Umbrot - 08.11.1974, Blaðsíða 6
FRÁBÆR FRAMMISTAÐA
Akumesingar urðu Islands-
meistarar í I. deildarkeppninni
í knattspyrnu 1974. Hlutu þeir
23 stig af 28 mögulegum og
töpuðu engum leik. Einnig
gekk þeim mjög vel í Bikar-
keppninni. Þar komust þeir í
úrslit og léku við Val, en töp-
uðu 4-1 og var það eini tapleik-
ur liðsins í sumar.
Þessum góða árangri í sumar
má eflaust þakka ágætum þjálf
ara liðsins, George Kirby, sem
tvímælalaust er einn besti þjálf
ari sem hingað hefur komið.
Starf Knattspymuráðs Akra-
ness hefur verið umfangsmikið
þetta ár eins og áður. Harald-
ur Sturlaugsson, form K.R.A.
lét blaðinu í té eftirfarandi upp
lýsingar:
Leikir.
L U
Meistaraflokkur 25 15
I. flokkur
T M
4 44-23
II. flokkur
III. flokkur
IV. flokkur
V. flokkur
Kvennaflokkur
9
6
11
12
9
5
0 6 21-12
0 2 21-12
0 7 33-36
0 10 20-50
2 6 15-51
0 2 10-10
Útgjöld K.R.A. rúmar 3 millj.
Heildarútgjöld K.R.A. á
þessu ár: em rúmar þrjár millj.
króna. K.R.A. stendur í fjáröfl-
unum um þessar mundir. Til
sölu eru plattar með áritun
allra leikmanna og þjálfara,
sem gefið vár út í tilefni af
Islandsmeistaratitlinum, en í
takmörkuðu upplagi. Auglýs-
ingablað kemur út í desember
eins og sl. ár.
Kemur Kirby aftur?
Reynt verður að fá George
Kirby til að þjálfa meistara-
flokk aftur á næsta ári. Er
mikill áhugi hjá strákunum að
það takist.
Þrír leikmenn hafa leikið
fleiri en 200 leiki með meist-
araflokk Í.A., en þeir em:
Björn Lámsson 222 leiki; Þröst
ur Stefánsson 207 leiki og
Matthías Hallgrímss. 206 leiki.
Ferðir.
4. og 5. flokkur dvöldu á
Laugarvatni í vikutíma við
æfingar í sumar. Þátttakendur
voru 50 talsins.
Úrval úr 3. og 4. flokki fóm
til Danmerkur í byrjun júlí og
dvöldu í Trastrup. Sami aldurs-
flokkur kom frá Trastmp og
dvaldi hér hjá okkur í viku.
Þetta samstarf, sem var komið
á í fyrra, vonumst við að hald-
ist áfram.
Meistaraflokkurinn fór í
skemmtiferð til Mallorca í sept.
Knattspyrnuráð útvegaði leik-
mönnum ódýra ferð að afloknu
glæsilegu leiktímabili.
8 leikmenn valdir í úrvalslið.
I íslenska landsliðið vom
þessir 4 leikmenn valdir í sum-
ar: Matthías Hallgrímsson, Teit
ur Þórðarson, Björn Lárusson
og Jón Gunnlaugsson (fyrsti
landsleikur hans).
I unglingalandsliðið voru
einnig 4 valdir: Árni Sveins-
son, Guðjón Þórðarson, Sigurð-
ur Halldórsson og Sigþór Óm-
arsson.
Haraldur Sturlaugsson, formaður K.R.A., og Jón Alfreðsson, fyrirliði l.A.-liðsins, með islands-
meistarabikarinn á milli sín.
- LEIRÁ ...
Framhald af bls. 1.
farið að gæta frá neðra
vatnskerfi þar sem búist er
við 130-140°C heitu vatni.
Hinn hái hiti og jafna hita-
aukning neðan við 200 m
verður ekki skýrð nema á
einn veg, þ.e. vatnskerfi heit
ara en 115°C liggur á meira
dýpi en 600 m.“
1 skýrslunni kemur fram
til saman burðar, að í bor-
holum á Seltjarnarnesi voru
bestu vatnsæðarnar niður
undir 2000 m og þar segir
ennfremur:
,,Á Leirá má búast við, að
komið sé í toppinn á vatns-
kerfinu í 800-100 m. Þar fyr-
ir neðan er gert ráð fyrir
að sé vatnskerfi með tiltölu-
lega jöfnum hita alveg nið-
ur undir 2000 m. Óvarlegt
er að treysta því að vatn
komi í holu, sem aðeins nær
niður í toppinn á slíku vatns
VETURINN ER KOMINN!
KENTÁR-rafgeymar í öllum
stærðum og gerðum.
^ VERSLUNIN
ÐINN„f
kerfi, þótt þess séu dæmi.
Víst er, að líkur á öflugri
holu aukist til muna ef bor-
að er djúpt ofan í vatnskerf-
ið. Fjarlægðin á milli borhol-
anna (800 m) og hitaferl-
arnir, sem eru eins, sýna
að hér er ekki um staðbund-
ið uppstreymi við berggang
eða annað slíkt að ræða,
heldur víðáttumeira vatns-
kerfi í djúplögum.
Framháld rannsókna á Leirá
IJt frá þeim upplýsingum
sem nú liggja fyrir er ljóst,
að dýpkun með Wabco-bor í
1000 m er ófullnægjandi sem
næsta skref í rannsókn Leir-
ársvæðisins. Þær holur sem
nú hafa verið boraðar gera
hana óþarfa. Þær sýna að
vatnskerfi með yfir 130°C
hita er neðan við 800-1000
m dýpi. Jafnvel þótt heppn-
in yrði með og vatn fengist
í holunni myndi það ekki
hagga þeirri ályktun okkar,
að vatnskerfið með 130°C
hita liggur fyrst og fremst
neðan 1000 m og þaðan yrði
vatnið tekið ef til vinnslu
heits vatns kæmi. Það er
því tillaga okkar, að næsta
skrefið í rannsókn Leirár-
svæðisins verði borun í ca.
2000 m með gufubor. Verð
slíkrar holu með flutningi,
uppihaldi áhafnar, forborun
með höggbor og pökkun yrði
gróflega áætlað ca. 11 millj.
króna. Orkustofnun mun
láta í té sundurliðaða áætl-
un um borun gufuborsholu
ef þess verður óskað.
Viljum við hvetja til, að
ráðist verði í slíka borun
sem allra fyrst þar sem lík-
ur eru góðar á að þessi rann
sókn beri tilætlaðan árang-
ur.“
Svo mörg voru þau orð
Orkustofnunarinnar. Þess
má geta að bæjarstjórn hef-
ur nú þegar fengið þessa
sundurliðuðu áætlun og er
það nú krafa bæjarbúa að
þessu máli verði hraðað eins
og unnt er, því hitaveita er
eitt allra brýnasta hags-
munamál bæjarbúa og bæj-
arins í heild.
Því má bæta hér við, að
Kristján Sæmundsson jarð-
fræðingur mun mæta á fundi
bæjarráðs nk. miðvikudag
og þar má búast við að
málið verði rætt ítarlega.
OoO
Mikið úrval af
jarðlíkönum komið
Bókaverslun
Andrésar Níelssonar
6