Umbrot - 08.11.1974, Blaðsíða 4
Trésmiðjan Akur hf. 15 ára
'xresmiojan Akuí uauo sl. laugard. scarisióiKi smu og mökum
(Ljósm. Þórólfur.)
Blaðstjórn Umbrots hef-
ur ákveðið að hafa fasta þætti
í blaðinu. Einn af þeim er
fyrirtækjakynning. Okkur þótti
vel við hæfi að byrja á Tré-
smiðjunni Akri sem á 15 ára
afmæli um þessar mundir.
Fyrirtækið hélt mjög veglega
upp á afmælið með því að bjóða
starfsfólki sínu í mat í Glæsi-
bæ í Reyjavík og á leiksýningu
í Þjóðleikhúsinu á eftir. Við
ræddum við Stefán Teitsson for-
stjóra fyrirtækisins og báðum
hann að segja okkur sögu þess:
Trésmiðjan Akur hf. var
stofnuð 20. nóvember árið 1959
og hóf starfsemi sína um ára-
mótin 1959 og 1960, í húsi sem
fyrirtækið keypti þá af Vél-
smiðjunni Loga hf., sem hætti
þá starfsemi sinni. Var þetta
hús 225 ferm. og þótti stórt.
f upphafi unnu hjá fyrirtæk-
inu 5 menn, en fjölgaði smá-
saman með árunum. Árið 1966
fékk fyrirtækið stóran verk-
samning við Framkvæmdanefnd
Byggingaáætlunar ríkisins um
smíði innréttinga í 312 íbúðir,
sem afgreiða átti á 18 mánuð-
um og varð það ljóst að miklum
erfiðleikum yrði bundið að anna
þessu mikla verki með þeim
vélum og húsnæði sem við höfð-
um yfir að ráða. Var þá ákveðið
að stækka verkstæðið í það
horf, sem það er nú í, en til þess
að þetta mætti takast varð að
byggja nýja verkstæðið á mjög
skömmum tíma, og það tókst
á aðeins 4 mánuðum og er
húsnæðið nú um 1400 fermetr.
og vinna þar venjulega 50-60
manns og á sumrin 70-80 manns
þegar skólafólkið kemur til
starfa.
Með þessari stækkun á hús-
næði og auknum vélakosti, tókst
að sinna stórum verkefnum, eins
og innréttingasmíðinni fyrir
Framkvæmdanefndina, en við
héldum áfram samningum og
smíði fyrir hana í 6 ár og inn-
réttuðum samtals 920 íbúðir á
þessum tíma. Þetta verkefni
kom inn á þau ár, sem hvað
mesta deyfð var í byggingar-
iðnaði landsmanna.
Húsgögn hafa alltaf verið
framleidd hjá fyrirtækinu frá
upphafi og hafa þau farið á
markað um allt land, einnig
hafa vegg og loftþiljur verið
framleiddar nú um árabil, en
þar hefur verið mjög hörð sam-
keppni við innflutning, því toll-
ar á hráefni í þessa framleiðslu
hafa verið jafnvel hærri en á
innfluttum þiljum.
Árið 1969 hófst nýr þáttur í
sögu fyrirtækisins með því að
það hóf byggingu sambýlishúss
við Garðabraut, en þá hafði
ekki verið byggt sambýlishús
á Akranesi í 8 ár og aðeins 2
áður. Það var greinilegt að
þetta var orðið vandamál hér í
bæ, t.d. ungt fólk sem var að
hefja búskap hafði ekki um
annað að velja en að byggja sér
einbýlishús, kaupa gamalt eða
að leigja, en hér í bæ er mjög
lítið um leiguíbúðir, þannig að
þetta ástand hamlaði mjög gegn
stækkun bæjarins. Svo má nefna
að hvert 12 íbúða sambýlishús
sparar bæjarfélaginu 3-4 millj.
í gatna og holræsafram-
kvæmdum miðað við að byggðar
væru jafn margar íbúðir í ein-
býlishúsum. Einnig má nefna að
3-4 herbergja íbúð í sambýlis-
húsi kostar um helming á við
meðal stórt einbýlishús, en þó
fást jafn há föst lán út á íbúð
í sambýlishúsi og út á einbýlis-
hús. Þannig er það mun auð-
veldara að eignast íbúðina í
sambýlishúsinu.
