist á einhverju öðru en lögunum? Orð Hæstaréttar „í máli þessu“ geta verið vísbending um það. Og þetta getur þá líka verið lausn eða varnarmúr, fái íslenskir dómstólar ákúrur að utan fyrir réttarfarið í svokölluðum hrunmálum, en vænta má niður- staðna í einhverjum málum af því tagi á næstunni. Það er ekki laust við að setji að manni hroll við þetta. Eina raun- verulega ályktunin sem ég dreg af þessu er að Ísland er örríki, þar sem tengingar eru víða og aukin hætta á því að nálægðin, tíðarandi og almenningsálit hafi áhrif á niðurstöðu dómsmála. Ekki síst þess vegna hef ég talið MSE vera mikilvægan öryggisventil hér. Ef við ætlum ekki að virða niðurstöður MDE í okkar málum, þá er ástæða til að fella úr gildi lögin um lögfestingu hans, jafnframt því að afturkalla fullgildingu sáttmálans. Þá þarf enginn að fara í grafgötur með að sáttmálinn gildi ekki hér á landi og dómar MDE okkur óviðkomandi. Allt í krafti fullveldisins sem hefur þá verið misskilið hrapallega af lög- fræðingum undanfarna áratugi. Við viljum þá varla neitt frekar vera að beygja okkur undir vald EFTA- dómstólsins og við skulum þá ekki heldur sóa tíma þingmanna og emb- ættismanna frekar í orkupakkann margrædda. Höfundur er lögmaður og tekur fram að hann er samstarfsmaður Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs til margra ára. Höfundur vill að síðustu taka fram að í þessari grein lætur hann ekki uppi efnis- legar skoðanir á einstökum úrlausn- um MDE, né þeirra mála sem eru til úrlausnar nú. Landsréttarmálið þar með talið. Þar neytir íslenska ríkið réttar síns, samkvæmt sáttmál- anum, til þess að bera málið undir yfirdeild réttarins. Kannski með öllu óþarft – því varla er ástæða til að áfrýja einhverju sem þarf ekki að fara eftir hvort eð er, eða hvað? Gísli Hall Lögmaður Mannréttindasáttmálinn – næstum alltaf eða aldrei Hvernig Hæstarétti tókst að gera þann greinarmun á þessum málum að annað skyldi endurupptekið en hitt ekki er örðugt að skilja Í þeirri miklu bók sem á frummál-inu heitir Phänomenologie des Geistes og hefur hlotið nafnið Fyrirbærafræði andans á íslensku fjallar Hegel m.a. um hið Góða og hið Illa og þó ekki svo mjög í siðferðislegum, heldur – eins og meistarinn sjálfur orðar það – í víð- tækasta skilningi og því líka, mundi ég segja, í pólitískum skilningi. Hegel hefur umfjöllun sína á því að undirstrika að í firrtum heimi finnur vitundin sig aldrei í skyn- veruleikanum. Hún skynjar hins vegar tvær andrár sem tjá annars vegar hið almenna og hins vegar hið einstaklingsbundna inntak. Hér er því um tvo eðlismætti að ræða sem hin firrta vitund skynjar sem alger- ar andstæður sem aldrei ná að slá í takt saman. Þessir eðlismættir eru, sem sagt, annars vegar hið Góða og hins vegar hið Illa. En þar að auki birtast þeir í hlutveruleikanum annars vegar sem Ríkisvaldið og hins vegar sem Ríkidæmið. Einstaklingarnir geta látið sem svo að þeir séu fullkomlega óháðir þessum eðlismáttum tveimur. Á hinn bóginn er raunveruleiki þeirra það áþreifanlegur að einstakling- arnir komast varla hjá því að taka afstöðu og dæma. Þannig er ljóst að í hugum sumra er Ríkisvaldið hið Góða. Ríkisvaldið er verk sem er afrakstur af starfi allra og endur- speglar þannig almennt eðli ein- staklinganna. Ríkisvaldið er þess vegna – frá þessu sjónarmiði – hið Góða vegna þess að það er fórnfúst og styður einstaklingana – háa sem lága – í lífsbaráttunni. Frá þessu sjónarmiði er Ríkidæmið hins vegar hið Illa vegna þess að það er sundr- ungarafl sem stuðlar að eigingirni og einstaklingshyggju þar sem ein- staklingarnir stunda það helst að skara eld að eigin köku. En það er ekki bara ein hlið á þessum málum. Þannig er auðsætt að í hugum annarra er það einmitt Ríkidæmið sem er hið Góða. Ríki- dæmið þjónar nú því markmiði að gera einstaklinginn að því sem hann er: mennsk vera. Ríkidæmið gerir sem sagt einstaklingunum kleift