Umbrot - 10.05.1978, Blaðsíða 8

Umbrot - 10.05.1978, Blaðsíða 8
Þættir úr sögu J ^kraness Heimildasöfnun til sögu Akraness Umsjón: Uorsteinn Jónsson 2. þáttur Húsaheiti á Akranesi — Fyrri hluti — I síðasta þætti voru tekin fyrir örnefni hér á Akranesi og þykir rétt í framhaldi af því að skoða húsaheiti hér að fornu og nýju. Kortið sýnir byggð á Akra- nesi aldamótaárið og eru húsin merkt þar inná og mun hér stuttlega verða rakin saga þeirra flestra. 1 næsta þætti mun síðan verða birt nýtt kort af Akranesi og þar fært inná 168 núverandi húsaheiti. Öll hafa þessi hús nú ákveðið götu númer, en eldri Akurnesingar, sem ólust hér upp fyrir tíma götuheitanna tala oftast um hin upprunalegu nöfn húsanna sín á milli, en yngri kynslóðin hefur ekki vanist því, og munu því flest gömlu nöfnin hverfa á undan sjálfum húsunum. Til að hægt sé að skrifa ítar- lega jarða- og húsasögu Akra- ness, þarf víða að leita fanga. Gæti þá komið sér vel ef Akur- nesingar gætu lánað þættinum myndir af gömlum húsum, götu- myndir o.fl. til eftirtöku, og einnig væri gott að þeir, sem alist hafa upp í þessum húsum gætu lýst þeim nokkuð, her- bergjaskipan, innréttingum o.s. frv. Yrði slíkur fróðleikur til mikillar hjálpar við síðari úr- vinnslu. Gott er, að þeir sem sýna þessu efni áhuga skrifi þættin- um eða hafi samband við mig á annan hátt, t.d. komi skila- boðum til foreldra minna í síma 1314, þannig að ég geti síðar komið mér í samband við við- komandi. Húsaheiti á Akranesi árið 1900 1 Kirkjan. 2 Barnaskólinn. 3 TemplarahúsiS. 4 Thomsensverslun — Thomsenshús byggði 1873 Þorsteinn kaupm. Guðm. son, fyrst kallað Thomsenshús 1887; 1910 selur Thomsen húsið til niður- rifs og þar byggt íshús. 5 Vilhjálms Þorvaldssonar verslun — Hoffmannshús, byggt 1882-83 af Pétri Hoffmann, Vilhjálmur verslar þar til 1917. 15. apríl 1946 brann húsið til grunna, stóð við Vesturgötu 33. 6 Bdinborgarverslun — Krosshús, í byggð 1706, 1883 er byggt þar stórt timburhús af Jóni Guðnasyni, sem nokkru siðar er á ný kallað Kross- hús, og þar var Edinborgarverslun til húsa fram til 1910. 1915 er húsið rifið og þar byggt íshús. 7 Böðvarshús, 1882 byggir Böðvar hús ið og 1881 byggir hann verslun rétt vestan við húsið, það stóð við Bakka- tún 10 og var rifið fyrir nokkrum árum. 8 Breið, í byggð 1703, 1874 byggir Eirikur Tomasson steinhús þar, en það var rifið rétt eftir 1930. 9 Kárabær, fyrst getið 1872, rústir hans standa enn við Breiðargötu. 10 Bræðrapartur, í byggð 1706, þar byggði 1864 Þorsteinn Sveinsson fyrsta steinlímda bæinn úr grjóti, sem byggður var á Akranesi. 1908 rifur Jón Gunnlaugsson bæinn og byggir hús það sem nú stendur við Breiðar- götu 18. 11 Sýrupartur Pyrr á tímum þrí- skiptur, Efri-, Neðri- og Miðsýru- partur. Hús það sem nú stendur við Breiðargötu 8 var byggt 1873 af Helga Guðmundssyni og er nú elsta hús & Akranesi. 1896 lét hreppurinn byggja þarna rétt hjá, hús yfir Ólaf „goss- ara“ og eftir Ólafi bjuggu þarna „Steini-Dan" og „Steina-Sigga", en eftir þeirra dag keypti Haraldur Böðvarsson húsið til niðurrifs. 12 Sjóbúð. 1875 er byggt þar stein- hús af Árna Magnússyni, rifið 1948 af Haraldi Böðvarssyni. 13 Neðri-Lambhús. Lambhús var i upphafi „fjárhús" frá fyrstu jörð Skagans, í byggð 1706. 1878 byggir Guðm. Guðmundsson steinhús það, sem rifið var fyrir nokkrum árum. 14 Efri-Lambhús. 