Eina höfuð breytingu á
framkvæmd þessara íbúða gerði
fyrirtækið miðað við aðra einka-
aðila, sem í íbúðabyggingum
standa, en hún var sú að af-
henda íbúðimar fullbúnar og
með frágenginni lóð, þannig að
allir íbúarnir geta flutt í íbúð-
irnar sama dag, en flestir bygg-
ingar-aðilar afhenda þær annað
hvort fokheldar eða tilbúnar
undir tréverk, en það hefur
þeirra til leikhúsferðar.
marga ókosti, svo sem mikið
lengri byggingartíma, svo og að
það er ekki óalgengt að það
sé verið að vinna í sumum íbúð-
um hússins eftir að aðrir eru
fluttir inn og skapar það oft
óþægindi og leiðindi.
Einnig má nefna að sá aðili,
sem kaupir tilbúna íbúð, þarf
ekki að eyða tíma í snúninga
við bygginguna eða útvegun
fastra lána, en í þetta fer oft
mikill tími hjá húsbyggjendum.
Á Islandi hafa íbúðabygging-
ar til þessa verið að mestu
nokkurs konar heimilisiðnaður,
þar sem öll f jölskyldan og kunn-
ingjar hafa verið aðal vinnu-
krafturinn og hefur þetta leitt
til þess að byggingartími húsa
verður óeðlilega langur oft 3-
5 ár og er þá kominn mikill
vaxtakostnaður á íbúðina,
nýting fjármuna slæm, fyrir
utan það, að þessir menn sem í
þessu standa, eru oft örþreyttir
af mikilli aukavinnu og áhyggj-
um út af skuldum.
Það er gleðileg þróun að hér
á Akranesi eru nokkrir aðilar
byrjaðir að byggja íbúðir upp á
eigin reikning og selja síðan,
reyndar á ýmsu byggingarstigi,
en þetta er spor í rétta átt, sem
vonandi á eftir að þróast. Því
til að ná árangri í þessari iðn-
grein þarf bæði reynslu og
tækjabúnað sem aldrei verður
til, ef á að stunda byggingariðn-
SENDIBIFREIÐ
ávallt til staðar í
lengri og skemmri ferðir.
Samúel Ólafsson
Esjubraut 22 - Akranesi
Sími 1485
að í landinu sem frístundavinnu
eða heimilisiðnað.
Fyrirtækið hefur nú reist
fjögur sambýlishús við Garða-
braut. Það síðasta á að afhenda
í vor, en þau eru öll eftir sömu
teikningu, sem gert hafa þeir
Jóhannes Ingibjartsson og
Njörður Tryggvason hjá Verk-
fræði og teiknistofunni sf.
Ráðgert er að hefja byggingu
á nýju sambýlishúsi eftir nýrri
teikningu, nú í vetur, eða strax
þegar aðstaða fæst á byggingar-
lóðinni, sem fyrirtækið hefur
fengið úthlutað, til að byggja
þetta hús, sem á að vera sam-
býlishús með 18 íbúðum sem
verða tveggja þriggja og fjög-
urra herbergja.
Frá upphafi þessara bygginga
hafa verið sömu verktakar, sem
unnið hafa hverja grein og með
góðu samstarfi stuðlað að góð-
um byggingarhraða, þannig að
allar áætlanir hafa geta staðist
og vill Trésmiðjan Akur hf.
nota þetta tækifæri til að þakka
þeim mjög gott samstarf.
Einnig vill fyirtækið á þess-
um tímamótum þakka öllu
starfsfólki gott samstarf á þess-
um árum.
Stjórnendur fyrirtækisins frá
upphafi hafa verið þeir Gísli S.
Sigurðsson og Stefán Teitsson.
Við þökkum Stefáni Teitssyni
fyrir spjallið og óskum fyrir-
tækinu allra heilla í náinni
framtíð.
ATHUGIÐ!
Vegna auglýsenda er á-
kveðið að jólablað UM-
BROTS komi út í kringum
10. des. Þeir, sem hug
hafa á að birta greinar og
auglýsingar í jólablaðinu
þurfa að hafa sent þœr
eigi síðar en 1. des. í Póst-
hólf 110.
Steián Teitsson og Gísli Sigurðsson stjórnendur Trésm. Akur,
ásamt konum sínum, Fríðu Lárusdóttur og Erlu Guðmundsdóttur.
(Ljósm. Þórólfur.)
4