Fréttablaðið - 03.06.2019, Side 41

Fréttablaðið - 03.06.2019, Side 41
Nú stendur y f ir í L i s t a s a f n i n u á Akureyri sýningin Vor en þar sýna norðlenskir mynd-listar menn verk sín. Venjulega tökum við ekki á móti umsóknum um sýningar en þetta er eina sýningin á tveggja ára fresti sem listamenn sækja um að taka þátt í. Þeir senda inn tillögur að þremur verkum og fimm manna dómnefnd velur verk og listamenn,“ segir Hlynur Hallsson safnstjóri listasafnsins en hann var í hópi þeirra sem sátu í dómnefnd. „Þetta er í þriðja sinn sem við höldum sýn- ingu eins og þessa, sú fyrsta var 2015 og önnur sýningin fyrir tveimur árum. Að þessu sinni sýna 30 lista- menn tæplega 40 verk.“ Endurspeglun fjölbreytileika Forsenda þátttöku var að mynd- listarmennirnir búi eða starfi á Norðurlandi eða hafi tengingu við svæðið. „Við erum ekki að skil- greina ítarlega hvað er að vera norð- lenskur listamaður. Það nægir að listamaðurinn sé fæddur á Norður- landi en búi annars staðar, það er nóg að hafa verið í námi á Norður- landi eða búið þar einhvern tíma. Fólk skilgreinir sig sjálft sem norð- lenska listamenn. Þetta árið búa um tveir þriðju þátttakenda fyrir norðan.“ Hlynur segir mikla fjölbreytni einkenna sýninguna. „Þarna eiga allir miðlar sinn fulltrúa: textíll, málverk, skúlptúrar, innsetningar, ljósmyndir, teikningar og svo fram- vegis. Verkin endurspegla f jöl- breytileikann í því sem er að gerast hjá norðlenskum listamönnum. Ég er stundum spurður hvort norð- lensk list sé eitthvað öðruvísi en sunnlensk list eða höfuðborgarlist. Mitt svar er að það sé mjög erfitt að skilgreina það á sama hátt og erfitt er að skilgreina íslenska list,“ segir Hlynur. Sýningin stendur fram í septem- ber. Tólf mismunandi rými Ekki er langt síðan miklar endur- bætur voru gerðar á Listasafninu á Akureyri og það stækkað verulega. „Við erum mjög ánægð með þessa stækkun á safninu sem var löngu tímabær og ánægðust erum við með viðbrögðin sem hafa farið fram úr okkar björtustu vonum. Við erum núna með 12 mismun- andi rými þannig að við getum verið með 5-7 sýningar í gangi í einu,“ segir Hlynur. VERKIN ENDUR- SPEGLA FJÖLBREYTI- LEIKANN Í ÞVÍ SEM ER AÐ GERAST HJÁ NORÐLENSKUM LISTAMÖNNUM. Allir miðlar með sinn fulltrúa Á sýningunni Vor sem nú stendur yfir á Listasafninu á Akureyri sýna norðlenskir myndlistarmenn verk sín. Listamennirnir Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni Vor eru: Arna Valsdóttir, Árni Jónsson, Baldvin Ringsted, Bergþór Morthens, Brynhildur Kristinsdóttir, Brynja Baldursdóttir, Eiríkur Arnar Magnússon, Fríða Karlsdóttir, Habby Osk, Heiðdís Halla Bjarnadóttir, Hekla Björt Helgadóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Helga Sigríður Valdimars- dóttir, Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir, Jonna–Jónborg Sigurðar- dóttir, Joris Rademaker, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Lilý Erla Adamsdóttir, Mari Mathlin, Ragnheiður Björk Þórsdóttir, Rebekka Kühnis, Rósa Njálsdóttir, Samúel Jóhannsson, Sara Björg Bjarna- dóttir, Sigríður Huld Ingvarsdóttir, Sigurður Mar Halldórsson, Snorri Ásmundsson, Stefán Boulter, Svava Þórdís Baldvinsdóttir Júlíusson og Þórdís Alda Sigurðardóttir. „Þetta er eina sýningin á tveggja ára fresti sem listamenn sækja um að taka þátt í,“ segir Hlynur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Verk eftir listakonuna Jonnu en hún sýnir heklaða, hangandi skúlptúra. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ferm. ferm. ferm. ferm.ferm. herb. herb. herb. herb.herb. íbúð nr. íbúð nr. íbúð nr. íbúð nr.Íbúð nr. Búseturéttur: 4.179.640 kr. Mánaðarlegt búsetugjald: 137.493 kr. Búseturéttur: 4.646.250 kr. Mánaðarlegt búsetugjald: 163.926 kr. Búseturéttur: 11.446.287 kr. Mánaðarlegt búsetugjald: 276.508 kr. Búseturéttur: 6.101.248 kr. Mánaðarlegt búsetugjald: 232.061 kr. Búseturéttur: 13.549.818 kr. Mánaðarlegt búsetugjald: 311.666 kr. Mögulegt lán: 800.000 kr. Afhending að ósk seljanda: Byrjun júlí Mögulegt lán: 1.000.000 Afhending að ósk seljanda: Samkomulag Mögulegt lán: 3.000.000 Afhending að ósk seljanda: Fljótlega Mögulegt lán: 2.000.000 kr Afhending að ósk seljanda: Byrjun sept. Mögulegt lán: 3.000.000 kr. Afhending að ósk seljanda: Sept / okt. BÚSETURÉTTIR TIL SÖLU Reykjavík og Hafnarfjörður KIRKJUSTÉTT 13 · 113 RVK. UP PG ER Ð A Ð H LU TA UP PG ER D A Ð H LU TA 114,3 5 209 ferm. herb. íbúð nr. Búseturéttur: 7.583.498 kr. Mánaðarlegt búsetugjald: 186.145 kr. Mögulegt lán: Allt að 50% Afhending að ósk seljanda: Júní. ÞVERHOLT 15 · 105 RVK. 65 2ja 204 BY GG T 2 01 8 BY GG T 2 01 6 Fjármagnskostnaður, skyldutryggingar, hiti, fasteignagjöld, hússjóður, þjónustugjald og framlag í viðhaldssjóð. INNIFALIÐ Í BÚSETUGJALDI BÚSETURÉTTIR TIL SÖLU Umsóknarfrestur: Til 11. júní. kl. 16:00 Úthlutun: 12. júní. kl. 12:00 LAUGAVEGUR 135 · 105 RVK. DVERGHOLT 1 · 220 HFJ. EINHOLT 10 · 105 RVK. LAUGARNESVEGUR 56 · 105 RVK. UP PG ER Ð 20 17 BY GG T 2 01 7 52,2 76,3 125,9 151,9 2ja 2ja 4ra 6 101 202 302 101 WWW.BUSETI.IS · BUSETI@BUSETI.IS · SÍMI: 556 1000 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21M Á N U D A G U R 3 . J Ú N Í 2 0 1 9 0 3 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 5 -1 A 9 4 2 3 2 5 -1 9 5 8 2 3 2 5 -1 8 1 C 2 3 2 5 -1 6 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.