1883 byggir Niels Magnússon þar timburhús sem nú stendur við Vesturgötu 22. 15 Albertshús, byggt 1896 af Albert Þórðarsyni. 1927 var gamla húsið rif- ið og sama ár byggt hús það, sem nú stendur við Vesturgötu 24. 16 Snæbjarnarhús, byggt 1874-76 af Snæbirni kaupm. Þorvaldssyni. 1903 voru húsin flutt tii Rvíkur. 17 Nýibær, fyrst getið 1785. Hefur gengið undir mörgum nöfnum, Nýja- búð, Nýjabýli og Nýibær. 1883 byggir Stefán Ólafur Bachmann þar timbur- hús, en öll hús á jörðinni voru rifin er Bíóhöllin var byggð.— Árnabúð, fyrst getið 1785, fer í eyði 1903. 18 Ráðagerði, byggt 1878 af Vigfúsi Þorsteinssyni. 1883 byggir Hallgrímur Bachmann hús þar og nefnir Ráða- gerði. 1908 byggir Árni Bergþórsson hús það sem nú stendur við Vestur- götu 28. 19 Litliteigur, byggður 1868 af Bjarna dbrm. Brynjólfssyni, 1882 er það byggt að stofni af Ólafi Bjarnasyni. Nú stendur húsið við Presthúsabraut 28. 20 Háteigur, I byggð 1706. Timburhús byggt þar 1883 af Ásmundi Þórðar- syni. 1932 byggir Ólafur Ásmundsson steinhús á jörðinni, sem stendur við Háteig 12. 21 Miðteigur, búið þar 1706, ein af elstu og stærstu jörðum Skagans. Hef- ur gengið undir mörgum nöfnum, Teigaskarð, Teigapartur, Miðteigur og Guðrúnarkot, sem aðallega var notað eftir 1825. 1871 byggir Hallgrímur Jónsson hr.stj. þar fyrsta timbur- hús, sem reist var á Akranesi. 1931 rífur Ólafur B. Björnsson húsið og byggir þar steinhús, sem stendur við Háteig 16. 22 Heimaskagi, „aðaljarðarstæöið forna", búið þar 1706. Steinhús byggt þar af Árna Vigfússyni 1874, rifið 1905, er Jón Ámason byggði þar stórt timburhús, það svo rifið 1944, er hrað- frystihúsið Heimaskagi hf. var byggt. 23 Akur, byggt fyrst 1883 af Kristjáni Simonarsyni i landi Teigakots, rifið fyrir mörgum árum. 24 Hjallhús, að stofni til fiskhjallur, Um 1880 gerir Jón Helgason hann íbúðarhæfan, rifið fyrir allmörgum árum. 25 Teigakot (Efstiteigur), búið þar 1706. Árið 1883 breyttist jarðarheitið raunverulega í Akur en Teigakot i tómthús, þar var síðasti torfbærinn á Akranesi. 26 Melstaður, fyrst byggður 1898 af Sigurði Jörundssyni. Hann byggir síðan stærra hús, sem stendur við Suðurgötu 31. 27 Georgshús, byggt 1883 af Georg A. Thorsteinsson, stóð við Vesturgötu 36, en var flutt og síðar rifið. 28 Læknishús, byggt 1896 af Ólafi Finsen, stendur við Vesturgötu 40. 29 Grund, fyrst byggt af Halldóri Halldórssyni hr.stj. (Litla-Grund byggð af Guðbjarna Bjarnasyni). Grundarhúsin gömlu standa nú við Vesturgötu 113B og Presthúsabraut 27, en jarðarstæðið var við Vesturgötu 41-47. 30 31 Bakki, fyrst getið 1801 og heitir þá Fagriflötur, byggður af Bjarna Jónssyni, sem þá var eini maö- urinn á Akranesi sem átti skip og bát. Eftir 1813 nefnt Bakki. 1872 byggir Jóhannes Jónsson snikkari þar timb- urhús. 1922 rífur Einar Ingjaidsson það og byggir þar timburhús sem stendur við Bakkatún 24. 32 Kárabær (?) 33 Sandur, byggður fyrst 1868 af Magnúsi Jörgenssyni. 34 Mið-Sandur, byggður af Tómasi Tómassyni og Hallgr. Guðmundssyni, 1908 byggði Eggert Símonarson hús það, sem nú stendur við Krókatún 2. 35 Syðri-Sandur, byggður 1896, af Hallgrími Guðmundssyni, stóð við Vesturgötu 65, en er nú við Presthúsa- braut 36. 36 Gata, fyrst getið 1826, fyrst nefnt Pósthús, en þar byggði maður, er 8

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.