Umbrot - 08.11.1974, Blaðsíða 5

Umbrot - 08.11.1974, Blaðsíða 5
Skólaannáll 1974-1975 Úr hinum nýja sal Gagnfræðaskólans, sem er 210 ferm. (Ljósm. Þórólfur.) BARNASKÓLINN Þorgils Stefánsson, yfirkenn- ari við barnaskólann hafði þetta að segja um barnaskólann: I Bamaskóla Akraness em nú 656 börn í 27 bekkjardeildum, þar af 90 í þremur forskóla- bekkjum. Bömin skiptast þann- ig niður í aldursflokka: 12 ára börn eru 97, 11 ára böm eru 107, 10 ára börn 98, 9 ára börn 97, 8 ára börn 89, 7 ára börn 78 og 6 ára börn eru 90. Þess má geta, að aðeins eitt „Vestmannaeyjabarn" er nú í skólanum, en þau vom flest 30 og i mars 1973 voru í skólanum 750 börn. Næstu árgangar, sem innritast, verða mun fjölmenn- ari. Skólinn er tvísetinn og er aðkallandi þörf á að hefja byggingu nýs skóla í nágrenni Garðagrunda. Austan Þjóðveg- ar og Faxabrautar búa nú um 150-160 börn á skólaaldri og mun þeim fjölga mjög á næstu árum. Aðflutt börn á þessu hausti eru 22 en burtflutt 14 og er sú hreyfing með minna móti á báða vegu. Kennarar em 28 að meðtöld- um skólastjóra — 20 konur og 8 karlar. Þessir kennarar komu að skólanum í haust: Ágústína Halldórsdóttir, íþróttakennari, Hrönn Eggertsdóttir, teikni- kennari, Ólöf Erna Adamsdóttir, Jón Jóelsson, handav.kennari drengja. Skólinn annast tilrauna- kennslu á vegum skólarannsókn ardeildar menntamálaráðuneyt- isins í nýrri stærðfræði í 1-3. bekk og í nýju námsefni í mynd- og handmennt (myndíð) í þrem- ur bekkjardeildum 1. og 2. bekkjar. Ennfremur hófst í haust enskukennsla í 6. bekk og dönskukennsla í 4. bekk. Söngkennsla er engin í vetur, því ekki tókst að útvega sér- menntaðan söngkennara. Ágúst Ármann Þorláksson fluttist til heimabyggðar, en í hans umsjá var hafin tilraunakennsla í nýju námsefni í söng. og tón- mennt. Allmiklar breytingar vom gerðar á húsnæði til handa- vinnukennslu með tilliti til væntanlegrar samkennslu drengja og stúlkna í þeirri grein. Skólinn hefur nú eignast leir- brennsluofn og eykst f jölbreytni handavinnukennslunnar með hverju ári. Kennsla 6 ára barna hófst 29. okt. sl. Er hún nú aftur flutt í skólann í nýtt húsnæði í kjallara yngri álmu. Sú fram- kvæmd stóð lengur yfir en við var búist, en öllum ber saman um að húsnæðið sé hið vistleg- asta og í engu hefur verið til sparað að gera það vel úr garði. GAGNFRÆÐASKÓLINN Hjá Sigurði Hjartarsyni skóla- stjóra Gagnfræðaskólans feng- um við eftirfarandi upplýsingar: 10. september hófst kennsla í menntadeild og 23. september hófs kennsla í öðmm deildum. 1 vetur eru 410 nemendur í skólanum og raðast þeir þannig í deildir: í 1. bekk em 114 nemendur, 119 nemendur í öðrum bekk, í 3. bekk 100 nemendur þar af 40 í landsprófsdeild, 44 em í gagnfræðadeild og í mennta- deild og 5. bekk eru 33. Kennarar við skólan eru 25, þ.e. 21 fastráðinn og 4 stunda- kennarar. Töluverð breyting hefur orðið á kennaraliðinu frá því í fyrra og eru nú 9. kennarar nýjir við skólann. Þeir eru: Dagný Þorgilsdóttir, Guð- mundur Hermannsson, Guð- mundur Þorgrímsson, Gunn- laugur Haraldsson, Hörður Helgason, Kjartan Sigurbjörns- son, Neil MacMahon, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Ágúst- ína Halldórsdóttir. Nýjir stundakennarar eru: Bjarnfríður Leósdóttir og Hrönn Eggertsdóttir. Sunnudaginn 5. okt. sl. var vígður hluti nýbyggingar skól- ans og mánudaginn 14. okt. hófst svo kennsla þar. Tekin var í notkun efri hæð nýja skólahússins, og er þar um að ræða 6 stofur. 