Umbrot - 10.05.1978, Blaðsíða 3

Umbrot - 10.05.1978, Blaðsíða 3
Ari Gíslason: „Templaraofstæki” I síðasta tölublaði Umbrots er mjög athyglisvert viðtal við tvo ágæta menn, sem báðir voru orðnir brennivíninu að bráð. Báðir orðnir reköld, sjálfum sér til ama og bölvunar, og öllum sem unnu þeim til sorgar. Orðn- ir þannig að þeir voru til ama fyrir alla, nema þá sem gleðj- ast yfir óförum annarra og kunna best við að sem flestir séu í sama svaðinu og þeir eru sjálfir í. Mönnum sem er illa við alla templara og þá of- drykkjumenn sem hafa kjark og vilja til að rífa sig upp og verða aftur að mönnum. Margt fróðlegt og athyglis- vert kom þama fram, margt sem er í sama dúr og við templ- arar höfum oft bæði talað og skrifað um, borið fram við þá sem valdið hafa, en því miður alltof oft fyrir daufum eyrum. Báðir voru mennirnir spurðir um álit þeirra á stúkufólki og stúkustarfi, og um þá kenningu að stúkan sé fantísk og þeir sem þar eru séu fullir ofstæki. Jú, það vantaði ekki svörin, játandi um fanatikina og Sig- urður segir stúkuna úreltan fél- agsskap, vegna þess að hún sé ekki í takt við tímann. Guð- brandur segir: ,,Ég held að Góðtemplarastarfsemin hér á landi hafi skotið svolítið yfir markið og þær hafi hvergi nærri náð þeim árangri sem skildi í þessum málum. Ég held þetta sé vegna þess að stúku- menn séu alltof miklir ofstækis- menn í sínum áróðri og kenn- ingum“. Svo mörg voru þau orð, o.s.frv. Það er þetta sem mig langar til í allri vinsemd að drepa á. Reyndar fyrst þá held ég að hvorugur þessara ágætu manna þekki neitt það til starfs reglunnar að þeir hafi þekk- ingu til að dæma um starf hennar. Það er ofstækin. Hver er hún ? Ofstækin er fólgin í því áð krefjast algjörs bindindis. Og sú staðreynd að sá maður sem aldrei drekkur fyrsta staupið verður ekki drykkjumaður. Þarf aldrei að fara í afvötnun, hvorki hér heima eða til Ameríku, ekur aldrei ölvaður og verður því ekki sviptur ökuleyfi, drepur jjMBROT Útgefandi: TJMBBOT sf. Blaöstjórn og ábyrgðarmenn: Indriði Valdimarsson, ritstj. og Sigurvin Sigurjónsson augl.stj. Auglýsingasími: 1127 Pósthólf 110 Gíróreikn. nr. 22110-4 Verð kr. 150 Setning og prentun: Prentverk Akraness hf. ekki menn né nauðgar konum, veldur ekki slysum ölvaður eða verður fyrir slysi sem slíkur. Er þetta ekki allt nokkuð? Þetta er heilbrigð skynsemi byggð á reynslu þeirra sem eitt- hvað hugsa og vilja skilja. Menn ráða hvort þeir drekka fyrsta glasið en mörgum verð- ur erfitt að láta það nægja, það lesum við í viðtalinu sem fyrr getur, og það er einmitt þar sem viðnámið er ekki nóg þá verður þetta að veikindum, sýki, drykkjusíki, sem menn geta ekki losnað við nema með stálvilja og hjálp. Er ekki best að losna við þá áreynslu? I viðtalinu er meðal annars staðreynd sem er sönn og rétt það, að þeir sem hafa lent í brennivíninu, og ekki geta ver- ið þessir kurteisu hófdrykkju- menn, sem eru alveg hissa að menn skuli verða að ofdrykkju- mönnum, sem alltof oft hrasa en geta rétt við sem betur fer. Þeir eru langlíklegastir til ár- angurs. Þeir vita hvert böl er við að berjast, þeir vita, að best er að bragða ekki fyrsta staupið. Þeir vita af reynslu, hvort sem þeir vilja viðurkenna það eða ekki, að gælur við áfengi er heimska. Það eina örugga er að byrja aldrei. Þetta er ofstæki, er það ekki? Er þáð ofstæki að vilja að fólk skemmti sér án áfengis, geti verið glatt og kátt, verið saman með menningarblæ ? Eitt sem sagt er, er að við templar- ar getum ekki umgengist drukkna menn. Þetta er þvætt- ingur. Margan er ég búinn að tala við, hálfan og þaðan af verri. En mér þykja þeir ekki sérlega skemmtilegir, drafandi, slefandi, röflandi. Þó er þetta betra en partíin og fínu veisl- urnar með prúðbúið fólk með glas í hönd og glján í augum. Fínheitin fara stundum af þeim samkvæmum er líður á. Þá eru þeir betri þessir á götunni, sem svo geta verið skemmtilegir og ágætir félagar ódrukknir. Er það ofstæki að vilja ekki hafa drukkið afgreiðslufólk í verslunum og drukkna bílstjóra við stýrið á öld hráðans. Ef þetta er ofstæki þá vil ég vera ofstækismaður. Þetta er nóg um ofstækina í svip en þá er tvennt eftir. Ann- ar sagði að stúkan væri úreltur félagsskapur ekki í takt við tímann, það er sá hinn sami sem segir þá réttu staðreynd að þeir