Umbrot - 08.11.1974, Blaðsíða 2
Gleði-
fregn
Fyrir skömmu barst mér til
eyrna að nokkrir ungir menn
hér í bæ hefðu tekið ákvörðun
um að gefa út blað á Akranesi.
— Hugmynd þeirra mun vera
sú að blað þetta komi fyrst um
sinn út mánaðarlega, en gangi
útgáfan vel mun fyrirhugað að
útkoma þess verði tíðari.
Það er mér mikið gleðiefni
að heyra þessi tíðindi, þar sem
ég tel að það hafi ekki verið
með öllu vansalaust, að svo stór
bær sem Akranes hafi ekkert
blað, sem kemur reglulega út.
Það mun fyrirhugað að í blað
þetta megi allir skrifa um öll
mannleg málefni, gagnrýna það
sem miður fer í þjóðfélaginu og
bænum og fagna því sem vel er
gert. Blaðið mun eiga að vera
opið öllum, svo tryggt verði að
hin ýmsu sjónarmið geti komið
fram, en þó mun blaðstjórnin
ekki birta mannnýð um einn
né neinn, og er það vel farið.
Framtíð blaðsins er auðvitað
undir því komin, að fólk notfæri
sér það tækifæri, sem því gefst
með útkomu þess, til þess að
koma áhugamálum sínum á
framfæri, en heilbrigð gagnrýni
og góðar ábendingar frá borg-
urunum hljóta að vera jákvæð-
ar fyrir vöxt og viðgang bæjar-
félagsins og velferð þegnana.
Ég tel það mikilvægast, að
blaðið verði ekki málgagn neins
eins stjórnmálaflokks, heldur
komi sem flest sjónarmið fram í
því, en þá verður það lífvænleg-
ast og blað allra bæjarbúa.
Þá tel ég það nauðsynlegt að
blaðið fylgist vel með bæjar-
málum og færi okkur sannar
fréttir af gangi þeirra, en allt
til þessa hefir borgurunum ekki
gefist neinn kostur á að fylgj-
ast með framvindu þeirra, nema
fyrir kosningar, og þá í flokks-
pólitískum blöðum, sem hag-
ræða gjarnan sannleikanum eft-
ir því sem þeim hentar best.
Er það von mín, að bæjar-
búar taki blaði þessu vel, skrifi
í það, auglýsi í það og kaupi
það, en á því byggist fjárhagur
þess og framtíð.
Stefán Sigurðsson.
UMBROT
Blaöstjórn og ábyrgðarmenn:
Guöjón Sigurðsson, augl.stj.
Indriöi Valdimarsson
Sigurvin Sigurjónsson
Þóröur Elíasson
Setning og prentun:
Prentverk Akraness hf.
Undirritaður hefur verið beð-
inn um að skýra frá væntan-
legri fræðsluskrifstofu fyrir
Vesturland, og þá fyrst og
fremst hvar henni skuli valin
staður. Um staðarval eru þegar
uppi deilur. Vilja sumir Borgar-
nes, en aðrir Akranes.
Á þessu stigi málsins ætla
ég aðeins að skýra frá því, sem
Kennarafélag Akraness hefur
aðhafst í þessu.
Fyrst skal vitnað í lög um
grunnskóla, frá 24. maí 1974,
15. gr.
„Landshlutasamtök sveitar-
félaga ákveða fræðsluskrif-
stofum stað, en háð er sú
ákvörðun samþykki mennta-
málaráðuneytis.
Fræðslustjóri er forstöðumað-
ur fræðsluskrifstofu. Annað
starfsfólk ræður fræðsluráð, að
fengnum tillögum fræðslustj.“
Eins og kunnugt er, var
grunnskólafrumvarpið lengi á
döfinni í nefnd og á alþingi.
En strax og ljóst varð, að
landinu skyldi skipt í fræðslu-
umdæmi (Vesturlandsumdæmi
tekur yfir Borgarfjarðarsýslu,
Akraneskaupstað, Mýra- Snæ-
fells- og Hnappadals- og Dala-
sýslur) og í hverju umdæmi
yrði stofnuð fræðsluskrifstofa,
skrifaði stjórn Kennarafélags
Akraness bréf til allra þing-
manna Vesturlandskjördæmis
svo og formanns grunnskóla-
nefndar. Er þess óskað í bréf-
inu og rökstutt, að fræðsluskrif
stofu fyrir Vesturland verði
valinn staður á Akranesi.
Aðeins einn þingmaður svar-
aði, og var það jákvætt. Nú er
málið í deiglunni hjá Samtökum
sveitarfélaga á Vesturlandi.