að þroska gáfur sínar og njóta tilverunnar. Frá þessu sjónarmiði hins vegar gerir Ríkisvaldið ekki annað en að hefta einstaklingana og setja skorður við athafnafrelsi þeirra. Frá þessu sjónarhorni er Ríkisvaldið því hið Illa. Nú er rétt að undirstrika aftur að Hegel er hér að ræða um hinn firrta heim. Þessi heimur er firrtur vegna þess að í þessum veruleika skynjar vitundin eðlismættina tvo sem full- komnar andstæður: um er að ræða algerlega óyfirstíganlega tvíhyggju þar sem eðlismættirnir tveir ganga aldrei hvor öðrum á hönd: hið Góða og hið Illa er eftir atvikum annað- hvort … eða; annaðhvort Ríkis- valdið eða Ríkidæmið. Hegel keyrir síðan umræðuna áfram í svimandi háum díalektísk- um pælingum – sem á engan hátt eiga erindi í þetta greinarkorn – þar sem vitundinni tekst loksins að upphefja eða yfirvinna firringuna, yfirgefa heim nauðsynjarinnar og ganga frelsinu á hönd. Hitt er svo annað mál að við í nútímanum þurfum hvort eð er ekki á leiðsögn heimspekingsins að halda vegna þess að sjálf getum við hæglega f leytt þessum pælingum áfram. Staðreyndin er nefnilega sú að við þekkjum mjög vel úr nánum félagslegum veruleika það ástand á hlutunum þar sem hinir andstæðu pólar – eðlismættirnir tveir – eru í fyrirrúmi. Ég er auðvitað að tala um þann félagsveruleika 20. aldar þar sem annars vegar kommúnisminn og hins vegar kapítalisminn ríktu. Frá sjónarhorni kommúnismans er Ríkisvaldið hið Góða og Ríkidæmið hið Illa; frá sjónarhorni kapítalism- ans er þessu öfugt farið. Þessi öfgafulli félagslegi veruleiki 20. aldar var að sjálfsögðu ekkert annað en ýtrastra firring. Við hins vegar – við Íslendingar á okkar dögum – við vitum hver sann- leikurinn er í þessu máli: Við vitum að sannleikurinn er ekki í formi tvíhyggjunnar sem aðskilur eðlis- mættina tvo; við vitum að sann- leikurinn er ekki í annaðhvort … eða formi, heldur – nú eins og endranær – í forminu bæði … og. Bæði Ríkisvaldið, sem þjónar almennum þörfum einstakling- anna, sem og Ríkidæmið sem er afrakstur af óheftu efnahagslífi, er hið Góða. Þetta er auk þess kerfi sem við Íslendingar þekkjum mjög náið því að þetta er það blandaða hagkerfi sem einkennir velferðar- samfélagið sem fest hefur rætur á hinum Norðurlöndunum öllum – og að nokkru leyti líka hér á Íslandi. Staðreyndin er sú að Íslendingar vilja velferð þar sem t.d. sjúkra- húsum – og almennt séð innviðum landsins – er sinnt. Samt kjósa Íslendingar yfir sig trekk í trekk – og raunar nánast alltaf – stjórn- málaaf l sem er firrt. Sjálfstæðis- f lokkurinn er firrt stjórnmálaaf l – og er ekkert að fara í grafgötur með það – vegna þess að hugsjón hans er einhliða. Sjálfstæðisf lokkurinn leggur megináherslu á einstakl- inginn og ríkidæmi hans – hyglir hinum sterkara – en sinnir ekki þörfum þeirra sem minna mega sín nema með hangandi hendi. Sjálfstæðisf lokknum hefur sem sagt tekist að koma í veg fyrir að raunverulegt velferðarkerfi nái að festa rætur hér á landi. Eins hvað ástandið á heimsvísu varðar. Sumir ganga með þá f lugu í hausnum að kapítalisminn hafi sigrað í kalda stríðinu. Enda er það svo að kapítalisminn – með banda- rískan kapítalisma í fylkingar- brjósti – ryðst fram í heiminum af offorsi og gegndarlausum hroka, hagar sér eins og Herra heimsins og er þess vegna ógn við heimsfrið- inn (sbr. t.d. ástandið í Íran þessa dagana). Kapítalisminn er auk þess ekkert annað en skefjalaus árás á viðkvæmar náttúruauðlindir jarðarinnar vegna þess að hann eirir engu í nafni hagnaðar, græðgi og eilífs hagvaxtar. Við verðum að losa okkur við kapítalismann ef okkur jarðarbörnum á að takast að lifa í sátt og samlyndi – og í friði. Hið Góða og hið Illa í pólitískum skilningi Þór Rögnvaldsson, heimspekingur. 3 . J Ú N Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 4 -F 3 1 4 2 3 2 4 -F 1 D 8 2 3 2 4 -F 0 9 C 2 3 2 4 -E F 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.