sem hafi lent í áfenginu séu færastir að starfa því þeir vita hvað þeir gera og hvernig best er áð bregðast við hverjum vanda. En ég neita að stúkan sé úreltur félagsskapur. Hún var stofnuð fyrst til að vera skjól fyrir þá sem vildu njóta samveru í friði fyrir drukknum mönnum. Vildu koma saman, lausir við það sem fylgir drykkjumönnum. Þetta er enn gert, þá var mönnum boðið að vera með og þá var reynt að hafa áhrif á menn. Þá var hafið starf að útrýmingu áfengis og mörgum öðrum menningarstörf- um og enn er verið að, starfið er brýnt. í takt við tímann, sagði hann. Þáð er líka rétt að tímarnir breytast, hugsunargangur og vinnubrögð hafa breyst á styttri tíma en 127 árum. En enn tökum við við mönnum sem vilja neita öllum eiturlyfjum, áfengi og öðru. Það skal ég játa að okkur hefur orðið minna úr verki en skildi, m.a. vegna þess að það þarf meira fé til starfa en við höfum. Og þetta á einnig rök sín í áhugaleysi fólks og gegndarlausum áróðri móti regl unni, fluttan af heimskum, óvönduðum mönnum, sleggju- dómaliði. Ég veit hvað ég segi, ég hef talað við svona fólk og lít ekki upp til þess. Þessir gasprarar eru úr þeim hópi sem aldrei gera neitt nerna níða skó- inn niður af þeim sem reyna að bjarga sér og öðrum. „Skotið svolítið yfir markið.“ Já. Það er nú það, mörgum skyttum verður á að skjóta yfir markið. Fyrsta skotið er fyrsta staupið, síðan koma mörg skot og að lokum er skotið alla leið til Freeport, en sem betur fer því sem þangað var skotið var skilað aftur, skotið kom heim, fór sem böggull, kemur aftur sem maður með endumýjaðar framtíðarvonir heill til starfa sem guð hefur kallað hann til, áð hjálpa og líkna. Er það ekki nóg ástæða til að hefja fyrirbyggjandi starf að lesa viðtalið í blaðinu, heyra hvað þessir menn hafa reynt, ég dáist að þeim, og þó ég sé ekki sammála þeim að öllu leiti um stúkustarfið, óska ég þeim heilla og vona áð fleiri og fleiri bætist í þann hóp sem nær að rétta við. Og una ekki í svaðinu heldur rífa sig upp, þó áfengis- salar og bruggarar horfi óhress- ir á eftir þeim til lífsins og hamingjusamrar framtíðar. Ég var einn þeirra sem gekk í S.Á.Á. En ég er fyrst og fremst á því að reyna að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. Ég veit að það er nauðsyn áð stofna hæli fyrir drykkjumenn, afvötnunarstöðv- ar o.s.frv. en væri ekki betra að losna við þetta gera það óþarft er það ekki að skjóta yfir mark- ið, að einblína á þá sem eru orðnir sjúklingar en reyna ekki líka að fækka þeim sem veikj- aast. Bönn og lagafyrirmæli duga ekki, heldur er það fræðsla, og að reyna að snúa hugarfari fólksins svo að það skilji hvað er í húfi. Af hverju fara ungl- ingar að drekka? Hve margir ná sér í fyrsta glasið heima hjá sér? Vilja foreldrar að böm in leiki sér að eldi? Er ekki nú stundin til að snúa við? Ég mun hætta áð sinni. Enda því aftur á ofstækinni. Það er ofstæki, er það ekki, að vilja þurrka landið, vilja ekki gera gælur við eitur, vilja að fræðsl- an komi og með tímanum verði þjóðin bindindissöm. Vilja byrgja bmnninn bannvæna, áð- ur en þú, hver sem þú ert, dett- ur ofan í hann. Það er ekki víst að þér heppnist að komast upp úr honum eins og þessum tveim sem gáfu tilefni til þessarar greinar. Skildu þeir og aðrir sem hafa reynsluna ekki vera sammála um að áfengið sé óþarfur og falskur gleðigjafi. Það má víst ekki nefna bann. En ég er þeirrar skoðunar að það eigi ekki áð flytja inn eitur, það á ekki að brugga eitur. En bannlög voru samþykkt og þau fáu ár, sem þau voru, voru fangelsin tóm og velmegun óx. En áfengisdýrkendur innlendir og erlendir fengu þau lög num- in úr gildi. Þau lög þurfa að koma aftur. En, til þess að þá verði ekki skotið yfir markið, þarf mikla fræðslu og hugar- farsbreytingu. Og það tekur sinn tíma. En þurrt land, fag- urt land, fæst ekki nema með útrýmingu áfengis. Þessu er ekki stætt að neita nema með ofstæki, þess sem vill, vín meira vín. Og ekki trúi ég að það sé skoðun þeirra sem bitr- asta reynslu hafa af drykkju- skap. Ari Gíslason Bílvangur hf. Esjubraut 42 Framluktir Aukaluktir Demparar Spindilkúlur Stýrisendar Kúpplingsdiskar Kúpplingslegur Aurhlífar Vatnskassar Speglar Bílútvörp Segulbönd Útvarpsstangir Barnabílstólar 3

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.