Rök kennara á Akranesi fyr-
ir því að fræðsluskrifstofa fyr-
ir Vesturland verði hér, koma
fram í eftirfarandi bréfi Kenn-
arafélags Akraness, dagsettu
24 okt. sl. til Samtaka sveitar-
félaga á Vesturlandi:
„Undirritaðir skólastjórar og
kennarar á Akranesi, óska ein-
dregið eftir því, að væntanleg
fræðsluskrifstofa fyrir Vestur-
land verði á Akranesi.
Rök fyrir þessari beiðni eru
m.a. eftirfarandi:
1.
Á Akranesi eru flest skóla-
stig, þ.e. barnastig, gagnfræða-
stig, framhaldsdeild og mennta-
deild, iðnskóli og tónlistarskóli.
Akranes er eini staðurinn í kjör
dæminu, sem hefur öll þessi
skólastig. Gagna og upplýsinga-
söfnun er því auðveldust á Akra
nesi.
2.
Langflestir nemendur og
kennarar eru á Akranesi. 1 þess
um skólum voru á skólaárinu
1973-74 um 1300 nemendur, en
í öllu kjördæminu um 3600. Af
því má ráða, að fræðsluskrif-
stofa yrði til mestra nota á
Akranesi
3.
Starfssvið væntanlegs fræðslu
stjóra tekur við fýrra starfi
námsstjóra. Námsstjóri fyrir
Vesturland og Vestfirði hafði
búsetu á Akranesi um 15 ára
skeið. Er ekki að sjá, að búseta
hans á Akranesi væri nein hindr
un þess, að hann rækti starf
sitt með mikilli prýði.
4.
Benda má á, að í Norðurlands-
kjördæmi eystra, hefur fræðslu-
skrifstofu verið valinn staður
á Akureyri, stærsta byggða-
kjarna kjördæmisins. Sá staður
hefur flest skólastigin, kennara
og nemendur. Er þetta gert þótt
Akureyri sé ekki „miðsvæðis.“
5.
Verði fræðsluskrifstofu val-
inn staður annars staðar en á
Akranesi, er hætt við, að skól-
arnir á Akranesi fái eigi notið
þeirrar þjónustu til fulls, er
fræðsluskrifstofu er ætlað að
veita.
Af þessum rökum má ljóst
vera, að Akranes er tvímæla-
laust heppilegasti staðurinn fyr-
ir væntanlega fræðsluskrifst.“
Þetta bréf undirrituðu allir
skólastjórar og kennarar á
Akranesi.
I þessu deilumáli, eins og öðr-
um, ber að hlýða á mál beggja
aðila.
Kennarar á Akranesi telja sig
hafa fært svo sterk rök fyrir
staðarvali fræðsluskrifstofu
hér, að engu sé að kvíða um
lok þessa máls, svo fremi að
staðreyndir séu virtar.
Hjálmar Þorsteinsson.
Lögtaksúrskurður
Þann 25. september sl. var uppkveðinn lögtaks-
úrskurður fyrir eftirtöldum gjaldföllnum en ógreidd-
um gjöldum ársins 1974. Tekjuskattur, eignaskattur,
slysatryggingagjald v/heimilisstarfa, slysatrygg-
ingagjald atvinnurekanda skv. 26. gr. laga nr.
67/1973, lífeyristryggingagjald skv. 25. gr. sömu
laga, atvinnuleysistryggingaiðgjald, launaskattur,
almennur og sérstakur, iðnaðargjald, iðnláansjóðs-
gjald, sóknargjald og kirkjugarðsgjald. Ennfremur
skemmtanaskattur, aðflutnings- og útflutningsgjöld,
bifreiðaskattur, skoðunargjald ökutækja, skipaskoð-
unargjald, lesta- og vitagjöld, lögskráningargjöld
sjómanna, skipulagsgjald, öryggiseftirlitsgjald, raf-
magnseftirlitsgjald, skattsektir til ríkissjóðs og
tekjuskattshækkanir, söluskattur og söluskatts-
hækkanir.
Framkvæma má lögtak til tryggingar greiðslu
gjaldana, einnig dráttarvaxta og kostnaðar þegar
8 dagar eru liðnir frá fyrstu birtingu auglýsingar
þessarar, án frekari fyrirvara.
Bæjarfógetinn á Akranesi,
27. september 1974.
Björgvin Bjarnason.
ATHUGIÐ
Stuttir og síðir kjólar.
Barnafatnaður í miklu úrvali.
Yersl. Drangey
Skólabraut 26 — Sími 2014
Verður fræðsluskrifstofa fyrir
Vesturland á Akranesi?
2