3 af þessum stofum em ætlaðar til sér- kennslu, þ.e. eðlis- efna- og náttúmfræðikennslu, og eru þær nú þegar notaðar sem slíkar. 1 stofa er fyrir landafræði- og sögukennslu og tvær fyrir alm. kennslu. Með því að opna á milli tveggja af þessum stofum er hægt að nota þær sem sal, sem er um 210 ferm. Á neðri hæð nýja hússms, sem væntanlega verður tekin í notkun næsta haust, er ráðgert m.a. að verði stofa fyrir heilsu- gæslu, kennarastofa, skrifstofa skólans, aðstaða umsjónar- manns skóla, skrifstofa fyrir skólastjóra og yfirkennara auk einnar kennslustofu. Með tilkomu nýja skólahúss- ins var hægt að hafa skólann einsetinn og er það alger bylt- ing í skólamálum á Akranesi. Nú er kennt fimm daga vikunn- ar frá kl. 8 að morgni til hálf fjögur síðdegis. Það má fullyrða að hér er um mjög þýðingarmikinn hlut að ræða, bæði fyrir nemendur og kennara. Þá má geta þess hér, að sú nýbreytni var tekin upp í haust að hafa svokallaða les- tíma í skólanum. Það fer þannig fram, að alla daga vikunnar þ. e. mánudaga til föstudaga frá kl. 3,30-5,15 er nemendum heim- ilt að koma í skólann og vinna þar að sínu heimanámi. Á þess- um tíma eru 2-3 kennarar til staðar og leiðbeina þeir nem- endum með verkefni ef þess er óskað. Þessir lestímar hafa ver- ið mjög vel notaðir það sem af er vetrinum og mikil ánægja ríkir meðal nemenda með þessa nýbreytni. TÓNLISTARSKÓLINN Haukur Guðlaugsson, skóla- stjóri Tónlistarskólans sagði: Kennsla hófst í Tónlistar- skólanum 1. október. Nemendur eru 143. Kennt er á eftirtalin hljóð- færi: Píanó, orgel, blásturshljóð færi, strengjahljóðfæri og blokk flautur. Einnig fer fram söng- kennsla í skólanum. Þá má og geta þess að sérstök barnadeild er starfandi við skólann. Aukanámsgreinar eru tón- fræði og tónlistarsaga. Flestir eru nemendur í píanó- leik. — Kennarar við Tónlistar- skólann eru 7 fyrir utan skóla- stjóra, og þar af eru 3 nýir frá fyrra vetri. Þeir eru: Jón Karl Einarsson, Lárus Sighvatsson og Úlrik Ölason. Að lokum má geta þess, að í haust var allur skólinn málaður að innan í skemmtilegum litum og er nú mjög frisklegt og skemmtilegt að koma þar inn. IÐNSKÓLINN Frá Sverri Sverrissyni skóla- stjóra Iðnskólans: Iðnskólinn tók til starfa í byrjun september og er 1. og 3. bekkur í skólanum fyrir áramót. Til innritunar komu 34 nýir nemendur, flestir ósamnings- bundnir, af hinum stunda flest- ir húsasmíði, og er 1. bekk skipt í 2 bekkjardeildir. I 3. bekk eru 10 nemar, flest- ir í húsasmíði og vélvirkjun. Kennarar eru 9 auk skólastj. Nýir kennarar eru Hrönn Egg- ertsdóttir, sem kennir fríhendis- teikningu, Sverrir Kristjánsson og Neil MacMahon, sem kenna ensku í 1. og 3. bekk. Verknámsskólinn fyrir 1. og 2. bekk í málm- og tréiðnaði er í undirbúningi. Nokkuð af vél- um og verkfærum eru komin til landsins. Enn hefur þó ekki tekist að leysa tækin út af f jár- hagsástæðum. Myndin er tekin í hinni nýju stofu í kjahara nýrri skólaálmunnar. Á myndinni sést einnig hluti 6 ára barnanna, ásamt kennurum sínum. (Ljósm. Þórólfur.) 5

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.