Umbrot - 10.05.1978, Blaðsíða 1

Umbrot - 10.05.1978, Blaðsíða 1
UMBRQT 5. tbl. Miðvikudagur 10. maí 1978 5. árgangur GÆTI ÞJÓNUSTAN VERIÐ BETRI? Kór Barnaskólans og stjórnandinn, Jón Karl Einarsson. Myndin er tekin í Akraneskirkju í vetur (Ljósm. Sigurbjörn) Kór Barnaskólans syngur á Listahátíð Það hefur löngum verið kappsmál hvers bæjarfélags að ferðafólk fái sem besta þjón- ustu á viðkomandi stað. Hér er lítil saga frá Akranesi. Hún gerðist fyrir nokkrum vikum. Hópur ungmenna kom hingað til að taka þátt í íþróttamóti. Þegar mótinu var lokið (á laug- ardagskvöldi) ætlaði hópurinn að fá sér snarl í svanginn. En þá kom nú heldur en ekki upp vandamál. Það var sem sé eng- inri staður til á Akranesi sem hægt var að fá sér mat á. Mat- sala Hótelsins var lokuð eins og venja er þegar dansleikir eru þar. Hvað var þá til ráða? Það varð áð fara í söluturn, en þar sem klukkan var að verða hálf tólf og komið að lokun, var þetta afar illa séð, og ekki þarf að taka fram að pylsurnar sem Stjórn Sementsverksmiðju ríkisins hefur ráðið Gylfa Þórð- arson viðskiptafræðing fram- kvæmdastjóra verksmiðjunnar og tók hann við störfum 1. maí sl. Gylfi er 33 ára gamall, fædd- ur á Akranesi 5. desember 1944, sonur Þórðar Egilssonar pípu- lagningameistara og konu hans Jónu Valdimarsdóttur. Gylfi lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1965 og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla til voru duguð engan veginn fyrir alla hina svöngu maga. Þessi litla saga sýnir áð ferða menn geta ekki fengið viðun- andi þjónustu hér á Skaga og er það afar leiðinlegt til afspurn ar fyrir svona stórt byggðarlag. Bætta þjónustu vantar einn- ig á fleiri sviðum og mætti t.d. nefna salemisaðstöðu. Hún er ekki til í 4.500 manna bæ. Hvað skal til bragðs taka ef hópui: sem þessi þarf á salerni? Eina ráðið er að hlaupa bak við hús- vegg og pissa þar, eins og það er nú þrifalegt. Þetta er að sjálfsögðu atriði sem ekki er hægt að bjóða upp á og væri það verðugt verkefni næstu bæj- arstjórnar að bæta hér úr fyrst núverandi bæjarstjórn hafði ekki kjark í sér að hrinda þessu sjálfsagða máli í framkvæmd. Islands 1969. Hann stundaði framhaldsnám í hagfræði í Englandi 1969-70. Við heimkom una varð hann fulltrúi hjá fjár- laga- og hagsýslustofnun og gegndi því starfi í hálft ár eða til 10. desember 1970 að hann tók við fulltrúastöðu í sjávar- útvegsráðuneytinu. Hann varð deildarstjóri í ráðuneytinu 1. júlí 1970 en 1. september sl. tók Gylfi við starfi fjármálastjóra Rafmagnsveitna ríkisins og hef- ur hann gegnt því starfi síðan. Flestir, ef ekki allir Akur- nesingar vita að hér eru starf- andi kórar, þ.e. karlakór og kirkjukór, en ég efast um að allir viti að Akurnesingar eiga einnig barnakór, já, og það góð- an barnakór. Starfsemi þessa kórs hefur ekki verið gefinn gaumur sem skyldi og því skal reynt að bæta hér lítillega úr. Umræddur barnakór er kór Barnaskólans á Akranesi. Stjórnandi hans og stofnandi er Jón Karl Einarsson tónmennta- kennari, og hefur honum tekist einstaklega vel upp og náð góð- um árangri. Barnakórinn var stofnaður 18. október 1976 og hófu 19 börn þá þegar að æfa í Jóla- kantötu eftir Jakob Hallgríms- son við texta Stefáns frá Hvíta- dal. Kantatan var flutt á litlu jólunum í skólanum og einnig í æskulýðsmessu í Akranes- kirkju, við undirleik ungs og efnilegs orgelleikara, Björns Sólbergssonar. Eftir áramót 1976/1977 var hafinn undirbúningur að þátt- töku í fyrsta landsmóti ís- lenskra barnakóra, sem haldið var 22. mars 1977 í Háskólabíói á vegum Tónmenntakennarafél- ags Islands og einnig tóku börn- in þátt í Fimleika- og kóramóti Vesturlands sem haldið var á Akranesi 24. apríl 1977. Sl. haust hóf síðan 31 nem- andi starf í kórnum. Á þessu starfsári hefur hann m.a. sung- ið í Akraneskirkju (við guðs- þjónustu á jóladag), á tónleik- um í Háteigskirkju 22. mars sl. ásamt þrem öðrum kórum og síðan á Fimleika- og kóramóti Vesturlands 8. apríl sl. Auk þess hefur kórinn sungið við ýmis tækifæri. Nú er stefnt að því að kór Barnaskólans syngi á Lista- hátíð 10. júní í sumar, ásamt tveim öðrum kórum á svoköll- uðum maraþontónleikum sem haldnir verða í Laugardalshöll. Allir, sem í kórnum eru, hafa þreytt inntökupróf og er þar tekið tillit til margra hæfileika, eins og t.d. hve hreint er sungið og taktfast, blæfegurðar og styrkleika raddar, einbeitni og úthalds o.m.fl. Æfingar eru þrisvar í viku, samtals 4 tímar og fara þær allar fram eftir að skólatíma lýkur. Talsverður kostnaður er af veru barnanna í kórnum (ferða- lög o.fl.) en foreldrar og börn eru einhuga um farsæld hans og vilja veg hans sem mestan. Það er gaman fyrir Akranes að eiga slíkan kór og er hann vel þess virði að honum sé gaumur gefinn í enn ríkara mæli en verið hefur. Söluverölaun UMBROTS Þau sem hlutu söluverðlaun í apríl voru: Bjarni Sölvason og Guðrún Kristófersdóttir. Þessir krakkar eru beðnir um að hafa samband við blaðið. Fra kröfugöngu verkalýðsfélaganna 1. maí sl. (Ljósm. :Sigurbjörn) Gylfi Uórðarson ráðinn framkvæmdastjóri Sementsverksmiðju ríkisins

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.