Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.09.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 24.09.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 Hafnarfjarðarbær óskar eftir að taka á leigu nokkrar íbúðir af öllum stærðum og gerðum. Um langtímaleigu væri að ræða. Nánari upplýsingar gefur Þjónustuver Hafnar­ fjarðar bæjar í síma 585 5500 eða á netfangið hafnarfjordur@hafnarfjordur.is Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðarbæjar ÍBÚÐIR ÓSKAST TIL LEIGU Í desember í fyrra var opnaður nýr veitingastaður í Firði. Þetta er Kebab Kings, persneskur veitingastaður þar sem Behzad Valadbigi frá Íran eldar góm­ sætan mat yfir viðarkolum. Hann notar hið dýra krydd saffran óspart, saffran frá Íran sem hann segir það besta í heimi. Kryddið er sett í maríneringu sem kjötið er látið liggja í, í um sólarhring, áður en það er eldað. Behzad segir marga telja saffran allra meina bót, sumir nota það gegn depurð og aðrir til að forðast krabbamein. Þá er saffranið einnig sett sem skraut og bragð­ efni ofan á hrísgrjónin. Behzad býður upp á fjölbreytta rétti af matseðli, suma rétti sem aðeins er hægt að fá fyrir tvo eða fleiri. Í réttunum getur verið kjúklingur, lambafile eða nauta­ lundir og einnig er hægt að fá vefjur sem auðvelt er að taka með sér. Veitingastaðurinn er ekki stór, tekur um 20 manns í sæti en Behzad segir viðtökur hafi verið góðar og fólk komi aftur og aftur. Um 60 mann sem fæddir eru í Íran eru búsettir hér á landi, þrefalt fleiri en árið 2000. Behzad hefur nú verið hér í átta ár en kom hingað fyrst fyrir 20 árum og dvaldi í tvö og hálft ár. Segir hann Ísland rólegt og öruggt land og líki honum vel hér. Hann býr í Kópavogi. Opið er virka daga kl. 11­21 nema föstudaga, þá er opið til 22 og um helgar er opið kl. 12­22. Perskneskur matur í Firði Behzad eldar á viðarkolum og kryddar með saffran Behzad Valadbigi með nýjan rétt, Flafel og kebab vefju. Vefjurnar frá Kebab Kings eru gómsætar. Nýr réttur, Flafel, fyrir þá sem ekki vilja kjöt. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Sjálfstæðisflokkurinn er áhuga samur um að afhenda einka aðilum eignir almennings á með an Framsóknarflokkurinn hefur sérstakan áhuga á hreppa­ flutningum fólks, sem handstýrt er af stjórn­ málamönnum. Þessi tvö áhugamál ríkis­ stjórn arflokkanna hafa bitnað illilega á Hafn­ firðingum á þeim tveim ur árum sem þessi ríkisstjórn hefur verið við völd. Mennta mála­ ráðherra tók upp á sitt einsdæmi þá ákvörð un að af henda einkaað ilum Iðn­ skólann í Hafnarfirði en sjávar­ útvegs – og landbúnað arráðherra vildi endilega flytja starfsemi Fiski stofu frá Hafnar firði til Akureyrar en hefur nú þurft að bakka með þá ákvörðun að einhverju leyti. Það vakti athygli mína fyrir skemmstu þegar Fjarðar póstur­ inn greindi frá því að mennta­ málaráðherra hefði innsiglað þenn an gjafagjörning með hátíð­ legum hætti fyrir utan húsnæðið sem áður hýsti Iðnskólann í Hafnarfirði. Viðbrögð meiri­ hlutans í bæjar stjórn Hafnarfjarðar við þess­ ari ákvörðun mennta­ málaráðherra hafa ver ið máttlaus svo ekki sé meira sagt. Auðvitað hefði þurft að mótmæla þessari ger ræð islegu ákvörðun ráð herra með mikið markvissari hætti en gert var. Laga leg ur grundvöllur ákvörð un­ ar innar er ótraustur enda hafa þær raddir heyrst að ekki sé hægt að leggja niður menntastofnun eins og Iðn skólann í Hafnarfirði án aðkomu Alþingis. Það er raunalegt að flokkarnir sem mynda meirihlutann í bæjar­ stjórn Hafnarfjarðar – og þá sér­ staklega forystumenn þeirra – hafi ekki rætt þann möguleika opinberlega að leita til um boðs­ manns Alþingis vegna ákvörð­ unar menntamála ráðherra. Lin­ kind forystumanna meiri hlutans gagnvart ráðherra er sér staklega athyglisverð í ljósi þess að gjörn­ ingur ráðherra virtist koma algjörlega flatt upp á formann bæjarráðs og forseta bæjar­ stjórnar fyrst þegar málið kom upp. Og það er auðvitað algjör­ lega óboðleg framkoma af hálfu ráðherra gagnvart bæjarfélaginu, íbúum bæjarins og starfsfólki skólans. Í umfjöllun Fjarðarpóstsins um hina hátíðlegu athöfn mennta ­ málaráðherra, þar sem hann formlega slökkti ljósin í Iðn­ skólanum í Hafnarfirði, kom fram að einungis einn af ellefu bæjarfulltrúum í Hafnarfirði hafi séð sér fært að mæta. Ég geri einfaldlega ráð fyrir því að sá bæjarfulltrúi, sem mætti, hafi a.m.k. verið með óbragð í munni þegar ráðherrann slökkti ljósin. Hina tíu skil ég vel. Höfundur er kennari. Árni Rúnar Þorvaldsson Iðnskólinn í Hafnarfirði Ljósin slökkt Góð leikfimi með hressum konum á öllum aldri í DAS sundlauginni í Hafnarfirði. Kennari er Guðrún H. Eiríksdóttir íþróttakennari. Kennsla er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18.00 og hefst fimmtudaginn 1. okt. 2015 Get bætt við nokkrum konum á haustönn. Upplýs ingar gefur Guðrún í s íma 897-5395 Vatnsleikfimi Unglingakór fyrir krakka sem eru í 7. - 10. bekk hefur starfsemi mánudaginn 28. sept. kl. 16-17. Kórinn mun m.a. leika gospeltónlist. Stjórnandi verður söngkonan Áslaug Helga Hálfdánardóttir. Nánari upplýsingar og skráning á www.astjarnarkirkja.is. Þátttaka er ókeypis.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.